Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Diambars: Þar sem knattspyrnan gefur von

covermynd.a.efnid_.jpg
Auglýsing

Flýttu þér að skrifa, Ousseynou. Þetta gengur of hægt.“ Móðurmál Ousseynou Niang (14) er wolof. Það er nógu erfitt fyrir hann að læra frönsku –opinbert tungumál Senegal – en til viðbótar verður hann að læra ensku líka. Þessi litli drengur með stóru draumana veit að honum verður að takast vel upp hjá herra Ousmane Niane. Því léttari sem ensku orðin verða, því meiri tíma getur hann eytt á knattspyrnuvellinum.

Í lítilli og þröngri kennslustofu vinnur Niane; glæsilegur, miðaldra maður í hvítri skyrtu og bláum jakkafatabuxum, við að fá átta 13 og 14 ára gamla drengi til að skilja að lífið er ekki bara knattspyrna. Klukkan er nýorðin átta að morgni en úti er nálægt 30 gráðu hiti og hvítir sólargeislar streyma inn í gegnum eina gluggann á stofunni. Drengirnir eru allir klæddir í bláan og gráan Adidas-fatnað. Þeir eru með svipaðar töskur og með svipaðar klippingar. Það sér enginn á þeim hver þeirra fékk áður þrjár máltíðir á dag og hver þeirra fékk bara eina.
Ousseynou skrifar niður textann sem Niane skrifaði upp á töflu í stílabók með myndum af senegölskum knattspyrnuhetjum framan á. Hann gerir það eins hratt og hann getur og með fallegri tengiskrift: „Þetta er falleg íbúð...“. Við hliðina á honum situr Ousmane Diaw. Hann er þegar búinn og sýnir kennaranum, sem hann kallar bara Sir, stílabókina sína.
„Sjáðu hérna, Sir, sjáðu!“

„Flott, Ousmane,“ segir Niane og blikkar hann yfir kringlótt gleraugun.

Auglýsing

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/64[/embed]

Draumurinn um Evrópu


Í Senegal spila allir knattspyrnu, alls staðar. Á alls kyns undirlagi. Án eða í skóm. Með eða án bolta með lofti í. Alla dreymir um það sama: að spila knattspyrnu í Evrópu. Að geta klætt sig í ekta Barcelona-búning – ekki gervitreyju sem er götótt og skítug. Að geta spilað á grasvelli, ekki sandvelli sem liggur í halla. Og þá dreymir auðvitað um peninga. Næga peninga til að sjá fyrir allri fjölskyldunni.

Nemendurnir átta sem sitja í enskutímanum hjá Niang hafa allir fengið einstakt tækifæri upp í hendurnar. Ásamt tíu öðrum drengjum var þeim í fyrra boðið pláss í knattspyrnuakademíu og heimavistarskóla Diambars, í samkeppni við börn hvaðanæva í Senegal. Þeir sem eru með mestu knattspyrnuhæfileikana eru valdir óháð því hvaða guð þeir trúa á, hversu mikla peninga foreldrar þeirra eiga eða hvort þeir hafa nokkru sinni komið áður inn í kennslustofu. Hér fá þeir menntun og metnaðarfullt knattspyrnuuppeldi. Og þetta er allt frítt.

Það er vandamál í Senegal að drengir hætta í skóla til að leggja allt undir við að ná árangri í knattspyrnu. Og skyndilega standa þeir uppi allslausir, ýmist vegna meiðsla, slælegs umboðsmanns eða vegna þess að draumurinn reyndist einfaldlega óraunhæfur. Með menntun í farteskinu minnka líkurnar á að þeir verði notaðir, enda eru Evrópuþjóðirnar stanslaust að eltast við ódýra afríska knattspyrnudemanta. Diambars er mjög upptekið af því að vernda nemendurna sína gagnvart umboðsmönnum sem sjá afríska leikmenn fyrir sér sem vörur, ekki manneskjur.

Framlag Vieira til föðurlandsins


Diambars-verkefnið varð til fyrir ellefu árum, árið 2003. Þjár fyrrverandi knattspyrnuhetjur og einn fjárfestir gengu þá saman í eina sæng við að búa til stofnun þar sem ástríðan fyrir knattspyrnu átti að hvetja unga Senegala til að ganga menntaveginn. Sá þekktasti þeirra, Patrick Vieira, fæddist í Senegal og varð síðar fyrirliði franska landsliðsins.

Þetta er örstutt brot úr mjög ítarlegri frásögn af Diambars í nýjasta Kjarnanum. Lestu hana í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None