Ljóta jólapeysan hefur síðastliðin ár notið sívaxandi vinsælda og hefur aldrei verið vinsælli en nú fyrir jólin 2014. Stórar verslunarkeðjur framleiða eigin jólapeysur og annan föstudag í desember verður Ljótu jólapeysudagurinn haldinn hátíðlegur í fjórða sinn.
Hallgrímur Oddsson, blaðamaður og hagfræðingur.
Ólíklegasta fólk hefur grætt háar fjárhæðir á því að sýsla með ljótar jólapeysur, en vinsældir upprunalegu peysunnar má rekja aftur til 9. áratugarins, meðal annars til hins umdeilda Bills Cosby. Hallgrímur Oddsson, blaðamaður, fer yfir sögu ljótu jólapeysunnar í hlaðvarpspistli, svarar því hvernig hún varð vinsæl og spyr hvort hún sé komin til að vera.
Auglýsing