Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Umbrotatímar deilihagkerfis

adalmynd2.jpg
Auglýsing

Heimsmeistaramót FIFA í Brasilíu trekkir að 3,7 milljónir ferðamenn þetta árið. Flestir þeirra gista á hótelherbergjum eða gistiheimilum eins og við má búast. Einn af hverjum fimm hafa hinsvegar kosið að hreiðra um sig í íbúðum heimafólks.

Brasilíumenn eru þekktir fyrir hlýlegt viðmót en svo er ekki að gistiplássin standi fólki til boða án endurgjalds. Plássin voru öll auglýst til leigu á vefsíðunni Airbnb.

Deilihagkerfið


Airbnb er eitt þeirra fyrirtækja sem kenna sig við deilihagkerfið (e. sharing economy). Fjárfestar binda vonir við að deilihagkerfið riðji sér til rúms og að með rafrænum markaðstorgum megi auka nýtni sem skili sér til neytenda í hagkvæmni og fjölbreyttari framboði. Vaxtarmöguleikar þessara sprota er mikill þar sem framboð og eftirspurn á vörum og þjónustu er mætt af notendum síðunnar en ekki virðiskeðju fyrirtækisins.

Fjárfesting og eign þessara félaga er mæld í notendafjölda og virkni fremur en afkastagetu verksmiðja og fjölda sölustaða.

Auglýsing

Airbnb lauk nýverið fjármögnun þar sem fyrirtækið var metið á 10 milljarða dollara. Heildarfjármagn sem dælt hefur verið í sprotann slagar hátt í milljarð dollara. Verðmatið þótti mörgum merki um bólumyndun í nýsköpunarfjárfestingu líkt og þeirri sem sprakk um aldamótin. Fyrirtækið var stofnað fyrir aðeins sex árum með einfalda hugmynd um að tengja saman ferðalanga og eigendur svefnsófa. Í dag er eigendum fasteigna gert kleift að leysa úr læðingi falið virði eigna sinna og hámarka nýtni með því að leigja pláss til fólks, hvort eð er aukaherbergi, tréhús út í garði eða heilu sveitavillurnar með sundlaugum og det hele. Með einfaldri leit á vefsíðu Airbnb má sjá að hundruðir hér á landi drýgja tekjur sínar með þessum hætti yfir sumarmánuðina.

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/32[/embed]

Úr 30 þúsund í 300 þúsund gístinætur


Airbnb teygir nú anga sína til 190 landa og þúsundir borga. Fyrir tveimur árum fimmtudaginn 19. júní voru 30,000 gistinætur bókaðar í gegnum vefinn. Nú í síðastliðinni viku á sama degi voru þær 300,000 talsins.

Þjónustan innheimtir þóknun fyrir hverja bókun en sleppur við ýmsan rekstrarkostnað sem hefðbundin hótel og gisthús þurfa að standa undir. Samanburðurinn er áhugaverður, en rekstrarmódelið er í raun gjörólíkt.

Uber sniðgengur þröngt regluverk


Svipaða sögu er að segja af leigubílafyrirtækinu Uber. Nýjungin þar felst í að bóka far með aðstoð snjallsíma. Appið sér um að finna næstu Uber bifreið, mæla vegalengd, gjaldfæra, birta skráningu bílstjórans, áætla ferðatíma o.fl. Í London var þjónustunni nýverið hleypt af stokkunum en viðtökur voru síður góðar hjá handhöfum leigubílaleyfa. Ökumenn hinna einkennandi svörtu black cabs í Lundúnum sjá fram á harðnandi samkeppni og mótmæltu með því að stöðva umferð víðsvegar.

Uber sniðgengur þröngt regluverk og eftirlit leigubíla með umdeildum krókaleiðum, þ.e. með því að skilgreina sig ekki sem leigubílaþjónusta heldur annars vegar eðalvagnaþjónusta eða bílaleigu eftir því sem hentar betur hverju sinni.

Hér á landi ganga leigubílaleyfi sölu manna á milli fyrir háar fjárhæðir þar sem framboð á leyfum er langt undir eftirspurn. Með núgildandi fyrirkomulagi eru stjórnvöld annars vegar að koma til móts við neytendur með eftirliti og hinsvegar gagnvart bílstjórum og leigubílastöðum eru tekjur tryggðar með takmörkuðu framboði. Hvarvetna sem Uber drepur fæti storkar snjallþjónustan þessu jafnvægi – eða öllu heldur ójafnvægi. Í mörgum borgum hefur þjónustan verið bönnuð með öllu til að vernda starfsstétt leigubílstjóra. Dæmi eru um að bréfaskriftir til embættisfólks og áróður í fjölmiðlum hafi undið ofan af slíkum bönnum.

BRITAIN-EUROPE-TRANSPORT-TAXI-TECHNOLOGY-STRIKE

Snjalllausnir greiði götur deilihagkerfisins


Nýsköpunarsjóðir binda vonir við að snjalllausnir greiði götur deilihagkerfisins á fleiri sviðum. Frumkvöðlar keppast við að heimfæra hugmyndafræðina á ýmsa vöruflokka og þjónustu. Skoðanakannanir benda til þess að enn örli á íhaldssemi í fólki, þ.e. að fæstir vænti þess að drýgja tekjur af því að finna fleirum not á eigum sínum, eða ímyndi sér að nýta slíka þjónustu. Ef til vill er það munur kynslóða hvort að fólk geti hugsað sér að veita ókunnugum aðgang að íbúðinni sinni yfir helgi eða lána kjól til konu í næstu götu í sömu mittisstærð. Yngri kynslóðir þekkja það úr sjónvarpsþáttunum Friends að á Manhattan er búseta óraunhæf fyrir flesta ef hver og einn gerir kröfu um eigin inngang, bað og eldhús. En með því að deila er hægt að auka lífsgæði með betri nýtingu og lifa í sátt og samlyndi með félögum sínum og lífsföruneyti.

Tæknilegir þættir og fjárhagslegir hvatar spila þó eflaust stærra hlutverk í vexti og þeim vonum sem fjárfestar binda við fyrirtækin. Upplýsingaöldin hefur gert samskipti einfaldari og hagkvæmari. Þar sem fyrir var tölvupóstur og spjallborð er nú fjölbreytt flóra af sérhæfðari lausnum knúin af tölvuskýinu.

Viðskiptasaga skráð


Eitt af því sem markaðstorgin í deilihagkerfinu eiga sameiginlegt er að viðskiptasaga allra aðila er skráð. Hverskyns ósæmilega hegðun má rita í umsögnum með tilheyrandi refsistigum. Slíkt dregur úr möguleikum þess sem hlýtur umsögn á að eiga í frekari viðskiptum. Einstaklingur með þúsund jákvæðar umsagnir á uppboðsvefnum eBay vill ekki sverta orðspor sitt og keppist við að halda þeim prófíl til að auka líkur á því að næsti kaupandi láti slag standa. [Þetta er svona jákvæð útgáfa af big brother effectinum]
Þegar óforskammaður leigjandi á Airbnb skilaði íbúð í rúst um mitt árið 2011 bar á neikvæðri umfjöllun og dómsdagsspám. Þjónustan brást fljótt við og kynnti strax víðtækar innbústryggingar fyrir alla að kostnaðarlausu. Svo virðist sem eignarspjöll séu svo fá að Airbnb getur tekið fjárhagslegu óþægindin sem þeim fylgja á sig. Þrátt fyrir slíkar tryggingar liggur í augum uppi að ætli leigjandi að hafa greiðan aðgang að markaðstorginu aftur er betra að safna sér plúsum en mínusum. Tilraunin sem byrjaði fyrir sex árum heppnaðist.

Nýtum auðlindir jarðar betur


Deiliþjónustur eiga margar hverjar undir högg að sækja vegna úrelds regluverks og óskýrra lagasetningar. Dæmin um hörð viðbrögð leigubílstjóra við Uber eru mörg og til undantekninga að snjallsímalausnin ryðji sér til rúms í borgum án nokkurra mótmæla eða væflagangs í stjórnsýslu. Í tilfelli orlofshúsþjónustunnar Airbnb hafa þau mál verið til skoðunar hjá ríkisskattstjóra hér á landi síðan sumarið 2013. Fæstir afla sér tilskilinna gistileyfa til að breyta unglingaherbergi í ferðamannagistingu tvær til þrjár vikur á ári.
Það er hinsvegar siðferðisleg skylda okkar að fagna öllum þeim framförum sem stuðla að betri nýtingu auðlinda jarðar. Með skýrri kröfu til skjótrar en skynsamrar aðlögunar regluverksins má bæta hag okkar allra til lengri tíma. Það þarf ekki að deila um.

Umfjöllunin birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None