Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Stundin - fjáröflun fyrir fjölmiðil

20150105_Stundin_352_cc.jpg
Auglýsing

Það hefur heldur betur staðið styr í kring um DV und­an­far­ið. Blaðið var nýlega yfir­tekið og blaða­mönnum og rit­stjórum sagt upp. Nú hafa fyrrum rit­stjóri DV og starfs­menn hafið söfnun á Karol­ina Fund til þess að fjár­magna nýjan fjöl­mið­il. Verk­efnið fór afar vel af stað og náði tak­marki sínu á ein­ungis 48 klukku­stundum og þegar þetta er skrifað eru þau hárs­breidd frá því að slá met á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni, með hæstu upp­hæð sem safn­ast hef­ur.

Við tókum Jón Trausta Reyn­is­son, rit­stjóra og fram­kvæmda­stjóra Stund­ar­innar tali.

htt­p://yout­u.be/KYJnlVxjYA8

Auglýsing

Per­sónu­leg og sam­fé­lags­leg staða



Getur þú sagt okkur frá aðdrag­anda þess að þið ákváðuð að stofna Stund­ina?

„Þegar DV var yfir­tekið með til­stuðlan hags­muna­að­ila stóðum við frammi fyrir tvenns konar stöðu, per­sónu­legri og sam­fé­lags­legri. Per­sónu­lega staðan var sú að við sem starfs­menn DV þurftum að ákveða hvort við vildum vinna með þessum aðilum að því að móta mið­il­inn eftir þeirra vilja. Þá þegar lá fyrir að for­send­urnar fyrir yfir­tök­unni voru and­stæðar okkar hug­myndum um frjálsan og óháðan fjöl­mið­il. Innan nokk­urra daga í kjöl­far yfir­tök­unnar voru sum okkar hætt en önnur rek­in.

Sam­fé­lags­lega staðan var sú að þrír stærstu vef­miðlar lands­ins og stærstu dag­blöð lands­ins voru komnir undir stjórn hags­muna­að­ila. Í einu fjöl­miðla­fé­lag­inu var fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks yfir rit­stjórn­inni. Hjá öðru var búið að setja fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúa Baugs og sér­stakan and­stæð­ing rann­sókna á efna­hags­hrun­inu yfir rit­stjórn­ina. Og DV var yfir­tekið af hópi sem sam­an­stóð af manni sem vildi hefna fyrir umfjöllun um við­skipti sín, lög­fræð­ingi sem var að reka meið­yrða­mál gegn rit­stjórn­inni og að lokum fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins sem átti sögu kross­tengsla milli fjöl­miðl­unar og við­skipta­hags­muna, og gerði yfir­lýstan „spuna­meist­ara“ sinn að rit­stjóra."

Hver er til­gangur mið­ils­ins? Hvaða hlut­verki mun hann þjóna í sam­fé­lag­inu?

„Til­gangur okkar með því að stofna Stund­ina er að bjóða upp á nýjan val­kost í upp­lýs­inga­gjöf, fjöl­miðil sem er ekki tengdur valda­blokkum og setur sér meðal ann­ars reglur sem tryggja vald­dreif­ingu með dreifðu eign­ar­haldi. Önnur leið til að hámarka virkni fjöl­mið­ils­ins í þágu almenn­ings er að hann sé sem mest fjár­magn­aður af almenn­ingi, bæði með kaupum fólks á áskriftum og hluta­fé. Fjöl­mið­ill sem er fjár­magn­aður af almenn­ingi fremur en sér­hags­muna­öflum er í mun betri aðstöðu til að stunda rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Það hefur sýnt sig að rann­sókn­ar­blaða­mennska er nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­ríki, en að hún er jafn­framt óvin­sæl hjá ýmsum sem hafa hag af því að almenn­ingur fái tak­mark­aðar upp­lýs­ing­ar."

Von­andi eitt skref af mörgum til að gera fjöl­miðla óháða



Fjár­öfl­unin gekk ótrú­lega vel. Þið náðuð tak­mark­inu ykkar á nákvæm­lega 48 klukku­stund­um. Ertu með til­gátu um af hverju verk­efnið ykkar fékk svona góðar und­ir­tekt­ir?

„Við­brögðin sýna að margir deila með okkur þeirri sam­fé­lags­legu sýn að það skipti máli fyrir far­sæld okkar allra að til séu sterkir fjöl­miðlar sem eru ekki undir valdi sér­hags­muna­afla. Bæði fyrir og eftir hrun hefur sýnt sig að eign­ar­hald og vald yfir fjöl­miðlum hefur áhrif á þær upp­lýs­ingar sem við fáum. Von­andi er okkar fram­lag bara eitt skref af mörgum í þá átt að gera fjöl­miðla óháð­ari valda­blokkum og fólk almennt með­vit­að­ara um að það getur haft áhrif til að auka upp­lýs­inga­gjöf. Von­andi er þetta skref í átt að vald­efl­ingu almenn­ings. Upp­lýs­ingar eru grunn­ur­inn að upp­lýstri ákvarð­ana­töku okkar allra, og við vitum ýmist aldrei eða of seint af því þegar mik­il­vægum upp­lýs­ingum hefur verið haldið frá okk­ur."

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None