Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM

tejeda.jpg
Auglýsing

Myndir þú nefna barnið þitt í höf­uðið á Boris heitnum Jeltsín?

Það gerðu for­eldrar fót­bolta­manns­ins Yeltsin Tejeda frá Kosta­ríku, sem er fæddur í mars 1992. Móðir drengs­ins var svo hrifin af Jeltsín, sem þá var nýorð­inn for­seti hins glæ­nýja Rúss­lands. Sov­ét­ríkin hrundu á jóla­dag 1991. Við það hvarf Mik­haíl Gor­bat­sjov frá og Boris Jeltsín tók við sem for­seti lands­ins eftir mikið valda­brölt. Jeltsín var mjög vin­sæll í upp­hafi og mamma Yelts­ins litla Tejeda var ein þeirra sem heill­uð­ust af hon­um.

Spurn­ingin er hvort hún hafi enn verið jafn hrifin af honum þegar hann lét af emb­ætti á gaml­árs­dag 1999.

Auglýsing

Í valda­tíð Jeltsíns gekk Rúss­lands í gegnum ýmsar hremm­ing­ar, meðal ann­ars vegna hinna gríð­ar­lega hröðu umskipta frá komm­ún­isma til einka­væð­ingar og kap­ít­al­isma. Jeltsín stóð líka í hern­að­ar­brölti; réð­ist inn í Téténíu í des­em­ber 1994, sem var upp­hafið að ára­löngu blóð­baði með miklu mann­falli og eyði­legg­ingu.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/64[/em­bed]

„Boris Yeltsin drunk“Hann er í það minnsta ábyggi­lega ekki efstur á óska­list­anum hjá mörgum nýbök­uðum for­eldrum í nafna­leit. Í dag virð­ist inter­netið helst muna eftir Jeltsín sem fylli­byttu. Þegar maður slær inn nafnið Boris Yeltsin á Google birtir leit­ar­­vélin manni sjálf­krafa orðin „Boris Yeltsin drunk“.

Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti sagði frá atviki sem gerð­ist í opin­berri heim­sókn Jeltsíns vestur um haf árið 1995. Leyni­þjón­ustu­menn fundu rúss­neska for­set­ann blind­fullan fyrir utan bústað sinn við Hvíta húsið í Was­hington. Hann var á nær­bux­unum einum og ætl­aði að panta sér leigu­bíl til að ná sér í pít­su.

Ron­aldo nefndur eftir ReaganEn Yeltsin Tejeda er ekki eini fót­bolta­mað­ur­inn á HM 2014 sem ber nafn sál­ugs for­seta. Sjálfur Crist­i­ano Ron­aldo, fyr­ir­liði Portú­gala og núver­andi hand­hafi FIFA Ballon d‘Or (verð­launa fyrir besta leik­mann heims), er nefndur í höf­uðið á Ron­ald Reagan Banda­ríkja­for­seta 1981-1989.

Ron­aldo er fæddur árið 1985, sem má segja að hafi verið hátindur Reag­ans á valda­stóli eftir að hann var end­ur­­­kjör­inn með stór­sigri á Walter Mondale í for­seta­kosn­ing­unum 1984. Kannski voru for­eldrar Ron­aldos, sem þá bjuggu á smá­eyj­unni Madeira í Atl­ants­hafi, hrifnir af slag­orði Reag­ans „Morn­ing in Amer­ica“, þegar þau áttu Crist­i­ano litla í febr­úar 1985.

Helsti keppi­nautur Ron­aldos um nafn­bót­ina „besti fót­bolta­­maður heims“ er auð­vitað Lionel Messi frá Argent­ínu. Messi er fæddur 1987 og er nefndur í höf­uðið á banda­ríska popp­söngv­ar­anum Lionel Richie, sem þá var gríð­ar­lega vin­sæll um allan heim.

Hefð fyrir því að skíra í höf­uðið á frægu fólkiÍ Bras­ilíu er ein­stak­lega mikil hefð fyrir því að skíra börn í höf­uðið á frægu fólki. Brasil­íski hægri bak­vörð­ur­inn Maicon er einn þeirra. Hann heitir fullu nafni Maicon Dou­glas Sisen­ando og er fæddur árið 1981. For­eldr­arnir eru miklir aðdá­endur Hollywood-­leik­ar­ans Michaels Dou­glas og nefndu dreng­inn eftir hon­um.

Nafn­giftin fór að vísu í handa­skolum því þjóð­skrá í Bras­ilíu skráði hann sem Maicon en ekki Michael, kannski af því að þannig er auð­veld­ara að bera nafnið fram á portú­gölsku. Bróðir Maicons Dou­glas ber líka flott nafn: Hann heitir Mar­lon Brando.

Af hverju til­einka Íslend­ingar sér ekki svona nafna­val – að minnsta kosti fyrir fót­bolta­fólk? Ég vil sjá lands­liðs­­fyr­ir­lið­ana Gor­bat­sjov Svein­björns­son og Mar­gréti Thatcher Sig­urð­ar­dótt­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None