Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Leyniskjöl birt: Rannsókn á Sterling lokið

000_Par2237823vef.jpg
Auglýsing

Rannsókn á því hvort FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum króna sem Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, notaði til að greiða fyrir danska flugfélagið Sterling í mars 2005 er lokið hjá embætti sérstaks saksóknara. Niðurstöður hennar liggja nú hjá saksóknara innan embættisins, sem mun taka ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. Samkvæmt heimildum Kjarnans verður sú ákvörðun tekin innan mánaðar.
Málið hefur verið til rannsóknar frá því haustið 2008 hjá ýmsum embættum. Viðskipti FL Group, Fons og Sunds ehf. sem áttu sér stað með eignarhluti í Sterling og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á árunum 2005 til 2008 eru ein þekktustu meintu sýndarviðskipti sem framkvæmd voru á árunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir meðal annars að þau séu „einhver umdeildustu viðskipti Hannesar [Smárasonar, fyrrverandi forstjóra og stjórnar­formanns FL Group] og raunar alls þessa tímabils“.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hóf að rannsaka þessi viðskipti árið 2008 að eigin frumkvæði. Undir voru grunsemdir um meint auðgunarbrot og brot á ákvæðum hlutafélagalaga um bann við lánveitingum á borð við þá sem FL Group var grunað um að hafa veitt Fons.
Hinn 11. nóvember 2008 gerðu starfsmenn skatt­rannsóknar­stjóra síðan ítarlega húsleit í höfuðstöðvum FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoðir. Þar var lagt hald á ýmiss konar bókhaldsgögn og skjöl sem tengdust ætluðum sýndarviðskiptum með eignarhluti í Sterling og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum og aragrúi tölvupóstsamskipta afritaður.
Hluti þessara gagna var sendur áfram til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í lok árs 2009. Um er að ræða hundruð blaðsíðna af trúnaðargögnum.

Þau má lesa í umfjöllun nýjustu útgáfu Kjarnans um málið.

Auglýsing

lestumeira

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiRitstjórn Kjarnans
None