Hversu margar góðar minningar átt þú þar sem bíll hefur komið við sögu? Manstu eftir tilfinningunni að upplifa magnaða staði í fyrsta sinn, á ferðalagi með pabba og mömmu? Manstu eftir björtum sumarkvöldum, varðeldi og gítarspili í tjaldútilegu með vinunum? Manstu fyrstu útileguna með kærustunni eða kærastanum? Manstu þegar þú sást börnin þín eignast sömu upplifun og þú með þínum foreldrum?
Flest eigum við svona minningar og í flestum tilvikum var það fjögurra hjóla fjölskylduvinur sem kom okkur á leiðarenda, gerði upplifunina mögulega. Bílprófið frelsar okkur úr landfræðilegum höftum og rúmir 100.000 ferkílómetrar eru okkar til að njóta, þar sem við viljum, þegar við viljum.
Síðan gerist það gjarnan að við tjóðrum okkur smátt og smátt aftur við átthagana. Við þurfum að vinna, mála þakið, fara í fermingarveislu, setja í þurrkara, sjá Bó og Bubba í Hörpu og þar fram eftir götunum. Einstaka sinnum fáum við úthlutun hjá stéttarfélaginu og þá er brunað í bústaðarferð, en hún snýst öðru fremur um að troða í sig grillmat og leita að krananum fyrir pottinn. Ágætt, en tilbreytingarsnautt.
Ekki er öll von úti. Mörg dæmi eru um fólk sem lét þetta ekki henda sig, eða hafði kjark til að snúa þróuninni við og halda á vit ævintýranna.
Þetta er örstutt brot úr grein um ævntýri á fjórum hjólum. Lestu um ævintýrafólkið í nýjasta Kjarnanum hér.