Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: 21. aldar rómantískt ljóðskáld

3235dcca0ba3b06db3cc8ec45f8f6d44.jpg
Auglýsing

Ingi­björg Elsa Björns­dóttir stendur fyrir söfnun fyrir útgáfu ljóða­bók­ar­innar Ópus fyrir ömmu á Karol­ina Fund. Bókin er róm­an­tísk ljóða­bók og er til­einkuð ömmu Ingi­bjarg­ar.

Segðu okkur frá verk­efn­inu þínu Ópus fyrir ömmu. Hvað drífur þig áfram til þess að skrifa og hvenær fórstu að skrifa ljóð?

„Ópus fyrir ömmu er róm­an­tísk ljóða­bók sem brýst út úr póst­módern­isma og póst­húman­isma inn í 21. aldar róm­an­tík. Ég er orðin leið á póst­módern­is­ma, tel póst­húman­isma hrein­lega ekki ganga upp og tel þessi fræði öll vera komin í fræði­legt og and­legt öng­stræti. Því er leitað til róm­an­tísku stefn­unnar um inn­blástur og nýtt upp­haf.

Auglýsing

Það er eitt­hvað innan í mér sjálfri, ein­hver skondin sköp­un­ar- og tján­ing­ar­þörf sem krefst þess að ég skrifi ljóð. Ég skrifa reyndar líka smá­sög­ur, en ég mun aldrei skrifa skáld­sögu. Ég er meist­ari hins knappa forms.

Ég fæ oft inn­blástur úr tón­list þegar ég skrifa. Þá fer flæðið af stað og ég kemst í gír. Mína fyrri ljóða­bók, Rökk­ur­sónöt­una, skrif­aði ég á þremur dögum sam­fleytt, af því að ég var hrædd um að missa inn­blást­ur­inn. Ég skrif­aði hana á þremur dögum en hafði hugsað í 40 ár.

Tékk­neska tón­skáldið Janacek hóf ekki að semja tón­verk fyrr en seint á lífs­leið­inni. Hann er mín fyr­ir­mynd. Ég byrj­aði ekki að skrifa að ráði fyrr en upp úr fer­tugu. Ég var svo lengi að ná fullum þroska. Núna er ég farin að leika mér að formi og tungu­mál­inu og ég skrifa til­brigði við form og leik mér að orðum og form­um. Ljóð mín eru ekki form­laus, þau hafa ákveðna hrynj­andi og ákveðna bygg­ingu.

Ég fór að skrifa ljóð sem barn, en þau urðu ekki góð fyrr en um fer­tugt. Móðir mín segir að ég hafi á barns­aldri staðið út á svölum í Breið­holt­inu og farið með frum­sam­inn ljóða­bálk til sól­ar­innar sem var að setj­ast yfir Selja­hverf­ið. Mér er því algjör­lega nauð­syn­legt að tjá mig bæði í ljóðum og smá­sög­um. Smá­sögur hef ég mikið skrifað á Rit­hringnum og hefur Rit­hring­ur­inn hjálpað mér mik­ið."

 Ópus merkir verk



Nafnið Ópus fyrir ömmu. Hvaðan kemur það?

„Ópus merkir verk. Langamma mín Ingi­björg Brynj­ólfs­dótt­ir, dóttir Brynj­ólfs Jóns­sonar sem var prestur að Ofan­leiti í Vest­manna­eyj­um, er mér mjög hug­stæð per­sóna. Hún gift­ist langafa mínum Magn­úsi Bjarn­ar­syni, presti og pró­fasti á Prest­bakka á Síðu í Vest­ur­-Skafta­fells­sýslu. Þannig flutti hún frá Vest­manna­eyjum upp á land að Prest­bakka. Hún var sterkur karakt­er, hafði góða kímni­gáfu og hefur verið mjög skemmti­leg og lif­andi mann­eskja. Bókin er skrifuð henni til heið­ur­s."

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir , höfundur Ópus fyrir ömmu. Ingi­björg Elsa Björns­dóttir , höf­undur Ópus fyrir ömmu.

Hvert er svo fram­hald­ið? Stefnir þú á að gefa út fleiri bæk­ur?

„Ég er í dokt­ors­námi og hef verið að grufla í þýð­ingum og skriftum með nám­inu. Ég ætla mér að verða doktor í tækni­legri lýsandi þýð­inga­fræði og verða algjör sér­fræð­ingur í vél­þýð­ingum og sjálf­virkum þýð­inga­kerf­um.

 

Það er ágætt að skrifa ljóð með slíku. Ég verð að vísu að passa að láta ekki stíl­inn úr þýð­ing­unum og þýð­inga­vél­unum smit­ast yfir í ljóð­in, þ.e. tækni­legu þýð­inga­text­arnir eru mjög skýrslu­kenndir á köflum og ég vil helst ekki skrifa ljóð sem eru eins og skýrsl­ur.

 

Hug­mynda­fræði­lega legg ég áherslu á end­ur­reisn róm­an­tík­ur­inn­ar, upp­hafn­ingu sjálfs­ins, hið háleita, hrika­lega og fagra, og snilli­gáf­una í sjálfri mér. Einnig leyfi ég mér að trúa á æðri mátt. Fyr­ir­myndir mínar eru t.d. Bla­ke, Wordsworth, Tenn­y­son en svo verð ég að við­ur­kenna að ég er haldin taum­lausri aðdáun á T.S. Eliot.

 

Ég mun örugg­lega halda áfram að skrifa á meðan ég lifi. Ég verð fimm­tug eftir eitt ár, þannig að ég verð að vera afkasta­mikil og nýta tím­ann vel ef ég ætla að skilja eitt­hvað eftir mig í þessu lífi. Þegar ald­ur­inn fær­ist yfir fer maður að skilja hve tím­inn er verð­mætur og hversu mikil sóun er að eyða honum í vit­leysu."

 

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None