Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Mér finnst þetta fínt

konrad-jonsson.jpg
Auglýsing

Hafið þið séð annað eins?“ stóð í Face­book-­færslu hjá mbl.is þar sem sýnt var veð­ur­spá­kort af Íslandi fyrir dag síðar í vik­unni. Hvert sem litið var mátti sjá sól, en þegar betur var að gáð var hit­inn á bil­inu átta til tólf gráður á mest­öllu land­inu og þar af tólf gráður í Reykja­vík. Svo rann þessi dagur upp með sínum tólf gráðum, vind­kæl­ingu og jú sól, en það var þó til­efni til að setja á sig húfu. Ég labb­aði yfir Aust­ur­völl á leið minni frá vinnu og tók eftir því að það sátu margir á gras­inu líkt og venja er þegar það dettur í bongó, eins og konan sagði, og margir hverjir í stutt­buxum og bol.

Ég velti því fyrir mér hvort hita­skyn mitt sé svona á skjön við aðra eða hvort aðrir láti blind­ast og rífi sig úr fötum þegar þeir sjá að það er sól að sumri en gleymi svo að taka til­lit til eða er algjör­lega sama um hita­stig­ið. Það er ekk­ert út á tólf gráður með vindi og sól að setja en það er ekki svo æðis­legt veður að ég sjái til­efni til að rífa mig úr föt­unum og láta eins og ég sé á Tene. Nú má ekki mis­skilja mig: Mér finnst íslenska sum­arið frá­bært, en það má alveg klæða sig eftir veðri.

En það er auð­vitað gott og blessað og mér full­kom­lega að meina­lausu ef ein­hverjir sjá ástæðu til að líta á þetta sem sól­ar­landa­veð­ur. Vil ég þó biðja um að vera vin­sam­lega lát­inn í friði ef ég deili ekki þeirri skoðun með við­kom­andi. Af hverju ertu ekki úti í góða veðr­inu, Kon­ráð? Það er sól, Kon­ráð, af hverju ertu í jakk­an­um? Af hverju ertu með húfu? Af hverju viltu ekki kæla þig niður með þess­ari vatns­slöngu, Kon­ráð, þó að það séu bara tíu gráður úti? Mér líður eins og eina alls­gáða mann­inum í partíi sem er áreittur fyrir að vera ekki drekk­andi.

Sumrin 2013 og 2014 voru ekki eins heit og sumrin á und­an. Ég hef engin gögn þessu til stuðn­ings en það er mál þeirra af eldri kyn­slóð­inni sem ég hef rætt við að síð­ustu 20 ár hafi verið heit­ari en árin þar á und­an. Við höfum haft það býsna gott síð­ustu ár. Ef marka má sam­fé­lags­miðl­ana hefur hins vegar ekki verið mikil ánægja með veðrið á Íslandi þessi síð­ustu tvö sum­ur. Við erum lík­lega of góðu vön. Við búum á landi sem nær upp fyrir norð­ur­heim­skauts­baug og það er ósann­gjarnt að gera þá kröfu til lands­ins okkar að það bjóði upp á gott veður á sumr­in. Við hljótum að fagna því þegar góða veðrið kemur en það má ekki vera hissa þó að það komi ekki.

Auglýsing

Með öðrum orð­um: Ég hvet þá sem eru ósáttir við íslenska sum­ar­veðrið til að taka málin í sínar hendur og finna sér búsetu á stað þar sem veðrið er betra. Þannig vinnum við öll saman að því að gera Face­book-frétta­veit­una hans Kon­ráðs Jóns­sonar betri. Svo þegar þú ert kom­inn þangað máttu senda mér eins margar myndir og þú vilt af góða veðr­inu þar. Af hverju ætti það að fara í taug­arnar á mér? Ég hlýt að sam­gleðj­ast þeim vinum mínum sem finna ham­ingj­una í góða veðr­inu. Ég ætla bara rétt að vona að til­gangur mynd­birt­ing­ar­innar sé ekki að láta mér líða illa yfir mínum veð­ur­að­stæð­um. Eða hvað?

Hægt er að nálg­ast góða veðrið eins og vímu­efni: Okkur líður vel þegar við neytum þess, við fáum frá­hvarfsein­kenni án þess, við viljum að fólkið í kringum okkur njóti þess líka, of mikið af því getur verið óhollt fyrir okkur og ef því er kippt snögg­lega af okkur getur það valdið alvar­legum skap­sveifl­um. Ég nenni hins vegar ekki að stíga um borð í til­finn­inga­rús­sí­ban­ann sem fylgir þessu vímu­efni. Ég tek því sem verða vill.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None