Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Réttindi almennings

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Ívor efndu Píratar til fundar þar sem fjallað var um rétt­indi borg­ara í sam­skiptum við lög­reglu. Und­ir­­­rit­aður sat þar fyrir svörum og fjall­aði um þessi mál frá sjón­ar­hóli lög­reglu. Það var þarft og gott frum­kvæði af hálfu Pírata að vekja máls á þessu, ekki síst í ljósi þess að þekk­ing margra á rétt­indum sínum í sam­­skiptum við lög­reglu er lítil og oftar en ekki fremur fengin úr banda­rískum kvik­myndum og sjón­varps­þáttum heldur en íslenskum veru­leika.

You have the right to remain silent…Þennan frasa þekkja margir einmitt úr banda­rískum kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um. Um er að ræða staðl­aðan frasa sem banda­rískir lög­reglu­menn þylja yfir þeim sem hand­teknir eru af lög­reglu. Fras­inn er kenndur við mann að nafni Ernesto Art­uro Miranda, en áhuga­samir geta kynnt sér sögu hans og til­urð fra­s­ans m.a. á Wikiped­íu. Spurt var á fund­inum hvers vegna ekki væri til slíkur íslenskur frasi og hvaða reglur giltu í þessum efn­um. Til að gera langa sögu stutta eru banda­rískt og íslenskt rétt­ar­far keim­lík hvað þetta varð­ar. Sam­kvæmt íslenskum lögum þarf lög­regla að upp­lýsa hand­tek­inn mann um ýmis atriði við hand­töku. Upp­lýsa þarf um ástæður hand­töku, rétt sak­born­ings til að hafa sam­band við lög­mann og eftir atvikum nán­ustu vanda­menn sína og einnig er lög­reglu skylt að verða við ósk hans um að til­efna honum verj­anda. Þá skal lög­regla benda sak­born­ingi á það með ótví­ræðum hætti að honum er óskylt að svara spurn­ingum varð­andi refsi­verða hegðun sem honum er gefin að sök. Yfir­leitt er þessum upp­lýs­ingum miðlað til hand­tek­ins manns þegar við hand­töku en í ákveðnum til­vikum er slíkt ekki unnt vegna ástands við­kom­andi.

Hand­tek­inn maður er fluttur á lög­reglu­stöð eftir hand­töku ef hann er ekki þegar lát­inn laus og þá er honum kynnt sér­stakt upp­lýs­inga­blað handa þeim sem hefur verið hand­tek­inn. Þar eru tíunduð öll fram­an­greind atriði og fleiri til og und­ir­ritar hinn hand­tekni blaðið eftir að hafa farið í gegnum það. Ef við­kom­andi neitar að kynna sér slíkt blað eða er ófær um að und­ir­rita það vegna ástands síns er það skráð ásamt öðrum atriðum sem skrá skal í slíkum til­vik­um. Slíkt upp­lýs­inga­blað er til reiðu á mörgum tungu­málum á öllum lög­reglu­stöðv­um. Hand­­tek­inn mann skal leiða fyrir dóm­ara án und­an­dráttar og ávallt innan 24 klukku­stunda frá hand­töku.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/48[/em­bed]

Auglýsing

Hús­leit og fleiri úrræðiSam­kvæmt lögum um með­ferð saka­mála er lög­reglu heim­ilt að beita fleiri þving­unar­úr­ræðum í tengslum við rann­sóknir mála en hand­töku. Þetta eru úrræði á borð við leit og lík­ams­­­rann­sókn, sýna­töku, hald­lagn­ingu muna og fleira. Almenna reglan er sú, þegar kemur að slíkum úrræð­um, að úrskurður dóm­ara sé til staðar nema ótví­rætt sam­þykki hlut­að­eig­andi liggi fyr­ir. Úrræði eins og leit er þó heim­ilt án dóms­úr­skurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sak­ar­spjöll­um. Lög­reglu er einnig heim­ilt að leita á hand­teknum mönnum að vopnum eða öðrum hættu­legum munum án úrskurðar dóm­ara. Þá er heim­ilt að leita án dóms­úr­skurðar á víða­vangi eða í húsa­kynnum eða far­ar­tækjum sem opin eru almenn­ingi eða hver og einn getur átölu­laust gengið um.

Í heimi banda­rísks sjón­varps­rétt­ar­fars tíðkast eins og margir þekkja að samið sé um íviln­anir varð­andi refs­ing­ar, heim­færslu til refsi­á­kvæða og fleira í þeim dúr ef sak­born­ingur er sam­vinnu­þýð­ur. Slíkt er ekki heim­ilt hér á landi og bein­línis tekið fram í reglu­gerð um rétt­ar­stöðu hand­tek­inna manna að lög­regla skuli ekki gefa sak­born­ingi fyr­ir­heit um íviln­anir eða fríð­indi ef hann ber á ákveð­inn hátt. Hins vegar er lög­reglu heim­ilt að vekja athygli sak­born­ings á því ákvæði hegn­ing­ar­laga sem felur í sér heim­ild til refsim­ild­un­ar, upp­lýsi sak­born­ingur um aðild ann­arra að brot­inu. Jafn­framt að ákæru­valdið muni gera grein fyrir því komi málið til dóms að slík aðstoð hafi verið veitt og að refs­ing muni verða reifuð í sam­ræmi við það. Er ákærendum heim­ilt að leggja til allt að þriðj­ungs mildun refs­ingar þegar svo háttar til.

Önnur rétt­indi í sam­skiptum við lög­regluLög­reglan hefur ekki ein­ungis það hlut­verk að rann­saka saka­mál og hand­taka grun­aða ein­stak­linga. Henni ber að halda uppi lögum og reglu, tryggja öryggi borg­ar­anna og rétt­indi, og hefur ýmsar heim­ildir sam­kvæmt lög­reglu­lögum í því skyni. Í lög­reglu­lögum segir að lög­reglu sé heim­ilt að hafa afskipti af borg­ur­unum til að halda uppi almanna­friði og alls­herj­ar­reglu eða koma í veg fyrir yfir­vof­andi röskun til að gæta öryggis ein­stak­linga eða almenn­ings eða til að afstýra brotum eða stöðva þau.

Í þessu skyni er henni m.a. heim­ilt að taka í sínar hendur umferð­ar­stjórn, banna dvöl á ákveðnum svæð­um, vísa á brott eða fjar­lægja fólk, fyr­ir­skipa stöðvun eða breyt­ingu á aðgerðum eða starf­semi, fara inn á svæði í einka­eign og fyr­ir­skipa brott­flutn­ing fólks af þeim. Óhlýðn­ist maður fyr­ir­mælum lög­reglu sem sett eru fram á þessum grunni getur hún gripið til nauð­syn­legra ráð­staf­ana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenn­ingi í hættu. Þá er lög­reglu heim­ilt að krefj­ast þess að maður segi til nafns síns, kenni­tölu og heim­il­is­fangs og sýni skil­ríki því til sönn­un­ar.

Upp­lýs­ingar í skrám lög­regluÁ grunni starfa sinna safnar lög­reglan miklu magni upp­lýs­inga sem skráðar eru í mála­skrá og dag­bók lög­reglu eftir atvikum hverju sinni. Strangar reglur gilda um með­ferð þeirra upp­lýs­inga sem þar er að finna en í gildi er sér­stök reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sam­kvæmt þeim reglum á hver sem er rétt á því að fá upp­lýs­ingar um hvað er skráð um hann sjálfan í skrám lög­reglu, en þó eru á því tak­mark­anir ef óhjá­kvæmi­legt er að þær upp­lýs­ingar fari leynt vegna lög­reglu­starfa eða ef það er nauð­syn­legt til að vernda hinn skráða sjálfan eða rétt­indi og frelsi ann­arra.

Þær upp­lýs­ingar sem hér er að finna um rétt­indi almenn­ings í sam­skiptum við lög­reglu er að finna í ýmsum lögum og reglu­gerð­um. Í þess­ari grein er leit­ast við að draga helstu atriðin saman á einn stað til fróð­leiks og hægð­ar­auka fyrir þá sem vilja kynna sér þær reglur sem um þetta gilda hér á landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiPistlar
None