Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Diambars: Þar sem knattspyrnan gefur von

covermynd.a.efnid_.jpg
Auglýsing

Flýttu þér að skrifa, Ousseynou. Þetta gengur of hægt.“ Móð­ur­mál Ousseynou Niang (14) er wolof. Það er nógu erfitt fyrir hann að læra frönsku –op­in­bert tungu­mál Senegal – en til við­bótar verður hann að læra ensku líka. Þessi litli drengur með stóru draumana veit að honum verður að takast vel upp hjá herra Ous­mane Niane. Því létt­ari sem ensku orðin verða, því meiri tíma getur hann eytt á knatt­spyrnu­vell­in­um.

Í lít­illi og þröngri kennslu­stofu vinnur Niane; glæsi­leg­ur, mið­aldra maður í hvítri skyrtu og bláum jakka­fata­bux­um, við að fá átta 13 og 14 ára gamla drengi til að skilja að lífið er ekki bara knatt­spyrna. Klukkan er nýorðin átta að morgni en úti er nálægt 30 gráðu hiti og hvítir sól­ar­geislar streyma inn í gegnum eina glugg­ann á stof­unni. Drengirnir eru allir klæddir í bláan og gráan Adi­da­s-fatn­að. Þeir eru með svip­aðar töskur og með svip­aðar klipp­ing­ar. Það sér eng­inn á þeim hver þeirra fékk áður þrjár mál­tíðir á dag og hver þeirra fékk bara eina.

Ousseynou skrifar niður text­ann sem Niane skrif­aði upp á töflu í stíla­bók með myndum af senegölskum knatt­spyrnu­hetjum framan á. Hann gerir það eins hratt og hann getur og með fal­legri tengi­skrift: „Þetta er fal­leg íbúð...“. Við hlið­ina á honum situr Ous­mane Diaw. Hann er þegar búinn og sýnir kenn­ar­an­um, sem hann kallar bara Sir, stíla­bók­ina sína.

„Sjáðu hérna, Sir, sjáðu!“

„Flott, Ous­mane,“ segir Niane og blikkar hann yfir kringlótt gler­aug­un.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/64[/em­bed]

Draum­ur­inn um Evr­ópu



Í Senegal spila allir knatt­spyrnu, alls stað­ar. Á alls kyns und­ir­lagi. Án eða í skóm. Með eða án bolta með lofti í. Alla dreymir um það sama: að spila knatt­spyrnu í Evr­ópu. Að geta klætt sig í ekta Barcelona-­bún­ing – ekki gervi­treyju sem er götótt og skítug. Að geta spilað á gras­velli, ekki sand­velli sem liggur í halla. Og þá dreymir auð­vitað um pen­inga. Næga pen­inga til að sjá fyrir allri fjöl­skyld­unni.

Nem­end­urnir átta sem sitja í ensku­tím­anum hjá Niang hafa allir fengið ein­stakt tæki­færi upp í hend­urn­ar. Ásamt tíu öðrum drengjum var þeim í fyrra boðið pláss í knatt­spyrnu­aka­demíu og heima­vist­ar­skóla Diambars, í sam­keppni við börn hvaðanæva í Senegal. Þeir sem eru með mestu knatt­spyrnu­hæfi­leik­ana eru valdir óháð því hvaða guð þeir trúa á, hversu mikla pen­inga for­eldrar þeirra eiga eða hvort þeir hafa nokkru sinni komið áður inn í kennslu­stofu. Hér fá þeir menntun og metn­að­ar­fullt knatt­spyrnu­upp­eldi. Og þetta er allt frítt.

Það er vanda­mál í Senegal að drengir hætta í skóla til að leggja allt undir við að ná árangri í knatt­spyrnu. Og ­skyndi­lega standa þeir uppi alls­laus­ir, ýmist vegna meiðsla, slæ­legs umboðs­manns eða vegna þess að draum­ur­inn reynd­ist ein­fald­lega óraun­hæf­ur. Með menntun í fartesk­inu minnka lík­urnar á að þeir verði not­að­ir, enda eru Evr­ópu­þjóð­irnar stans­laust að elt­ast við ódýra afríska knatt­spyrnu­dem­anta. Diambars er mjög upp­tekið af því að vernda nem­end­urna sína gagn­vart umboðs­mönnum sem sjá afríska leik­menn fyrir sér sem vör­ur, ekki mann­eskj­ur.

Fram­lag Vieira til föð­ur­lands­ins



Di­ambar­s-verk­efnið varð til fyrir ell­efu árum, árið 2003. Þjár fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­hetjur og einn fjár­festir gengu þá saman í eina sæng við að búa til stofnun þar sem ástríðan fyrir knatt­spyrnu átti að hvetja unga Senegala til að ganga mennta­veg­inn. Sá þekkt­asti þeirra, Pat­rick Vieira, fædd­ist í Senegal og varð síðar fyr­ir­liði franska lands­liðs­ins.

Þetta er örstutt brot úr mjög ítar­legri frá­sögn af Diambars í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hana í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None