Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
r.kispakki2_VEF.jpg
Auglýsing

Útfærslur skulda­nið­ur­fell­inga­til­lagna voru kynntar á mið­viku­dag. Þær stað­festa á allan hátt hversu veik­ar, illa und­ir­byggð­ar, lítt úthugs­aðar og bein­leiðis skað­legar þessar pen­inga­gjafir eru. Allir sem hafa metið áhrif þeirra, utan þess aðila sem rík­is­stjórnin réð sér­stak­lega í verk­ið, eru sam­mála um að aðgerð­irnar muni valda verð­bólgu. Þær verða piss í skó því verð­bólga mun éta upp ávinn­ing­inn af báðum öngum hennar á örfáum árum.

Þær munu líka valda ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­verð og gera þeim sem eiga í erf­ið­leikum að koma þaki yfir höf­uðið enn erf­ið­ara fyrir að gera slíkt. Þetta á til að mynda við um öryrkja, lágt laun­aða og eign­ar­lausa. Þá lægst settu í sam­fé­lag­inu sem fá engar pen­inga­gjafir og eru með lágan eða engan sér­eigna­sparn­að. En skítt með þá. Þeir kusu örugg­lega ekk­ert Fram­sókn.

 

Auglýsing

Reynt að hífa upp fylgi í Reykja­vík



Tíma­setn­ing upp­hafs pen­inga­gjafanna, tveimur vikum fyrir næstu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar,  hefur ugg­laust allt með það að gera að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist nú með tveggja pró­senta fylgi í höf­uð­borg­inni, þar sem þorri skulda­nið­ur­fell­inga­regn­s­ins lend­ir, og að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er pikk­fastur í minnsta hlut­falls­lega fylgi sem hann hefur nokkru sinni mælst með.

En það versta við þetta allt saman er blekk­ing­ar­leik­ur­inn sem ráða­menn hafa hlaðið í til að fela þá stað­reynd, að það sem þeir kalla „Leið­rétt­ing­una“ er ekk­ert annað en enn eitt svikið kosn­inga­lof­orð­ið. Allir tapa á end­an­um. Líka þeir sem fá gef­ins pen­inga.

Lof­orð um pen­inga skil­aði völdum



Það eru fá orð sem hafa heyrst jafn oft á und­an­förnum fimm árum og orðið for­sendu­brest­ur. Ef þú gúgglar orðið færðu 68 þús­und svar­an­ir. Með for­sendu­bresti er átt við að verð­bólga hafi verið hærri en fólk von­að­ist til að hún yrði, þegar það tók hús­næð­is­lán, þrátt fyrir að hjóna­band íslenskrar krónu og vondrar efna­hags­stjórnar hafi alltaf valdið hærri verð­bólgu en í nokkru öðru ríki í kringum okk­ur.

Síðan að hinn ætl­aði for­sendu­brestur átti sér stað hefur hús­næð­is­verð hækkað umtals­vert. Búið er að keyra hálfa þjóð­ina í gegnum 110 pró­sent-­leið, sér­stakar vaxta­bæt­ur, geng­is­lána­nið­ur­fell­ing­ar, sér­tæka skulda­að­lögun og/eða greiðslu­að­lögum fyrir á þriðja hund­rað millj­arða króna. Samt  var til hópur sem stal nafn­inu „heim­ilin í land­inu“ af hinum heim­il­unum í land­inu og taldi sig enn það illa hlunn­far­inn að hann var brjál­aður yfir því að fá ekki meira af for­sendu­brest­inum „leið­rétt­an“.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gerði rödd þessa hóps að sinni og rak ótrú­lega vel heppn­aða kosn­inga­bar­áttu á þeim grunni. Hún snérist um að lofa til­færslu á 240-300 millj­örðum króna af pen­ingum vondra vog­un­ar­sjóða til fólks­ins með heim­il­is­hatt­ana. Þessar tölur eru ekki spuni stjórn­ar­and­stæð­inga eða afleið­ing af heimsku eða óbil­girni frétta­manna, líkt og verið er að reyna að sann­færa fólk um núna. Þetta eru töl­urnar sem fólk hélt að það væri að fara að fá eftir að hafa horft eða lesið við­töl við for­víg­is­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjós­endur kok­gleyptu þetta, enda töldu margir að um væri að ræða for­dæma­laust gylli­boð um ein­greiðslu á fullt af pen­ing­um. Þeir skil­uðu Fram­sókn­ar­flokknum í for­sæt­is­ráðu­neytið þar sem hann drottnar yfir væng­brotn­um, ráð­villtum og per­sónu­leika­lausum sam­starfs­flokki.

Í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna var lof­orðið svo útfært og sagt að þeir ætl­uðu „að ná fram leið­rétt­ingu vegna verð­bólgu­skots áranna 2007-2010[...]um verður að ræða almenna aðgerð óháð lán­töku­tíma með áherslu á jafn­ræð­i“.

Svona kaupir þú kosn­ingar

Í nóv­em­ber var til­kynnt að pen­ingja­gjöfin yrði ein­ungis 80 millj­arðar króna og að hún yrði greidd úr rík­is­sjóði. Til við­bótar myndi fólk fá að nota sparn­að­inn sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lán. Í fyrra­dag var útfærslan svo kynnt. Og þegar frum­vörpin sem liggja til grund­vallar henni eru lesin kemur fram að ekki er lengur miðað við for­sendu­brest. Þar segir raunar orð­rétt að ekki sé „til­greint sér­stak­lega í frum­varp­inu hvaða verð­bólgu­við­miði gengið verður út frá við leið­rétt­ing­una heldur er gert ráð fyrir að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ákvarði það með reglu­gerð“.

Þrátt fyrir að ekki sé miðað við neitt verð­bólgu­við­mið er samt sem áður full­yrt að „leið­rétt­ing­in“ muni kosta 80 millj­arða króna. Nú snýst þetta sem­sagt ekki um að „leið­rétta for­sendu­brest vegna verð­bólgu­þró­un­ar“ heldur að koma allt að 80 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­innar vegna þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var búinn að lofa henni pen­ing­um! Og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sam­þykkti að láta rík­is­sjóð borga til að kom­ast til valda! Þetta heitir á manna­máli að kaupa kosn­ing­ar.

Skot í myrkri

Hin talan, 70 millj­arð­arnir sem fólk á að fá að greiða skatt­frjálst inn á hús­næð­is­lánin sín, er síðan skot í myrkri. Tryggvi Þór Her­berts­son, skulda­leið­rétt­ing­ar­stjóri rík­is­stjórn­ar­inn­ar, gekkst fús­lega við því í við­tali við Morg­un­út­varpið á fimmtu­dag að hafa ekki hug­mynd um hvernig talan væri til­kom­in. Enda ógjörn­ingur fyrir rík­is­stjórn­ina að áætla hversu margir muni velja að eyða sér­eigna­sparn­að­inum sínum í steypu næstu árin.

Það gætu vissu­lega orðið 70 millj­arðar króna. En það gætu líka orðið 100 millj­ónir króna. Það er ógjörn­ingur að segja til um það og því ótrú­lega bíræfið að henda fram fastri tölu án þess að hafa neitt fyrir sér um hana. En 150 millj­arðar króna litu vissu­lega betur út í glærus­howi stjórn­ar­herr­anna en til dæmis 80,1 millj­arður króna. Sér­stak­lega þegar flestir töldu upp­haf­lega lof­orðið vera upp á 300 millj­arða króna í bein­hörðum pen­ing­um.

Og hverjir eiga sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­að? Íslend­ingar eru búnir að taka út 100 millj­arða króna af slíkum frá byrjun árs 2009 til að henda í verð­bólgin hús­næð­is­lán eða einka­neyslu. Hag­vöxtur und­an­far­inna ára er að öllum lík­indum að stóru leyti drif­inn áfram af þessum úttekt­um, geng­is­lána­end­ur­greiðsl­um, mak­ríl og túrist­um.

Í dag eru 80 þús­und Íslend­ingar án sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­að­ar. Á vinnu­mark­aði eru rúm­lega 180 þús­und. Af þeim 100 þús­und sem eru að greiða í sér­eign verður að áætla að dágóður hluti muni velja að nota sparn­að­inn sinn frekar í að auð­velda ævi­kvöldið en í nið­ur­greiðslu á steypu. Það hugsa ekki allir Íslend­ingar í korterum, þótt stjórn­mála­menn virð­ist halda það.

Ónýtt ævi­kvöld

Þær skemmdir sem síð­ustu tvær rík­is­stjórnir hafa unnið á sér­eigna­lífeyf­ir­sparn­að­ar­kerf­inu eru ekk­ert grín. Það virð­ast fæstir átta sig á að lág­marks­eft­ir­launa­líf­eyrir í dag er 219 þús­und krón­ur. Líf­eyr­is­sjóða­kerfið okkar stendur ekki undir þeim skuld­bind­ingum sem skap­ast hafa. Til þess vantar tæpa 900 millj­arða króna í kerf­ið.  Rík­ið, sem er nú upp­tekið við að gefa pen­inga til ein­hverra og hækka ekki laun kenn­ara, skuldar kerf­inu um helm­ing þeirrar upp­hæð­ar. Auk þess greiðir það rúm­lega 40 millj­arða króna í líf­eyr­is­greiðslur á ári. Og sú upp­hæð á eftir að vaxa gríð­ar­lega á næstu árum ef vandi kerf­is­ins verður ekki leyst­ur, enda mun fjöldi Íslend­inga sem er yfir 67 ára þre­fald­ast á næstu 45 árum.

Þar sem lang­flestir Íslend­ingar eru með undir 500 þús­und  krónum á mán­uði munu þeir fá lág­marks­fram­færslu þegar þeir fara á eft­ir­laun ef þeir eru ekki með sér­eigna­líf­eyri. Fram­færslu­við­mið Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins, sú upp­hæð sem ein­stak­lingur þarf að þéna til að lifa af í íslensku sam­fé­lagi, er 290 þús­und krónur á mán­uði. Án sér­eignar stefnir í að þorri íslenskra gam­al­menna muni vera undir fátækt­ar­mörk­um. En sitj­andi ráða­mönnum er alveg sama um það. Þegar þessi vanda­mál raun­ger­ast þá verða ein­hverjir aðrir við stjórn­völl­inn sem þurfa að takast á við þau.

Þetta redd­ast...lík­leg­ast ekki

Það stefnir í að tug­þús­undir Íslend­inga muni ekki hafa efni á því að verða gaml­ir. Annað hvort þarf að mæta þessu gríð­ar­lega stóra vanda­máli núna eða færa það skatt­greið­endum fram­tíðar að halda lífi í eldri borg­urum lands­ins.  Ef áfram heldur sem horfir mun stór hluti Íslend­inga verða í þeirri stöðu að þurfa að fjár­festa mark­visst í lottómiðum og happa­þrennum og von­ast eftir þeim stóra til að geta dregið fram lífið í ell­inni. Eða bara deyja fyrr en við erum farin að gera, því ævi­kvöldið verður svo sann­ar­lega ekki áhyggju­laust.

En þetta skiptir engu máli í dag. Rík­is­stjórnin lifir í núinu. Og núið snýst um að gefa tug­millj­arða króna skattfé til fólks sem þarf ekki á því að halda með snilld­ar­legri tækni­legri útfærslu sem kostar 300 millj­ónir króna og gerir úttekt­ina auð­veld­ari en að panta pizzu. Það er end­ur­greiðslan fyrir völdin sem síð­ustu kosn­ingar færðu henni. Hitt redd­ast.

Skyn­semin og jarð­teng­ingin segir manni hins vegar að þetta redd­ist ekk­ert. Það þarf stór­kost­legt átak til að redda þessu. Og það að sólunda tug­millj­arða króna skattfé í ómark­vissa leið­rétt­ing­u/­nið­ur­fell­ing­u/­pen­inga­gjöf/milli­færslu er and­stæðan við það að redda þessu.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði á aðal­fundi Seðla­bank­ans í gær að við ættum „að temja okkur að búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina, í stórum sem smáum atrið­u­m“. Hann ætti kannski að hlusta minna á Fram­sókn og meira á sjálfan sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None