Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Hamfaraleikrit fyrir börn

66e108f444c147e96b5c68babca6282e.jpg
Auglýsing

Pétur Eggerz og Mögu­leik­húsið ætla að setja á svið leik­sýn­ing­una Eld­barnið í Tjarn­ar­bíói í febr­ú­ar. Til þess að af sýn­ing­unni geti orðið hafa þau ákveðið að stofna til fjár­öfl­unar á Karol­ina Fund.

Hér heldur Mögu­leik­húsið áfram umfjöllun um mann­líf í kjöl­far Skaft­ár­elda og Móðu­harð­inda, en síð­asta vetur frum­sýndi það ein­leik­inn Eld­klerk­inn sem hlaut afburða­góðar við­tök­ur. Að þessu sinni eru atburð­irnir skoð­aðir frá sjón­ar­hóli ungrar stúlku í nýju barna­leik­riti sem ætlað er áhorf­endum frá 9 ára aldri.

Auglýsing

Við tókum Pétur tali.

Ætl­aði að verða fugla­fræð­ingur



Segðu mér aðeins frá þér per­sónu­lega og frá Mögu­leik­hús­inu?

„Ég upp­al­inn í Breið­holt­inu, ætl­aði mér upp­haf­lega að verða fugla­fræð­ingur en þvæld­ist síðan út í leik­list á ung­lings­árum og hefur haldið mig þar síð­an. Eftir við­komu í bók­mennta­fræði í Háskóla Íslands  fór ég í leik­list­ar­skóla í London og hef komið víða við frá því ég kom það­an. Mögu­leik­húsið stofn­aði ég ásamt félögum mínum á vor­mán­uðum 1990, en leik­húsið hefur starfað sam­fellt síðan og fagnar því ald­ar­fjórð­ungs­af­mæli í ár. Frá upp­hafi hefur Mögu­leik­húsið lagt höf­uð­á­herslu á að frum­sýna ný íslensk verk fyrir unga áhorf­end­ur."

1fd2cba6f05c750c5970fe046e169301 Mögu­leik­hús­ið.   

Getur þú sagt mér frá aðdrag­anda þess að þið ákváðuð að setja þessa sýn­ingu upp? Er hún hluti af stærra verk­efni eða á hún sér for­sögu hjá ykkar leik­hóp?

„Að­drag­and­inn er nokkuð langur og má senni­lega rekja allt aftur til þess að ég var á sínum tíma sendur í sveit í Með­al­landið á bæ sem stendur við jaðar Skaft­ár­elda­hrauns­ins. Allt frá þeim tíma hefur mér verið saga þess­ara miklu atburða í Íslands­sög­unni mjög hug­leik­in. Það er þó eins og við höfum svo­lítið viljað gleyma þessum hluta sög­unnar og þeim áhrifum sem þessar miklu ham­farir höfðu á þjóð­ina. Því kvikn­aði sú hug­mynd hjá okkur fyrir all­nokkrum árum að áhuga­vert væri að gera þessu tíma­bili skil í leik­verki fyrir unga áhorf­end­ur. Þegar við fórum að grúska í efn­inu fór það hins­vegar svo að úr þessu spruttu tvö verk sem kalla má eins­konar tví­leik. Fyrra verkið var ein­leik­ur­inn Eld­klerk­ur­inn sem við frum­sýndum fyrir rúmu ári síð­an. Í því verki segjum við sögu séra Jóns Stein­gríms­sonar og Skaft­ár­elda, en byggjum að mestu á skrifum Jóns sjálfs, Ævi­sögu hans og Eld­riti. Eld­klerk­ur­inn er verk sem fyrst og fremst er ætlað full­orðn­um, en eftir frum­sýn­ingu á því var komið að því að vinna barna­leik­rit sem gerð­ist á tímum Skaft­ár­elda. Útkoman úr þeirri vinnu er Eld­barnið sem við frum­sýnum í Tjarn­ar­bíói 7. febr­ú­ar."

Ger­ist á tímum Skaft­ár­elda



Þessi saga er stór­merki­leg. Er þetta byggt á sannri sögu. Getur þú kannski farið aðeins yfir sög­una?

„Eld­barnið er skáld­verk sem ger­ist á tímum Skaft­ár­elda, nánar til­tekið á árunum 1783-1784. Við segjum sög­una af ungri stúlku, Sól­veigu, sem býr austur á Síðu í Vestur –Skafta­fells­sýslu. Þegar Skaft­ár­eldar hefj­ast fer bær­inn hennar undir hraun og hún hrekst á flótta ásamt móður sinni. Við tekur ævin­týra­leg atburða­rás þar sem ver­öldin öll hefur umturn­ast og Sól­veig þarf að læra að bjarga sér í heimi þar sem hætt­urnar virð­ast leyn­ast við hvert fót­mál. En hug­rekki og hjarta­hlýja reyn­ast tryggir föru­nautar á þessum óvissu­tím­um.

Þó sagan sjálf sé skáld­verk þá ger­ist hún í sögu­legu umhverfi þar sem nafn­greindir ein­stak­lingar úr raun­veru­leika þess tíma koma við sögu og raun­veru­legir atburðir flétt­ast inn í sög­una. Þannig lendir Sól­veig t.d. í eld­messu séra Jóns Stein­gríms­sonar á Kirkju­bæj­ar­klaustri þar sem straum­hvörf verða í lífi henn­ar. Þá byggir sagan einnig á upp­lýs­ingum um hvernig atburða­rásin varð­andi eld­gosið var á því tæpa ári sem sagan spannar og eins höfðum við til hlið­sjónar frá­sagnir af þeim veru­leika sem fólk í hinum svo­nefndu Eldsveitum þurfti að glíma við. Þetta er því saga sem í raun hefði getað gerst á þessum tíma.

Þá er einnig áhuga­verð teng­ing sem hefur komið upp nú í vetur eftir að eld­gosið hófst norðan Vatna­jök­uls þar sem við fáum smjör­þef­inn af ýmsu því sem dundi á lands­mönnum í Skaft­ár­eld­um, þó bless­un­ar­lega séu áhrif goss­ins fyrir norðan ekki nema brot af því sem fólk kynnt­ist í Móðu­harð­ind­un­um. En það er von okkar að leik­ritið veki áhuga yngri kyn­slóða á þessum hluta sögu okkar um leið og það veki til umhugs­unar um eðli þessa lands sem við byggjum og mik­il­vægi þess að við umgöng­umst það af virð­ingu og auð­mýkt."

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None