Nýr vikulegur hlaðvarpsþáttur hefur göngu sína í Hlaðvarpi Kjarnans á morgun, en hann hefur hlotið nafnið Hvítvín & kommúnismi. Umsjónarmenn þáttarins eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Freyr Rögnvaldsson.
Áslaug Arna er fyrrverandi formaður Heimdallar, en hún varð þjóðþekkt á einni nóttu á Íslandi þegar hún sagði einkasölu ríkisins á áfengi vera tímaskekkju, og að hún vildi geta keypt sér hvítvín með humrinum alla daga vikunnar, hvaða tíma dags sem er. Hún var jafnframt fastur gestur í sjónvarpsþættinum Mín skoðun, í umsjón Mikael Torfasonar, sem kom aldrei úr páskafríi.
Freyr Rögnvaldsson er fyrrverandi blaðamaður á 24 Stundum og Bændablaðinu og er annálaður "kommúnisti" og gengst upp í því.
Hlaðvarpsþátturinn Hvítvín og kommúnsimi verður vikulega á dagskrá í Hlaðvarpi Kjarnans, en þar munu þau Áslaug Arna og Freyr takast á um helstu málefni líðandi stundar í íslensku samfélagi.