Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
arni-helgason.jpg
Auglýsing

Face­book hlýtur að vera það besta sem hefur komið fyrir afmæli, alla­vega frá því að afmæl­is­söng­ur­inn var sam­inn eða afmæliskakan fundin upp. Það er orðin hátíð­leg stund að kvöldi afmæl­is­dags­ins að koma sér vel fyrir í sóf­an­um, fá sér kannski konfekt og heitt kakó og smjatta á afmælis­kveðj­unum sem hafa hrúg­ast inn á vegg­inn. Maður dundar sér við þetta, les þær hægt og jafn­vel upp­hátt fyrir við­stadda, lækar, svarar þeim hress­ustu og lokar þessu svo með hinum sígilda „maður verður alveg meyr að lesa allar þessar kveðj­ur“ stat­us.

Jóla­kort okkar tíma?Ég að lesa afmælis­kveðj­urnar mínar á Face­book er lík­lega svipað óþol­andi fyrir alla í kring og for­eldrar að lesa jóla­kortin á meðan pökk­unum var haldið í gísl­ingu fyrir börn­un­um. Er ég einn um að hafa hug­leitt að stofna stuðn­ings­­hóp fyrir börn sem þurftu að sitja undir lang­dregnum jóla­korta­lestri for­eldra sinna?

„Nei sko, Palli og Mæja senda okkur jóla­kort – mun­iði ekki eftir þeim, krakk­ar? Ha, mun­iði ekki eftir Palla og Mæju? Jú, þið vitið alveg hver þau voru. Palli vann einu sinni með honum pabba þínum og Mæja er konan hans. Indæl­is­fólk alveg. Þau sem sagt senda hug­heilar kveðjur til okkar allra.“

Samt er maður eins og nútíma­út­gáfa af jóla­korta­­lestr­in­um. Ég átti afmæli á dög­unum og fékk afmælis­kveðju-fixið mitt. Það merki­lega var samt að stærstur hluti af þessum kveðjum var frá fólki sem ég er ekki í neinu sam­bandi við, hvorki í raun­veru­lega líf­inu né á sam­fé­lags­­miðl­un­um. Samt var þetta fólk svo indælt að setja kveðju á vegg­inn hjá mér og á mínar hjart­ans þakk­ir.

Auglýsing

Kump­án­legi kunn­ing­innSjálfur stunda ég þetta; þegar Face­book hnippir í mann og segir manni hverjir eiga afmæli þann og þann dag­inn fer ég og set afmælis­kveðjur á fólk sem maður kannski vann einu sinni með eða var með í skóla en hefur ann­ars ekki hitt heil­lengi. Ef maður væri beð­inn um að lýsa tengslum sínum við við­kom­andi væri nær­tæk­ast að segj­ast þekkja hann eða við værum í besta falli kunn­ingj­ar. Engu að síður hikar maður ekki við að smella á hann einni eld­hressi afmælis­kveðju.

Ég velti því fyrir mér hvort maður myndi jafn­oft óska þessum kunn­ingjum sínum til ham­ingju með afmælið ef maður hitti þá úti á götu. Senni­lega ekki. Þá þarf að stoppa, setja upp kump­án­lega-sm­alltalk and­litið og byrja að skjóta út í myrkrið: „Jæja, hvað er eig­in­lega að frétta af þér?“ og „Bídd­u... hvar ert þú aftur að vinna núna“ og „Voruð þið ekki komin með börn?“ Þessi sam­skipti eru hek­tísk og útheimta heil­mikið fram­lag frá báðum aðil­um, sem eru á fullu að reyna að rifja eitt­hvað upp um hvorn annan á með­an. Afleið­ing­arnar eru þær að fólk fer að forð­ast þessar aðstæður og er þar af leið­andi ólík­legt til að óska hvort öðru til ham­ingju með afmælið í eigin per­sónu. Sam­fé­lags­miðl­arnir leyfa okkur að sneiða fram­hjá öllum svona óþægi­leg­heitum og mæta bara inn á vegg­inn hjá fólki sem við höfum ekki séð heil­lengi, skilja eftir kveðju og fara. Ekk­ert vesen og engar pín­legar til­raunir við að giska á hvað hinn sé að gera í dag.

Það hlýtur að vera tíma­spurs­mál hvenær Face­book fer að taka af fólki ómakið í öðrum erf­iðum aðstæðum og gera not­endum kleift að klára málin raf­rænt. Þetta gæti t.d. tekið sam­bands­slit á nýtt level – maður fengi bara huggu­lega áminn­ingu af og til: „You have been in a relations­hip for 5 years now. Do you want to cont­inu­e?“ Og ef maður neit­aði fengi mak­inn bara til­kynn­ingu þess efn­is. Myndi spara margar erf­iðar sam­ræð­ur.

„T.H.M.D.“Ra­f­rænu afmælis­kveðj­urnar eru með ýmsu móti. Algeng­ustu kveðj­urnar eru ein­hvers konar afbrigði af „Til ham­ingju með dag­inn“ eða „Til lukku með dag­inn“ og svo er broskall, afmælisköku­­kall eða upp­hrópun­ar­merki algeng end­ing. Sumir lok­uðu kveðj­unum sínum reyndar með punkti, sem hlýtur að gleðja íslensku­kenn­ara lands­ins, en þýðir það að næsta setn­ing sem við­kom­andi skrifar á inter­net­inu verði að byrja á stórum staf?

Sumir ávarpa mann með nafni, sem mér finnst áhuga­vert. „Til ham­ingju með dag­inn Árni“ – svo­lítið eins og kenn­ar­inn manns sé að tala. Aðrir fara þá leið að taka eitt­hvað stutt – eins og „Inni­lega“, „Vel gert“ eða „Nei, sko!“. Stutt og laggott. Ýmsir vinna með „ham­ingju­óskir“, til dæmis „Inni­legar ham­ingju­óskir“ eða „Ham­ingju­óskir í til­efni dags­ins“, en í einni kveðj­unni, sem mér þótti eig­in­lega standa upp úr, stóð bara „Ham­ingju­óskir“ og ekk­ert meir. Þetta er vænt­an­lega þýski skól­inn í afmælis­kveðj­um, að segja ein­göngu það nauð­syn­leg­asta, og vekur þá spurn­ingu hvort við munum ein­hvern tíma sjá fólk segja bara „Af­mælis­kveðja“.

Meist­arar og skvísur„Meist­ari“ er algengt ávarp í dag til karl­manna og dúkk­aði upp í þó nokkrum kveðjum til mín. Karl­menn eru ávarp­aðir sem meist­arar og konur sem skvís­ur, hversu eðli­legt sem það er nú.

Reyndar er það umhugs­un­ar­efni hversu hratt „meist­ar­inn“ hefur gjald­fallið í tungu­mál­inu að und­an­förnu. Einu sinni var þetta hug­tak bara notað nokkrum sinnum á ári og ein­göngu á afar virðu­legum vett­vangi, kannski í Les­bók Mogg­ans, og þá um ein­hverja útvalda and­ans jöfra. Nú er annar hver maður meist­ari og yfir­leitt af litlu til­efni.

Sjálfur er ég ekki barn­anna bestur og dreifi meist­ara­­nafn­bót­inni eins og nammi og til fólks sem ég þekki ekki einu sinni. Ákveð­inn lág­punktur á þeirri veg­ferð var senni­lega þegar pizza­send­ill­inn bank­aði að dyrum á dög­un­um. Mér til varnar útnefndi hann mig sem „vin“ þegar hann rétti mér pizzuna en það breytir því ekki að tveir menn, sem áttu sam­skipti í mesta lagi í hálfa mín­útu, gengu burt sem „meist­ari“ og „vin­ur“.

Ég verð illa svekktur ef ég fæ ekki afmælis­kveðju frá honum næst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None