Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Tæknispá fyrir 2015: Sýndarveruleiki og peningar

hjalli.png
Auglýsing

Ég hef stund­um dundað mér við að skoða sér­stak­lega ríkj­andi strauma og stefnur í tækni­málum og gera "tækni­spá" fyrir kom­andi ár með áherslu á Ísland. Þetta er auð­vitað til gam­ans gert meira en nokkuð ann­að, en skerpir hugs­anir manns og hug­myndir sem síðan getur nýst í leik og starfi í fram­hald­inu.

Spáin í fyrra birt­ist einmitt í Kjarn­anum og heppn­að­ist nokkuð vel, þó - og þá sér­stak­lega þegar - ég segi sjálfur frá. Sumt gekk að nokkru eða öllu leyti eft­ir. Annað ætla ég engu að síður að halda mig við þó ef til vill hafi sumt reynst ganga hægar en ég hélt fram. Face­book mun til dæmis koma fram með greiðslu­lausn á árinu, ann­ars má ég hundur heita!

Að því sögðu eru hér nokkur atriði sem ég hef trú á að muni setja mark sitt á tækni­geir­ann á Íslandi á árinu 2015:

Auglýsing

Sýnd­ar­veru­leiki:



Næsta útgáfa af sýnd­ar­veru­leika­bún­aði er að líta dags­ins ljós. Það er býsna erfitt að lýsa því fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu sterkt þessi tækni grípur mann. Hljóð- og mynd­gæði eru orðin slík að heil­inn gleymir fljótt að ekki er um raun­veru­leik­ann að ræða og taf­ar­laust við­bragð við hreyf­ingum höf­uðs og lík­ama því sem næst full­komnar blekk­ing­una. Nokkrir fram­leið­endur munu að öllum lík­indum setja sýnd­ar­veru­leika­græjur á almennan markað á þessu ári. Oculus Rift, sem hóf sögu sína á Kickstarter, en var keypt af Face­book á árinu sem leið á tvo millj­arða banda­ríkja­dala, setti að mörgu leyti tón­inn hér og er með mjög lof­andi tækni, en Sony er þeim skammt að baki og Sam­sung nálg­ast mark­að­inn á tals­vert annan hátt með áherslu á þráð­lausa tækni.

Oculus Rift Oculus Rift setti að mörgu leyti tón­inn fyrir sýnd­ar­veru­leika­græjur. Fyr­ir­tækið var keypt af Face­book á árinu sem leið á tvo millj­arða banda­ríkja­dala.

 

Það er eng­inn vafi í mínum huga að þessi tækni verður komin í mjög almenna notkun innan 3-5 ára, þó erfitt sé að spá um það nákvæm­lega hversu hraður vöxt­ur­inn verð­ur­.Eins og með flesta nýja tækni þarf áhuga­vert efni og lausnir til að nýta tækn­ina og sýna hvað í henni býr. All­nokkur íslensk nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eru þegar farin að prófa sig áfram á þessu sviði. CCP greip Oculus Rift báðum höndum mjög snemma. Val­kyrie leik­ur­inn sem þeir útbjuggu og byggir á EVE Online heim­inum er með vin­sæl­ustu sýni­for­ritum fyrir þessa tækni nú þeg­ar. Nokkur sprota­fyr­ir­tæki hafa líka þegar litið dags­ins ljós á Íslandi sem vinna með þessa tækni og má ætla áhuga­verðra hluta frá þeim á árinu. Þar á meðal eru Sól­far, Mure (sem nýlega fékk fjár­mögnun frá Eyri) og Aldin. Ég spái því að við eigum eftir að heyra mikið af þessum fyr­ir­tækjum á síð­ari hluta árs­ins þegar nær dregur almennri dreif­ingu á þessum nýju sýnd­ar­veru­leika­lausn­um.

Raun­tíma­vinnsla:



Hafi síð­ustu ár verið ár gríð­ar­gagna (e.„Big Data"), þá eru þau næstu ár raun­tíma­vinnslu á þessum gögn­um. Tölvu­kerfi, allt frá stjórn­kerfum vinnslu­lína í mat­væla­fyr­ir­tækjum yfir í við­skipta­kerfi fjár­mála­mark­aða fram­leiða gríð­ar­legt magn gagna. Hingað til hefur verið nógu krefj­andi að ná að grípa þessi gögn og greina þau svo og vinna úr þeim eftir á. Eftir því sem tækn­inni til þess fleygir fram og reikni­getan verður meiri - í takti við lög­mál Moores - er að verða raun­hæfur kostur að vinna úr þessum gögnum og bregð­ast við í raun­tíma, jafn­vel með sjálf­virkum hætti.

Þetta mun hafa í för með sér bætta þjón­ustu, aukna fram­leiðni og færri glötuð tæki­færi í hvers kyns fram­leiðslu, sölu og þjón­ustu. Þetta svið hefur hlotið nafnið Oper­ational Intelli­g­ence, sem nefna mætti "rekstr­ar­greind" upp á íslensku. Að minnsta kosti eitt íslenskt sprota­fyr­ir­tæki - Act­i­vity Str­eam - hefur þegar náð umtals­verðum árangri á þessu sviði og lík­legt að fram­sækin íslensk fyr­ir­tæki munu byrja að huga að rekstr­ar­greind­ar­lausnum þegar á þessu ári.

Sprota­geir­inn fær fjár­magn:



Þetta er nán­ast end­ur­tekn­ing á spá­dómi fyrra árs, en með vax­andi árangri íslenskra sprota­fyr­ir­tækja er loks­ins útlit fyrir að umtals­vert fjár­magn fari að leita í nýsköp­un­ar­geir­ann. Annað væri eig­in­lega frá­leitt. Líf­eyr­is- og fjár­fest­inga­sjóðir innan fjár­magns­hafta geta varla haldið áfram að blása í fast­eigna- og hlut­bréfa­bólur inn­an­lands án þess að ein­hverjum verði á end­anum litið til þeirra stóru - en sann­ar­lega áhættu­sömu - ávöxt­un­ar­mögu­leika sem liggja í hrað­vaxt­ar­fyr­ir­tækjum með alþjóð­legar áhersl­ur. Þarna eru meira að segja tæki­færi til að kom­ast - að minnsta kosti óbeint - í tekjur og sölu­hagnað í erlendri mynt!

Frá alda­mótum hefur ekki verið um auð­ugan garð að gresja í fjár­mögn­un­ar­kostum fyrir sprota- og vaxta­fyr­ir­tæki og und­an­farin miss­eri má segja að þar hafi verið nær alger þurrð þegar fjár­þörfin er komin yfir fáa tugi millj­óna króna

Frá alda­mótum hefur ekki verið um auð­ugan garð að gresja í fjár­mögn­un­ar­kostum fyrir sprota- og vaxta­fyr­ir­tæki og und­an­farin miss­eri má segja að þar hafi verið nær alger þurrð þegar fjár­þörfin er komin yfir fáa tugi millj­óna króna. Nú er raun­veru­lega útlit fyrir að það breyt­ist. Nokkrir aðilar hafa verið að und­ir­búa stofnun áhættu­fjár­fest­inga­sjóða, hvern þeirra af stærð­argráðunni 4-5 millj­arðar króna. Ég spái því að tveir af þessum hópum nái mark­miði sínu og verði þá þar með tveir stærstu sjóðir af slíku tagi sem settir hafa verið upp á Íslandi. Þetta mun breyta nýsköp­un­ar­lands­lag­inu veru­lega og gera íslenskum frum­kvöðl­unm kleift að reyna sínar hug­myndir hraðar og ákveðnar en hingað til hefur tíðkast.Sí­fellt fleiri aðilar í þessum geira eru líka að ná að mynda sterk tengsl við erlenda fjár­festa, bæði í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Slík tengsl geta undið hratt upp á sig ef vel gengur og eru all­mörg dæmi um að nýsköp­un­ar­klasar hafi mynd­ast hér og þar í heim­inum í kringum eitt eða tvö sprota­fyr­ir­tæki sem náð hafa árangri og þar með beint kast­ljósi og tengslum "heim".

Plain Vanilla leggur allt und­ir:



Spútnik­fyr­ir­tækið Plain Vanilla stendur í ströngu þessa dag­ana. Eins og fram hefur komið allt frá því að fyr­ir­tækið tók inn stóra fjár­mögnun frá heims­þekktum fjár­festum í lok árs 2013, stefnir fyr­ir­tækið á að breyta spurn­inga­leiknum vel heppn­aða - QuizUp - í sam­fé­lags­net sem tengi saman fólk með sam­eig­in­leg áhuga­mál. Ef þeim tekst við­líka vel til með þessa umbreyt­ingu og þeim tókst með mark­að­færslu leiks­ins í upp­hafi getur þetta verið ótrú­lega stórt tæki­færi.

Þorsteinn B. Friðriksson er framkvæmdastjóri Plain Vanilla og Ýmir Örn Finnbogason fjármálastjóri fyrirtækisins. Þor­steinn B. Frið­riks­son er fram­kvæmda­stjóri Plain Vanilla og Ýmir Örn Finn­boga­son fjár­mála­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Áhættan er mik­il, en það sem reynt er við er af svip­uðu tagi og það sem Instagram, Snapchat eða WhatsApp hefur áður tekist: að ná með sterkum hætti til tuga eða jafn­vel hund­ruða millj­óna manna. Tak­ist það - sem auð­vitað er langt í frá gefið - mun „Thor" hugs­an­lega í alvöru standa frammi fyrir því að þurfa að svara spurn­ing­unni hvort hann sé til í að selja fyr­ir­tækið fyrir millj­arð doll­ara (spólið á ca. 4:10 í mynd­band­in­u). Lík­lega hefur ekk­ert íslenskt sprota­fyr­ir­tæki áður staðið frammi fyrir jafn stóru tæki­færi. Til að þetta gangi upp þarf ekki bara frá­bæra útfærslu, fram­úr­skar­andi mark­aðs­setn­ingu og sterka eft­ir­fylgni, heldur líka heil­mikla heppni. Þetta mun allt spil­ast út með ein­hverjum hætti núna á árinu og verður veru­lega spenn­andi að fylgj­ast með.

Íslend­ingar læra alþjóð­lega sölu og mark­aðs­setn­ingu:



Það sem háð hefur flestum íslenskum tækni­fyr­ir­tækjum í gegnum tíð­ina er mark­viss og góð sölu- og mark­aðs­starf­semi. Mörg þeirra hafa verið með glimr­andi góðar hug­mynd­ir, fína tækni, pakkað þeirri tækni inn sem ágætum vörum en síðan klikkað alger­lega á sölu- og mark­aðs­starf­inu. Mér skilst reyndar að þetta sé að sumu leyti til­fellið í sjáv­ar­út­veg­inum líka og margir sem telja að þar sé hægt að gera miklu bet­ur, þó þar sé þetta starf auð­vitað allt ann­ars eðl­is. Núna erum við hins vegar að læra þetta - og það hratt. Og það er allt að ger­ast í gegnum ferða­manna­iðn­að­inn. Fyr­ir­tæki í þeim geira, allt frá flug­fé­lög­unum Icelandair og WOW niður í smáa ferða­þjón­ustu­að­ila eru að ná býsna góðum tökum á mark­aðs­setn­ingu á leit­ar­vélum og sam­fé­lags­miðlum og sölu í gegnum vef­inn.Það verður ómet­an­legt þegar þessi þekk­ing fer að leita á önnur - og að sumu leyti gjöf­ulli - mið og íslensk fyr­ir­tæki í tækni­geir­an­um, þar sem fram­legðin getur verið marg­falt meiri, fara að njóta krafta þeirra sem nú eru að læra þessi fræði "hands on" í ferða­geir­an­um. Þetta mun nýt­ast íslenskum tækni­fyr­ir­tækjum vel, sér­stak­lega þeirri gerð tækni­fyr­ir­tækja sem einmitt eru ef til vill best til þess fallin að vera með stóran hluta eða jafn­vel alla sína starf­semi á Íslandi, það er hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækja á ein­stak­lings- eða smá­fyr­ir­tækja­mark­aði sem veita þjón­ustu sína alfarið yfir netið (e. SaaS).

Já, sann­ar­lega áhuga­vert ár framundan í íslenska tækni­heim­in­um. Gleði­legt tækni­ár, 2015.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None