Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Leyniskjöl birt: Rannsókn á Sterling lokið

000_Par2237823vef.jpg
Auglýsing

Rann­sókn á því hvort FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum millj­örðum króna sem Fons, félag í eigu Pálma Har­alds­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­son­ar, not­aði til að greiða fyrir danska flug­fé­lagið Sterl­ing í mars 2005 er lokið hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Nið­ur­stöður hennar liggja nú hjá sak­sókn­ara innan emb­ætt­is­ins, sem mun taka ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans verður sú ákvörðun tekin innan mán­að­ar.

Málið hefur verið til rann­sóknar frá því haustið 2008 hjá ýmsum emb­ætt­um. Við­skipti FL Group, Fons og Sunds ehf. sem áttu sér stað með eign­ar­hluti í Sterl­ing og öðrum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum á árunum 2005 til 2008 eru ein þekkt­ustu meintu sýnd­ar­við­skipti sem fram­kvæmd voru á árunum fyrir hrun. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis segir meðal ann­ars að þau séu „ein­hver umdeild­ustu við­skipti Hann­esar [Smára­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra og stjórn­ar­­for­manns FL Group] og raunar alls þessa tíma­bils“.

Efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hóf að rann­saka þessi við­skipti árið 2008 að eigin frum­kvæði. Undir voru grun­semdir um meint auðg­un­ar­brot og brot á ákvæðum hluta­fé­laga­laga um bann við lán­veit­ingum á borð við þá sem FL Group var grunað um að hafa veitt Fons.

Hinn 11. nóv­em­ber 2008 gerðu starfs­menn skatt­­rann­sókn­ar­­stjóra síðan ítar­lega hús­leit í höf­uð­stöðvum FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoð­ir. Þar var lagt hald á ýmiss konar bók­halds­gögn og skjöl sem tengd­ust ætl­uðum sýnd­ar­við­skiptum með eign­ar­hluti í Sterl­ing og öðrum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum og ara­grúi tölvu­póst­sam­skipta afrit­að­ur.

Hluti þess­ara gagna var sendur áfram til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í lok árs 2009. Um er að ræða hund­ruð blað­síðna af trún­að­ar­gögn­um.

Þau má lesa í umfjöllun nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans um mál­ið.

Auglýsing

lestumeira

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiRitstjórn Kjarnans
None