Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

:D

konrad-jonsson.jpg
Auglýsing

Sumir hlutir fást ekki í Krónunni, þannig að ég fór yfir götuna í Bónus til að finna þá um daginn. Ég var svolítið pirraður af því að 45 mínútna Krónuferð var að baki og hún hafði gengið brösuglega af því að þeir voru nýbúnir að breyta uppsetningu verslunarinnar. Sólin var lágt á lofti þannig að ég sá ekkert út um bílrúðuna, það gekk illa að finna stæði og ég þurfti á klósettið (sæll, Þorgrímur Þráinsson). Ég þekki Bónus­verslunina auðvitað ennþá minna en Krónuverslunina þannig að ég var heila eilífð að leita að því sem mig vantaði. Fann það auðvitað ekki, þannig að ég gerði mig tilbúinn til að fara út úr versluninni (og við vitum öll hvað það er auðvelt að fara út úr matvöruverslun án þess að kaupa neitt!). Þá stoppaði ég af því að ég sá að Francisca var að vinna.

Ahhh, Francisca. Við elskum hana öll; geðþekku verslunar­konuna sem hefur brætt hjörtu viðskiptavina Bónuss, kom fram í Áramótaskaupinu og fékk fullt af far­tölvum handa fjölskyldunni sinni í Sambíu fyrir góðvild sína. Ég verð að kaupa eitthvað, bara til að fá afgreiðslu hjá henni. Það er það sem ég þarf. Ég þarf brosið hennar og vinsamlegu kveðjuna til að bjarga þessari ömurlegu verslunarferð.

OHH! Ég vil ekki vera svona hress!


Ég greip það sem hendi var næst, sem vildi svo til að var pakki af skonsum, uppáhaldsmatnum mínum (ég er nautnaseggur, ég veit það!) og fór í röðina hennar, sem var langsamlega lengsta röðin í búðinni.  Á undan mér voru tveir viðskiptavinir sem litu út fyrir að vera að reka veitingahús ef marka má það magn af vörum sem þeir voru að kaupa. Með því held ég að lágpunkti dagsins hafi verið náð því fljótlega buðu þeir mér að fara á undan þeim í röðina. Francisca var að klára að afgreiða eldri mann sem var lagður af stað úr versluninni. Hún tók eftir því að eldri maðurinn gleymdi blómvendi sem hann hafði keypt þannig að hún hljóp á eftir honum með blómvöndinn. Er það ekki draumur sérhvers manns að Francisca hlaupi á eftir manni skælbrosandi með blómvönd á lofti? Þarna uppfyllti hún englaímyndina fullkomlega. Svo afgreiddi hún mig með sitt sólskinsbros, þakkaði mér kærlega fyrir viðskiptin, sagði að það hefði verið gaman að sjá mig og vonaðist til að sjá mig bráðlega aftur. Og auðvitað fór ég út í daginn, líðandi rosalega furðulega, því hluta af mér langaði til að vera pirraður áfram en hinn hlutinn var kominn í sólskinsskap.

Auglýsing

Francisca gerði ekki mikið meira en að brosa vingjarnlega og gefa mér góða kveðju, en hún bjargaði deginum. Hún er með hæfileika sem ég bý ekki yfir, sem er að geta sýnt gleði án áreynslu. Ég hef oftar en ekki lent í því að vera spurður að því hvort ég sé í fýlu þegar ég er nú bara nokkuð hress. Ég er að hugsa um eitthvað skemmtilegt og held að ég sé brosandi. Þá lít ég í spegil og sé að ég er með skeifu! Tökum myndina fyrir ofan þennan pistil sem dæmi. Þarna er ég í Vínberinu, haldandi á risastórum sleikjó. Það er kannski ofsögum sagt að mér hafi liðið eins og ég væri skælbrosandi, en ég var þó bara nokkuð hress, hugsandi um bleik ský og smáhesta. Svo birtist þessi mynd af mér, og þá sé ég þennan stórglæsilega fýlusvip sem gæti drepið lítið til meðalstórt skordýr. Þetta eru mín örlög.

Þingmálið er íslenska, lögmaður


Ég held reyndar að þessi náttúrulegi fýlusvipur minn gagnist mér töluvert í starfi mínu sem lögmaður, því ætlast er til þess að lögmenn séu alvarlegir og ekki er litið á dómþing sem góðra vina fund. Ég gerði reyndar tilraun til að vera hress þegar ég kom inn í réttarsal einn daginn og dómarinn spurði mig hvort ég væri sá sem ég er. Ég brosti og svaraði „Jess!“ en dómarinn ávítaði mig fyrir að tala ensku, af því að dómþing í íslenskum réttarsölum eiga að fara fram á íslensku.

Síðan þá hef ég reynt að gera mitt besta til að vera alvarlegur í réttarsalnum og tala bara íslensku.Þessi krafa sem er lögð á okkur um að vera hress er að mörgu leyti skiljanleg, því við viljum vita að það sé allt í góðu. Ég segi hins vegar fyrir mitt leyti að mér líður sjaldan jafnilla og þegar ég reyni að auka ytri hressleika minn. Þá minnkar innri hressleiki minn að sama skapi. Ég á mjög erfitt með að hlæja meira en ég vil hlæja. Það að ég hlæ lítið er ekki merki um að mér þyki eitthvað ekki skemmtilegt eða fyndið. Sýslumaður þyrfti að halda svona leiðréttingarbók hressleika, þar sem hægt væri að þinglýsa upplýsingum um hvað fólk er mikið hressara eða fúlla en það lítur út fyrir að vera. Ef hún væri til, þá myndi ég vilja láta þinglýsa því að ég er alltaf 20% hressari en ég lít út fyrir að vera. En þangað til verður bara að láta orðið berast.

Ókei?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None