Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10: Undarlegar jólahefðir

christmas.png
Auglýsing

Jóla­hefðir eru ómissandi hluti af jóla­há­tíð­inni. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kaf­aði ofan í alþjóð­legar jóla­hefð­ir, og setti saman lista yfir tíu jóla­hefðir sem verða að telj­ast stórfurðu­leg­ar, sumar hverjar í það minnsta. En lík­lega þjóna þær þó til­gangi sín­um; að vekja gleði.

10. Ástr­alía



Jólin eru um hásumar í landi and­fætling­anna og jóla­hefðir þeirra bera keim af því. Ein helsta jóla­hefð Ástr­ala er að fara í pikknikk niður á strönd. Strend­urnar eru fullar af fólki. Fólk tekur með sér gervi­jóla­tré og jafn­vel bún­inga, skellir sér í sund og grillar rækj­ur. Auð­vitað eru brim­brettin ekki langt und­an. Í raun má segja að það sé eitt stórt jóla­partí á strönd­inni sem byrjar um það bil viku fyrir jóla­dag og endar ekki fyrr en á nýju ári. Stærsta partíið er á hinni geysi­vin­sælu Bondi strönd við Sydn­ey.

jol11

 

Auglýsing

9. Mexíkó



Í borg­inni Oaxaca í Mexíkó er á jól­unum haldin hátíð til heið­urs radís­um. Sér­lega færir útskurð­ar­meist­arar skera út radísur og annað rót­ar­græn­meti og verð­laun eru veitt fyrir fal­leg­asta útskurð­inn. Radís­urnar eru sér­stak­lega rækt­aðar fyrir keppn­ina, þ.e. þær eru látnar vaxa lengi í jörð­inni og fá þá oft óvenju­lega lög­un. Þessi hefð er rúm­lega ald­ar­gömul og í seinni tíð hefur þetta aukið virki­lega ferða­manna­straum­inn til borg­ar­inn­ar.

jol2

8. Þýska­land



Í Bæj­ara­landi á jóla­sveinn­inn hjálp­ar­sveina sem kall­ast Buttnmandl. Þeir eru nokk­urs konar púkar sem eru umvafðir strái og utan um þá miðja eða á bak­inu hanga kúa­bjöll­ur. Þeir hlaupa um og eru með mik­inn hávaða og eiga að hræða burtu illa anda og vekja móður nátt­úru úr svefni. Þeir eru samt einnig illir enda eru þeir púk­ar. Fólk sem fylgist með á að syngja helg­isöngva, biðja bænir og skvetta helgu vatni á þá til að flæma þá í burtu. Þetta er allt mjög rugl­ings­legt.

jol3

 

7. Banda­ríkin



Und­ar­leg­asta jóla­skraut sem til er er ábyggi­lega jólagúrk­an. Hún er ekki bara gúrka, heldur súr gúrka úr gleri, sem falin er á jóla­trénu. Sá sem finnur hana á að verða heppin fram að næstu jólum og sums staðar fær sá hinn sami gjöf að laun­um. Því hefur verið haldið á lofti að þetta sé æva­gömul þýsk hefð en fyrir því er eng­inn fót­ur. Að öllum lík­indum á þetta upp­runa sinn í amer­ísku versl­un­ar­keðj­unni Woolworths seint á 19. öld. Sér­stök jólagúrku­há­tíð er haldin í bænum Berrien Springs í Michigan fylki.

jol4

6. Spánn



Nánar til­tekið í Kata­lóníu og nær­liggj­andi svæðum er stillt upp helgi­myndum (styttum af fæð­ingu krists) eins og víð­ast hvar nema ávallt er Caganer lát­inn fylgja með. Caganer er klæddur hefð­bundnum kata­lónískum klæðum með rauða húfu........................og að kúka. Þessi hefð er alda­gömul og ástæður fyrir henni ekki alveg á tæru. Mögu­lega til þess að gefa fólki mennska teng­ingu við helgi­dóm­inn. Í dag þykir þetta mjög fyndið og seldar eru Caganer-­styttur af alls kyns frægu fólki.........að kúka.

jol5

5. Japan



Hvað er jóla­legra en bökkett af KFC með brúnni sósu og frönskum? Í um 40 ár hafa Jap­anir flykkst á veit­inga­staði ofurstans Sand­ers frá Kent­ucky á jól­unum til þess að borða saman djúp­steikan kjúkling.  Þessi hefð á rætur sínar í vel heppn­aðri aug­lýs­inga­her­ferð á átt­unda ára­tugnum sem kall­að­ist „Kurisumasu ni wa kentakki­i!“ Panta þarf borð með margra mán­aða fyr­ir­vara og boðið er upp á sér­stakan jóla­mat­seð­il, þar sem t.d. er hægt að fá kampa­vín. Jólin skipa ekki stóran sess í menn­ing­ar­lífi Jap­ans en fara þó stækk­andi.

jol6

4. Wales



Milli jóla og nýárs halda Wales-verjar upp á Mari Lwyd, gráu mer­ina. Þá klæða þeir sig í hvítt eða grátt lak, setja á sig haus­kúpu af hrossi, valsa um bæinn og syngja. Fjöldi fólks fylgir hverri meri. Þetta þykir eðli­legt. Bæði er hægt að syngja á ensku og vellsku. Þetta er forn­kelt­neskur sið­ur, lík­lega trú­ar­leg­ur, en upp­runinn er svo­lítið í móðu. Þetta lagð­ist nán­ast af á sein­ustu öld en hefur verið að koma sterkt inn aftur með vax­andi þjóð­ar­með­vit­und Wales-­búa.

jol7

3. Hol­land



Hol­lend­ingar eiga sinn jóla­svein og hann heitir Sinterkla­as. Hann á þjón sem kall­aður er Svarti Pétur eða Zwarte Piet. Hann er klæddur í 17. aldar föt, með krullað hár og svartur í fram­an. Sumir segja að hann sé Mári eða Eþíóp­íu­maður en aðrir að hann sé svartur í framan vegna sóts úr skor­steinum sem hann fær þegar hann og jóli gefa gjaf­ir. Hann gefur ein­ungis þægum börnum gjaf­ir. Óþekk börn flengir hann með kústi eða setur í poka og fer með til Spán­ar. Það þykir því einkar jóla­legt að setja upp black­face í Hollandi þó að það sé tabú víð­ast hvar ann­ars stað­ar.

jol8

2. Aust­ur­ríki



Krampus er nokk­urs konar Grýla Aust­ur­rík­is­manna. Nema hann er miklu hræði­legri og hann er alls ekki dauður eins og Grýla. Hann er með þykkan feld, hófa, horn og er eins og djöf­ull eða ófreskja í fram­an. Hann hræðir börn með því að klingja bjöllum og keðjum og gefur óþekkum börnum við­ar­spýtu í skó­inn. Sagt er að hann ræni verstu börn­un­um,  drekki þeim, étur þau  eða fer með þau beina leið niður í hel­víti. Þann 5. des­em­ber  er haldin sér­stök hátíð fyrir hann, Krampusn­acht, sem minnir meira á hrekkja­vök­una en jól­in.

jol9

1. Ka­ta­lónía



Jóla­drumbur­inn Tio de Nadal er kata­lónskur sið­ur. Fólk tekur venju­legan tré­drumb og málar á hann and­lit. Frá 8. des­em­ber og fram að jólum þarf að gefa honum að borða á hverjum degi og breiða yfir hann teppi svo honum verði ekki kalt. Á jóla­dag er drumbur­inn tek­inn og settur hálfur í eld­stæði, þar sem honum er skipað að kúka. Þetta er gert með því að lemja hann með prikum og syngja lög um drumbinn. Drumbur­inn kúkar svo ýmsum góð­gætum eins og sæl­gæti, hnetum og fíkj­um. Það sein­asta sem hann kúkar er svo síld og lauk­ur.

Eitt af lög­unum um drumbinn:

Caga tió,                                 kúk­aðu drumbur

caga tor­ró,                              kúk­aðu núggati,

avella­nes i mató,                    hesli­hnetum og mató-osti

si no cagues bé                      ef þú kúkar ekki vel

et daré un cop de bastó.        þá lem ég þig með priki

caga tió!                                  kúk­aðu drumbur!

 jol10

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None