Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Hvers vegna elskum við?

Björn Rúnar Egilsson
loveahistory.jpg
Auglýsing

Simon May er gesta­pró­fessor í heim­speki við King‘s Col­lege London sem gaf út bók­ina Love – A History árið 2011 þar sem farið er yfir sögu­lega þróun vest­rænna hug­mynda um ást. Segja má að ástin sé eitt þeirra fyr­ir­bæra sem menn­ing okkar hverf­ist um. Ósjaldan heyrum við hvernig það að finna ást­ina hafi verið mesta gæfa mann­eskju og lífs­hlaup hennar er gjarnan skoðað í ljósi ást­ríkis og ást­vina. Ástin er sígilt við­fangs­efni allra þeirra list­greina sem fundnar hafa verið upp og svo virð­ist sem sá brunnur verði seint þurraus­inn. Hana er að finna í einni eða annarri mynd í ótal kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um, við verðum hennar vör í óperum jafnt sem dæg­ur­lög­um, virðum hana fyrir okkur í mál­verkum og lesum um hana í bens­ín­stöðv­areif­urum og í stjörnu­spár­dálkum dag­blað­anna.

Nú á dögum álíta margir ást­ina vera það eina sem sé hafið yfir ófull­kom­leika hvers­dags­legs lífs og ólík­asta fólk getur sam­ein­ast undir merkjum henn­ar. Þegar Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna úrskurð­aði um lög­mæti hjóna­bands sam­kyn­hneigðra töl­uðu margir um að ástin hefði sigrað og leit­ar­merkið #LoveWins sást víða á sam­fé­lags­miðl­um. Í bók­inni freistar Simon þess að útskýra hvers vegna sam­tím­inn sé jafn upp­tek­inn af ást­inni og raun ber vitni og hvers vegna við elskum yfir höf­uð.

Auglýsing

Ástin býður okkur það sama og Guð gerði forðum

may2 Simon May. Myndin er fengin af heima­síðu King's Col­lege.Nietzsche kvart­aði sáran undan því árið 1888 að tvö þús­und ár hefðu liðið án þess að nýr guð hefði komið fram á sjón­ar­sviðið en Simon May heldur því fram að mann­leg ást hafi þegar á þeim tíma verið tekin í guða­tölu. Mann­legri ást er nú falið í hendur það hlut­verk sem guð­dóm­ur­inn gegndi áður: að vera hinsta upp­spretta til­gangs, ham­ingju og lífs­gilda and­spænis erf­ið­leikum og missi. Hvers vegna er ástin svona mið­læg í vest­rænni menn­ingu?„Vegna þess að mann­leg ást var grund­völluð á ríkj­andi ein­kennum gamla guðs­ins sem við höfum nú glat­að. Eitt af því sem Guð gerði fyrir okkur áður fyrr var að veita okkur lausn undan þján­ingu, þannig að ef við værum ekki verð­launuð fyrir að hafa umborið hana þá væri hún á ein­hvern hátt ekki til­gangs­laus; máttur ein­hvers ann­ars vægi þyngra en þján­ingin og það væri máttur kær­leik­ans.“Hann segir að Nietzsche hafi rétti­lega bent á að dauði Guðs – þegar trúin á algóðan Guð sem sálu­hjálp okkar velti á verður sífellt ótrú­verð­ug­ari innan vest­rænna sam­fé­laga – sé sá atburður sem valdi straum­hvörfum í nútíma­sögu okk­ar. Samt sem áður týn­ist Guð hvorki né verður kastað svo auð­veld­lega fyrir róða. Eitt­hvað verður að koma í hans stað og því nægir ekki aðeins að bjóða upp á sæti æðstu gilda heldur verður það einnig að líkja eftir hegðun Guðs.Margir stað­genglar Guðs hafa sigið fram á sjón­ar­sviðið en flestir þeirra: kap­ít­al­ismi, komm­ún­ismi, tækni, vís­indi og frelsi – sem enn þann dag í dag er nokk­urs konar hálf­guð í utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna – hafa ekki stað­ist vænt­ing­ar. Ég held að ástin geti veitt sömu fyr­ir­heit og Guð gerði forðum.„Margir stað­genglar Guðs hafa sigið fram á sjón­ar­sviðið en flestir þeirra: kap­ít­al­ismi, komm­ún­ismi, tækni, vís­indi og frelsi – sem enn þann dag í dag er nokk­urs konar hálf­guð í utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna – hafa ekki stað­ist vænt­ing­ar. Ég held að ástin geti veitt sömu fyr­ir­heit og Guð gerði forð­u­m.“   

Sagði ein­hver Gamla testa­ment­ið?

Í bók­inni beinir Simon sjónum sínum að grunn­stoðum vest­rænna hug­mynda um ást, sem hann segir vera aðal­lega að finna í Gamla testa­ment­inu og í heim­speki Platóns. Eftir því sem les­endum verður ágengt í bók­inni koma áhrif Platóns æ betur í ljós en verkum hans má finna hug­myndir um að ástin kvikni af feg­urð, að hún geri okkur heil og að hún sé upp­haf ferða­lags­ins frá jarð­neskri þrá til and­legrar visku sem yfir­stígi tíma, rúm og þján­ingu – upp­för frá hinu jarð­neska og tak­mark­aða til hins guð­dóm­lega og ótak­mark­aða. Breski heim­spek­ing­ur­inn Alfred Whitehead sagði eitt sinn að helsta ein­kenni vest­rænnar heim­speki væri að hún væri eft­ir­máli við hug­myndir Platóns. Má segja að Platón sé jafn­vel enn áhrifa­meiri en Ritn­ing­in?„Ef vest­ræn hug­mynda­saga um ást er eft­ir­máli ein­hvers er hún eft­ir­máli Gamla testa­ment­is­ins, en þar er að finna boð­orð sem taka nán­ast saman í tveimur setn­ingum þá sér­stöðu sem sem ástin hefur í hinu vest­ræna ímynd­un­ar­afli.  Fyrra boð­orðið segir okkur að við eigum að tengj­ast Guði í gegn um ást: Elska skalt þú Drott­in, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Það segir okkur ekki að elska hann að mestu heldur af öllu. Það er strangt boð­orð sem skil­greinir grunnaf­stöðu mann­eskj­unnar til hinnar æðstu veru sem sam­kvæmt skil­grein­ingu sinni er mik­il­væg­ari en allt ann­að.“Hvað sem því líður er sam­fé­lagið sem þú skalt elska mun umfangs­meira en nokkuð sem við finnum í grískri heim­speki, sem er grund­vall­ast mun meira á vali.Simon leggur áherslu á að þetta stang­ist á við almenna orð­ræðu sem skil­greinir helgi­rit Gyð­inga gjarnan út frá auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og lýsir Nýja testa­ment­inu sem guð­spjalli kær­leik­ans. Eins fjallar Gamla testa­mentið um ást á hátt sem á hátt sem hvorki Platón né nokkur annar grískur hug­s­uður ger­ir.„Þegar Jesús er spurður hvert mik­il­væg­asta boð­orðið sé vitnar hann í Gamla testa­mentið og færa má rök fyrir því að þetta sé grunnur sam­tíma­kenn­inga í sið­fræði, meira að segja í ver­ald­legri sið­fræði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Þetta boð­orð kveður á vissan hátt um almennan kær­leika, vegna þess að náung­inn getur verið hver sem er, að minnsta kosti hver sem er innan sam­fé­lags­ins. Miklar guð­fræði­legar vanga­veltur eiga sér stað um það hverja hug­takið náung­inn eigi við hérna. Á það við um allar mann­eskjur í krafti þess að vera skap­aðar í mynd Guðs eða ein­ungis þá sem eru í sama sam­fé­lagi? Hvað sem því líður er sam­fé­lagið sem þú skalt elska mun umfangs­meira en nokkuð sem við finnum í grískri heim­speki, sem er grund­vall­ast mun meira á vali.“   

Bók Simon May, Love: A history. Hann vinnur að framhald. Bók Simon May, Love: A history. Hann vinnur að fram­hald.

Ást milli vinaVið eigum aðrar heim­ildir frá hinni grísk-róm­versku fornöld sem nálg­ast ást­ina á ver­ald­legri hátt og hefja hana ekki á guð­dóm­legan stall. Þar má nefna vin­átt­u-ást Aristótel­esar og ljóð­list Lúkretí­usar og Óvíðs sem beina sjónum sínum að lystisemdum kyn­ferð­is­legs sam­neyt­is. Aristóteles hafnar því að ást geti verið skil­yrð­is­laus og Lúkretíus sér hana ekki sem hinn mikla frels­ara. Standa þessar stefnur og straumar í menn­ing­ar­sögu okkar ein­fald­lega í almyrkva Platóns og Bibl­í­unn­ar?Nei, ég held ekki að um almyrkva sé að ræða þrátt fyrir mik­il­vægi þeirra. Maður eins og Lúkretíus myndi sjá ást sem þá leið sem við veljum til þess að upp­hefja þá sem við löð­umst að kyn­ferð­is­lega. Við erum að tala um skáld sem var uppi nokkurn veg­inn á tímum Júl­í­usar Caes­ars og tutt­ugu öldum síðar eru uppi þró­un­ar­sál­fræð­ingar sem leggja fram svip­aðar hug­myndir með því að segja að ást sé til­hneig­ing sem þró­unin valdi til þess að upp­hefja heppi­legan maka fyrir undan­eldi þannig að báðir aðilar séu nógu lengi saman til þess að geta og ala upp næstu kyn­slóð.“Út­koman í dag er sú að vin­áttu hættir til að vera álitin ann­ars flokks ást eða veik útgáfa í sam­an­burði við róm­an­tíska ást eða nýj­ustu gerð ástar sem hefur verið smíð­uð, sem er ástin til barns­ins.Hann segir kenn­ingar um ást sem sverji sig í ætt við efn­is­hyggju hafi verið áhrifa­miklar annað slagið í gegn um sög­una og séu það nú á okkar dögum en það sama sé ekki hægt að segja um hug­myndir Aristótel­esar vegna áhrifa Kristn­inn­ar.„Hug­myndir um sér­tæka ást sem æðstu birt­ing­ar­mynd ástar hafa óneit­an­lega dvín­að. Vin­áttu­ást, þar sem vinir verða annað sjálf hvors ann­ars, var æðsta birt­ing­ar­mynd ást­ar­innar fyrir Aristótel­esi. Sjá má ummerki hennar hjá Montaigne í frönsku end­ur­reisn­inni en Kristnin veitti vin­áttu­ást­inni þung högg vegna þess hversu úrval­smiðuð hún er; hún er ólík náunga­kær­leik­anum sem gerir ekki upp á milli fólks. Fólk áttar sig ekki á því að menn­ing þeirra er krist­in, rétt eins og Nietzsche benti gjarnan á: Við áttum okkur ekki á því að við erum strengja­brúður menn­ingar sem við teljum okkur hafa afneitað sem trú­leys­ingjar en erum samt enn alger­lega mar­íneruð í. Útkoman í dag er sú að vin­áttu hættir til að vera álitin ann­ars flokks ást eða veik útgáfa í sam­an­burði við róm­an­tíska ást eða nýj­ustu gerð ástar sem hefur verið smíð­uð, sem er ástin til barns­ins.“   

Ástríða, tryggð og afbrýði­semi

Í bók­inni er að finna kafla um trú­badora Suð­ur­-Frakk­lands á mið­öldum sem ortu um fág­aða ástríðu sem þeir nefndu fin amour og inni­hélt hún í senn kunn­ug­lega og fram­andi blöndu hug­mynda um ridd­ara­mennsku, tryggð, þjón­ustu, rétta gerð afbrýði­semi og aðdá­unar úr fjar­lægð. Eins er lögð áhersla á að ást ridd­ar­ans til lafð­innar þurfi að yfir­stíga hindr­anir til þess að vera ósvikin eða óupp­fyllt á ein­hvern hátt til þess að halda skerpu sinni. Höfðu trú­bador­arnir mikil áhrif á seinni tíma skáld og hugs­uði?„Tví­mæla­laust. Sumir sjá upp­runa allrar róm­an­tískrar ástar í skáld­skap trú­bador­anna en ég veit ekki hvort ég sé alger­lega sam­mála því og hvort ekki sé hægt að halda því fram að ást Par­ísar og Hel­enu í Illí­onskviðu Hómers hafi ekki verið róm­an­tísk. Hvað sem því líður hafa áhrif þeirra verið óhemju mikil hvað varðar hug­myndir okkar um tryggð, það að yfir­stíga hindr­anir og annað sem er ein­kenn­andi fyrir hirð­ást­ina. Þar má nefna hug­mynd­ina um að karl­mað­ur­inn, jafn­vel þótt hann sé æðsti stjórn­mála­leið­tog­inn og langt um hærra settur sam­fé­lags­lega en lafð­in, verði að léns­manni hennar í ást­inni og hafi engan rétt til þess að eigna sér hana,“ segir Simon.Þar má nefna hug­mynd­ina um að karl­mað­ur­inn, jafn­vel þótt hann sé æðsti stjórn­mála­leið­tog­inn og langt um hærra settur sam­fé­lags­lega en lafð­in, verði að léns­manni hennar í ást­inni og hafi engan rétt til þess að eigna sér hana.Þar sem talið berst að róm­an­tískri ást er rétt að beina sjónum okkar að þeim hugs­uði lagði á vissan hátt grunn­inn að hug­myndum róm­an­tískra hug­suða um ást: Jean-Jacques Rous­seau. Í ritum sínum fjall­aði Rous­seau um það að öðl­ast og upp­götva sitt sanna sjálf með því að elska og lagði ríka áherslu á hegðun og skap­gerð­ar­ein­kenni sem við í dag tengjum við það að vera róm­an­tísk, eins og ein­lægni, ástríðu, inn­sæi og sjálf­sprottna hvat­vísi. Sló hann tón­inn fyrir róm­an­tíska hugs­uði sem á eftir honum koma?„Við eigum Rous­seau afar mikið að þakka hvað varðar hug­mynd­ina um að við finnum okkar sanna sjálf í ást­inni og að hún end­ur­spegli ekki aðeins hver við erum heldur leggi rækt við sjálfs­mynd okk­ar. Það er svo algengt að heyra end­uróm þess í dag­legu tali og við sjáum ein­hvern halda slíku fram í hvaða tíma­riti sem er: Þegar ég hitti hana eða hann upp­götv­aði ég sjálfa(n) mig!   

Hvít­þveg­inn kær­leikur

Kristin trú álítur kær­leik­ann vera hina æðstu dygð og mælistiku og eftir að hafa farið í sunnu­dags­messu fá kirkju­gestir það á til­finn­ing­una að kær­leikur Guðs sé allt um lykj­andi og frelsandi afl sem umberi allt og sé aðgengi­legur öllum sem leita hans. Samt sem áður heldur Simon því fram að kær­leikur Guðs eins og honum er lýst í Bibl­í­unni sé hvorki altækur né skil­yrð­is­laus og hafi, líkt og mann­leg ást, ákveðna inn­byggða ósann­girni.„Það er morg­un­ljóst að kær­leikur Guðs er að ein­hverju leyti skil­yrt­ur. Jesús lýsir hug­mynd­inni um hel­víti á skýr­ari hátt en nokkur önnur per­sóna í Bibl­í­unni í dæmisög­unni um sauð­ina og hafrana og segir okkur að þeir sem ekki þókn­ist Guði verið for­dæmdir að eilífu. Guð getur á þann hátt ekki verið sagður elska þá lengur og því skil­yrð­ist kær­leikur hans af verð­leik­um.“Eftir upp­lýs­ing­una þurftu trú­ar­brögðin að finna finna leið til að vera aðlað­andi og við sitjum uppi með þessa miklu nota­legri sögu um að Guð muni fyr­ir­gefa allt og öll­um, að minnsta kosti ef fyr­ir­gefn­ingar er beðist.Hann bendir á að kær­leikur Guðs sé einnig skil­yrtur á annan hátt með hug­myndum um náð Guðs og guð­dóm­lega for­sjá sem finna megi í verkum Ágústínus­ar, Kalvíns og Lúth­ers. Þannig séu sumum ætlað að hljóta sálu­hjálp en öðrum ekki á hátt sem mann­fólk­inu er ekki ætlað að skilja. „Þetta er eitt­hvað sem nútím­inn hvít­þvoði úr frá­sögn sinni; allar þessar óþægi­legu sögur um hel­víti, eilífa for­dæm­ingu, til­vilj­ana­kennda náð og for­sjón. Eftir upp­lýs­ing­una þurftu trú­ar­brögðin að finna finna leið til að vera aðlað­andi og við sitjum uppi með þessa miklu nota­legri sögu um að Guð muni fyr­ir­gefa allt og öll­um, að minnsta kosti ef fyr­ir­gefn­ingar er beðist.“   

Geta allir elskað fyr­ir­vara­laust?

Við minnk­andi áhrif kirkj­unnar fóru fleiri hugs­uðir að end­ur­nýja hug­myndir sínar um ást og fjallar bókin sér­stak­lega um róm­an­tíska þýska ljóð­skáldið og heim­speki­gin­inn Friedrich Schlegel í því sam­hengi. Schlegel sá þá hold­legu nautn sem felst í kyn­ferð­is­legu sam­neyti fólks sem heilag­asta krafta­verk nátt­úr­unnar áleit mann­lega ást þannig guð­dóm­lega. En Simon varar við því að slíta kær­leika almætt­is­ins úr trú­ar­legu sam­hengi sínu og álíta mann­lega ást guð­dóm­lega eða að byggja hana á því hvernig Guð er sagður elska mann­kyn­ið.„Mann­leg ást getur ekki byggt á guð­dóm­legum kær­leika vegna þess að við erum ekki guð­ir, við erum ekki ótak­mark­aðar verur sem búa yfir yfir­nátt­úru­legum mætti. Það er rétt­ara að snúa þessu við – og hér eiga trú­ar­brögðin afar mik­il­vægu hlut­verki að gegna – vegna þess að þannig er lögð rík áhersla á hug­mynd­ina um umhyggju­semi og þol­in­mæði, á það að bíða og opna sjálfan sig fyrir hin­um. Ef við reynum að sölsa undir okkur mátt sem við getum sam­kvæmt skil­grein­ingu ekki búið yfir, erum við að kalla yfir okkur ófar­ir. Þetta fyr­ir­bæri köll­uðu Forn-Grikkir ofdramb og er umfjöll­un­ar­efni ótal goð­sagna. Ég held að mann­leg ást hafi fallið fyrir þess­ari freist­ing­u.“Ég held að það sé stórt vanda­mál nú á dögum að fólk virð­ist halda að allir geti elskað fyr­ir­vara­laust á ósvik­inn og ástríðu­fullan hátt.Til sam­an­burðar bendir hann á að Mart­einn Lúther hafi einnig haldið því fram að mann­eskjur gætu gerst guð­dóm­leg­ar, en aðeins í gegn um kær­leika Guðs og að því hafi fylgt ofurá­hersla á auð­mýkt. Þannig hafi Lúther talið að fólk gæti veitt kær­leika Guðs far­veg en ekki búið yfir honum sjálft.„Hug­myndum róm­an­tísku skáld­anna fylgir mikil hætta vegna þess að þær byrja að lýð­væða það sem áður var talið meðal allra sjald­gæf­ustu hæfi­leika. Ég held að það sé stórt vanda­mál nú á dögum að fólk virð­ist halda að allir geti elskað fyr­ir­vara­laust á ósvik­inn og ástríðu­fullan hátt. Ef ein­hverjum bregst boga­listin er það útskýrt með því að við­kom­andi sé heftur eða þá að gripið er til ein­hvers konar sjúk­dóms­grein­ingar í stað þess að líta á það sem hæfi­leika sem þarf að rækt­a.“

Litli upp­reisn­ar­hóp­ur­inn

Innan heim­speki­sög­unnar er afburða hugs­uði að finna sem gerðu sitt allra besta til þess að veita hinni háleitu mynd sem heim­speki Platóns og kristnin draga upp af ást við­nám. Hér má nefna til leiks Schopen­hauer, Nietzsche, Freud og Proust sem Simon kallar lít­inn upp­reisn­ar­hóp í sögu vest­rænna hug­mynda um ást. Schopen­hauer segir ástríðu­fulla þrá eftir annarri mann­eskju vera drifna áfram af þrá eftir kyn­lífi sem að sé leið lífs­vilj­ans til að tryggja afkomu teg­und­ar­inn­ar. Nietzsche segir óeig­in­gjarnan kær­leika sem kviknar út frá vor­kunn vera í raun grimma og hefnigjarna kröfu þess að hinn hætti umsvifa­laust að þjást vegna þess að ásýnd hins þjáða sé óbæri­leg. Freud og Proust halda því fram hver á sinn hátt að ást­girn­inni verði aldrei full­nægt og að hún feli í sér eyði­legg­ing­ar­mátt.Þegar við freistum þess að útskýra hvað sé á seyði í brotnum sam­böndum grípum við til hug­taka Freuds en á heild­ina litið er Freud algjör­lega andsnú­inn trú­ar­brögðum og hvers konar hug­myndum um frelsunHafa þessir upp­reisn­ar­seggir náð að gera hug­myndir Vest­ur­landa­búa alls­gáð­ari? „Hug­myndir Schopen­hauers um ást hafa tvær hlið­ar. Önnur þeirra er sú sem þú nefndir en hann hefur einnig hug­mynd um ást sem samúð og að þessu leyti er hann alger­lega krist­inn, þrátt fyrir að hann sé guð­laus; þetta er end­ur­tekn­ing á grein­ar­mun­inum á eros og agape. Eros ein­kenn­ist af eig­in­gjarnri þrá en agape er óeig­in­gjarn, hreinn og gef­andi kær­leik­ur. Það sýnir okkur hvernig sjálf-­yf­ir­lýstur guð­leys­ingi, einn hinna fyrstu mik­ils­virtu guð­lausu heim­spek­inga, heldur að hann sé að koma sér undan gömlu hug­tökum trú­ar­bragð­anna en við­heldur þeim í raun í nýjum orða­forða.“Hann segir að á heild­ina litið hafi vest­ræn menn­ing ekki tekið þá mynd sem efn­is­hyggjan dregur upp af ást upp á sína arma þrátt fyrir að hugs­uðir eins og Freud hafi verið áhrifa­mikl­ir. „Sumar hug­mynda hans hafa aug­ljós­lega fengið mikla útbreiðslu og má þar nefna ómeð­vit­aða frá­varps-­sam­sömun og hina geysi­legu áherslu á upp­lif­anir í barn­æsku sem eiga að móta okkur sem elsk­huga seinna á lífs­leið­inni. En þessir þættir í hugsun Freuds hafa verið felldir inn í hina Kristnu mynd af ást sem skil­yrð­is­lausa og frelsandi sem síðan hefur verið gerð ver­ald­leg. Þegar við freistum þess að útskýra hvað sé á seyði í brotnum sam­böndum grípum við til hug­taka Freuds en á heild­ina litið er Freud algjör­lega andsnú­inn trú­ar­brögðum og hvers konar hug­myndum um frels­un.“

Í leit að sama­stað í ver­öld­inni

Simon telur enga hinna hefð­bundnu skýr­inga á ástæð­unni fyrir því að við elskum vera nógu nákvæma. Ein af mörgum radda Platóns segir að ástin kvikni af því sem er fag­urt og að hún sé þráin eftir því að hafa feg­urð­ina var­an­lega á valdi sínu. Jafn­vel þótt við sjáum feg­urð í því sem við elskum útskýri það ekki hvers vegna við elskum þær til­teknu mann­eskjur eða fyr­ir­bæri sem við elskum til að byrja með auk þess sem við elskum langt um færri fyr­ir­bæri en okkur þykja fög­ur. Það sama eigi við um kenn­ingu Aristótel­esar um að ást sé svar við því að skynja áþekkar dygðir í annarri mann­eskju, þar sem við elskum alls ekki allar þær mann­eskjur sem við tengj­umst á þann hátt. Hann heldur því einnig fram að seinni tíma kenn­ingar sem útskýri ást með til­liti til eðl­is­þátta manns­ins og byggi til dæmis á kyn­ferð­is­legri þrá dugi skammt.Ein ástæða þess að ótal sam­bönd enda illa er sú að fólk heldur að kyn­ferð­is­leg girnd leiði sjálf­krafa til ástar en það á aug­ljós­lega aðeins við í sumum tilfellum.„Ein ástæða þess að ótal sam­bönd enda illa er sú að fólk heldur að kyn­ferð­is­leg girnd leiði sjálf­krafa til ástar en það á aug­ljós­lega aðeins við í sumum til­fell­um. Til­gáta mín er sú að við elskum einmitt þær örfáu mann­eskjur – það geta einnig verið lista­verk, hlutir eða hug­mynda­fræði – sem vekja með okkur það sem ég kalla fyr­ir­heit um veru­fræði­lega festu. Hug­myndin um veru­fræði­lega festu gengur út á það að við höfum svo að segja fundið okkur heim­kynni í ver­öld­inni; sama­stað eða pól­stjörnu sem gefur okkur stefnu í líf­inu. Ég legg ríka áherslu á að þetta eru aðeins fyr­ir­heit en ekki fulln­usta sem við finn­um. Eina leiðin til að kom­ast að því hvort fyr­ir­heitið reyn­ist satt er með því að eiga í sam­bandi við við­kom­andi ást­vin.“Hann segir að þegar ein­hver verður fyr­ir­heits­ins var, feli það í sér hrifn­ingu sem komi af stað og við­haldi leit að djúp­stæðu sam­bandi við við­fangið vegna þess að það stað­festi eða finni sam­hljóm í því sem við teljum vera okkar innsta kjarna. Þetta komi í ljós þegar við veltum því fyrir okkur hvers vegna trúað fólk elski Guð.Ég held að enn um sinn muni fólk áfram hafa þörf fyrir og leggja traust sitt á ást sem hin æðstu frelsandi gæði. Sú tíð gæti runnið upp að sú þörf verði ekki lengur fyrir hendi og ást­inni verði steypt af stóli.„Ef við skoðum Guð Bibl­í­unn­ar, bæði í Gamla og Nýja testa­ment­inu, finnum við guð sem refs­ar, hefnir sín og for­dæmir synd­uga að eilífu og spurn­ingin er: hvers vegna elskum við slíkan guð? Við elskum Guð ekki á platónskum grund­velli, vegna þess að hann sé fag­ur. Við elskum Guð ekki á aristótel­ískum grund­velli, vegna þess að hann búi yfir svip­uðum dygðum og við sjálf. Við elskum Guð heldur ekki vegna þess að hann sé góður eða sagður vera góð­ur. Ef við elskum Guð er það nákvæm­lega vegna þess að hann gegnir hlut­verki veru­fræði­legrar festu. Ef við erum innan trú­ar­kerf­is­ins er Guð er æðsta upp­spretta veru okkar og sú vera sem við getum við getum hagað lífi okkar alger­lega í sam­ræmi við.“En ætli áhrif trúar okkar á mátt ást­ar­innar muni dvína þegar fram líði stund­ir? Ef við snúum aftur að ummælum Nietzsches í upp­hafi – er eitt­hvað á sjón­deild­ar­hringnum sem er lík­legt til þess að velta ást­inni úr sessi sem hinum mikla bjarg­vætti, þess sem gefur lífi okkar gildi og til­gang?Ég trúi því statt og stöðugt og hef getið þess oft, að kenn­ingu eða trú er ekki kastað fyrir róða vegna þess að hún hafi verið afsönn­uð. Hún er gefin upp á bát­inn vegna þess að hennar ger­ist ekki lengur þörf. Ég held að enn um sinn muni fólk áfram hafa þörf fyrir og leggja traust sitt á ást sem hin æðstu frelsandi gæði. Sú tíð gæti runnið upp að sú þörf verði ekki lengur fyrir hendi og ást­inni verði steypt af stóli. En við erum ekki enn komin að þeim tíma­punkt­i,“ segir Simon að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None