Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Réttindi almennings

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Ívor efndu Píratar til fundar þar sem fjallað var um rétt­indi borg­ara í sam­skiptum við lög­reglu. Und­ir­­­rit­aður sat þar fyrir svörum og fjall­aði um þessi mál frá sjón­ar­hóli lög­reglu. Það var þarft og gott frum­kvæði af hálfu Pírata að vekja máls á þessu, ekki síst í ljósi þess að þekk­ing margra á rétt­indum sínum í sam­­skiptum við lög­reglu er lítil og oftar en ekki fremur fengin úr banda­rískum kvik­myndum og sjón­varps­þáttum heldur en íslenskum veru­leika.

You have the right to remain silent…Þennan frasa þekkja margir einmitt úr banda­rískum kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um. Um er að ræða staðl­aðan frasa sem banda­rískir lög­reglu­menn þylja yfir þeim sem hand­teknir eru af lög­reglu. Fras­inn er kenndur við mann að nafni Ernesto Art­uro Miranda, en áhuga­samir geta kynnt sér sögu hans og til­urð fra­s­ans m.a. á Wikiped­íu. Spurt var á fund­inum hvers vegna ekki væri til slíkur íslenskur frasi og hvaða reglur giltu í þessum efn­um. Til að gera langa sögu stutta eru banda­rískt og íslenskt rétt­ar­far keim­lík hvað þetta varð­ar. Sam­kvæmt íslenskum lögum þarf lög­regla að upp­lýsa hand­tek­inn mann um ýmis atriði við hand­töku. Upp­lýsa þarf um ástæður hand­töku, rétt sak­born­ings til að hafa sam­band við lög­mann og eftir atvikum nán­ustu vanda­menn sína og einnig er lög­reglu skylt að verða við ósk hans um að til­efna honum verj­anda. Þá skal lög­regla benda sak­born­ingi á það með ótví­ræðum hætti að honum er óskylt að svara spurn­ingum varð­andi refsi­verða hegðun sem honum er gefin að sök. Yfir­leitt er þessum upp­lýs­ingum miðlað til hand­tek­ins manns þegar við hand­töku en í ákveðnum til­vikum er slíkt ekki unnt vegna ástands við­kom­andi.

Hand­tek­inn maður er fluttur á lög­reglu­stöð eftir hand­töku ef hann er ekki þegar lát­inn laus og þá er honum kynnt sér­stakt upp­lýs­inga­blað handa þeim sem hefur verið hand­tek­inn. Þar eru tíunduð öll fram­an­greind atriði og fleiri til og und­ir­ritar hinn hand­tekni blaðið eftir að hafa farið í gegnum það. Ef við­kom­andi neitar að kynna sér slíkt blað eða er ófær um að und­ir­rita það vegna ástands síns er það skráð ásamt öðrum atriðum sem skrá skal í slíkum til­vik­um. Slíkt upp­lýs­inga­blað er til reiðu á mörgum tungu­málum á öllum lög­reglu­stöðv­um. Hand­­tek­inn mann skal leiða fyrir dóm­ara án und­an­dráttar og ávallt innan 24 klukku­stunda frá hand­töku.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/48[/em­bed]

Auglýsing

Hús­leit og fleiri úrræðiSam­kvæmt lögum um með­ferð saka­mála er lög­reglu heim­ilt að beita fleiri þving­unar­úr­ræðum í tengslum við rann­sóknir mála en hand­töku. Þetta eru úrræði á borð við leit og lík­ams­­­rann­sókn, sýna­töku, hald­lagn­ingu muna og fleira. Almenna reglan er sú, þegar kemur að slíkum úrræð­um, að úrskurður dóm­ara sé til staðar nema ótví­rætt sam­þykki hlut­að­eig­andi liggi fyr­ir. Úrræði eins og leit er þó heim­ilt án dóms­úr­skurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sak­ar­spjöll­um. Lög­reglu er einnig heim­ilt að leita á hand­teknum mönnum að vopnum eða öðrum hættu­legum munum án úrskurðar dóm­ara. Þá er heim­ilt að leita án dóms­úr­skurðar á víða­vangi eða í húsa­kynnum eða far­ar­tækjum sem opin eru almenn­ingi eða hver og einn getur átölu­laust gengið um.

Í heimi banda­rísks sjón­varps­rétt­ar­fars tíðkast eins og margir þekkja að samið sé um íviln­anir varð­andi refs­ing­ar, heim­færslu til refsi­á­kvæða og fleira í þeim dúr ef sak­born­ingur er sam­vinnu­þýð­ur. Slíkt er ekki heim­ilt hér á landi og bein­línis tekið fram í reglu­gerð um rétt­ar­stöðu hand­tek­inna manna að lög­regla skuli ekki gefa sak­born­ingi fyr­ir­heit um íviln­anir eða fríð­indi ef hann ber á ákveð­inn hátt. Hins vegar er lög­reglu heim­ilt að vekja athygli sak­born­ings á því ákvæði hegn­ing­ar­laga sem felur í sér heim­ild til refsim­ild­un­ar, upp­lýsi sak­born­ingur um aðild ann­arra að brot­inu. Jafn­framt að ákæru­valdið muni gera grein fyrir því komi málið til dóms að slík aðstoð hafi verið veitt og að refs­ing muni verða reifuð í sam­ræmi við það. Er ákærendum heim­ilt að leggja til allt að þriðj­ungs mildun refs­ingar þegar svo háttar til.

Önnur rétt­indi í sam­skiptum við lög­regluLög­reglan hefur ekki ein­ungis það hlut­verk að rann­saka saka­mál og hand­taka grun­aða ein­stak­linga. Henni ber að halda uppi lögum og reglu, tryggja öryggi borg­ar­anna og rétt­indi, og hefur ýmsar heim­ildir sam­kvæmt lög­reglu­lögum í því skyni. Í lög­reglu­lögum segir að lög­reglu sé heim­ilt að hafa afskipti af borg­ur­unum til að halda uppi almanna­friði og alls­herj­ar­reglu eða koma í veg fyrir yfir­vof­andi röskun til að gæta öryggis ein­stak­linga eða almenn­ings eða til að afstýra brotum eða stöðva þau.

Í þessu skyni er henni m.a. heim­ilt að taka í sínar hendur umferð­ar­stjórn, banna dvöl á ákveðnum svæð­um, vísa á brott eða fjar­lægja fólk, fyr­ir­skipa stöðvun eða breyt­ingu á aðgerðum eða starf­semi, fara inn á svæði í einka­eign og fyr­ir­skipa brott­flutn­ing fólks af þeim. Óhlýðn­ist maður fyr­ir­mælum lög­reglu sem sett eru fram á þessum grunni getur hún gripið til nauð­syn­legra ráð­staf­ana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenn­ingi í hættu. Þá er lög­reglu heim­ilt að krefj­ast þess að maður segi til nafns síns, kenni­tölu og heim­il­is­fangs og sýni skil­ríki því til sönn­un­ar.

Upp­lýs­ingar í skrám lög­regluÁ grunni starfa sinna safnar lög­reglan miklu magni upp­lýs­inga sem skráðar eru í mála­skrá og dag­bók lög­reglu eftir atvikum hverju sinni. Strangar reglur gilda um með­ferð þeirra upp­lýs­inga sem þar er að finna en í gildi er sér­stök reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sam­kvæmt þeim reglum á hver sem er rétt á því að fá upp­lýs­ingar um hvað er skráð um hann sjálfan í skrám lög­reglu, en þó eru á því tak­mark­anir ef óhjá­kvæmi­legt er að þær upp­lýs­ingar fari leynt vegna lög­reglu­starfa eða ef það er nauð­syn­legt til að vernda hinn skráða sjálfan eða rétt­indi og frelsi ann­arra.

Þær upp­lýs­ingar sem hér er að finna um rétt­indi almenn­ings í sam­skiptum við lög­reglu er að finna í ýmsum lögum og reglu­gerð­um. Í þess­ari grein er leit­ast við að draga helstu atriðin saman á einn stað til fróð­leiks og hægð­ar­auka fyrir þá sem vilja kynna sér þær reglur sem um þetta gilda hér á landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None