Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Óbyggðirnar kalla

pall-asgeir.jpg
Auglýsing

Nýja árið rís flug­bratt úr flatneskju dag­anna eins og dæmi­gert stapa­fjall frá ísöld­inni skriður­unnið hið neðra en girt ókleifum hamra­beltum ofar. Í skugga fjalls­ins vafra nývakn­aðir ves­al­ingar tútnir af hangi­kjötsáti og slef­andi syk­ur­lopa síð­ast étnu Macin­tos­hmol­anna. Þeir nudda mara­þon­sjón­varps­þáttaglápsstír­urnar úr augum sér og hefja augu sín til fjall­anna með svar­dögum um nýtt líf.

Í upp­hafi hvers árs hefst skipu­leg úti­vistar og fjall­göngu­dag­skrá margra félaga og fyr­ir­tækja og þau reyna að lokka sófa­kart­öfl­urnar til sín með lof­orðum um að breyta þeim í tign­ar­lega og krón­hjörtum­líka fjall­göngugarpa, þrí­þraut­ar­kepp­endur og nátt­úru­börn.

Val­kvíði og ákvörð­un­ar­fælni



Í þessum menn­ing­ar­kima gengur um þessar mundir á með linnu­lausum kynn­ing­ar­fundum með fjalla­list­um, leið­bein­ing­um, fata­sýn­ingum og end­ur­fund­um. Mis­mun­andi stórir klasar göngu­manna sveima frá einum fundi til ann­ars og bera saman verð og dag­skrá en yfir vötn­unum svífur þykkt ský af val­kvíða og ákvörð­un­ar­fælni.

Við höfum fórnað ein­hverju af okkar nátt­úru­lega eðli fyrir þæg­indi og munað og á leið­inni að lát­lausri vellíðan höfum við orðið við­skila við hina ein­földu lífs­gæði sem aldrei hafa tapað gildi sínu.

Auglýsing

Að öllu skopi slepptu þá blundar lík­lega í hjörtum allra löng­unin til þess að vera úti að leika sér í snjó­sköfl­um, renna sér á rass­inum niður brekkur æpandi og skrækj­andi eða gang­andi í hljóðri andakt um snævi­hlaðna skóga eða blásna og frosna mela.

Við eigum í hug­skoti okkar draum­inn um að halda til fjalla og koma blóð­inu á hreyf­ingu, takast á við sjálf okkur og vet­ur­inn í hópi glaðra félaga. Við sjáum okkur í draumi sitj­andi með rjóðar kinnar í víð­sýnum fjalla­sal með heitt kakó í boll­an­um, heima­bakað rúg­brauð með kæfu og finnum gleð­ina sem þýtur í blóð­inu þegar tind­ur­inn er sigr­að­ur.

Þótt nátt­úran sofi undir sköfl­unum þá kallar hún á okkur og við heyrum það gegnum klið­inn frá sjón­varp­inu, áhyggj­unum af vinn­unni, fjár­mál­un­um, börn­un­um, fram­tíð­inni og skuld­bind­ing­un­um.

Þessi rödd kallar á okkur því þótt við höfum komið okkur vel fyrir í mjúkum stólum inni í upp­hit­uðum hús­um, sof­andi á heilsu­dýn­um, akandi í bílum með sírenn­andi afþr­ey­ingu og upp­lýs­ingar í eyrum og augum þá er þetta ekki okkar nátt­úru­lega umhverfi.

Við komum ekki niður úr trjánum fyrir þetta. Við höfum fórnað ein­hverju af okkar nátt­úru­lega eðli fyrir þæg­indi og munað og á leið­inni að lát­lausri vellíðan höfum við orðið við­skila við hina ein­földu lífs­gæði sem aldrei hafa tapað gildi sínu.

Nátt­úran hið eina rétta heim­kynni manns­ins



Um leið og við stígum út út bílnum og höldum til fjalla með vind­inn í hár­inu, frostið nar­t­andi í kinn­arnar eða sól­ina sem strýkur okkur og rign­ing­una sem slær okkur utan undir þá finnum við hvernig eitt­hvað verður rétt á ný. Brotið sem vant­aði í heild­ar­mynd­ina dettur allt í einu á sinn rétta stað og í vit­und okkur kviknar á skiln­ing­ar­vitum sem sofa á mal­bik­inu. Við finnum aftur í eðli okkar dýrið sem við erum öll undir merkjafatn­að­inum og aukakíló­unum og allt í einu verður auð­velt að hugsa og sjá vanda­mál hvers­dags­ins í öðru ljósi. Þetta ger­ist allt vegna þess að nátt­úran er hið eina rétta heim­kynni manns­ins og þar og ein­ungis þar er hann eins og hann á að sér að vera.

Það er nefni­lega ekki hægt að sýn­ast í erf­iðum fjall­göng­um. Nátt­úran kallar fram okkar rétta eðli og skap­höfn og sýnir okkur í veik­leika og styrk­leika og opnar þannig leið­ina að hjarta okkar.

Nátt­úran býr yfir græð­andi og styrkj­andi eig­in­leikum sem eng­inn tækja­salur í lík­ams­rækt getur líkt eft­ir. Sá sem gengur vask­lega eftir snævi­þöktum stíg með svalan vind á kinn í stefnu á tind­inn á fátt sam­eig­in­legt með þeim sem puðar á skíða­vél eða hlaupa­bretti með útvarp í eyr­unum og sjón­varp fyrir aug­um, nema hugs­an­lega það að þeir brenna kannski sama fjölda hita­ein­inga á hverri klukku­stund.

Um þennan lækn­inga­mátt nátt­úr­unnar hafa menn lengi vitað eins og eft­ir­far­andi erindi ber vitni um:

„Þegar lundin þín er hrelld

þessum hlýddu orð­um.

Gakktu með sjó og sittu við eld

svo kvað völvan forð­u­m.“

Guð­mundur Ein­ars­son frá Mið­dal sem var frum­kvöð­ull í fjalla­mennsku og nátt­úru­dýrkun á Íslandi kunni einnig vel að koma orðum að upp­lifun sinni. Í bók sinni Fjalla­mennska sem kom út 1946 segir Guð­mundur í skemmti­legri grein sem heitir Lík­ams­mennt og fjalla­ferð­ir: „Fjall­göngu­mað­ur­inn eign­ast víð­sýni og bjart­sýni í tvennum skiln­ingi. Hann ber höfuð sitt hátt og frjáls­mann­lega, brjóstið verður hvelft og gang­ur­inn örugg­ur. Stúlk­urnar fá auk þessa eitt­hvað af frjáls­leik hind­ar­inn­ar, og fjar­lægðir vaxa þeim ekki í aug­um.“ Guð­mundur segir líka þegar fjallað er um öryggi í fjall­göng­um: „Fleiri og voða­legri slys hljót­ast af hreyf­ing­ar­leysi en fjall­göng­um.“

Ég hef stjórnað göngu­hópum Ferða­fé­lags Íslands í fimm ár sam­fleytt og veit að Guð­mundur hafði rétt fyrir sér. Ég hef séð fólk stæl­ast og vaxa með þeim verk­efnum sem það setur sér. Ég hef séð það létt­ast og styrkjast, eign­ast fjöld­ann af nýjum vinum og stundum finna ást­ina. Það er nefni­lega ekki hægt að sýn­ast í erf­iðum fjall­göng­um. Nátt­úran kallar fram okkar rétta eðli og skap­höfn og sýnir okkur í veik­leika og styrk­leika og opnar þannig leið­ina að hjarta okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None