Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gamalgrónum stofnunum breytt

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Í vor sam­þykkti Alþingi umtals­verðar breyt­ingar á skipu­lagi lög­gæslu og fram­kvæmda­valds og stjórn­sýslu rík­is­ins í hér­aði. Í þessum breyt­ingum felst í afar stuttu máli að emb­ættum er fækkað og skilið er á milli starf­semi sýslu­manna og lög­reglu­stjóra, en sýslu­menn utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Suð­ur­nesja hafa til þessa jafn­framt sinnt lög­reglu­stjórn. Þessar breyt­ingar hafa átt sér langan aðdrag­anda, t.a.m. voru breyt­ingar á skipu­lagi lög­reglu­emb­ætta lagðar fram á fjórum þingum áður en það var loks afgreitt núna í vor.

Eins og rakið er í frum­varp til laga um fram­kvæmda­vald og stjórn­sýslu rík­is­ins í hér­aði eru sýslu­manns­emb­ættin gam­al­grónar og traustar stjórn­sýslu- og þjón­ustu­stofn­anir sem gegna og hafa gegnt mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Umtals­verðar breyt­ingar hafa orðið á starf­semi og skipu­lagi emb­ætt­anna á liðnum árum og ára­tug­um. Þær umfangs­mestu tóku gildi 1992 þegar grund­vall­ar­breyt­ing varð á skipun rétt­ar­fars í land­inu með lögum um aðskilnað dóms­valds og fram­kvæmd­ar­valds og nýjum rétt­ar­fars­lög­um. Aftur urðu breyt­ingar árið 2007 þegar lög­reglu­emb­ættum var fækkað í 15, en fjöldi sýslu­manns­emb­ætta var óbreyttur við þá breyt­ingu. Eftir þá breyt­ingu sinntu þrettán af 24 sýslu­mönnum jafn­framt lög­reglu­stjórn, auk lög­reglu­stjór­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesj­um. Sýslu­manns­emb­ættin eru í dag 24 en með breyt­ing­unni sem tekur gildi um næstu ára­mót verða þau níu tals­ins.

bordi_2014_06_12

Auglýsing

Byggða­þróun og bættar sam­göngurHelstu ástæð­urnar fyrir fækkun og stækkun sýslu­manns­emb­ætt­anna eru í frum­varp­inu nefndar byggða­þróun og bættar sam­göng­ur, sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga og ann­arra stofn­ana, bætt sam­skipta­tækni og raf­ræn þjón­usta, krafa um hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri og sú stað­reynd að stærri emb­ætti hafa meiri og betri burði til að sinna verk­efnum sínum en lítil og fámenn emb­ætti. Þá má einnig sjá í frum­varp­inu að horft er til þess að sýslu­manns­emb­ættin verði mið­stöðvar stjórn­sýslu rík­is­ins í hér­aði.

Sýslu­menn sinna fjöl­breyttum verk­efnum eins og vel er fjallað um á vef­síðu þeirra www.­syslu­menn.­is. Þar er einnig hægt að fræð­ast um sögu sýslu­manna sem spannar að minnsta kosti 750 ár.

Lög­reglu­um­dæmum áfram fækkað

Árið 2007 var lög­reglu­emb­ættum fækkað í 15 og voru meg­in­mark­mið þeirra breyt­inga að gera lög­regl­una betur í stakk búna til að takast á við þau verk­efni sem henni eru falin lögum sam­kvæmt. Umfangs­mestu breyt­ing­arnar á þeim tíma voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þegar þrjú stór lög­reglu­emb­ætti voru sam­ein­uðu í eitt. Einnig urðu breyt­ingar á Suð­ur­nesjum með sam­ein­ingu lög­reglu­lið­anna sem ann­ars vegar sinntu lög­gæslu á Suð­ur­nesjum og hins vegar á Kefla­vík­ur­flug­velli í eitt lið. Lög­reglan á Vest­fjörðum var einnig sam­einuð í eitt emb­ætti á þeim tíma svo stærstu sam­ein­ing­arnar séu nefnd­ar. Áfram var það skipu­lag við lýði á flestum stöðum á land­inu að lög­reglu­stjórn var í höndum sýslu­manna á við­kom­andi stað. Einu frá­vikin voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesjum eins og áður sagði.

Þær breyt­ingar sem nú hafa verið sam­þykktar á skipu­lagi lög­regl­unnar fela bæði í sér aðskilnað milli sýslu­manns­emb­ætta og lög­reglu­stjórnar en einnig fækkun lög­reglu­emb­ætta í land­inu. Í dag eru þau fimmtán tals­ins en verða níu frá og með næstu ára­mót­um. Í frum­varp­inu er það rakið að fyrir þess­ari breyt­ingu séu bæði fag­leg og fjár­hags­leg rök. Með stækkun lög­reglu­um­dæma sé stefnt að því að standa vörð um grunn­þjón­ustu lög­regl­unnar og auka sam­hæf­ingu og sam­starf innan hennar um allt land. Fækkun og stækkun lög­reglu­liða skapi for­sendur til þess að lög­reglu­stjórar vinni mun nánar saman en nú er gert sem leiða muni til auk­innar sam­hæf­ingar lög­reglu­liða um allt land.

Nýju emb­ættinÍ dag eru sýslu­manns­emb­ættin 24 tals­ins og af þeim sinna 13 jafn­framt lög­reglu­stjórn. Til við­bótar þeim eru sér­stök lög­reglu­emb­ætti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesj­um. Nettó­fækkun emb­ætta sýslu­manna og lög­reglu­stjóra frá og með næstu ára­mótum er því 8 emb­ætti. Engar breyt­ingar eru fyr­ir­hug­aðar á skipu­lagi lög­reglu­stjórnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þar verða hins vegar þrjú sýslu­manns­emb­ætti sam­einuð í eitt. Að sama skapi verða litlar sem engar breyt­ingar á Suð­ur­nesjum þar sem í dag eru starf­andi eitt lög­reglu­emb­ætti og annað sýslu­manns­emb­ætti. Á Vest­ur­landi verður eitt sýslu­manns­emb­ætti og eitt lög­reglu­emb­ætti en sýslu­manns­emb­ættin þar eru í dag fjögur og þarf af þrjú sem fara með lög­reglu­stjórn. Á Vest­fjörðum sam­ein­ast fjögur sýslu­manns­emb­ætti í eitt og þar verður einnig lög­reglu­emb­ætti líkt og er í dag. Tvö sýslu­manns­emb­ætti á Norð­ur­landi vestra verða að einu sýslu­manns­emb­ætti og einu lög­reglu­emb­ætti. Á Norð­ur­landi eystra eru þrjú sýslu­manns­emb­ætti en þar verða eitt sýslu­manns­emb­ætti og eitt lög­reglu­emb­ætti.

Á Aust­ur­landi eru þrjú starf­andi sýslu­manns­emb­ætti, þar verða eitt sýslu­manns­emb­ætti og eitt lög­reglu­emb­ætti. Á Suð­ur­landi eru fjögur sýslu­manns­emb­ætti, þar af þrjú sem jafn­framt fara með lög­reglu­stjórn. Áfram verða fjögur emb­ætti á Suð­ur­landi, þ.e. lög­reglu­stjóri og sýslu­maður á Suð­ur­landi, en að auki verða tvö emb­ætti í Vest­manna­eyj­um, sýslu­manns­emb­ætti og emb­ætti lög­reglu­stjóra. Til­lögur til umræðu liggja fyrir hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um nán­ari stað­setn­ingu ein­stakra emb­ætta eins og hér má nánar lesa um.

Pistill­inn birt­ist í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None