Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Mér finnst þetta fínt

konrad-jonsson.jpg
Auglýsing

Hafið þið séð annað eins?“ stóð í Facebook-færslu hjá mbl.is þar sem sýnt var veðurspákort af Íslandi fyrir dag síðar í vikunni. Hvert sem litið var mátti sjá sól, en þegar betur var að gáð var hitinn á bilinu átta til tólf gráður á mestöllu landinu og þar af tólf gráður í Reykjavík. Svo rann þessi dagur upp með sínum tólf gráðum, vindkælingu og jú sól, en það var þó tilefni til að setja á sig húfu. Ég labbaði yfir Austurvöll á leið minni frá vinnu og tók eftir því að það sátu margir á grasinu líkt og venja er þegar það dettur í bongó, eins og konan sagði, og margir hverjir í stuttbuxum og bol.

Ég velti því fyrir mér hvort hitaskyn mitt sé svona á skjön við aðra eða hvort aðrir láti blindast og rífi sig úr fötum þegar þeir sjá að það er sól að sumri en gleymi svo að taka tillit til eða er algjörlega sama um hitastigið. Það er ekkert út á tólf gráður með vindi og sól að setja en það er ekki svo æðislegt veður að ég sjái tilefni til að rífa mig úr fötunum og láta eins og ég sé á Tene. Nú má ekki misskilja mig: Mér finnst íslenska sumarið frábært, en það má alveg klæða sig eftir veðri.

En það er auðvitað gott og blessað og mér fullkomlega að meinalausu ef einhverjir sjá ástæðu til að líta á þetta sem sólarlandaveður. Vil ég þó biðja um að vera vinsamlega látinn í friði ef ég deili ekki þeirri skoðun með viðkomandi. Af hverju ertu ekki úti í góða veðrinu, Konráð? Það er sól, Konráð, af hverju ertu í jakkanum? Af hverju ertu með húfu? Af hverju viltu ekki kæla þig niður með þessari vatnsslöngu, Konráð, þó að það séu bara tíu gráður úti? Mér líður eins og eina allsgáða manninum í partíi sem er áreittur fyrir að vera ekki drekkandi.
Sumrin 2013 og 2014 voru ekki eins heit og sumrin á undan. Ég hef engin gögn þessu til stuðnings en það er mál þeirra af eldri kynslóðinni sem ég hef rætt við að síðustu 20 ár hafi verið heitari en árin þar á undan. Við höfum haft það býsna gott síðustu ár. Ef marka má samfélagsmiðlana hefur hins vegar ekki verið mikil ánægja með veðrið á Íslandi þessi síðustu tvö sumur. Við erum líklega of góðu vön. Við búum á landi sem nær upp fyrir norðurheimskautsbaug og það er ósanngjarnt að gera þá kröfu til landsins okkar að það bjóði upp á gott veður á sumrin. Við hljótum að fagna því þegar góða veðrið kemur en það má ekki vera hissa þó að það komi ekki.

Auglýsing

Með öðrum orðum: Ég hvet þá sem eru ósáttir við íslenska sumarveðrið til að taka málin í sínar hendur og finna sér búsetu á stað þar sem veðrið er betra. Þannig vinnum við öll saman að því að gera Facebook-fréttaveituna hans Konráðs Jónssonar betri. Svo þegar þú ert kominn þangað máttu senda mér eins margar myndir og þú vilt af góða veðrinu þar. Af hverju ætti það að fara í taugarnar á mér? Ég hlýt að samgleðjast þeim vinum mínum sem finna hamingjuna í góða veðrinu. Ég ætla bara rétt að vona að tilgangur myndbirtingarinnar sé ekki að láta mér líða illa yfir mínum veðuraðstæðum. Eða hvað?

Hægt er að nálgast góða veðrið eins og vímuefni: Okkur líður vel þegar við neytum þess, við fáum fráhvarfseinkenni án þess, við viljum að fólkið í kringum okkur njóti þess líka, of mikið af því getur verið óhollt fyrir okkur og ef því er kippt snögglega af okkur getur það valdið alvarlegum skapsveiflum. Ég nenni hins vegar ekki að stíga um borð í tilfinningarússíbanann sem fylgir þessu vímuefni. Ég tek því sem verða vill.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None