Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM

tejeda.jpg
Auglýsing

Myndir þú nefna barnið þitt í höf­uðið á Boris heitnum Jeltsín?

Það gerðu for­eldrar fót­bolta­manns­ins Yeltsin Tejeda frá Kosta­ríku, sem er fæddur í mars 1992. Móðir drengs­ins var svo hrifin af Jeltsín, sem þá var nýorð­inn for­seti hins glæ­nýja Rúss­lands. Sov­ét­ríkin hrundu á jóla­dag 1991. Við það hvarf Mik­haíl Gor­bat­sjov frá og Boris Jeltsín tók við sem for­seti lands­ins eftir mikið valda­brölt. Jeltsín var mjög vin­sæll í upp­hafi og mamma Yelts­ins litla Tejeda var ein þeirra sem heill­uð­ust af hon­um.

Spurn­ingin er hvort hún hafi enn verið jafn hrifin af honum þegar hann lét af emb­ætti á gaml­árs­dag 1999.

Auglýsing

Í valda­tíð Jeltsíns gekk Rúss­lands í gegnum ýmsar hremm­ing­ar, meðal ann­ars vegna hinna gríð­ar­lega hröðu umskipta frá komm­ún­isma til einka­væð­ingar og kap­ít­al­isma. Jeltsín stóð líka í hern­að­ar­brölti; réð­ist inn í Téténíu í des­em­ber 1994, sem var upp­hafið að ára­löngu blóð­baði með miklu mann­falli og eyði­legg­ingu.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/64[/em­bed]

„Boris Yeltsin drunk“



Hann er í það minnsta ábyggi­lega ekki efstur á óska­list­anum hjá mörgum nýbök­uðum for­eldrum í nafna­leit. Í dag virð­ist inter­netið helst muna eftir Jeltsín sem fylli­byttu. Þegar maður slær inn nafnið Boris Yeltsin á Google birtir leit­ar­­vélin manni sjálf­krafa orðin „Boris Yeltsin drunk“.

Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti sagði frá atviki sem gerð­ist í opin­berri heim­sókn Jeltsíns vestur um haf árið 1995. Leyni­þjón­ustu­menn fundu rúss­neska for­set­ann blind­fullan fyrir utan bústað sinn við Hvíta húsið í Was­hington. Hann var á nær­bux­unum einum og ætl­aði að panta sér leigu­bíl til að ná sér í pít­su.

Ron­aldo nefndur eftir Reagan



En Yeltsin Tejeda er ekki eini fót­bolta­mað­ur­inn á HM 2014 sem ber nafn sál­ugs for­seta. Sjálfur Crist­i­ano Ron­aldo, fyr­ir­liði Portú­gala og núver­andi hand­hafi FIFA Ballon d‘Or (verð­launa fyrir besta leik­mann heims), er nefndur í höf­uðið á Ron­ald Reagan Banda­ríkja­for­seta 1981-1989.

Ron­aldo er fæddur árið 1985, sem má segja að hafi verið hátindur Reag­ans á valda­stóli eftir að hann var end­ur­­­kjör­inn með stór­sigri á Walter Mondale í for­seta­kosn­ing­unum 1984. Kannski voru for­eldrar Ron­aldos, sem þá bjuggu á smá­eyj­unni Madeira í Atl­ants­hafi, hrifnir af slag­orði Reag­ans „Morn­ing in Amer­ica“, þegar þau áttu Crist­i­ano litla í febr­úar 1985.

Helsti keppi­nautur Ron­aldos um nafn­bót­ina „besti fót­bolta­­maður heims“ er auð­vitað Lionel Messi frá Argent­ínu. Messi er fæddur 1987 og er nefndur í höf­uðið á banda­ríska popp­söngv­ar­anum Lionel Richie, sem þá var gríð­ar­lega vin­sæll um allan heim.

Hefð fyrir því að skíra í höf­uðið á frægu fólki



Í Bras­ilíu er ein­stak­lega mikil hefð fyrir því að skíra börn í höf­uðið á frægu fólki. Brasil­íski hægri bak­vörð­ur­inn Maicon er einn þeirra. Hann heitir fullu nafni Maicon Dou­glas Sisen­ando og er fæddur árið 1981. For­eldr­arnir eru miklir aðdá­endur Hollywood-­leik­ar­ans Michaels Dou­glas og nefndu dreng­inn eftir hon­um.

Nafn­giftin fór að vísu í handa­skolum því þjóð­skrá í Bras­ilíu skráði hann sem Maicon en ekki Michael, kannski af því að þannig er auð­veld­ara að bera nafnið fram á portú­gölsku. Bróðir Maicons Dou­glas ber líka flott nafn: Hann heitir Mar­lon Brando.

Af hverju til­einka Íslend­ingar sér ekki svona nafna­val – að minnsta kosti fyrir fót­bolta­fólk? Ég vil sjá lands­liðs­­fyr­ir­lið­ana Gor­bat­sjov Svein­björns­son og Mar­gréti Thatcher Sig­urð­ar­dótt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None