Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gallblaðran í Vatnsmýri

pall-asgeir.jpg
Auglýsing

Kalda stríðið var dásam­legur tími. Þá var ekk­ert grátt svæði til heldur aðeins svart eða hvítt. Heim­ur­inn skipt­ist í þá sem voru með mér og þá sem voru á móti mér. Plús eða mínus, líf eða dauði, af eða á. Hin spillta borg gegn hinni hreinu sveit. Hinn frjálsi heimur gegn alheims­sam­særi komm­ún­ista. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Varð­berg og Hvöt gegn Alþýðu­banda­lag­inu, MíR og Sam­tökum her­stöðvaand­stæð­inga.

Annað hvort átti maður amer­ískan bíl, las dálka Billy Gra­ham í Morg­un­blað­inu og hló að Ferdin­and og Stínu og Stjána eða keypti Þjóð­vilj­ann, ók á Moskvits, fór í vinnu­búðir til Kúbu og kunni Nall­ann utan­bók­ar.

Eft­ir­sjá að kalda stríð­inu



Svo var Berlín­ar­múr­inn rif­inn, Kan­inn fór heim, Reykja­nes­bær fór á haus­inn og heim­ur­inn varð grár og marka­laus. Kompásinn bil­aði og engin leið að vita hvort maður átti að treysta vinum óvina vina sinna eða hvort óvinir vina óvina minna væru gott fólk. Amer­íka sökk í spik og trú­ar­brjál­æði og rúss­neski björn­inn reynd­ist væni­sjúk­ur, tann­laus og með skorpulif­ur.

­Yf­ir­komnir af sökn­uði eftir svart­hvítum öruggum heimi hrína þeir út í tómið að útlönd séu hættu­leg, pest­ar­kjöt frá Evr­ópu mun ekki gera yður frjálsa og ríka heldur lang­veika og lingeðja.

Auglýsing

En í fjar­lægum afkimum heims­ins standa rosknir menn blárauðir í framan við að blása í deyj­andi glæður kalda stríðs­ins og mála með hvítu og svörtu yfir gráu tón­ana í lit­rófi sann­leik­ans. Þeir berj­ast í Skaga­firð­inum og þeir berj­ast í Vatns­mýr­inni og þeir berj­ast í Stak­steinum og Reykja­vík­ur­bréf­um. Yfir­komnir af sökn­uði eftir svart­hvítum öruggum heimi hrína þeir út í tómið að útlönd séu hættu­leg, pest­ar­kjöt frá Evr­ópu mun ekki gera yður frjálsa og ríka heldur lang­veika og lingeðja. Fiski­miðin eru sam­eign þjóð­ar­innar en við skulum samt veita fáeinum fjöl­skyldum sannra Íslend­inga einka­rétt á nýt­ingu þeirra um aldur og ævi.

Umsátrið um Ísland



Í hinum svart­hvíta heimi er setið um Ísland. Alls­konar fólk vill fá að flytja inn alls­konar mat án eft­ir­lits, það vill ger­ast aðili að sátt­málum um mann­rétt­indi og nátt­úru­vernd, gott ef það vill ekki þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og nýja stjórn­ar­skrá. Konur vaða upp á dekk með alls­konar hug­myndir um sjálf­stæði, jafn­rétti og erlent rugl.

Við erum hárs­breidd frá því að sharía lög komi í stað Grá­gásar um land allt, stræt­is­vagna­bíl­stjórar geri bæna­hlé á fastri áætl­un, þjófar verði hand­höggnir á Lækj­ar­torgi á sunnu­dags­morgnum og óskír­lífar konur grýttar á Aust­ur­velli.

Þessir menn vilja helst drepa lang­veik börn utan af landi og neyða almenn­ing til þess að ferð­ast á reiðhjólum.

Síð­asta víg­lína hins frjálsa heims liggur um Vatns­mýr­ina. Aft­ur­halds­komma­tittir í sauð­ar­gærum bestu flokka hafa laumað sér inn í borg­ar­stjórn Reykja­víkur og hyggj­ast loka neyð­ar­braut­inni. Þessir menn vilja helst drepa lang­veik börn utan af landi og neyða almenn­ing til þess að ferð­ast á reið­hjól­um. Þeir vilja opna útibú frá Norð­ur­-Kóreu í Reykja­vík og ef við stöðvum þá ekki verður Garða­bær næstur og þá falla dómínókub­b­arnir einn af öðr­um.

Örvita af hræðslu hlaupa varð­menn hins frjálsa heims frá manni til manns með þykkan bunka und­ir­skrifta sem sýna hug­heila tryggð alþýð­unnar við Reykja­vík­ur­flug­völl. Bæn­ar­skrárnar hlað­ast upp á þrösk­uldum ráð­herra, þær flæða um síður dag­blað­anna.

Breyttir tímar



En það er eng­inn að hlusta því við erum að horfa kett­linga­mynd­bönd á Face­book meðan við bíðum eftir flug­vél­inni til Köben. Við erum hætt að lesa Tím­ann og bíða eftir erindum á aðal­fundi Varð­bergs og síð­asta Kefla­vík­ur­gangan er löngu farin og það eru allir búnir að gleyma því til hvers þessi flug­völlur var byggður í miðbæ Reykja­vík­ur. Við höfum gleymt honum nema rétt að meðan Fokker­inn frá Egils­stöðum skríður yfir Aust­ur­völl og ræðu­maður í stól á vell­inum gerir hlé á máli sínu og vonar að hann fari ekki á trýnið ofan í Tjörn­ina áður en hann sleppur inn á braut því Gulla frænka er að koma í bæinn til að fá sér nýjar tennur eða er hún að flytja. Ég bara man það ekki.

Ein­hver þarf að senda þess­ari breið­fylk­ingu fram­sókn­ar­flug­vall­ar­vina­fylk­ingu daga­tal svo þau sjái að árið 2015 er runnið upp. Því má fylgja ein­lægt bréf­korn um það hvað við erum orðin hrylli­lega leið á þessum óstöðv­andi hræðslu­á­róðri, þessu for­pok­aða trú­ar­jarmi, þessum lygum um sér­stöðu Íslands, hrein­leika Íslands og hina góðu for­tíð Íslands.

For­tíðin var and­styggi­leg. Við þurfum að kom­ast frá henni til fram­tíðar og við þurfum engan flug­völl til þess. Það slær ekk­ert hjarta í Vatns­mýr­inni. Þetta eru krampar í gall­blöðru kalda stríðs­ins og það kemur í okkar hlut að jarða hana þar.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None