Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gamalgrónum stofnunum breytt

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Í vor samþykkti Alþingi umtalsverðar breytingar á skipulagi löggæslu og framkvæmdavalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Í þessum breytingum felst í afar stuttu máli að embættum er fækkað og skilið er á milli starfsemi sýslumanna og lögreglustjóra, en sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja hafa til þessa jafnframt sinnt lögreglustjórn. Þessar breytingar hafa átt sér langan aðdraganda, t.a.m. voru breytingar á skipulagi lögregluembætta lagðar fram á fjórum þingum áður en það var loks afgreitt núna í vor.

Eins og rakið er í frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði eru sýslumannsembættin gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna og hafa gegnt mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi og skipulagi embættanna á liðnum árum og áratugum. Þær umfangsmestu tóku gildi 1992 þegar grundvallarbreyting varð á skipun réttarfars í landinu með lögum um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds og nýjum réttarfarslögum. Aftur urðu breytingar árið 2007 þegar lögregluembættum var fækkað í 15, en fjöldi sýslumannsembætta var óbreyttur við þá breytingu. Eftir þá breytingu sinntu þrettán af 24 sýslumönnum jafnframt lögreglustjórn, auk lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Sýslumannsembættin eru í dag 24 en með breytingunni sem tekur gildi um næstu áramót verða þau níu talsins.

bordi_2014_06_12

Byggðaþróun og bættar samgöngur


Helstu ástæðurnar fyrir fækkun og stækkun sýslumannsembættanna eru í frumvarpinu nefndar byggðaþróun og bættar samgöngur, sameining sveitarfélaga og annarra stofnana, bætt samskiptatækni og rafræn þjónusta, krafa um hagræðingu í ríkisrekstri og sú staðreynd að stærri embætti hafa meiri og betri burði til að sinna verkefnum sínum en lítil og fámenn embætti. Þá má einnig sjá í frumvarpinu að horft er til þess að sýslumannsembættin verði miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Auglýsing

Sýslumenn sinna fjölbreyttum verkefnum eins og vel er fjallað um á vefsíðu þeirra www.syslumenn.is. Þar er einnig hægt að fræðast um sögu sýslumanna sem spannar að minnsta kosti 750 ár.
Lögregluumdæmum áfram fækkað

Árið 2007 var lögregluembættum fækkað í 15 og voru meginmarkmið þeirra breytinga að gera lögregluna betur í stakk búna til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin lögum samkvæmt. Umfangsmestu breytingarnar á þeim tíma voru á höfuðborgarsvæðinu þegar þrjú stór lögregluembætti voru sameinuðu í eitt. Einnig urðu breytingar á Suðurnesjum með sameiningu lögregluliðanna sem annars vegar sinntu löggæslu á Suðurnesjum og hins vegar á Keflavíkurflugvelli í eitt lið. Lögreglan á Vestfjörðum var einnig sameinuð í eitt embætti á þeim tíma svo stærstu sameiningarnar séu nefndar. Áfram var það skipulag við lýði á flestum stöðum á landinu að lögreglustjórn var í höndum sýslumanna á viðkomandi stað. Einu frávikin voru á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum eins og áður sagði.

Þær breytingar sem nú hafa verið samþykktar á skipulagi lögreglunnar fela bæði í sér aðskilnað milli sýslumannsembætta og lögreglustjórnar en einnig fækkun lögregluembætta í landinu. Í dag eru þau fimmtán talsins en verða níu frá og með næstu áramótum. Í frumvarpinu er það rakið að fyrir þessari breytingu séu bæði fagleg og fjárhagsleg rök. Með stækkun lögregluumdæma sé stefnt að því að standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar og auka samhæfingu og samstarf innan hennar um allt land. Fækkun og stækkun lögregluliða skapi forsendur til þess að lögreglustjórar vinni mun nánar saman en nú er gert sem leiða muni til aukinnar samhæfingar lögregluliða um allt land.

Nýju embættin


Í dag eru sýslumannsembættin 24 talsins og af þeim sinna 13 jafnframt lögreglustjórn. Til viðbótar þeim eru sérstök lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Nettófækkun embætta sýslumanna og lögreglustjóra frá og með næstu áramótum er því 8 embætti. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á skipulagi lögreglustjórnar á höfuðborgarsvæðinu en þar verða hins vegar þrjú sýslumannsembætti sameinuð í eitt. Að sama skapi verða litlar sem engar breytingar á Suðurnesjum þar sem í dag eru starfandi eitt lögregluembætti og annað sýslumannsembætti. Á Vesturlandi verður eitt sýslumannsembætti og eitt lögregluembætti en sýslumannsembættin þar eru í dag fjögur og þarf af þrjú sem fara með lögreglustjórn. Á Vestfjörðum sameinast fjögur sýslumannsembætti í eitt og þar verður einnig lögregluembætti líkt og er í dag. Tvö sýslumannsembætti á Norðurlandi vestra verða að einu sýslumannsembætti og einu lögregluembætti. Á Norðurlandi eystra eru þrjú sýslumannsembætti en þar verða eitt sýslumannsembætti og eitt lögregluembætti.

Á Austurlandi eru þrjú starfandi sýslumannsembætti, þar verða eitt sýslumannsembætti og eitt lögregluembætti. Á Suðurlandi eru fjögur sýslumannsembætti, þar af þrjú sem jafnframt fara með lögreglustjórn. Áfram verða fjögur embætti á Suðurlandi, þ.e. lögreglustjóri og sýslumaður á Suðurlandi, en að auki verða tvö embætti í Vestmannaeyjum, sýslumannsembætti og embætti lögreglustjóra. Tillögur til umræðu liggja fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um nánari staðsetningu einstakra embætta eins og hér má nánar lesa um.

Pistillinn birtist í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None