Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Umbrotatímar deilihagkerfis

adalmynd2.jpg
Auglýsing

Heims­meist­ara­mót FIFA í Bras­ilíu trekkir að 3,7 millj­ónir ferða­menn þetta árið. Flestir þeirra gista á hót­el­her­bergjum eða gisti­heim­ilum eins og við má búast. Einn af hverjum fimm hafa hins­vegar kosið að hreiðra um sig í íbúðum heima­fólks.

Bras­il­íu­menn eru þekktir fyrir hlý­legt við­mót en svo er ekki að gisti­plássin standi fólki til boða án end­ur­gjalds. Plássin voru öll aug­lýst til leigu á vef­síð­unni Air­bnb.

Deili­hag­kerfiðAir­bnb er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem kenna sig við deili­hag­kerfið (e. shar­ing economy). Fjár­festar binda vonir við að deili­hag­kerfið riðji sér til rúms og að með raf­rænum mark­aðs­torgum megi auka nýtni sem skili sér til neyt­enda í hag­kvæmni og fjöl­breytt­ari fram­boði. Vaxt­ar­mögu­leikar þess­ara sprota er mik­ill þar sem fram­boð og eft­ir­spurn á vörum og þjón­ustu er mætt af not­endum síð­unnar en ekki virð­is­keðju fyr­ir­tæk­is­ins.

Fjár­fest­ing og eign þess­ara félaga er mæld í not­enda­fjölda og virkni fremur en afkasta­getu verk­smiðja og fjölda sölu­staða.

Auglýsing

Air­bnb lauk nýverið fjár­mögnun þar sem fyr­ir­tækið var metið á 10 millj­arða doll­ara. Heild­ar­fjár­magn sem dælt hefur verið í sprot­ann slagar hátt í millj­arð doll­ara. Verð­matið þótti mörgum merki um bólu­myndun í nýsköp­un­ar­fjár­fest­ingu líkt og þeirri sem sprakk um alda­mót­in. Fyr­ir­tækið var stofnað fyrir aðeins sex árum með ein­falda hug­mynd um að tengja saman ferða­langa og eig­endur svefn­sófa. Í dag er eig­endum fast­eigna gert kleift að leysa úr læð­ingi falið virði eigna sinna og hámarka nýtni með því að leigja pláss til fólks, hvort eð er auka­her­bergi, tré­hús út í garði eða heilu sveita­vill­urnar með sund­laugum og det hele. Með ein­faldri leit á vef­síðu Air­bnb má sjá að hund­ruðir hér á landi drýgja tekjur sínar með þessum hætti yfir sum­ar­mán­uð­ina.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/32[/em­bed]

Úr 30 þús­und í 300 þús­und gístinæturAir­bnb teygir nú anga sína til 190 landa og þús­undir borga. Fyrir tveimur árum fimmtu­dag­inn 19. júní voru 30,000 gistinætur bók­aðar í gegnum vef­inn. Nú í síð­ast­lið­inni viku á sama degi voru þær 300,000 tals­ins.

Þjón­ustan inn­heimtir þóknun fyrir hverja bókun en sleppur við ýmsan rekstr­ar­kostnað sem hefð­bundin hótel og gist­hús þurfa að standa und­ir. Sam­an­burð­ur­inn er áhuga­verð­ur, en rekstr­ar­mód­elið er í raun gjör­ó­líkt.

Uber snið­gengur þröngt reglu­verkSvip­aða sögu er að segja af leigu­bíla­fyr­ir­tæk­inu Uber. Nýj­ungin þar felst í að bóka far með aðstoð snjall­síma. Appið sér um að finna næstu Uber bif­reið, mæla vega­lengd, gjald­færa, birta skrán­ingu bíl­stjór­ans, áætla ferða­tíma o.fl. Í London var þjón­ust­unni nýverið hleypt af stokk­unum en við­tökur voru síður góðar hjá hand­höfum leigu­bíla­leyfa. Öku­menn hinna ein­kenn­andi svörtu black cabs í Lund­únum sjá fram á harðn­andi sam­keppni og mót­mæltu með því að stöðva umferð víðs­veg­ar.

Uber snið­gengur þröngt reglu­verk og eft­ir­lit leigu­bíla með umdeildum króka­leið­um, þ.e. með því að skil­greina sig ekki sem leigu­bíla­þjón­usta heldur ann­ars vegar eðal­vagna­þjón­usta eða bíla­leigu eftir því sem hentar betur hverju sinni.

Hér á landi ganga leigu­bíla­leyfi sölu manna á milli fyrir háar fjár­hæðir þar sem fram­boð á leyfum er langt undir eft­ir­spurn. Með núgild­andi fyr­ir­komu­lagi eru stjórn­völd ann­ars vegar að koma til móts við neyt­endur með eft­ir­liti og hins­vegar gagn­vart bíl­stjórum og leigu­bíla­stöðum eru tekjur tryggðar með tak­mörk­uðu fram­boði. Hvar­vetna sem Uber drepur fæti storkar snjall­þjón­ustan þessu jafn­vægi – eða öllu heldur ójafn­vægi. Í mörgum borgum hefur þjón­ustan verið bönnuð með öllu til að vernda starfs­stétt leigu­bíl­stjóra. Dæmi eru um að bréfa­skriftir til emb­ætt­is­fólks og áróður í fjöl­miðlum hafi undið ofan af slíkum bönn­um.

BRITAIN-EUROPE-TRANSPORT-TAXI-TECHNOLOGY-STRIKE

Snjall­lausnir greiði götur deili­hag­kerf­is­insNý­sköp­un­ar­sjóðir binda vonir við að snjall­lausnir greiði götur deili­hag­kerf­is­ins á fleiri svið­um. Frum­kvöðlar kepp­ast við að heim­færa hug­mynda­fræð­ina á ýmsa vöru­flokka og þjón­ustu. Skoð­ana­kann­anir benda til þess að enn örli á íhalds­semi í fólki, þ.e. að fæstir vænti þess að drýgja tekjur af því að finna fleirum not á eigum sín­um, eða ímyndi sér að nýta slíka þjón­ustu. Ef til vill er það munur kyn­slóða hvort að fólk geti hugsað sér að veita ókunn­ugum aðgang að íbúð­inni sinni yfir helgi eða lána kjól til konu í næstu götu í sömu mitt­is­stærð. Yngri kyn­slóðir þekkja það úr sjón­varps­þátt­unum Fri­ends að á Man­hattan er búseta óraun­hæf fyrir flesta ef hver og einn gerir kröfu um eigin inn­gang, bað og eld­hús. En með því að deila er hægt að auka lífs­gæði með betri nýt­ingu og lifa í sátt og sam­lyndi með félögum sínum og lífs­föru­neyti.

Tækni­legir þættir og fjár­hags­legir hvatar spila þó eflaust stærra hlut­verk í vexti og þeim vonum sem fjár­festar binda við fyr­ir­tæk­in. Upp­lýs­inga­öldin hefur gert sam­skipti ein­fald­ari og hag­kvæm­ari. Þar sem fyrir var tölvu­póstur og spjall­borð er nú fjöl­breytt flóra af sér­hæfð­ari lausnum knúin af tölvu­ský­inu.

Við­skipta­saga skráðEitt af því sem mark­aðs­torgin í deili­hag­kerf­inu eiga sam­eig­in­legt er að við­skipta­saga allra aðila er skráð. Hverskyns ósæmi­lega hegðun má rita í umsögnum með til­heyr­andi refsi­stig­um. Slíkt dregur úr mögu­leikum þess sem hlýtur umsögn á að eiga í frek­ari við­skipt­um. Ein­stak­lingur með þús­und jákvæðar umsagnir á upp­boðsvefnum eBay vill ekki sverta orð­spor sitt og kepp­ist við að halda þeim prófíl til að auka líkur á því að næsti kaup­andi láti slag standa. [Þetta er svona jákvæð útgáfa af big brother effect­in­um]

Þegar ófor­skammaður leigj­andi á Air­bnb skil­aði íbúð í rúst um mitt árið 2011 bar á nei­kvæðri umfjöllun og dóms­dags­spám. Þjón­ustan brást fljótt við og kynnti strax víð­tækar inn­bús­trygg­ingar fyrir alla að kostn­að­ar­lausu. Svo virð­ist sem eign­ar­spjöll séu svo fá að Air­bnb getur tekið fjár­hags­legu óþæg­indin sem þeim fylgja á sig. Þrátt fyrir slíkar trygg­ingar liggur í augum uppi að ætli leigj­andi að hafa greiðan aðgang að mark­aðs­torg­inu aftur er betra að safna sér plúsum en mínus­um. Til­raunin sem byrj­aði fyrir sex árum heppn­að­ist.

Nýtum auð­lindir jarðar beturDeili­þjón­ustur eiga margar hverjar undir högg að sækja vegna úrelds reglu­verks og óskýrra laga­setn­ing­ar. Dæmin um hörð við­brögð leigu­bíl­stjóra við Uber eru mörg og til und­an­tekn­inga að snjall­síma­lausnin ryðji sér til rúms í borgum án nokk­urra mót­mæla eða væfla­gangs í stjórn­sýslu. Í til­felli orlofs­hús­þjón­ust­unnar Air­bnb hafa þau mál verið til skoð­unar hjá rík­is­skatt­stjóra hér á landi síðan sum­arið 2013. Fæstir afla sér til­skil­inna gisti­leyfa til að breyta ung­linga­her­bergi í ferða­mannag­ist­ingu tvær til þrjár vikur á ári.

Það er hins­vegar sið­ferð­is­leg skylda okkar að fagna öllum þeim fram­förum sem stuðla að betri nýt­ingu auð­linda jarð­ar. Með skýrri kröfu til skjótrar en skyn­samrar aðlög­unar reglu­verks­ins má bæta hag okkar allra til lengri tíma. Það þarf ekki að deila um.

Umfjöll­unin birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None