Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sumarið sem sýndi alþjóðakerfið hverfa

kristrun-heimis.jpg
Auglýsing

Sjö sumrum eftir að fjár­mála­kerfi heims­ins byrj­aði að riða er sum­arið 2014 orðið jafn afhjúp­andi á bresti þeirra alþjóða­stofn­ana sem und­an­far­inn manns­aldur hafa staðið undir kerfi lög­mætra og frið­samra sam­skipta ríkja og sum­arið 2007 varð afhjúp­andi um alþjóð­legt gang­virki pen­ing­anna.

Við lítum á það sem sjálf­sagða hluti að geta gert hvaða við­skipti sem er með íslenskum greiðslu­kortum í útlönd­um, að sitja örugg í breið­þotum þótt fyrir neðan sé barist á evr­ópsku landi og að vondu kallar heims­ins tapi alltaf – því ríki sem séu „eins og við“ eigi sig­ur­inn ætíð vís­an.

Sum­arið hefur sýnt okkur tóma­rúm sem nær víðar og ristir dýpra en það sem kalda stríðið skildi eftir sig. Með öðrum orð­um: Nú á í vök að verj­ast sú alþjóða­skipan sem reis eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina af við­leitni nýs alþjóða­sam­fé­lags til að reisa sið­menn­ingu úr rústum alræð­i­svæð­ing­ar, árás­ar­stríða, útrým­ing­ar­búða og kjarn­orku­vopna­beit­ing­ar.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/44[/em­bed]

Á árunum eftir 1945 urðu til alþjóða­stofn­an­irnar SÞ, AGS, NATO, Norð­ur­landa­ráð, Evr­ópu­ráðið með Mann­rétt­inda­sátt­mála sinn og dóm­stól og efna­hags­banda­lagið sem nú heitir Evr­ópu­sam­band­ið. Við lok kalda stríðs­ins gekk Rúss­land í Evr­ópu­ráðið eins og önnur ríki hins horfna Var­sjár­banda­lags og „stækk­unin til aust­urs“ varð í raun lýs­ing á frið­sam­legri útbreiðslu frelsis og stjórn­ar­skrár­bund­ins lýð­ræðis um alla Evr­ópu.

En hafi vestrið „unn­ið“ kalda stríðið og fyllst sjálfs­trausti til að beita heimslög­reglu­valdi á Balkanskaga og Mið-Aust­ur­löndum á sl. 20 árum er tími þess sjálfs­trausts nú lið­inn. Og hafi kjör Baracks Husseins Obama 2008 eða arab­íska vorið sem hófst 2010 fyllt margt fólk bjart­sýni um lýð­ræð­is- og frið­ar­tíð alþýðu dróg­ust tjöldin snemma fyrir þann glugga gull­inna tæki­færa.

Ein hættan sem jafnan stafar af fjár­mála­kreppum er að af þeim leiði stríðs­á­tök. Hin trausta vissa hverfur og í stað­inn kemur tóma­rúm. Mér verður ávallt minn­is­stætt hvernig Jean Claude Trichet, þá banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, tók til orða á vor­fundi AGS í Was­hington vorið 2011 „að nú steðj­aði mesta hætta að Evr­ópu frá lokum síð­ari heims­styrj­ald­ar“. Mörgum fannst tveimur árum síðar hættan liðin hjá en slíkar við­var­anir ræt­ast sjaldn­ast bók­staf­lega heldur í annarri útgáfu – senni­lega vegna þess að sam­spil orsaka­sam­heng­is, atburða­rásar og tíma er flókn­ara en nokkur mann­leg spá­dóms­gáfa nær fullum tökum á.

Í ágúst 2008 hófst stríð í Evr­ópu milli Georgíu og Rúss­lands. Ótti ríkja eins og Eist­lands og ann­arra við Eystra­salt var mik­ill en gleymd­ist snar­lega þegar banka­hrun yfir­tóku alla athygli innan við mán­uði frá því að vopna­hlé var samið. Nú er stríðið í Úkra­ínu með Rúss­land sem virkan þátt­tak­anda gengið svo langt að far­þega­þota er skotin nið­ur, hund­ruð manna drepin og það eitt að safna saman jarð­neskum leifum og greftra reyn­ist alþjóða­sam­fé­lag­inu nán­ast um megn. Af hverju?

Í lok des­em­ber 2008 hófust stríðs­að­gerðir Ísra­els á Gaza-­strönd­inni og lauk í jan­úar með ein­hliða vopna­hléi. Ísra­els­her beitti hern­að­ar­legri yfir­burða­stöðu og fjöl­margir almennir borg­arar voru drepn­ir. Skorður sem SÞ, Banda­ríkin og fleiri settu Ísr­ael þá voru sýni­lega nógu rammar til að setja aðgerð­inni mörk í tíma og skot­mörk­um. Nú er aftur herjað á Gaza og 72 klukku­stunda vopna­hlé, sem til­kynnt var af utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, virðir Ísr­ael ekki heldur gerir árás innan tveggja stunda. Skólar Sam­ein­uðu þjóð­anna reyn­ast við­var­andi skot­mörk. Að setja Ísr­ael mörk alþjóða­laga reyn­ist stofn­unum og stór­veldum sem það vilja gera um megn. Af hverju?

Upp­gjör hruns­ins og efna­hag­skrepp­unnar felur í sér á alþjóða­vísu að herj­andi ríki meta ekki ein­ungis hvaða hættur steðji að þeim í varn­ar­skyni heldur hversu langt þau geti gengið óáreitt í sókn­ar­skyni. Stór­skuld­sett ríki í póli­tískri kreppu missa vægi á alþjóða­vett­vangi.

Hér á Íslandi ná fjöl­miðlar alls ekki að miðla því hvernig Rússar og Ísra­els­menn sjá sig sjálf né hvernig for­ystu­fólk þess­ara ríkja skil­greinir mark­mið sín í opin­berri umræðu heima fyr­ir. Af þessu þarf að segja frétt­ir.

Ung­verja­land er dæmi um land sem átti um margt sam­eig­in­leg örlög með Íslandi í hrun­inu. Ríkin fóru jafn­snemma til Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins og í báðum löndum varð gjald­mið­ils­hrun til þess að skekkja hroða­lega fast­eigna­lán ein­stak­linga tekin í erlendum gjald­miðli. Viktor Urban, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, er feimn­is­laus fas­isti á valda­stóli í hjarta Evr­ópu, hann styður Pútín og gefur lýð­ræð­is­­kerfi evr­ópskra stofn­ana eins og það leggur sig langt nef. Kreppan sanni að þetta kerfi dugi ekki, þjóð­ríkin þurfi sterk­ari stjórn til að verj­ast efna­hags­á­föll­um. Orð­ræða Urbans er berg­mál frá þriðja ára­tugnum og hann vill vera banda­maður Pútíns.

Á sama tíma minnkar líka lýð­ræð­is­legur stuðn­ingur við þetta kerfi sem fas­ist­inn Urban hafnar og það hvert sem augað eyg­ir. Orð­ræða Urbans um ónýtt kerfi sem hafi ekki ráðið við hag­stjórn­ina og fjár­mála­valdið getur virkað til rök­stuðn­ings hvaða stefnu sem er. Vörum okkur á því!

Alþjóða­lög og skipan byggð á þeim hefur afar sjaldan reynst jafn veik og á þessu sumri. Ísland sem eitt fámenn­asta full­valda ríki heims, eitt af fáum her­lausum aðild­ar­ríkjum SÞ, varið af jað­ar­stöðu sinni um aldir – þarf að vakna til vit­undar um áhrif alls þessa á sig og stöðu sína í heims­þorp­inu. Hingað til lands hefur ekki komið banda­rískur utan­rík­is­ráð­herra frá því fyrir banka­hrun. Hins vegar kom kín­verski Seðla­banka­stjór­inn í sér­staka heim­sókn. Þegar Ísland tók sjálft við fullu for­ræði á eigin vörnum sum­arið 2007 létu Rússar strax reyna á hvar mörk loft­helg­innar yrðu sett með skipu­legu flugi orr­ustu­þotna upp að land­inu. Pól­verjar lán­uðu okkur hins vegar pen­inga haustið 2008 – um leið og Fær­ey­ingar og án skil­yrða. Al-T­hani fjöl­skyldan í Katar hafði í senn áhuga á íslenskum bönkum og póli­tískum lyk­il­hlut­verkum t.d. bæði í Líb­íu­stríð­inu 2011 og inn­byrðis átökum Palest­ínu­manna.

Meðan öllu þessu fer fram er Ísland án heild­stæðrar utan­rík­is­stefnu. Á hvað hyggj­umst við treysta næst þegar á reyn­ir?

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None