Framsóknarflokkurinn, sem leiðir ríkisstjórn um þessar mundir, fengi 2,8 prósenta fylgi ef kosið væri til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, samkvæmt kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði. Fylgi flokksins minnkar lítillega á milli kosningaspáa og hann er langt frá því að ná manni inn. Raunar mjög langt. Af þeim fimm sem mælast næstir inn á eftir þeim 15 sem myndu ná kjöri á Framsókn engan. Dögun mælist á svipuðum slóðum og Framsóknarflokkurinn með rétt rúmlega tveggja prósenta fylgi sem virðist nokkuð stöðugt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá kjósendum heldur og hefur lækkað töluvert á milli spáa.
Fylgi framboða til borgarstjórnar í Reykjavík
Samkvæmt nýjustu kosnigaspá, gerðri 14. apríl 2014
[visualizer id="4609"]
Nú er svo komið að flokkurinn þarf ekki að missa mikið fylgi til viðbótar til að missa sinn eina mann, Sóleyju Tómasdóttur, úr borgarstjórn. Stóru flokkarnir þrír, Samfylking, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn, taka sem fyrr til sín þorra fylgisins. Samfylkingin mælist með fimm inni en hinir tveir með fjóra hvor um sig. Næsti maður inn samkvæmt spánni kemur frá Bjartri framtíð.
Röðun fulltrúa samkvæmt nýjustu spá
[visualizer id="4611"]
Þróun á fylgi flokka og fjölda borgarfulltrúa á flokk í Reykjavík
Kosningaspá keyrð á tímabilinu 26. febrúar til 14. apríl 2014
[visualizer id="4616"]
Sjá nánar á www.kosningaspa.is