Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM

tejeda.jpg
Auglýsing

Myndir þú nefna barnið þitt í höf­uðið á Boris heitnum Jeltsín?

Það gerðu for­eldrar fót­bolta­manns­ins Yeltsin Tejeda frá Kosta­ríku, sem er fæddur í mars 1992. Móðir drengs­ins var svo hrifin af Jeltsín, sem þá var nýorð­inn for­seti hins glæ­nýja Rúss­lands. Sov­ét­ríkin hrundu á jóla­dag 1991. Við það hvarf Mik­haíl Gor­bat­sjov frá og Boris Jeltsín tók við sem for­seti lands­ins eftir mikið valda­brölt. Jeltsín var mjög vin­sæll í upp­hafi og mamma Yelts­ins litla Tejeda var ein þeirra sem heill­uð­ust af hon­um.

Spurn­ingin er hvort hún hafi enn verið jafn hrifin af honum þegar hann lét af emb­ætti á gaml­árs­dag 1999.

Auglýsing

Í valda­tíð Jeltsíns gekk Rúss­lands í gegnum ýmsar hremm­ing­ar, meðal ann­ars vegna hinna gríð­ar­lega hröðu umskipta frá komm­ún­isma til einka­væð­ingar og kap­ít­al­isma. Jeltsín stóð líka í hern­að­ar­brölti; réð­ist inn í Téténíu í des­em­ber 1994, sem var upp­hafið að ára­löngu blóð­baði með miklu mann­falli og eyði­legg­ingu.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/64[/em­bed]

„Boris Yeltsin drunk“Hann er í það minnsta ábyggi­lega ekki efstur á óska­list­anum hjá mörgum nýbök­uðum for­eldrum í nafna­leit. Í dag virð­ist inter­netið helst muna eftir Jeltsín sem fylli­byttu. Þegar maður slær inn nafnið Boris Yeltsin á Google birtir leit­ar­­vélin manni sjálf­krafa orðin „Boris Yeltsin drunk“.

Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti sagði frá atviki sem gerð­ist í opin­berri heim­sókn Jeltsíns vestur um haf árið 1995. Leyni­þjón­ustu­menn fundu rúss­neska for­set­ann blind­fullan fyrir utan bústað sinn við Hvíta húsið í Was­hington. Hann var á nær­bux­unum einum og ætl­aði að panta sér leigu­bíl til að ná sér í pít­su.

Ron­aldo nefndur eftir ReaganEn Yeltsin Tejeda er ekki eini fót­bolta­mað­ur­inn á HM 2014 sem ber nafn sál­ugs for­seta. Sjálfur Crist­i­ano Ron­aldo, fyr­ir­liði Portú­gala og núver­andi hand­hafi FIFA Ballon d‘Or (verð­launa fyrir besta leik­mann heims), er nefndur í höf­uðið á Ron­ald Reagan Banda­ríkja­for­seta 1981-1989.

Ron­aldo er fæddur árið 1985, sem má segja að hafi verið hátindur Reag­ans á valda­stóli eftir að hann var end­ur­­­kjör­inn með stór­sigri á Walter Mondale í for­seta­kosn­ing­unum 1984. Kannski voru for­eldrar Ron­aldos, sem þá bjuggu á smá­eyj­unni Madeira í Atl­ants­hafi, hrifnir af slag­orði Reag­ans „Morn­ing in Amer­ica“, þegar þau áttu Crist­i­ano litla í febr­úar 1985.

Helsti keppi­nautur Ron­aldos um nafn­bót­ina „besti fót­bolta­­maður heims“ er auð­vitað Lionel Messi frá Argent­ínu. Messi er fæddur 1987 og er nefndur í höf­uðið á banda­ríska popp­söngv­ar­anum Lionel Richie, sem þá var gríð­ar­lega vin­sæll um allan heim.

Hefð fyrir því að skíra í höf­uðið á frægu fólkiÍ Bras­ilíu er ein­stak­lega mikil hefð fyrir því að skíra börn í höf­uðið á frægu fólki. Brasil­íski hægri bak­vörð­ur­inn Maicon er einn þeirra. Hann heitir fullu nafni Maicon Dou­glas Sisen­ando og er fæddur árið 1981. For­eldr­arnir eru miklir aðdá­endur Hollywood-­leik­ar­ans Michaels Dou­glas og nefndu dreng­inn eftir hon­um.

Nafn­giftin fór að vísu í handa­skolum því þjóð­skrá í Bras­ilíu skráði hann sem Maicon en ekki Michael, kannski af því að þannig er auð­veld­ara að bera nafnið fram á portú­gölsku. Bróðir Maicons Dou­glas ber líka flott nafn: Hann heitir Mar­lon Brando.

Af hverju til­einka Íslend­ingar sér ekki svona nafna­val – að minnsta kosti fyrir fót­bolta­fólk? Ég vil sjá lands­liðs­­fyr­ir­lið­ana Gor­bat­sjov Svein­björns­son og Mar­gréti Thatcher Sig­urð­ar­dótt­ur.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None