Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Þýskaland nú, Palestína þá - og síðan...

audur-jons.jpg
Auglýsing

Víða í Berlín má sjá gylltar plötur greyptar í gang­stétt­ina. Þessar litlu plötur eru áletraðar með nöfn­um, fæð­ing­ar- og dán­ar­dægri fórn­ar­lamba helfar­ar­inn­ar. Hver plata er minn­is­varði um mann­eskju sem var leidd út af heim­ili sínu, þar sem platan er stað­sett, og færð í útrým­ing­ar­búð­ir, og yfir­leitt má lesa úr upp­lýs­ing­unum að við­kom­andi hafi verið myrtur skömmu síð­ar, jafn­vel örfáum dögum eftir hand­tök­una. Í nágrenni mínu má sjá þessar plötur fyrir framan mörg hús og oft­ast nær geng ég hugs­un­ar­laust fram­hjá þeim. En stundum verður eitt­hvað til þess að maður staldrar við og les mikla sögu úr tölu­stöf­un­um.

Barna­morðin í Palest­ínuÁ sumum stöðum hafa heilu stór­fjöl­skyld­urnar verið leiddar út í dauð­ann, jafn­vel allt upp í þrjár kyn­slóð­ir: öldruð hjón, yngri hjón og börn. Ég rakst á slíka sögu um dag­inn. Ein á gangi í þrúg­andi hita­bylgju að reyna að losna við myndir úr huga mér af dánum börnum í Palest­ínu. Fyrr um morg­un­inn hafði ég límst við net­ið, líkt og þrá­hyggju­sjúk­lingur sem getur ekki stillt sig um að end­ur­taka óþægi­lega upp­lifun aftur og aft­ur. Eins og svo oft áður hafði mér fund­ist ég skyldug til að smella á hverja ein­ustu frétt um barna­morðin í Palest­ínu, þó ekki væri nema til að leggja mitt af mörkum til að halda þeim á lista yfir mest lesnu frétt­inar og lengja þar með líf­tíma þeirra. Afleið­ing­arnar voru þær að ég gat varla litið á barnið mitt án þess að klökkna og til þess að vera í húsum hæf greip ég til þess ráðs að labba beint af augum um stund.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_21/52[/em­bed]

Spurn­ing um stað og stund

Auglýsing

Brátt kom ég að húsi þar sem að minnsta kosti tíu plötur voru greyptar í stétt­ina með örlitlu milli­bili, hver og ein eins og átak­an­leg fyr­ir­sögn á net­inu. Ég gat ekki annað en stað­næmst til að lesa þessar gömlu en þó tíma­lausu fréttir af örlögum fólks og í þessu til­finn­inga­næma ástandi sortn­aði mér fyrir augum að sjá að þarna höfðu systk­ini verið leidd út í dauð­ann, annað ell­efu ára stelpa, hitt tíu ára strák­ur.

Skyndi­lega var hryll­ing­ur­inn svo nálæg­ur, svo allt­um­lykj­andi. Þessar tvær útrým­ing­ar­her­ferðir á fólki eru auð­vitað nátengdar í sögu­legum skiln­ingi. Og önnur þeirra er að ger­ast núna en á öðrum stað en ég bý, í beinni útsend­ingu fyrir okkur sam­tíð­ar­fólk fórn­ar­lambanna; hin átti sér stað áður en ég fædd­ist en á staðnum þar sem ég bý núna.

Hvað vitið þið?Mér varð hugsað til leik­rits sem ég sá fyrir nokkrum árum hér í Berlín þar sem ungt fólk frá Palest­ínu, Þýska­landi og Ísr­ael túlk­aði fjöl­skyldu­sögur sín­ar, tengsl þess­ara þjóða í sög­unni og áhrif þeirrar blóð­ugu orsaka­keðju. Hug­hrifin af sýn­ing­unni voru þau að ofbeldi leiði af sér meira ofbeldi. Ég man að nokkrir áhorf­endur grétu þegar henni lauk og gam­all maður í áhorf­enda­salnum hróp­aði á ungu leik­ar­ana: Hvað vitið þið?

Mér skild­ist að þessi gamli maður hefði verið í útrým­ing­ar­búð­um, þar af leið­andi gæti eng­inn í salnum sett sig í spor hans. En ég efast samt ekki um að ungu leik­ar­arnir hafi vitað óþægi­lega mikið um ofsa­fengið ofbeldið sem býr í mann­eskj­unni.

Veru­leiki sam­landa okkarÉg hrökk upp úr þessum vanga­veltum þegar á að giska tíu ára stelpa hjólaði yfir minn­is­skjöld­inn um jafn­aldra sína. For­eldrar hennar fylgdu hlæj­andi á eftir henni svo ég flýtti mér að labba áfram.

Þegar heim kom las ég að Sveinn Rúnar Hauks­son, læknir og helsti tengiliður Íslend­inga við fólkið í Palest­ínu, hefði misst kæran vin í spreng­ingu. Jafn­framt las ég stutt við­tal við íslenskan skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ing, konu sem er stödd í Palest­ínu að reyna eftir fremsta megni að bjarga börnum með lífs­hættu­lega áverka. Hún sagði frá þriggja ára stúlku með brotna kjálka og þriggja ára dreng sem hefði misst fót­inn og minnt­ist líka á börnin sem dóu áður en þau náðu á skurð­ar­borð­ið.

Barna­morðin eru ekki fjar­læg­ari veru­leiki en svo að sam­landar okkar upp­lifa sárs­auk­ann með íbúum Palest­ínu.

Rán­fugl í Rúss­landiÞar sem mann­eskjan býr lúrir geggj­unin ávallt handan við hornið og þess vegna má aldrei gleyma vægi sannrar frétta­mennsku. Vinur Sveins Rún­ars, Ali Abu Afrash, lést ásamt fleirum, m.a. blaða­manni frá AP, þegar hann reyndi að aftengja sprengju ásamt fjöl­miðla­hópi sem var að afla upp­lýs­inga um sprengjur Ísra­els­manna. Ali Abu starf­aði fyrir Doha Center for Media Freedom og aðstoð­aði nor­ræna frétta­menn við að afla upp­lýs­inga. Menn á borð við hann fórna lífi sínu til að upp­fræða umheim­inn, vanir því að auð­valds­menguð heims­pressan telji það heims­frétt þegar fjögur börn frá Ísr­ael deyja en sjálf­sagðan hvers­dags­við­burð að börn í Palest­ínu deyi, eins og Noam Chom­sky benti á.

Á sama tíma heyrir maður um afbak­aðar fréttir í Rúss­landi af skotárásinni á far­þega­þot­una frá Mala­ysian Air, fréttir sem eiga að fegra Pútín í augum sam­landa sinna með, að manni skil­st, ágætis árangri. Stað­reyndin er þó sú að Pútín vomir yfir Evr­ópu eins og rán­fugl sem bíður fær­is. Færis á hverju?

Það er erfitt að segja meðan við höldum áfram að smella á Fólk í fréttum til að missa ekki geð­heils­una yfir óþægi­legri frétt­um.

Fjórða valdiðTæki­fær­issinnuð blaða­mennska er óvirð­ing við alla þá sem hafa lát­ist þegar stríðs­haukum hefur tek­ist að heila­þvo almenn­ing með því að afskræma grunn­gildi lýð­ræð­is­rík­is, til dæmis fjórða vald­ið. Tæki­fær­issinnuð blaða­mennska er í mínum huga fjöl­mið­ill sem er snið­inn þröngur stakkur sér­hags­muna og eign­ar­halds, sama hverrar teg­undar þeir hags­munir kunna að vera.

Kannski er ekk­ert til sem heitir óhlut­dræg frétta­mennska en fjöl­miðlar þurfa að vera fag­legir og for­sendur þeirra aug­ljósar um leið og þeir eru áræðn­ir, leit­andi og frum­leg­ir. Þeir þurfa að benda okkur á það sem okkur hug­kvæm­ist ekki sjálfum að gúggla á net­inu og hjálpa okkur að öðl­ast grein­ar­góða mynd af veru­leik­anum í öllum sínum marg­slungnu og oft mót­sagna­kenndu mynd­um, án þess að lita hann litum eig­enda sinna. Frjálsir og öfl­ugir fjöl­miðlar bjarga okkur frá okkur sjálf­um.

Krafta­verkið Kjarn­innTil að lýð­ræð­is­ríki fún­keri sóma­sam­lega þarf fyrst og fremst frjálsa og fag­lega fjöl­miðla. Sem íbúar í sam­fé­lagi þjóð­anna höfum við enga afsökun til að gera ekki þá kröfu til þeirra, þeir eiga jú að vernda hags­muni barn­anna okkar jafnt sem barna heims­ins.

Á milli fyrri heims­styrj­ald­ar­innar og þeirrar síð­ari leið ekki miklu lengri tími en á milli seinni heims­styrj­ald­ar­innar og fæð­ingar minn­ar, þó að mér finn­ist þessi stríð svo fjarri mér. Frið­ur­inn er aðeins and­ar­tak, aðeins spurn­ing um stund og stað, ef við erum óheppin með annað hvort ræður geggj­unin ríkj­um. Helsta vörn mann­kyns er upp­lýs­ing­ar, vand­aðar frétta­skýr­ingar og hetju­störf fjöl­miðla­fólks úti um allan heim sem hættir öllu sínu dag­lega til að vinna að eilífum minn­is­varða um ofbeldi, rit­skoð­un, þjóð­ar­morð, póli­tískt mis­ferli, vald­níðslu, við­skipta­sam­særi, hryðju­verk, pynt­ing­ar, umhverf­is­spjöll og sér­hags­muna­gæslu. Að sama skapi stuðla vold­ugir fjöl­miðlar í höndum hags­muna­að­ila að tor­tím­ing­unni, þó að í mis­miklum mæli sé.

Og þá að kjarna máls­ins! Með þess­ari hug­leið­ingu vil ég óska hinum þarfa og hug­um­djarfa fjöl­miðli Kjarn­anum til ham­ingju með eins árs afmæl­ið. Heilt ár í lífi óháðs fjöl­mið­ils er krafta­verk.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None