Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ísland á leik

kristrun-heimis.jpg
Auglýsing

Sífellt fleiri á besta aldri meta Ísland núna þannig að eina vitið sé að beina öllum kröftum sínum að sér og sínu en vera and­lega og likam­lega fjar­staddur umræð­una, átökin og leið­indin í sam­fé­lag­inu. Leið­ar­val lands­stjórn­ar­innar skipti engu máli því hún ráði ekki við neitt. „Ég hef gef­ist upp á Íslandi“ heyr­ist uns atkvæði eru greidd með fót­unum og fjöl­skyldur eða fyr­ir­tæki flytja til ann­arra landa. Nú hefur það líka gerst að kom­inn er í ljós svo um munar hljóm­grunnur fyrir því að leggja niður sjálf­stætt ríki Íslend­inga og ganga frekar í Nor­eg. Fylk­is­flokk­ur­inn seg­ist hafa þús­und manns á skrá, sem er senni­lega fleiri sálir en tveir til þrír af sex núver­andi flokkum með full­trúa á Alþingi hafa á sínum skrám.

Orð Jóns Helga­sonarFrekar en að ræða í löngu máli hvað sé húmor og hvað alvara skulum við nota orð skálds­ins Jóns Helga­son­ar, sem sagði í ljóði þegar dró til illra tíma í Dan­mörku árið 1940: – „hugur mun sær­ast uns tóm­lætið ger­ist hans brynja.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_09_04/50[/em­bed]

Versti hluti hruns­ins var án efa sam­fé­lags­lega tauga­á­fall­ið, óvissan, ótt­inn, reið­in. Nú, sex árum síð­ar, finnst flestum mjög óskýrt hver útkoman er eftir öll átök­in. Hið eina aug­ljósa að biðin eftir næsta góð­æri sé í algleymi – en hver vann? Fyrstu vikur og mán­uði eftir banka­hrunið vildu allir bretta upp ermar og gera gagn, leggja af mörkum til nýs og betri tíma en hugur særð­ist uns tóm­lætið gerð­ist hans brynja. Tóm­læt­is­brynjan er mann­leg við­brögð við óbæri­legu ástandi í stríði allra gegn öllum þar sem allt er leyfi­legt. For­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits er dæmdur fyrir að leka banka­leynd­ar­gögnun um þing­mann. Aðstoð­ar­maður ráð­herra ákærður fyrir að leka gögnum um hæl­is­leit­enda. Heild­ar­myndin er him­in­hróp­andi. Neð­an­jarð­ar­bar­daga­kerfi opn­ast upp í smá­rík­inu þar sem allt skyldi vera uppi á borð­um. Það er barist úti um allt með öllum til­tækum óhreinum ráð­um. Allir eru sárir og sam­fé­lags­sárin verða djúp og langvar­andi.

Auglýsing

Höf­uð­borg­ar­svæði og lands­byggðHúsa­smíða­meist­arar fara létt með að telja efn­hag­skreppu­árin sem leiddu af hrun­inu og þau eru orðin fleiri en þekkst hefur frá stríðslokum nú þegar rofar til hjá þeim, meðal ann­ars vegna hót­el­bygg­inga. Eitt og annað á Íslandi var í sama blóma og fyrr hvað sem hruni leið: Mun­ur­inn á höf­uð­­borg­ar­svæði og lands­byggð var þannig slá­andi. Eftir að fjár­mála­kerfið hafði unnið sinn mikla skaða hélt raun­hag­kerfið uppi atvinnu í land­inu með ærnu erf­iði og aðhaldi en fær ekki lof fyr­ir. Hvernig sköpum við meiri verð­mæti, aukum fram­leiðni og tryggjum lífs­kjör? Raun­hag­kerfið þarf raunsanna stefnu um ábyrga hag­stjórn og for­gangs­röð­un. Í stað­inn hrósum við okkur af nátt­úru­öflum og þökkum fisk­gengd og eld­gosum heppni okkar og ný auðs­á­hrif. Góð­æri er ekki hag­stjórn­ar­hug­tak heldur orð um veð­ur.

Tóm­læt­is­brynjan skapar minnstu kjör­sókn sög­unnar hér á landi, umboðs­þurrð við gerð kjara­samn­inga, rík­is­stjórn með minnsta mælda traust, borg­ar­stjórn sem lýsir þann óstjórn­tækan sem fer með for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, svo ekki sé minnst á upp­lausn sam­skipta dóms­mála­ráð­herra, lög­reglu og ákæru­valds. Á Íslandi varð hrunið að sam­fé­lags­krísu sem sér ekki fyrir end­ann á.

En sá veru­leiki hruns­ins sem tóm­læt­is­brynjan hindrar að sé ræddur öðru­vísi en í hálf­kær­ingi er hárs­breiddin sem var frá því haust­dag­ana 2008 að Ísland steypt­ist í gjald­þrot og end­aði sögu sína sem sjálf­stætt ríki. Það er of háska­legt og yfir­þyrm­andi að engu hafi munað að allt væri búið – til að hægt hafi verið að meta af skyn­sam­legu viti og yfir­sýn. Enn sex árum síðar virð­ist eng­inn vilja sjá að orsakanna var að leita í veik­leikum Íslands sem rík­is. Veik­leikum sem rista dýpra en nokkur stjórn­mála­­flokk­ur, ein­stakar stofn­anir eða ein­stak­ling­ar, veik­leikum sem eru sam­eig­in­legt vanda­mál okkar allra. Ræðum það í djúpri alvöru en ekki hálf­kær­ingi.

Sjálf get ég lýst óhugn­að­inum sem það var það dimma haust 2008 að sitja á ráð­herra­fund­um, heyra sam­töl og með­taka ásak­anir á hendur Íslandi um að vera „failed state“, þar með hættu­legt öðrum og kennt um ófarir miklu fleiri en sjálfs sín. Ég hef oftar en ég hef nokkra tölu á heyrt og þurft að svara spurn­ingum – ekki síst frá frænd­unum frægu á Norð­ur­­löndum – um það hvort Ísland yfir­leitt eigi mannauð til að halda uppi Seðla­banka, Fjár­mála­eft­ir­liti, rík­is­stjórn og alvöru hag­stjórn rík­is.

Tóm­læt­is­brynjanÍs­land bjarg­aði lífi sínu haustið 2008 naum­lega en þarf nauð­syn­lega á því að halda að sýna bæði inn á við og út á við að það eigi nýjan leik. Það var undra­verður árangur fyrri kyn­slóða að svo fámennt ríki yrði stofn­að­ili allra helstu alþjóða­stofn­ana nútím­ans og tæk­ist að byggja upp efna­hags­legt sjálf­stæði. Tóm­læt­is­brynja fólks­ins nú er versta ógnin sem steðjar að Íslandi, hún afsiðar og breytir félags­lífi í land­inu í bar­daga­völl þar sem drullan er æðst en dreng­skap­ur­inn lægst­ur. Það er hins vegar betra að orða hug­mynd­ina um að leggja Ísland niður sem ríki en missa tökin í með­vit­und­ar­leysi meðan rétt­ar­ríki, þing­helgi, frelsi fjöl­miðla eða líf­eyr­is­sjóða­kerfi molna nið­ur. Að orða slíka hug­mynd voru land­ráð til skamms tíma en af því að land­ráða­brigsl eru krabba­mein íslenskrar þjóð­fé­lags­um­ræðu og eyða alltaf heil­brigðu lífi hvar sem þau kvikna er það skref til góðs að kveða niður brigsl sem aðferð. Þá fyrst er hægt að ræða veik­leika Íslands á hlut­lægan hátt, af hverju þeir stafi og hvernig breyt­ingar í heim­inum ógni eða styrki stöðu lands­ins. Eðli­legt lýð­ræð­is­á­stand er sam­keppni hug­mynda um sterkara Ísland.

Einar Bene­dikts­son var ástríðu­fullur og bjart­sýnn raun­sæ­is­maður um Ísland og sagði um sjálf­stæð­is­við­leitni lands­ins í stuttum for­mála 1913: „Ef til vill mun hvergi jafn smáum hóp ætlað svo mikið að vinna.“ Og hann hafði hár­rétt fyrir sér. Öld síðar er Ísland, eitt fámenn­asta full­valda ríki heims, nýbúið að lifa naum­lega af „ne­ar-death experience“ eins og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn orðar á ensku kjarna þess sem gerð­ist.

Nú er tíma­bært að spyrja sam­visku­spurn­inga: Af hverju ætt­irðu að láta þig eitt­hvað varða annað en þína eigin einka­hags­muni? Er til eitt­hvert reikn­ings­dæmi sem sýnir að það borgi sig fyrir þig? Til er afstaða sem felst í því skýra gróða­dæmi að sækj­ast eftir sam­fé­lags­legri ábyrgð­ar­stöðu til að beita henni í þágu eigin hags­muna. Þetta er þó ekki hægt að gera fyrir opnum tjöld­um, telst óheið­ar­legt og er í mörgum til­vikum ólög­legt og jafn­vel refsi­vert. Hvaða líkur eru á slíkum mála­gjöldum og hvaða líkur eru á hinu að þér tak­ist að fara óáreittur og glaður þínu fram og græða vel? Sumum finnst síð­asta spurn­ingin ætluð sið­blind­ingjum en öðrum hún vera sjálf­sögð. Hvað borgar sig á okkar tím­um? Sé næst spurt hverju get­urðu tapað verður svar­ið: Land­inu þínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None