Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Stóra fréttin er stríðsyfirlýsing Sigmundar Davíðs

sigmundur.jpg
Auglýsing

Leið­rétt­ingin á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum hefur verið kunn­gjörð. Almenn­ingur veit núna hvað kom upp úr pakk­an­um. Það var óvænt gleði í ein­hverjum til­vik­um, von­brigði fyrir aðra og fyr­ir­sjá­an­legt hjá sum­um. Heilt yfir er aðgerðin öll for­dæma­laus, eins og stjórn­völd hafa raunar sagt sjálf. Hún felur í sér ójöfn tæki­færi fólks, til langrar fram­tíð­ar, í boði rík­is­sjóðs. Ég hefði sjálfur kosið að nýta hverja krónu sem fæst úr banka­skatt­inum til þess að lækka skuldir rík­is­sjóðs, en stjórn­völd ákváðu að fara þessa leið. Það þarf að virða. Þetta er ekk­ert í fyrsta skipti sem stjórn­mála­menn gera eitt­hvað, sem manni finnst ein­kenni­legt, með féð í rík­is­sjóði.

Brodd­flugan



Annað atriði finnst mér líka mik­il­vægt: Það er mjög gott fyrir íslenskt sam­fé­lag, og stjórn­völd, að það fari fram mjög gagn­rýn­in, hörð og beitt umræða um þessi mál þegar aðgerð­inni er hrint í fram­kvæmd. Þessi aðgerð mun hafa bæði mikil skamm­tíma­á­hrif og líka mikil lang­tíma­á­hrif sömu­leið­is, eins og stjórn­völd hafa raunar sagt, og þess vegna er þörf á því að öllum steinum sé velt við. Fjöl­miðlar voru eins og við­hlæj­endur fyrir hrun bank­anna og voru eðli­lega gjör­sam­lega trausti rúnir eftir hrun­ið. Frá árinu 2002 til 2008, á sex ára tíma­bili, var allt fjár­mála­kerfið einka­vætt, hámark­s­í­búða­lán hækkuð í 100 pró­sent um tíma, sem var gjör­sam­lega glóru­laust, og banka­kerfið marg­fald­að­ist að stærð sam­hliða mestu efna­hags­bólu sög­unn­ar, bara svo eitt­hvað sé nefnt. Umræða um þetta tíma­bil var aldrei nægi­lega gagn­rýn­in, held ég að sé almennt við­ur­kennt. Skell­ur­inn kom svo að lok­um. Það er mik­ilvægt að þau mis­tök fjöl­miðl­ana verði ekki gerð aft­ur. Stjórn­völd eiga að finna fyrir því að brodd­fluga gagn­rýn­innar hugs­unar er á sveimi og til­búin að stinga á kýlum þegar þau sjást. Þannig finnst mér eðli­legt að sé tekið á leið­rétt­ing­unni út frá sjón­ar­hóli blaða­mennsk­unn­ar. Ekki bara til þess að upp­lýsa og velta upp ólíkum sjón­ar­miðum í aðdrag­anda, á meðan og í kjöl­far þess að aðgerð­inni er hrint í fram­kvæmd, heldur til þess að byggja vörður til að fara eftir í fram­tíð­inni. Sögu­legt yfir­lit fyrir rök­ræðu þjóð­ar­innar um þetta risa­mál.

Stóru frétt­ina í atburðum síð­ustu daga finnst mér að finna í skila­boð­unum sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra er að senda innan úr hafta­bú­skapnum til sjóð­ana sem eiga kröfur í búa bank­anna og raunar einnig kröfur á fleiri fyr­ir­tæki. Þessi ráð­stöf­un, áður en dóms­mál hafa verið til lykta leidd, er aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem stigin verða á næst­unni og tengj­ast afnámi og rýmkun fjár­magns­haft­anna, að því er Sig­mundur Davíð greindi frá í grein í Morg­un­blað­inu í gær. Þetta er merki­legt.

Rök­rétt fram­hald



Í mínum huga er þetta rök­rétt fram­hald af póli­tísku lífi Sig­mundar Dav­íðs. Það hófst með óvæntum sigri á lands­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins 18. jan­úar 2009, fyrir bráðum sex árum. Hann hefur síðan farið eins og storms­sveipur um póli­tískt lands­lag og hefur yfir sér áru ólík­inda­t­óls. And­stæð­ingar hans ná engu taki á hon­um, og sumir bein­línis hræð­ast hann. Svo eru líka hópar sem bæði elska hann og hata hann. En hann hefur alltaf orðið ofan á hingað til. Með leið­rétt­ing­unni tókst honum að ryðja Sjálf­stæð­is­flokknum frá sér og koma bar­áttu­máli sínu í gegn, þvert á stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Kraum­andi and­staða er við þetta mál meðal hægri manna í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem reyndar má deila um hversu margir eru í reynd.

Sig­mundur Davíð finnst mér vera að boða upp­gjör við kröfu­hafa í bú föllnu bank­anna, sem hefur það að mark­miði að hámarka verð­mæti fyrir Ísland og íslenska rík­ið. Þessir 80 millj­arðar sem fóru í leið­rétt­ing­una verða aðeins lít­ill hluti heild­ar­á­vinn­ings­ins af því upp­gjöri. Hugs­an­lega eigum við eftir að sjá pen­inga fara í nýjan spít­ala, jarð­göng og ýmsar inn­viða­fjár­fest­ingar til við­bót­ar, áður en langt um líð­ur. Pen­inga­legar stærðir eru á þeim skala, taldar í hund­ruðum millj­arða króna. Ég hugsa að þetta sé mark­mið Sig­mundar Dav­íðs. Að fara í stríð við kröfu­haf­ana, með full­vissu um að laga­legur réttur til aðgerða gegn þeim, innan fjár­magns­hafta, sé Íslandi í hag. Hann sýndi það í Ices­a­ve-­mál­inu að þetta er hann til­bú­inn að gera - ólíkt Bjarna Bene­dikts­syni. Aug­ljós­lega gæti þetta verið nún­ings­punktur milli stjórn­ar­flokk­anna á næst­unni.

Auglýsing

Þó leið­rétt­ingin birt­ist almenn­ingi sem upp­spretta gleði eða pirr­ings í dag og á næst­unni, þá er hún líka að sumu leyti stríðs­yf­ir­lýs­ing. Fyrsta stóra skrefið í póli­tísku stríði Sig­mundar Dav­íðs gegn sjóð­unum í kröfu­hafa­hópnum sem með sönnu má segja, að haldi Íslandi í gísl­ingu hafta­bú­skap­ar, meðan mál slita­bú­anna eru óleyst. Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með því stríði og póli­tískum afleið­ingum þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None