Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sjö eftirminnilegustu stórmót íslenska handboltalandsliðsins

2831143119_5e9350fb3e_z.jpg
Auglýsing

Íslensk þjóð mun taka hand­bolta­sótt síðar í dag þegar hand­boltalands­liðið hefur leik á enn einu stór­mót­inu. Árum saman hefur svita­böðuð hóp­glíman lyft íslensku sam­fé­lagi uppúr skamm­deg­inu og dæg­ur­þras­inu í jan­úar og þjappað því saman á bak­við lið­ið, sem aldrei er kallað neitt annað en „strák­arnir okk­ar“.

Kjarn­inn rifjar af þessu til­efni upp nokkrar eft­ir­minni­legar loka­keppnir og ólymp­íu­leika sem hand­boltalands­liðið hefur tekið þátt í. Keppnir sem annað hvort skildu eftir jákvæðar minn­ingar eða súrt bragð í munni.

Ólymp­íu­leik­arnir í Los Ang­eles 1984



Ís­lenska lands­liðið komst fyrst á Ólymp­íu­leika árið 1972, þegar þeir voru haldnir í München í Þýska­landi. Næst komst lið­ið, nokkuð óvænt, inn á leik­anna í Los Ang­eles 1984. Ástæðan var sú að Sov­ét­ríkin og nokkrar aðrar Aust­ur-­Evr­ópu­þjóðir drógu lið sín til baka. Þar náði það sjötta sæti, sem var langt yfir vænt­ing­um.

Umfjöllun úr Morgunblaðinu um frammistöðu liðsins í Los Angeles. Umfjöllun úr Morg­un­blað­inu um frammi­stöðu liðs­ins í Los Ang­el­es.

Auglýsing

 

Olymp­íu­leik­arnir í Seoul 1988



Liðið komst á aðra Ólymp­iu­leika sína í röð. Stefnt var á verð­launa­sæti en það gekk ekki eft­ir. Liðið hans Bogdans Kowalczyk olli miklum von­brigðum og end­aði í átt­unda sæti. Fyrir vikið þurfti liðið að fara í B-keppn­ina í Frakk­landi nokkrum mán­uðum síðar til að vinna sér inn sæti á HM 1990 í Tékk­landi.

Umfjöllun úr Morgunblaðinu um handboltalandsliðið sem lék í Seoul 1988. Umfjöllun úr Morg­un­blað­inu um hand­boltalands­liðið sem lék í Seoul 1988.

B-keppnin 1989



Þrátt fyrir von­brigðin í Seoul átti Ísland frá­bært hand­boltalið á níunda ára­tugnum án þess að það skil­aði neinum verð­launum á alþjóða­vett­vangi. Þ.e. þangað til að það kom að B-keppni heims­meist­ara­móts­ins í Frakk­landi árið 1989. Þá small allt og liðið vann Pól­verja í úrslit­um. Og hlaut sín fyrstu alþjóð­legu verð­laun.

 

Ísland vann B-keppnina í Frakklandi 1989. Svona leit forsíða íþróttablaðs Morgunblaðsins út daginn eftir. Ísland vann B-keppn­ina í Frakk­landi 1989. Svona leit for­síða íþrótta­blaðs Morg­un­blaðs­ins tveimur dögum síð­ar­.

Ólymp­íu­leik­arnir í Barcelona 1992



Í þriðja skiptið í röð komst hand­boltalands­liðið á Ólymp­íu­leika. Þremur dögum fyrir setn­ingu leik­anna var til­kynnt að Júgóslavíu yrði meinuð þátt­taka og Íslend­ingum boðið að hlaupa í skarð­ið. Vænt­ingar voru því ekki mikl­ar. Liðið stóð sig hins vegar vonum fram­ar, náði í und­an­úr­slit og end­aði í fjórða sæti eftir tap gegn Frökkum í brons­leikn­um. Þetta var, á þeim tíma, besti árangur íslenska liðs­ins á stór­móti í hand­bolta.

 

Ísland tapaði fyrir Samveldinu í undanúrslitum og mætti Frökkum í leik um þriðja sætið. Ísland tap­aði fyrir Sam­veld­inu í und­an­úr­slitum og mætti Frökkum í leik um þriðja sæt­ið.

Evr­ópu­mótið árið 2002



Nokkrir af bestu hand­bolta­mönnum Íslands­sög­unnar voru farnir að draga vagn­inn í lands­lið­inu á þessu móti. Guð­jón Valur Sig­urðs­son var í vinstra horn­inu, Dagur Sig­urðs­son á miðj­unni og Ólafur Stef­áns­son í hægri skytt­unni. Ísland vann bæði und­an- og milli­riðil sinn áður en liðið tap­aði fyrir Svíum í und­an­úr­slit­um. Strák­arnir mættu svo Dönum í leik um þriðja sætið sem tap­að­ist líka. Fjórða sætið því stað­reynd. Eft­ir­minni­leg­asti leik­ur­inn úr þess­ari keppni var samt örugg­lega jafn­tefl­is­leikur við hið firna­sterka lið Frakka, sem lauk 26-26.

https://www.youtu­be.com/watch?v=zsC9­SYJke7I

 

Silfur á Olýmpí­leikum í Pekíng 2008



Ís­lenska mik­il­mennsku­brjál­æðið sem tröll­reið öllu á árunum fyrir hrun taldi sig hafa fengið stað­fest­ingu á genat­ískum yfir­burðum okkar sem yfir­burð­ar­þjóð þegar „stórasta land í heimi“ komst í úrslita­leik­inn á Ólymp­íu­leik­unum í Pekíng 2008, rétt rúmum mán­uði áður en íslenska efna­hags­kerfið lagð­ist á hlið­ina. Liðið spil­aði stór­kost­lega, Ólafur Stef­áns­son gaf stór­kost­leg við­töl og besta hand­boltalið sem Ísland hefur átt upp­skar loks verð­laun á stór­móti. Tekið var á móti silf­ur­hetj­unum eins og bylt­ing­ar­leið­tog­um, fálka­orðan hengd í alla sem komu nálægt lið­inu utan nudd­ar­ans og stjórn­mála­menn duttu nán­ast um hvern annan þegar þeir voru að reyna að eigna sér hlut í „­strák­unum okk­ar“. Ógleym­an­legt, á svo margan hátt.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Yzzz­azinUJg

Brons á EM í Aust­ur­ríki 2010



Tveimur árum eftir silfur­æv­in­týrið var stemn­ingi í íslensku sam­fé­lagi aðeins önnur en í ágúst 2008. Efna­hags­hrun og afleið­ingar þess gerðu það að verkum að þjóðin þurfti lyfti­stöng. Hand­boltalands­liðið sá um hana. Mótið fór fram í Aust­ur­ríki og enn komust Íslend­ingar í und­an­úr­slit, þar sem firna­sterkir Frakkar flengdu liðið 36-28. Í leiknum um þriðja sætið var hins hins vegar allt annað upp á ten­ingnum og þriggja marka sigur á Pól­verjum tryggði verð­skuldað brons.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Q2xl4hreMsM

 

Til að hita upp fyrir leik­inn á eftir er ekki úr vegi að rifja upp­...

 

https://www.youtu­be.com/watch?v=UnSQS1XqCjg

Áfram Ísland!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None