Það eru ugglaust margir á fertugsaldrinum sem tengja unglingsárin við gengdarlausa hlustun á Walkman-vasadískó sem spiluðu kassettur. Spilararnir hurfu að mestu af markaði samhliða geisladiskavæðingu tónlistaráhlustunar og algjörlega þegar tónlistarspilunartækin urðu nær einvörðungu stafræn.
Það muna margir eftir gamla Walkman-spilaranum sem var staðalbúnaður unglinga á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda.
Í síðustu viku tilkynnti Sony að fyrirtækið ætli að framleiða nýjan Walkman. Og að hann muni kosta yfir 1.100 dali, eða rúmlega 140 þúsund krónur. Spilarinn, sem var kynntur á CES-ráðstefnunni í Las Vegas í síðustu viku, kallast Walkman ZX2. Spilarinn mun geta tengst öppum í gegnum Google Play og hann á ekki að vera í samkeppni við snjallsíma.
Samkvæmt frétt Business Insider um tækið liggur ekki fyrir hvort spilarinn sé raunverulega nýr Sony Walkman eða Android-tæki sem sé markaðssett af Sony sem Walkman. Það mun væntanlega koma í ljós þegar hann kemur á almennan markað.
Útsendarar The Verge virtust að minnsta kosti hrifnir.
https://www.youtube.com/watch?v=JcnGxhILDsM