Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
sdg.lei_.r.tting_.jpg
Auglýsing

Loks hafa skulda­nið­ur­fell­ingar verið kynnt­ar. Hið gleði­lega við þessa mestu til­færslu á eignum til afmark­aðs hóps í sam­fé­lag­inu, sem í skrum­inu er aldrei nefndur annað en „heim­il­in“, er að umfangið er á end­anum mun minna en var lofað þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn keypti kosn­ing­arn­ar. Í mars á þessu ári, röskum mán­uði fyrir kosn­ing­ar, sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son nefni­lega að skulda­nið­ur­fell­ing­arn­ar, sem í skrum­inu eru nefndar „leið­rétt­ing á for­sendu­brest“, myndu kosta 240 millj­arða króna. Hann end­ur­tók þessa mön­tru síðan nokkrum sinnum í kjöl­far­ið. Nið­ur­staðan er þriðj­ungur þeirrar upp­hæð­ar, 80 millj­arðar króna. Skað­inn er því minni en upp­haf­lega var lagt upp með, og er það vel.

Hið ömur­lega við þessa til­færslu er að hún er öll á kostnað rík­is­ins og á henni hvílir rík­is­á­byrgð. Það að setja sér­stakan skatt á þrota­bú, og troða sér þannig fremst í kröfu­röð, er stjórn­valds­að­gerð sem skilar rík­is­sjóði miklum tekj­um. Þaðan verður þessum greiðslum dreift út. Það er því eng­inn vafi á því lengur að rík­is­sjóður er að borga brús­ann. Ef hin sér­staka skatt­lagn­ing stenst ekki lög eða stjórn­ar­skrá, sem von­andi verður ekki nið­ur­stað­an, afleið­ingar þess myndu valda enn meiri ömur­leika, þá lendir kostn­að­ur­inn af fullum þunga á skatt­greið­end­um. Þeir sem fá ekk­ert greiða þá fyrir nið­ur­færslu hinna sem fá með hærri sköttum og minni þjón­ustu. Ef skatt­arnir inn­heimt­ast er skjal­fest að ríkið ætlar að færa afmörk­uðum hópi fullt af pen­ing­um. Þá vaknar sú spurn­ing hvort það stand­ist yfir höfuð jafn­ræð­is­á­kvæði stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar.

Allir tapaNú skulum við fara yfir nokkrar stað­reynd­ir. Tæp­lega helm­ingur fjöl­skyldna í land­inu, eða 47 pró­sent þeirra, skuldar ekk­ert vegna hús­næð­is. 27 pró­sent þeirra búa í leigu­hús­næði. Þetta fólk fær ekk­ert gef­ins. Þess utan er hluti þeirra sem eftir standa með óverð­tryggð lán eða tóku þau eftir árið 2010. Eng­inn þess­ara hópa er innan meng­is­ins sem kall­ast „heim­ilin í land­inu“ en voru samt fórn­ar­lömb þess sem rík­is­stjórnin skil­greinir sem for­sendu­brest.

Eitt­hvað segir manni að eng­inn eigi eftir að vera sáttur við þá nið­ur­stöðu sem kynnt var í gær, nema Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og klapp­stýrur hennar í netheimum og fjöl­miðl­um. Þær eru þegar byrj­aðar að reyna að selja þá hug­mynd að Sig­mundur Davíð sé Bravehe­art okkar Íslend­inga. En þeir sem hafa beðið stór­felldra nið­ur­fell­inga verða ugg­laust fyrir von­brigðum með að þeir fái ekki nógu mik­ið. Þeir sem fá ekk­ert verða fyrir von­brigðum vegna þess að rík­is­sjóður er að eyða pen­ingum sem gætu farið í að greiða sam­eig­in­legar skuldir okkar allra í að greiða niður skuldir sumra. Og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður fyrir von­brigðum vegna þess að þessi flokkur sem kallar sig hægri­flokk, og reynir á tylli­dögum að selja sig sem hold­gerv­ing frjáls­lynd­is, einka­rétt­ar­ins og ein­stak­lings­fram­taks­ins, var rétt í þessu að kvitta upp á stærstu sós­íal­ísku aðgerð íslenskrar efna­hags­sögu. Óbragðið í munni þeirra innan raða flokks­ins sem hafa ein­hverja hug­sjón í póli­tík hlýtur að vera rosa­lega sterkt.

Auglýsing

Málið verður líka erfitt fyrir stjórn­ar­and­stöð­una. Sér­stak­lega vegna þess að fram­kvæmdin er útvötnuð og kemur ekki til fram­kvæmda fyrr en á næsta ári. Við­brögð hennar munu taka mið af því að fullt af kjós­end­unum sem hún er að reyna að ná til eru að velta fyrir sér spurn­ing­unni „hvað fæ ég?“. Ef við­brögð hennar yrðu strax hörð gæti það komið póli­tískt í bakið á henni síðar meir. Auk þess eru margir í stjórn­ar­and­stöðulið­inu ein­fald­lega ekk­ert á móti skuld­ar­nið­ur­fell­ingum sumra.

Til að láta „leið­rétt­ing­una“ líta betur út, til að toga upp heild­ar­upp­hæð­ina í aug­lýs­ing­unni, var það kynnt sem hluti af nið­ur­færsl­unni að öllum Íslend­ingum yrði gert kleift að eyða sér­eign­ar­sparn­að­inum sínum í steypu frekar en tak­mark­aða fjár­fest­ing­ar­mögu­leika fjár­magns­hafta-heftra líf­eyr­is­sjóða. Þetta er fín hug­mynd og gott að gefa fólki meira frelsi til að ávaxta sparnað sinn. En þetta er ekki nið­ur­færsla. Skatt­leysið sem fylgir þess­ari aðgerð þýðir nefni­lega að ríkið er að taka lán í áður ákveðnum fram­tíð­ar­tekjum sín­um. Ríkið borgar því við­bót­ina. Og rík­ið... það erum við.

Stærsta kosn­inga­lof­orðið hefur verið svikiðFram­sókn hefur því svikið kosn­inga­lof­orð kosn­inga­lof­orð­anna, og er það vel. Nið­ur­færsl­urnar eru mun lægri en lofað var þegar flokk­ur­inn þurfti að kaupa sig til valda og útfærslan þynnri en gefið var í skyn. Það er hins vegar verið að taka stór­kost­lega áhættu með íslenskan efna­hag og sam­fé­lag. Reyndar kynnti Sig­urður Hann­es­son, for­maður skulda­nið­ur­fell­ing­ar­hóps­ins, alls kyns nið­ur­stöður í Hörp­u­nni sem bentu til þess að skulda­nið­ur­fell­ing­arnar myndu hafa nítró-á­hrif á í íslenskt efna­hags­líf. Verð­bólga myndi ekki hækka, þetta myndi ekki hafa nein áhrif á við­skipta­jöfn­uð, kaup­máttur myndi aukast, atvinnu­leysi drag­ast sam­an. Og svo fram­veg­is. Það vant­aði bara að við myndum örugg­lega öll skíta gulli í beinu fram­haldi.

Miðað við fréttir í aðdrag­anda aðgerða­til­kynn­ing­ar­innar var hins vegar ekki ákveðið hvaða leið ætti að fara fyrr en snemma á föstu­dags­morg­un. Drög að til­lögum voru ekki kynnt fyrir for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrr en skömmu fyrir það og þing­flokk­arnir fengu ekki að sjá þau fyrr en korteri fyrir kynn­ing­ar­fund. Samt var búið að greina áhrif aðgerð­anna í ræm­ur. Það má vel velta því fyrir sér hvort  macro-­grein­ingin sem kynnt var sé umfangs­mesta „pant­aða“ áreið­an­leika­könnun sem við höfum nokkru sinni séð.

Það er því full ástæða til að bíða frek­ari grein­inga ann­arra á þessum áhrif­um.

Sjálfs­traustið sem leitt getur okkur til glöt­unarEn nú þegar útvatn­að­ar, og rík­is­tryggð­ar, útfærslur á stærsta kosn­inga­víxli Íslands­sög­unnar liggja fyrir er tíma­bært að taka stöð­una. Hún er svona: Við völd á Íslandi er hópur sem er með ógur­legt sjálfs­traust. Til ein­föld­unar má kalla þennan hóp menn­ina með blys­in, enda eiga þeir það flestir sam­eig­in­legt að hafa farið í fræga blys­för að Bessa­stöðum til að mót­mæla Ices­ave á sínum tíma. Í því máli hvatti hóp­ur­inn til þess að íslenskt sam­fé­lag færi í gríð­ar­lega stórt veð­mál. Tæki risa­vaxna áhættu. Leggði allt undir á rauðan í rúl­lettu.

Og hann vann veð­mál­ið. Reyndar er vert að taka það fram að það var einn mað­ur, Ólafur Ragnar Gríms­son, sem synj­aði ákvörðun mik­ils meiri­hluta þings og sendi Ices­a­ve-­málið dóm­stóla­leið­ina. Hann breytti líka stjórn­skipun lands­ins ein­sam­all og án umboðs í leið­inni, en það er önnur saga. Þegar EFTA-­dóm­stóll­inn sýkn­aði Ísland af kröfum í mál­inu var síðan einn af dóm­ur­unum Páll Hreins­son. Um afstöðu hans til Ices­a­ve-­máls­ins má lesa í ítar­legu máli í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is, sem hann skrif­aði með öðr­um. Í kjöl­farið má velta fyrir sér hver áhrif hans á nið­ur­stöð­una voru. Það er auð­velt að ætla að þau hafi verið mik­il. Og nið­ur­staðan var gleði­leg og spar­aði Íslend­ingum tölu­vert fé.

En þeir sem nutu góðs af þess­ari nið­ur­stöðu voru menn­irnir með blys­in. Þeir nýttu sér hana í póli­tískum til­gangi. Þeir sögðu: „Við unnum Ices­a­ve. Við getum allt.“ Á baki Ices­a­ve-­mýt­unar telja þeir sig geta tekið gríð­ar­lega áhættu með íslenskt sam­fé­lag. Lagt mikið undir í veð­málum með slökum stuðl­um. Þeir eru sann­færðir um að geta alltaf unnið þessi veð­mál. Og skulda­nið­ur­fell­ingar og tæp skatt­lagn­ing eigna vondu kröfu­haf­anna eru slík veð­mál.

Og þeir vilja alls ekki vera gagn­rýndir fyrir þessar áhersl­ur. Ef ein­hverjir eru þeim ósam­mála er sú orð­ræða slæm vegna þess að hún hræðir heim­il­in. Þeir sem eru ósam­mála, hafa aðrar skoð­anir en „þá rétt­u“, eru að ljúga. Hvatir þeirra eru ann­ar­leg­ar. Þeir eru örugg­lega að vinna fyrir óvin­inn. Þessi pist­ill er lík­ast til ein af þeim lygum sem hinn ítrekað mis­skilni for­sæt­is­ráð­herra hefur oft­sinnis varað við. Hann er hættu­legur og þið ættuð helst ekki að lesa hann.

Menn­irnir með blysin ráða nefni­lega Íslandi. Von­andi kveikja þeir ekki í land­inu á með­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None