Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Hamfaraleikrit fyrir börn

66e108f444c147e96b5c68babca6282e.jpg
Auglýsing

Pétur Eggerz og Möguleikhúsið ætla að setja á svið leiksýninguna Eldbarnið í Tjarnarbíói í febrúar. Til þess að af sýningunni geti orðið hafa þau ákveðið að stofna til fjáröflunar á Karolina Fund.

Hér heldur Möguleikhúsið áfram umfjöllun um mannlíf í kjölfar Skaftárelda og Móðuharðinda, en síðasta vetur frumsýndi það einleikinn Eldklerkinn sem hlaut afburðagóðar viðtökur. Að þessu sinni eru atburðirnir skoðaðir frá sjónarhóli ungrar stúlku í nýju barnaleikriti sem ætlað er áhorfendum frá 9 ára aldri.

Auglýsing

Við tókum Pétur tali.

Ætlaði að verða fuglafræðingur


Segðu mér aðeins frá þér persónulega og frá Möguleikhúsinu?

„Ég uppalinn í Breiðholtinu, ætlaði mér upphaflega að verða fuglafræðingur en þvældist síðan út í leiklist á unglingsárum og hefur haldið mig þar síðan. Eftir viðkomu í bókmenntafræði í Háskóla Íslands  fór ég í leiklistarskóla í London og hef komið víða við frá því ég kom þaðan. Möguleikhúsið stofnaði ég ásamt félögum mínum á vormánuðum 1990, en leikhúsið hefur starfað samfellt síðan og fagnar því aldarfjórðungsafmæli í ár. Frá upphafi hefur Möguleikhúsið lagt höfuðáherslu á að frumsýna ný íslensk verk fyrir unga áhorfendur."

1fd2cba6f05c750c5970fe046e169301 Möguleikhúsið.   

Getur þú sagt mér frá aðdraganda þess að þið ákváðuð að setja þessa sýningu upp? Er hún hluti af stærra verkefni eða á hún sér forsögu hjá ykkar leikhóp?

„Aðdragandinn er nokkuð langur og má sennilega rekja allt aftur til þess að ég var á sínum tíma sendur í sveit í Meðallandið á bæ sem stendur við jaðar Skaftáreldahraunsins. Allt frá þeim tíma hefur mér verið saga þessara miklu atburða í Íslandssögunni mjög hugleikin. Það er þó eins og við höfum svolítið viljað gleyma þessum hluta sögunnar og þeim áhrifum sem þessar miklu hamfarir höfðu á þjóðina. Því kviknaði sú hugmynd hjá okkur fyrir allnokkrum árum að áhugavert væri að gera þessu tímabili skil í leikverki fyrir unga áhorfendur. Þegar við fórum að grúska í efninu fór það hinsvegar svo að úr þessu spruttu tvö verk sem kalla má einskonar tvíleik. Fyrra verkið var einleikurinn Eldklerkurinn sem við frumsýndum fyrir rúmu ári síðan. Í því verki segjum við sögu séra Jóns Steingrímssonar og Skaftárelda, en byggjum að mestu á skrifum Jóns sjálfs, Ævisögu hans og Eldriti. Eldklerkurinn er verk sem fyrst og fremst er ætlað fullorðnum, en eftir frumsýningu á því var komið að því að vinna barnaleikrit sem gerðist á tímum Skaftárelda. Útkoman úr þeirri vinnu er Eldbarnið sem við frumsýnum í Tjarnarbíói 7. febrúar."

Gerist á tímum Skaftárelda


Þessi saga er stórmerkileg. Er þetta byggt á sannri sögu. Getur þú kannski farið aðeins yfir söguna?

„Eldbarnið er skáldverk sem gerist á tímum Skaftárelda, nánar tiltekið á árunum 1783-1784. Við segjum söguna af ungri stúlku, Sólveigu, sem býr austur á Síðu í Vestur –Skaftafellssýslu. Þegar Skaftáreldar hefjast fer bærinn hennar undir hraun og hún hrekst á flótta ásamt móður sinni. Við tekur ævintýraleg atburðarás þar sem veröldin öll hefur umturnast og Sólveig þarf að læra að bjarga sér í heimi þar sem hætturnar virðast leynast við hvert fótmál. En hugrekki og hjartahlýja reynast tryggir förunautar á þessum óvissutímum.

Þó sagan sjálf sé skáldverk þá gerist hún í sögulegu umhverfi þar sem nafngreindir einstaklingar úr raunveruleika þess tíma koma við sögu og raunverulegir atburðir fléttast inn í söguna. Þannig lendir Sólveig t.d. í eldmessu séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri þar sem straumhvörf verða í lífi hennar. Þá byggir sagan einnig á upplýsingum um hvernig atburðarásin varðandi eldgosið var á því tæpa ári sem sagan spannar og eins höfðum við til hliðsjónar frásagnir af þeim veruleika sem fólk í hinum svonefndu Eldsveitum þurfti að glíma við. Þetta er því saga sem í raun hefði getað gerst á þessum tíma.

Þá er einnig áhugaverð tenging sem hefur komið upp nú í vetur eftir að eldgosið hófst norðan Vatnajökuls þar sem við fáum smjörþefinn af ýmsu því sem dundi á landsmönnum í Skaftáreldum, þó blessunarlega séu áhrif gossins fyrir norðan ekki nema brot af því sem fólk kynntist í Móðuharðindunum. En það er von okkar að leikritið veki áhuga yngri kynslóða á þessum hluta sögu okkar um leið og það veki til umhugsunar um eðli þessa lands sem við byggjum og mikilvægi þess að við umgöngumst það af virðingu og auðmýkt."

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None