Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10 – Réttarhöld í sögunni

miloo.png
Auglýsing

Þau eru fjöl­mörg rétt­ar­höldin sem hafa skipt sköpum í gegnum tíð­ina. Í til­efni páska tók Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur saman lista yfir topp tíu rétt­ar­höldin í sög­unn­i. 

1. Nurem­berg rétt­ar­höldin

Nurem­berg, 1946

Auglýsing


Eftir seinni heims­styrj­öld­ina ákváðu banda­menn að draga leið­toga nas­ista fyrir sér­stakan dóm­stól til að svara fyrir þennan mesta hild­ar­leik sög­unn­ar. Reyndar var um mörg rétt­ar­höld að ræða en þau fræg­ustu voru haldin yfir 24 æðstu mönnum rík­is­ins sem ennþá voru á lífi. Robert Ley framdi sjálfs­morð fyrir rétt­ar­höldin og Her­mann Gör­ing eftir að dómur féll. Auk þess var réttað yfir Martin Bor­mann í fjar­veru hans en hann var þá þegar lát­inn. Ákæran á hendur þeim var sam­særi um að spilla heims­friði, að heyja árás­ar­stríð, stríðs­glæpir og glæpir gegn mann­kyni (hug­tak sem þangað til var nán­ast óþekkt). Sak­born­ing­arnir báru fyrir sig að þeir hafi verið að fylgja skip­unum og köll­uðu rétt­ar­höldin rétt­læti sig­ur­vegar­anna. Það fór þó þannig að 4 af þeim voru sýkn­að­ir, 7 fengu langa fang­els­is­dóma og 12 af þeim voru dæmdir til dauða og hengdir 16. októ­ber sama ár.

2. Jóhanna af Örk

Rou­en, 1431



Jóhanna af Örk hafði leitt Frakka úr von­lausri stöðu í hund­rað ára stríð­inu. Hún var þó tekin til fanga af Búrg­und­um, banda­mönnum Eng­lend­inga. Frakka­kon­ungur borg­aði ekki lausn­ar­gjald og því var réttað yfir henni af enskum kirkju­dóm­stól. Eng­lend­ingar höfðu verið nið­ur­lægðir af ólæsri bænda­stúlku og því hlaut eitt­hvað meira að liggja að baki. Hún var kærð fyrir gald­ur, trú­villu og að ganga í karl­manns­föt­um. Yfir­heyrsl­urnar stóðu lengi yfir en hún ját­aði aldrei. Undir lok rétt­ar­hald­anna mætti hún í karl­manns­föt­um, að sögn til að verja sig frá kyn­ferð­is­legu áreiti varð­anna, og þótti það bera merki um sekt henn­ar. Hún var dæmd trú­vill­ingur og brennd lif­andi í Rouen 30. maí sama ár. Eitt helsta meist­ara­verk leik­stjór­ans Carls Dreyer er La Passion de Jeanne d´Arc frá árinu 1928, mynd sem byggð var á rétt­ar­skjöl­un­um.



still-of-maria-falconetti-in-the-passion-of-joan-of-arc-(1928)-large-picture

3. Moskvu­rétt­ar­höldin

Moskva, 1936-1938



Rétt­ar­höldin voru sýnd­ar­mennska frá A til Ö, notuð til að rétt­læta aftökur og for­dæm­ingu á óvinum eða rétt­ara sagt hugs­an­legum óvinum Jós­efs Stalíns. Millj­ónir manna fór­ust í hreins­unum Stalíns úr öllum stéttum sam­fé­lags­ins og enn fleiri voru send í þrælk­un­ar­búðir í Síber­íu. Ein­ungis topp­arnir voru dregnir fyrir rétt. Þeir voru ákærðir fyrir að vinna gegn bylt­ing­unni og sov­éskum gild­um, morð, morð­til­raun­ir, njósnir og land­ráð. Meðal sak­born­inga voru Buk­har­in, Rykov, Zinovi­ev, Kamenev og Radek o.fl. Þetta voru „gömlu bols­hevík­arn­ir“, valda­klíkan í kringum Vla­dimír Lenín að und­an­skildum Stalín sjálf­um. Ein­ungis þeir sem ját­uðu skil­yrð­is­laust og þóttu minnsta ógnin „sl­uppu“ með Síber­íu­vist. Lang­flestir voru dæmdir til dauða og skotnir á innan við sól­ar­hring frá dóms­upp­kvaðn­ingu.

4. Roe vs Wade

Was­hington, 1971-1973



Málið sner­ist um gölluð og úrelt fóst­ur­eyð­ing­ar­lög í Texas­fylki Banda­ríkj­anna. Sækj­and­inn var ung þunguð kona, Norma McCor­vey (Jane Roe í máls­gögn­um) sem á end­anum átti barnið og gaf til ætt­leið­ing­ar. Hún kom þó aldrei í rétt­ar­sal heldur ein­ungis lög­fræð­ingar hennar sem höfðu leitað eftir slíku máli. Málið leit­aði alla leið til hæsta­réttar í Was­hington sem á end­anum dæmdi Roe í hag og upp frá því hafa fóst­ur­eyð­ingar verið lög­legar í Banda­ríkj­un­um. Málið klauf þjóð­ina í tvennt. Talað er um Pro-Choice ef fólk styður óskil­yrtan rétt til fóst­ur­eyð­inga og Pro-Life ef fólk hafnar hon­um. McCor­vey sjálf hefur snú­ist yfir í seinni hóp­inn og seg­ist sjá eftir mál­sókn­inni.



tumblr_lfg6dvMWSF1qzr6zyo1_500

5. Oscar Wilde

London, 1895



Oscar Wilde var einn virt­asti rit­höf­undur og leik­rita­skáld síns tíma. Hann átti í ást­ar­sam­bandi við son mark­greifans af Queens­berry sem lík­aði það illa. Hann kall­aði Wilde „sódó­míta“ á leik­sýn­ingu og Wilde brást við með því að höfða meið­yrða­mál. Það reynd­ist þó feigð­ar­för því að Wilde var vissu­lega sam­kyn­hneigður og upp komst um fyrri ást­ar­sam­bönd hans. Hann var hand­tek­inn og ákærður fyrir kyn­villu. Málsvörn hans fólst í því að sam­band hans við karl­menn­ina hafi verið and­legt en ekki kyn­ferð­is­legt. Kvið­dóm­ur­inn gat ekki komið sér saman og því þurfti önnur rétt­ar­höld. Sá kvið­dómur sak­felldi Wilde og hann var dæmdur til tveggja ára þrælk­un­ar­vinnu. Þar skrif­aði hann eitt af sínum fræg­ustu verk­um, De Profundis (Úr djúp­un­um).

6. Slobodan Milos­evic

Haag, 2002-2006



Milos­evic hrakt­ist frá völdum í Serbíu og var loks fram­seldur til aþjóða stríðs­glæpa­dóm­stóls­ins, sak­aður um stríðs­glæpi og þjóð­ar­morð í átök­unum í Bosníu í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. Hann neit­aði aftur á móti að við­ur­kenna lög­sögu dóm­stóls­ins og varði sig sjálf­ur. Rétt­ar­höldin dróg­ust á lang­inn og loks lést hann úr hjarta­á­falli í fanga­klefa sínum áður en nið­ur­staða fékkst. Seinna ályktaði dóm­stóll­inn að Serbar væru ekki beinir ger­endur að þjóð­ar­morð­inu í Bosníu en hefðu brugð­ist því að koma í veg fyrir það og hefðu ekki sýnt sam­vinnu við að koma þeim seku til rétt­læt­is. Þó að Milos­evic hafi ekki verið dæmdur sýndu rétt­ar­höldin þó að alþjóða­sam­fé­lagið hafði burði til að draga fyrrum þjóð­höfð­ingja til saka fyrir glæpi þeirra í starfi.



milosevic

7. Gali­leo Gali­lei

Róm, 1633



Gali­leo var einn af merk­ustu og fræg­ustu vís­inda­mönnum end­ur­reisn­ar­inn­ar. Það voru þó ekki hans eigin kenn­ingar sem komu honum í klandur heldur kenn­ingar prúss­neska stjörnu­fræð­ings­ins Nicolaus Copern­icus. Kenn­ingin var sú að jörðin snú­ist í kringum sól­ina en ekki öfugt. Þetta stang­að­ist harka­lega á við kenn­ingar kirkj­unnar um að jörðin væri mið­punktur alheims­ins. Því var hann í tvígang dreg­inn fyrir róm­verska rann­sókn­ar­rétt­inn. Hann var fund­inn sekur um trú­villu, verk hans voru bönnuð og hann sjálfur settur í stofu­fang­elsi. Gali­leo, sem var tæp­lega sjö­tug­ur, hætti þó ekki að vinna að vís­indum en lof­aði að kenna ekki framar það sem stang­að­ist á við kenn­ingar kirkj­unn­ar. Það var ekki fyrr en á 20. öld sem kirkjan við­ur­kenndi mis­tök sín og hreins­aði nafn Gali­leos.

8. Ted Bundy

Miami, 1979



Ted Bundy var einn af alræmd­ustu fjöldamorð­ingjum Banda­ríkj­anna en hann myrti að minnsta kosti 30 konur á ein­ungis fjórum árum. Hann var einnig kyn­ferð­is­lega brenglaður nauð­gari og nárið­ill. Glæpi sína framdi hann í mörgum fylkjum en það var í Flór­ída sem hann var ákærður fyrir árás á nokkrar stúlkur úr Florida State háskól­an­um. Tvær af þeim lét­ust og Bundy stóð því frammi fyrir dauða­refs­ingu. Rétt­ar­höldin sjálf voru stór­merki­leg. Þetta var í fyrsta skipti sem rétt­ar­höldum var sjón­varpað og nokkur hund­ruð manna alþjóð­legur fjöl­miðla­her fylgd­ist grannt með. Bundy varði sig sjálfur og ein­hvern veg­inn fór hann að því að eign­ast tölu­vert marga aðdá­end­ur, aðal­lega kven­kyns. Topp­ur­inn á bil­un­inni var þegar hann gifti sig í rétt­ar­salnum í miðri vitna­leiðslu. Hann var dæmdur til dauða og í kjöl­farið ját­aði hann á sig ótal morða. Hann var tek­inn af lífi með raf­magns­stól árið 1989.



article-2412873-1BA4A735000005DC-811_634x412

9. Sókrates

Aþena, 399 f.Kr



Einn fræg­asti heim­spek­ingur allra tíma var sak­aður um trú­villu og að spilla æsk­unni með óæski­legum kenn­ing­um. Það sem stóð í raun að baki ákærunni var valda­bar­átta innan Aþenu. Sókrates þótti styðja ólýð­ræð­is­leg öfl og talað gegn þáver­andi vald­höfum í borg­inni. Hann var orð­inn sjö­tugur en hafði ennþá tölu­verðan áhrifa­mátt og marga fylg­is­menn. 500 dóm­endur kusu um afdrif hans í leyni­legri kosn­ingu. 280 kusu sekt en 220 sak­leysi. Sækj­endur vildu fá dauða­dóm en Sókrates stakk upp á fjár­sekt sem læri­sveinar hans buð­ust til þess að greiða. Dóm­endur kusu fyrri kost­inn og Sókrates var neyddur til þess að drekka bikar fullan af eitri. Málið var tekið fyrir af alþjóð­legri nefnd  í Aþenu árið 2012 og réttað upp á nýtt. Sókrates var sýkn­aður í það skiptið því að atkvæði féllu jöfn.

10. Apa­rétt­ar­höldin

Dayton, Tenn­essee, 1925



Mennta­skóla­kenn­ar­inn John Scopes var feng­inn til að játa það á sig að hafa kennt nem­endum sínum þró­un­ar­kenn­ingu Darwins í rík­is­reknum skóla. Það stríddi gegn lögum Tenn­es­eefylkis á þeim tíma. Rétt­ar­höldin voru þó meira gjörn­ingur til að koma smá­bænum Dayton á kort­ið. Sak­sókn­ar­inn var William Jenn­ings Bryan, sem í þrí­gang var for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins, en hann lést örfáum dögum eftir rétt­ar­höld­in. Verj­and­inn var Clarence Dar­row, mann­rétt­inda­fröm­uður og einn þekkt­asti lög­fræð­ingur lands­ins á þeim tíma. Bar­átta þeirra er goð­sagna­kennd og hefur mikið verið skrifað um hana. Scopes var dæmdur til fjár­sektar sem var svo felld nið­ur. En merki­legt nokk þá standa deil­urnar um þró­un­ar­kenn­ing­una ennþá yfir í Banda­ríkj­un­um.



Clarence Darrow og William Jennings Bryan. Darrow var lögmaður Scopes og Jennings Bryan sérfræðingur í Biblíunni sem saksóknari kallaði til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None