Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fórnarlömbin væla

konrad-jonsson.jpg
Auglýsing

Ég hef dálítið gaman af því að fylgj­ast með þjóð­fé­lags­um­ræð­unni. Úr fjar­lægð, það er að segja. Ef ég læsi hvern og einn ein­asta pistil sem væri skrif­aður væri ég fyrir löngu geng­inn í sjó­inn. Ég les þetta fæst, nema mína eigin pist­la, af illri nauð­syn (og Pawel auð­vit­að). En þegar ég seg­ist hafa gaman af því að fylgj­ast með umræð­unni úr fjar­lægð á ég við að ég hef gaman af þeim mynstrum sem myndast, aftur og aft­ur. Ég held að það væri ekk­ert svaka­lega mikið mál að búa til for­rit sem myndi herma eftir umræð­unni á Íslandi.

Það gæti verið verð­ugt verk­efni fyrir CCP. Hver myndi ekki vilja vera Jónas Krist­jáns­son eða Már Wolf­gang Mixa í slíkum leik, í kjall­ar­anum heima hjá for­eldrum sínum (það er mín hug­mynd um alla sem spila tölvu­leiki að þeir séu staddir þar), allan dag­inn? „Kon­ráð minn, það er kom­inn mat­ur.“ – „Ég kem eftir smá­stund, mamma, ég er að skrifa um hvernig ban­ana­lýð­veldið færir út kví­arn­ar, ráð­herra lýgur að Alþingi, að aðstoð­ar­menn hennar hafa rétt­ar­stöðu grun­aðra, for­sæt­is­ráð­herra hefur tékk­hefti í vas­anum og gefur pen­inga þótt Rík­is­end­ur­skoðun mót­mæli og hvernig Alþingi hunzar nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæðis um stjórn­ar­skrá og setur málið í salt*, og egill­h_ma­younn­andi er svo að fara að taka undir með mér.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/76[/em­bed]

Auglýsing

Eitt mynstrið sem spil­ast aftur og aftur hefst með því að ein­hver segir eitt­hvað. Það kann að vera umdeilt hvort sem það er hár­rétt, van­hugsað eða hrein­lega algjör vit­leysa. Svo segja fjöl­miðlar frá þessum ummæl­um. Þeir sem hafa ein­hvern tím­ann þekkt til ein­hvers þess sem hefur komið fram í fjöl­miðlum vita að fjöl­miðla­menn eru mann­legir og geta gert mis­tök. Ég segi fyrir mitt leyti að í þeim fréttum sem hafa birst um það sem ég þekki vel hefur alltaf verið að minnsta kosti ein stað­reynda­villa. Vill­urnar eru vita­skuld mis­stórar en það getur komið fyrir að farið sé með rangt mál.

Næsta skref er að fólkið á Face­book, blogg­her­inn og virkir í athuga­semdum fara að tjá sig um ummæl­in. Það má ganga út frá því að sú umræða sé yfir allan skal­ann í smekk­leg­heit­um. Sumir eru mál­efna­leg­ir, aðrir mál­efna­legir með dass af skít­kasti, og enn aðrir draga ekk­ert af sér í ósmekk­leg­heitum og sparða­dreif­ingu. Það er eins og gengur og ger­ist.

Ein­hverjir hafa talað um að spreng­ingin sem varð með til­komu Mogga­bloggs­ins og síðar virkra í athuga­semdum hafi verið af hinu slæma. Ég er ósam­mála því, út af fyrir sig. Það er fínt að fá asnana upp á yfir­borð­ið, þó að asna­gang­ur­inn sé vissu­lega asna­leg­ur. Ég held að það sé mik­il­vægur þáttur í þróun mann­skepn­unnar að hún fái að láta aðra vita hvað hún er asna­leg, því þá er lík­legra en ella að hún hætti asna­skapn­um. Fólk var asnar áður en inter­netið kom til sög­unn­ar.Núna er það bara á yfir­borð­inu og við getum feng­ist við það.

Þriðja skrefið er að sá sem við­hafði hin upp­runa­legu ummæli tekur aftur til máls. Þá byrjar ball­ið. Máls­hefj­and­inn, eða sam­herjar hans, hefur ríka til­hneig­ingu til að víkja frá hinni upp­runa­legu umræðu og fjalla um þá sem moka skít. Það er auð­vitað sjálf­sagt og nauð­syn­legt að leið­rétta ef farið er með rangt mál en öllu verra er ef fókus umræð­unnar fær­ist frá mál­efn­inu sjálfu yfir í kvart og kvein yfir þeim sem eru vondir við mann. Stundum fæ ég á til­finn­ing­una að mark­miðið sé að vinna samúð með mál­staðnum með því að draga athygl­ina að skít­kast­inu. Það kann vel að vera að það sé til marks um mál­efna­fá­tækt að moka skít, en það sama mætti líka segja um það að kalla á dóm­ar­ann. Svo fylgir gjarnan gagn­rýni á þátt fjöl­miðla í mál­inu, af því að þeir fóru mögu­lega rangt með hin upp­runa­legu ummæli. Aft­ur: Það er gott og blessað að leið­rétta ef slíkt ger­ist, en ef það á að eiga sér stað vit­ræn umræða mega rang­færsl­urnar ekki vera aðal­fókus henn­ar. Er það ekki ann­ars mark­mið­ið?

Ég hef ekki enn, svo ég viti til, lent í virkum í athuga­semdum en nákomnir hafa gert það og mér þótti það sárs­auka­fullt að lesa rætnar athuga­semdir með dylgj­um, skít­kasti og lít­illi virð­ingu fyrir lífi við­kom­andi. Það er auð­vitað bráð­nauð­syn­legt að ræða það, en ekki á kostnað umræðu um mál­efn­ið.

Lýkur þá hér með umræðu minni um umræð­una um umræð­una. Ég hlakka til að lesa svarp­istil­inn með umræð­unni um umræð­una um umræð­una um umræð­una.

*Við vinnslu þessa pistils fór höf­undur á vef­síð­una jona­s.is og valdi texta úr efstu færsl­unni þar.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Hana má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None