Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fyrirsjáanlegt er að eitt mesta vandræðamál ríkisstjórnarinnar á þessu ári verði náttúrupassinn svokallaði. Bréfritari spáir því að þetta verði mikill pólitískur bastarður fyrir ríkisstjórnina, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn muni deila um málið bak við tjöldin og einnig opinberlega, og að erfiðlega muni ganga að ná samstöðu í ferðaþjónustunni. Ástæðan er sú, að alltof mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmdina, og svo hafa félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustunnar einfaldlega hafnað þessari leið í atkvæðagreiðslu. Kannski ætti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að horfa til Kúbu þegar kemur að lausn á gjaldtöku í ferðaþjónustu. Fídel Castro og stjórn hans - og síðar Raúl Castro og hans stjórn - hefur farið frekar einfalda leið í þessum málum. Á Kúbu þurfa allir útlendingar að greiða 40 Bandaríkjadali, jafnvirði um 5.200 króna í reiðufé, í ríkiskassann þegar farið er úr landi. Einfalt og skilvirkt...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.