Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Leyniskjöl birt: Rannsókn á Sterling lokið

000_Par2237823vef.jpg
Auglýsing

Rann­sókn á því hvort FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum millj­örðum króna sem Fons, félag í eigu Pálma Har­alds­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­son­ar, not­aði til að greiða fyrir danska flug­fé­lagið Sterl­ing í mars 2005 er lokið hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Nið­ur­stöður hennar liggja nú hjá sak­sókn­ara innan emb­ætt­is­ins, sem mun taka ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans verður sú ákvörðun tekin innan mán­að­ar.

Málið hefur verið til rann­sóknar frá því haustið 2008 hjá ýmsum emb­ætt­um. Við­skipti FL Group, Fons og Sunds ehf. sem áttu sér stað með eign­ar­hluti í Sterl­ing og öðrum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum á árunum 2005 til 2008 eru ein þekkt­ustu meintu sýnd­ar­við­skipti sem fram­kvæmd voru á árunum fyrir hrun. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis segir meðal ann­ars að þau séu „ein­hver umdeild­ustu við­skipti Hann­esar [Smára­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra og stjórn­ar­­for­manns FL Group] og raunar alls þessa tíma­bils“.

Efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hóf að rann­saka þessi við­skipti árið 2008 að eigin frum­kvæði. Undir voru grun­semdir um meint auðg­un­ar­brot og brot á ákvæðum hluta­fé­laga­laga um bann við lán­veit­ingum á borð við þá sem FL Group var grunað um að hafa veitt Fons.

Hinn 11. nóv­em­ber 2008 gerðu starfs­menn skatt­­rann­sókn­ar­­stjóra síðan ítar­lega hús­leit í höf­uð­stöðvum FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoð­ir. Þar var lagt hald á ýmiss konar bók­halds­gögn og skjöl sem tengd­ust ætl­uðum sýnd­ar­við­skiptum með eign­ar­hluti í Sterl­ing og öðrum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum og ara­grúi tölvu­póst­sam­skipta afrit­að­ur.

Hluti þess­ara gagna var sendur áfram til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í lok árs 2009. Um er að ræða hund­ruð blað­síðna af trún­að­ar­gögn­um.

Þau má lesa í umfjöllun nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans um mál­ið.

Auglýsing

lestumeira

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiRitstjórn Kjarnans
None