Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM

tejeda.jpg
Auglýsing

Myndir þú nefna barnið þitt í höfuðið á Boris heitnum Jeltsín?

Það gerðu foreldrar fótboltamannsins Yeltsin Tejeda frá Kostaríku, sem er fæddur í mars 1992. Móðir drengsins var svo hrifin af Jeltsín, sem þá var nýorðinn forseti hins glænýja Rússlands. Sovétríkin hrundu á jóladag 1991. Við það hvarf Mikhaíl Gorbatsjov frá og Boris Jeltsín tók við sem forseti landsins eftir mikið valdabrölt. Jeltsín var mjög vinsæll í upphafi og mamma Yeltsins litla Tejeda var ein þeirra sem heilluðust af honum.

Spurningin er hvort hún hafi enn verið jafn hrifin af honum þegar hann lét af embætti á gamlársdag 1999.

Auglýsing

Í valdatíð Jeltsíns gekk Rússlands í gegnum ýmsar hremmingar, meðal annars vegna hinna gríðarlega hröðu umskipta frá kommúnisma til einkavæðingar og kapítalisma. Jeltsín stóð líka í hernaðarbrölti; réðist inn í Téténíu í desember 1994, sem var upphafið að áralöngu blóðbaði með miklu mannfalli og eyðileggingu.

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_03/64[/embed]

„Boris Yeltsin drunk“


Hann er í það minnsta ábyggilega ekki efstur á óskalistanum hjá mörgum nýbökuðum foreldrum í nafnaleit. Í dag virðist internetið helst muna eftir Jeltsín sem fyllibyttu. Þegar maður slær inn nafnið Boris Yeltsin á Google birtir leitar­vélin manni sjálfkrafa orðin „Boris Yeltsin drunk“.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði frá atviki sem gerðist í opinberri heimsókn Jeltsíns vestur um haf árið 1995. Leyniþjónustumenn fundu rússneska forsetann blindfullan fyrir utan bústað sinn við Hvíta húsið í Washington. Hann var á nærbuxunum einum og ætlaði að panta sér leigubíl til að ná sér í pítsu.

Ronaldo nefndur eftir Reagan


En Yeltsin Tejeda er ekki eini fótboltamaðurinn á HM 2014 sem ber nafn sálugs forseta. Sjálfur Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgala og núverandi handhafi FIFA Ballon d‘Or (verðlauna fyrir besta leikmann heims), er nefndur í höfuðið á Ronald Reagan Bandaríkjaforseta 1981-1989.

Ronaldo er fæddur árið 1985, sem má segja að hafi verið hátindur Reagans á valdastóli eftir að hann var endur­kjörinn með stórsigri á Walter Mondale í forsetakosningunum 1984. Kannski voru foreldrar Ronaldos, sem þá bjuggu á smá­eyjunni Madeira í Atlantshafi, hrifnir af slagorði Reagans „Morning in America“, þegar þau áttu Cristiano litla í febrúar 1985.
Helsti keppinautur Ronaldos um nafnbótina „besti fótbolta­maður heims“ er auðvitað Lionel Messi frá Argentínu. Messi er fæddur 1987 og er nefndur í höfuðið á bandaríska poppsöngvaranum Lionel Richie, sem þá var gríðarlega vinsæll um allan heim.

Hefð fyrir því að skíra í höfuðið á frægu fólki


Í Brasilíu er einstaklega mikil hefð fyrir því að skíra börn í höfuðið á frægu fólki. Brasilíski hægri bakvörðurinn Maicon er einn þeirra. Hann heitir fullu nafni Maicon Douglas Sisenando og er fæddur árið 1981. Foreldrarnir eru miklir aðdáendur Hollywood-leikarans Michaels Douglas og nefndu drenginn eftir honum.

Nafngiftin fór að vísu í handaskolum því þjóðskrá í Brasilíu skráði hann sem Maicon en ekki Michael, kannski af því að þannig er auðveldara að bera nafnið fram á portúgölsku. Bróðir Maicons Douglas ber líka flott nafn: Hann heitir Marlon Brando.

Af hverju tileinka Íslendingar sér ekki svona nafnaval – að minnsta kosti fyrir fótboltafólk? Ég vil sjá landsliðs­fyrirliðana Gorbatsjov Sveinbjörnsson og Margréti Thatcher Sigurðardóttur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None