Mörg einkennismerki hafa verið hönnuð þannig að þau innihalda falin skilaboð, og mörg þeirra eru meira að segja ansi sniðug. Sagan á bakvið FedEx einkennismerkið er fræg, en ef þú hefur ekki lesið hana, lestu þá þetta. En einkennismerki FedEx er alls ekki eina einkennismerkið sem inniheldur falin skilaboð, hér að neðan eru nokkur dæmi.
Einkennismerki Frakklandshjólreiðanna, eða Tour de France, er sniðugt. Þar má sjá hjólreiðamann út úr bókstöfunum U og R og guli hnötturinn, sem margir hafa viljað meina að sé sól, er reiðhjóladekk.
Margir hafa eflaust gætt sér á Toblerone súkkulaði án þess að gefa einkennismerki súkkulaðsins mikinn gaum. Í merki Toblerone er nefnilega að finna dansandi björn. Sérðu hann?
Einkennismerki Sony Vaio fartölvanna samanstendur af rafmagnsbylgju og tölustöfunum 1 og 0, til að merkja stafræna miðlun.
Einkennismerki samfélagsmiðilsins Pinterest inniheldur teiknibólu í upphafi merkisins, enda markmiðið að festa á spjald sniðuga hluti sem notendur miðilsins finna á veraldarvefnum.
Í einkennismerki Gillette rakvélaframleiðandans má sjá hvernig bókstafirnir G og I hafa verið skorin beitt, til að sýna fram á nákvæman rakstur.
FedEx póstdreifingafyrirtækið skartar snjöllu einkennismerki. Þar má sjá ör á milli bókstafanna E og X til að tákna hreyfingu og dýnamík fyrirtækisins.
Dekkjaframleiðandinn Continental skartar heldur látlausu einkennismerki. En þegar betur er að gáð mynda bókstafirnir C og O dekk.
Tölvufyrirtækið Cisco var stofnað í San Francisco, og þaðan er nafn fyrirtækisins dregið. Auk þess má sjá hvernig lóðréttu línurnar í einkennismerkinu eiga að standa fyrir hina sögufrægu brú Golden Gate.
Ískeðjan Baskin Robbins stærir sig af 31 bragðtegund. Tölunni 31 hefur verið listillega smeygt inn í einkennismerki fyrirtækisins.
Gula örin undir einkennismerki Amazon nær frá A til Z til að undirstrika vöruúrval smásölurisans. Þá hefur örin verið beygði lítillega þannig að hún virkar eins og bros.