Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

:D

konrad-jonsson.jpg
Auglýsing

Sumir hlutir fást ekki í Krón­unni, þannig að ég fór yfir göt­una í Bónus til að finna þá um dag­inn. Ég var svo­lítið pirr­aður af því að 45 mín­útna Krónu­ferð var að baki og hún hafði gengið brös­ug­lega af því að þeir voru nýbúnir að breyta upp­setn­ingu versl­un­ar­inn­ar. Sólin var lágt á lofti þannig að ég sá ekk­ert út um bíl­rúð­una, það gekk illa að finna stæði og ég þurfti á kló­settið (sæll, Þor­grímur Þrá­ins­son). Ég þekki Bón­us­versl­un­ina auð­vitað ennþá minna en Krónu­versl­un­ina þannig að ég var heila eilífð að leita að því sem mig vant­aði. Fann það auð­vitað ekki, þannig að ég gerði mig til­bú­inn til að fara út úr versl­un­inni (og við vitum öll hvað það er auð­velt að fara út úr mat­vöru­verslun án þess að kaupa neitt!). Þá stopp­aði ég af því að ég sá að Francisca var að vinna.

Ahhh, Francisca. Við elskum hana öll; geð­þekku versl­un­ar­­­kon­una sem hefur brætt hjörtu við­skipta­vina Bón­uss, kom fram í Ára­mótaskaup­inu og fékk fullt af far­­tölvum handa fjöl­skyld­unni sinni í Sam­bíu fyrir góð­vild sína. Ég verð að kaupa eitt­hvað, bara til að fá afgreiðslu hjá henni. Það er það sem ég þarf. Ég þarf brosið hennar og vin­sam­legu kveðj­una til að bjarga þess­ari ömur­legu versl­un­ar­ferð.

OHH! Ég vil ekki vera svona hress!Ég greip það sem hendi var næst, sem vildi svo til að var pakki af skons­um, upp­á­halds­matnum mínum (ég er nautna­segg­ur, ég veit það!) og fór í röð­ina henn­ar, sem var lang­sam­lega lengsta röðin í búð­inni.  Á undan mér voru tveir við­skipta­vinir sem litu út fyrir að vera að reka veit­inga­hús ef marka má það magn af vörum sem þeir voru að kaupa. Með því held ég að lág­punkti dags­ins hafi verið náð því fljót­lega buðu þeir mér að fara á undan þeim í röð­ina. Francisca var að klára að afgreiða eldri mann sem var lagður af stað úr versl­un­inni. Hún tók eftir því að eldri mað­ur­inn gleymdi blóm­vendi sem hann hafði keypt þannig að hún hljóp á eftir honum með blóm­vönd­inn. Er það ekki draumur sér­hvers manns að Francisca hlaupi á eftir manni skæl­bros­andi með blóm­vönd á lofti? Þarna upp­fyllti hún englaí­mynd­ina full­kom­lega. Svo afgreiddi hún mig með sitt sól­skins­bros, þakk­aði mér kær­lega fyrir við­skipt­in, sagði að það hefði verið gaman að sjá mig og von­að­ist til að sjá mig bráð­lega aft­ur. Og auð­vitað fór ég út í dag­inn, líð­andi rosa­lega furðu­lega, því hluta af mér lang­aði til að vera pirr­aður áfram en hinn hlut­inn var kom­inn í sól­skins­skap.

Auglýsing

Francisca gerði ekki mikið meira en að brosa vin­gjarn­lega og gefa mér góða kveðju, en hún bjarg­aði deg­in­um. Hún er með hæfi­leika sem ég bý ekki yfir, sem er að geta sýnt gleði án áreynslu. Ég hef oftar en ekki lent í því að vera spurður að því hvort ég sé í fýlu þegar ég er nú bara nokkuð hress. Ég er að hugsa um eitt­hvað skemmti­legt og held að ég sé bros­andi. Þá lít ég í spegil og sé að ég er með skeifu! Tökum mynd­ina fyrir ofan þennan pistil sem dæmi. Þarna er ég í Vín­ber­inu, hald­andi á risa­stórum sleikjó. Það er kannski ofsögum sagt að mér hafi liðið eins og ég væri skæl­bros­andi, en ég var þó bara nokkuð hress, hugs­andi um bleik ský og smá­hesta. Svo birt­ist þessi mynd af mér, og þá sé ég þennan stór­glæsi­lega fýlu­svip sem gæti drepið lítið til með­al­stórt skor­dýr. Þetta eru mín örlög.

Þing­málið er íslenska, lög­maðurÉg held reyndar að þessi nátt­úru­legi fýlu­svipur minn gagn­ist mér tölu­vert í starfi mínu sem lög­mað­ur, því ætl­ast er til þess að lög­menn séu alvar­legir og ekki er litið á dóm­þing sem góðra vina fund. Ég gerði reyndar til­raun til að vera hress þegar ég kom inn í rétt­ar­sal einn dag­inn og dóm­ar­inn spurði mig hvort ég væri sá sem ég er. Ég brosti og svar­aði „Jess!“ en dóm­ar­inn ávítaði mig fyrir að tala ensku, af því að dóm­þing í íslenskum rétt­ar­sölum eiga að fara fram á íslensku.

Síðan þá hef ég reynt að gera mitt besta til að vera alvar­legur í rétt­ar­salnum og tala bara íslensku.Þessi krafa sem er lögð á okkur um að vera hress er að mörgu leyti skilj­an­leg, því við viljum vita að það sé allt í góðu. Ég segi hins vegar fyrir mitt leyti að mér líður sjaldan jafnilla og þegar ég reyni að auka ytri hress­leika minn. Þá minnkar innri hress­leiki minn að sama skapi. Ég á mjög erfitt með að hlæja meira en ég vil hlæja. Það að ég hlæ lítið er ekki merki um að mér þyki eitt­hvað ekki skemmti­legt eða fynd­ið. Sýslu­maður þyrfti að halda svona leið­rétt­ing­ar­bók hress­leika, þar sem hægt væri að þing­lýsa upp­lýs­ingum um hvað fólk er mikið hress­ara eða fúlla en það lítur út fyrir að vera. Ef hún væri til, þá myndi ég vilja láta þing­lýsa því að ég er alltaf 20% hress­ari en ég lít út fyrir að vera. En þangað til verður bara að láta orðið ber­ast.

Ókei?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None