Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM

tejeda.jpg
Auglýsing

Myndir þú nefna barnið þitt í höf­uðið á Boris heitnum Jeltsín?

Það gerðu for­eldrar fót­bolta­manns­ins Yeltsin Tejeda frá Kosta­ríku, sem er fæddur í mars 1992. Móðir drengs­ins var svo hrifin af Jeltsín, sem þá var nýorð­inn for­seti hins glæ­nýja Rúss­lands. Sov­ét­ríkin hrundu á jóla­dag 1991. Við það hvarf Mik­haíl Gor­bat­sjov frá og Boris Jeltsín tók við sem for­seti lands­ins eftir mikið valda­brölt. Jeltsín var mjög vin­sæll í upp­hafi og mamma Yelts­ins litla Tejeda var ein þeirra sem heill­uð­ust af hon­um.

Spurn­ingin er hvort hún hafi enn verið jafn hrifin af honum þegar hann lét af emb­ætti á gaml­árs­dag 1999.

Auglýsing

Í valda­tíð Jeltsíns gekk Rúss­lands í gegnum ýmsar hremm­ing­ar, meðal ann­ars vegna hinna gríð­ar­lega hröðu umskipta frá komm­ún­isma til einka­væð­ingar og kap­ít­al­isma. Jeltsín stóð líka í hern­að­ar­brölti; réð­ist inn í Téténíu í des­em­ber 1994, sem var upp­hafið að ára­löngu blóð­baði með miklu mann­falli og eyði­legg­ingu.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/64[/em­bed]

„Boris Yeltsin drunk“Hann er í það minnsta ábyggi­lega ekki efstur á óska­list­anum hjá mörgum nýbök­uðum for­eldrum í nafna­leit. Í dag virð­ist inter­netið helst muna eftir Jeltsín sem fylli­byttu. Þegar maður slær inn nafnið Boris Yeltsin á Google birtir leit­ar­­vélin manni sjálf­krafa orðin „Boris Yeltsin drunk“.

Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti sagði frá atviki sem gerð­ist í opin­berri heim­sókn Jeltsíns vestur um haf árið 1995. Leyni­þjón­ustu­menn fundu rúss­neska for­set­ann blind­fullan fyrir utan bústað sinn við Hvíta húsið í Was­hington. Hann var á nær­bux­unum einum og ætl­aði að panta sér leigu­bíl til að ná sér í pít­su.

Ron­aldo nefndur eftir ReaganEn Yeltsin Tejeda er ekki eini fót­bolta­mað­ur­inn á HM 2014 sem ber nafn sál­ugs for­seta. Sjálfur Crist­i­ano Ron­aldo, fyr­ir­liði Portú­gala og núver­andi hand­hafi FIFA Ballon d‘Or (verð­launa fyrir besta leik­mann heims), er nefndur í höf­uðið á Ron­ald Reagan Banda­ríkja­for­seta 1981-1989.

Ron­aldo er fæddur árið 1985, sem má segja að hafi verið hátindur Reag­ans á valda­stóli eftir að hann var end­ur­­­kjör­inn með stór­sigri á Walter Mondale í for­seta­kosn­ing­unum 1984. Kannski voru for­eldrar Ron­aldos, sem þá bjuggu á smá­eyj­unni Madeira í Atl­ants­hafi, hrifnir af slag­orði Reag­ans „Morn­ing in Amer­ica“, þegar þau áttu Crist­i­ano litla í febr­úar 1985.

Helsti keppi­nautur Ron­aldos um nafn­bót­ina „besti fót­bolta­­maður heims“ er auð­vitað Lionel Messi frá Argent­ínu. Messi er fæddur 1987 og er nefndur í höf­uðið á banda­ríska popp­söngv­ar­anum Lionel Richie, sem þá var gríð­ar­lega vin­sæll um allan heim.

Hefð fyrir því að skíra í höf­uðið á frægu fólkiÍ Bras­ilíu er ein­stak­lega mikil hefð fyrir því að skíra börn í höf­uðið á frægu fólki. Brasil­íski hægri bak­vörð­ur­inn Maicon er einn þeirra. Hann heitir fullu nafni Maicon Dou­glas Sisen­ando og er fæddur árið 1981. For­eldr­arnir eru miklir aðdá­endur Hollywood-­leik­ar­ans Michaels Dou­glas og nefndu dreng­inn eftir hon­um.

Nafn­giftin fór að vísu í handa­skolum því þjóð­skrá í Bras­ilíu skráði hann sem Maicon en ekki Michael, kannski af því að þannig er auð­veld­ara að bera nafnið fram á portú­gölsku. Bróðir Maicons Dou­glas ber líka flott nafn: Hann heitir Mar­lon Brando.

Af hverju til­einka Íslend­ingar sér ekki svona nafna­val – að minnsta kosti fyrir fót­bolta­fólk? Ég vil sjá lands­liðs­­fyr­ir­lið­ana Gor­bat­sjov Svein­björns­son og Mar­gréti Thatcher Sig­urð­ar­dótt­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None