Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Konni er en pige

konrad-jonsson.jpg
Auglýsing

Móðir mín vildi að ég yrði stelpa, þar sem hún var þegar búin að eign­ast tvo stráka. Mér finnst þetta skilj­an­legt, enda hlýtur það að vera vilji hvers for­eldris að afkvæma­flóran verði sem fjöl­breyttu­st, þó að ef til vill sé ómögu­legt að hún verði að Benetton-aug­lýs­ingu nema með hjálp góðra manna sem eru af ýmsu bergi brotn­ir. Nið­ur­staðan var strákur en móðir mín tjáir mér að hún hafi verið ánægð með þá nið­ur­stöðu sem kom í fangið á henni og kyn skipti ekki lengur máli. Ég trúi henni. Svo eign­að­ist hún stelpu tveimur árum síð­ar, þannig að allt bless­að­ist.

Allt sem þú lest um stand­andi þvag­lát er lygiÝm­is­legt er hægt að læra af kon­um. Þær konur sem ég þekki til eru að mörgu leyti prag­matist­ar. Þær pissa sitj­andi af því að það er ekki hrein­látt að pissa stand­andi og þær ganga um með stór veski sem þær geyma alls konar dót í. Ég til­kynni les­endum mínum hér og nú að ég á það sam­eig­in­legt með Þor­grími Þrá­ins­syni að við erum karl­menn sem pissa sitj­andi. Svo lengi lærir sem lifir og ég byrj­aði á þessu eftir að ég hóf rekstur á eigin heim­ili. Ég hafna því að karl­menn hafi gott vald á því öllum stundum að hitta ofan í kló­sett­skál­ina og það er ömur­legt að þrífa piss af kló­sett­gólfi. Mér er tjáð að sitj­andi þvag­lát hafi aðra kosti, svo sem að það tæmi blöðr­una bet­ur, en ég sel það ekki dýr­ara en ég keypti það. En sumir telja þetta ekki vera karl­mann­legt.

almennt_08_05_2014

Auglýsing

Þeir sömu telja það vart karl­manni sæm­andi heldur að ganga um með veski, en ég fékk mér slíkt um dag­inn þegar ég var orð­inn þreyttur á að fylla vasana mína af seðla­veski, lyklum og risa­stóra sím­anum mínum sem jaðrar við að vera spjald­tölva. Það er nú meiri snilld­in, skal ég segja ykk­ur. Ég þarf ekki lengur að vera með neitt í vös­unum þannig að mér líður eins og Banda­ríkja­­for­seta, ímynda ég mér, fyrir utan það að hann er ekki með veski heldur geymir lyklana og sím­ana hjá und­ir­mönnum sín­um. Það mætti segja að veskið sé tíma­bundin lausn þangað til ég hef efni á að ráða mann­legt veski til að geyma alla hlut­ina fyrir mig. Karl­manns­veskið mitt vekur oft athygli. Þetta þykir vera pínu­lítið óvenju­legt, en það mót­mælir því eng­inn hvað þetta er þægi­legt.

Bar­áttan milli góðs og dólgsÞegar ég fékk pistil fyrst birtan hér í Kjarn­anum gerði umbrots­maður mis­tök og nefndi mig Kon­ráð Jóns­dóttur í fyr­ir­sögn. Mér skilst að allt hafi ætlað um koll að keyra hjá rit­stjórn­inni og allt kapp hafi verið lagt á að lag­færa þessa villu. Ég verð að við­ur­kenna að mér fannst þessi villa óþægi­leg. Síðan þá hef ég mikið velt því fyrir mér af hverju. Er það nið­ur­lægj­andi fyrir karl­mann að vera kall­aður kona, eða staf­aði van­líð­anin ein­fald­lega af því að rangt var farið með nafn mitt? Hvernig hefði mér liðið ef það hefði staðið „Kon­ráð Her­manns­son“? Ég á mjög erfitt með að segja til um hversu óþægi­legt það sé í sam­an­burði við hitt. Innra með mér hefur farið fram freudískt sam­tal á milli hinna mis­mun­andi hliða sjálfs­ins. „Sæll, Frum­hvata-­Kon­ráð, Rök­hugs­un­ar­-­Kon­ráð hér. Af hverju finnst þér óþægi­legt að vera kall­aður dóttir en ekki son? Er eitt­hvað að því að vera kona?“ Þessi umræða stendur enn yfir og hefur ekki skilað nið­ur­stöðu.

Fyr­ir­sögn þessa pistils er fengin úr dönsku­tíma sem ég sat ein­hvern tím­ann í fyrnd­inni, þegar nem­end­urnir voru fengnir til að semja ein­faldar máls­greinar á dönsku og bekkj­ar­fé­lagi minn smíð­aði þessa. Öðrum, þar á meðal mér, þótti hún fyndin í ein­fald­leika sínum en mér fannst hún vera nið­ur­lægj­andi. Aft­ur: Af hverju? Það er ekk­ert verra að vera kona en karl. Ég virð­ist hafa brotið niður þessa for­dóma innra með mér að mörgu leyti með karl­manns­vesk­inu mínu og því að pissa sitj­andi, en það situr enn eftir ein­hver dólgur sem vill ekki láta bjóða sér að kven­gera sig. Til að hjálpa Rök­hugs­un­ar­-­Kon­ráði í þess­ari bar­áttu við Frum­hvata-­Kon­ráð óskaði ég vin­sam­lega eftir því að villan í nafn­inu mínu yrði end­ur­vakin í til­efni þessa pistils. Gjörið þið svo vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None