Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10: Undarlegar jólahefðir

christmas.png
Auglýsing

Jóla­hefðir eru ómissandi hluti af jóla­há­tíð­inni. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kaf­aði ofan í alþjóð­legar jóla­hefð­ir, og setti saman lista yfir tíu jóla­hefðir sem verða að telj­ast stórfurðu­leg­ar, sumar hverjar í það minnsta. En lík­lega þjóna þær þó til­gangi sín­um; að vekja gleði.

10. Ástr­alíaJólin eru um hásumar í landi and­fætling­anna og jóla­hefðir þeirra bera keim af því. Ein helsta jóla­hefð Ástr­ala er að fara í pikknikk niður á strönd. Strend­urnar eru fullar af fólki. Fólk tekur með sér gervi­jóla­tré og jafn­vel bún­inga, skellir sér í sund og grillar rækj­ur. Auð­vitað eru brim­brettin ekki langt und­an. Í raun má segja að það sé eitt stórt jóla­partí á strönd­inni sem byrjar um það bil viku fyrir jóla­dag og endar ekki fyrr en á nýju ári. Stærsta partíið er á hinni geysi­vin­sælu Bondi strönd við Sydn­ey.

jol11

 

Auglýsing

9. MexíkóÍ borg­inni Oaxaca í Mexíkó er á jól­unum haldin hátíð til heið­urs radís­um. Sér­lega færir útskurð­ar­meist­arar skera út radísur og annað rót­ar­græn­meti og verð­laun eru veitt fyrir fal­leg­asta útskurð­inn. Radís­urnar eru sér­stak­lega rækt­aðar fyrir keppn­ina, þ.e. þær eru látnar vaxa lengi í jörð­inni og fá þá oft óvenju­lega lög­un. Þessi hefð er rúm­lega ald­ar­gömul og í seinni tíð hefur þetta aukið virki­lega ferða­manna­straum­inn til borg­ar­inn­ar.

jol2

8. Þýska­landÍ Bæj­ara­landi á jóla­sveinn­inn hjálp­ar­sveina sem kall­ast Buttnmandl. Þeir eru nokk­urs konar púkar sem eru umvafðir strái og utan um þá miðja eða á bak­inu hanga kúa­bjöll­ur. Þeir hlaupa um og eru með mik­inn hávaða og eiga að hræða burtu illa anda og vekja móður nátt­úru úr svefni. Þeir eru samt einnig illir enda eru þeir púk­ar. Fólk sem fylgist með á að syngja helg­isöngva, biðja bænir og skvetta helgu vatni á þá til að flæma þá í burtu. Þetta er allt mjög rugl­ings­legt.

jol3

 

7. Banda­ríkinUnd­ar­leg­asta jóla­skraut sem til er er ábyggi­lega jólagúrk­an. Hún er ekki bara gúrka, heldur súr gúrka úr gleri, sem falin er á jóla­trénu. Sá sem finnur hana á að verða heppin fram að næstu jólum og sums staðar fær sá hinn sami gjöf að laun­um. Því hefur verið haldið á lofti að þetta sé æva­gömul þýsk hefð en fyrir því er eng­inn fót­ur. Að öllum lík­indum á þetta upp­runa sinn í amer­ísku versl­un­ar­keðj­unni Woolworths seint á 19. öld. Sér­stök jólagúrku­há­tíð er haldin í bænum Berrien Springs í Michigan fylki.

jol4

6. SpánnNánar til­tekið í Kata­lóníu og nær­liggj­andi svæðum er stillt upp helgi­myndum (styttum af fæð­ingu krists) eins og víð­ast hvar nema ávallt er Caganer lát­inn fylgja með. Caganer er klæddur hefð­bundnum kata­lónískum klæðum með rauða húfu........................og að kúka. Þessi hefð er alda­gömul og ástæður fyrir henni ekki alveg á tæru. Mögu­lega til þess að gefa fólki mennska teng­ingu við helgi­dóm­inn. Í dag þykir þetta mjög fyndið og seldar eru Caganer-­styttur af alls kyns frægu fólki.........að kúka.

jol5

5. JapanHvað er jóla­legra en bökkett af KFC með brúnni sósu og frönskum? Í um 40 ár hafa Jap­anir flykkst á veit­inga­staði ofurstans Sand­ers frá Kent­ucky á jól­unum til þess að borða saman djúp­steikan kjúkling.  Þessi hefð á rætur sínar í vel heppn­aðri aug­lýs­inga­her­ferð á átt­unda ára­tugnum sem kall­að­ist „Kurisumasu ni wa kentakki­i!“ Panta þarf borð með margra mán­aða fyr­ir­vara og boðið er upp á sér­stakan jóla­mat­seð­il, þar sem t.d. er hægt að fá kampa­vín. Jólin skipa ekki stóran sess í menn­ing­ar­lífi Jap­ans en fara þó stækk­andi.

jol6

4. WalesMilli jóla og nýárs halda Wales-verjar upp á Mari Lwyd, gráu mer­ina. Þá klæða þeir sig í hvítt eða grátt lak, setja á sig haus­kúpu af hrossi, valsa um bæinn og syngja. Fjöldi fólks fylgir hverri meri. Þetta þykir eðli­legt. Bæði er hægt að syngja á ensku og vellsku. Þetta er forn­kelt­neskur sið­ur, lík­lega trú­ar­leg­ur, en upp­runinn er svo­lítið í móðu. Þetta lagð­ist nán­ast af á sein­ustu öld en hefur verið að koma sterkt inn aftur með vax­andi þjóð­ar­með­vit­und Wales-­búa.

jol7

3. Hol­landHol­lend­ingar eiga sinn jóla­svein og hann heitir Sinterkla­as. Hann á þjón sem kall­aður er Svarti Pétur eða Zwarte Piet. Hann er klæddur í 17. aldar föt, með krullað hár og svartur í fram­an. Sumir segja að hann sé Mári eða Eþíóp­íu­maður en aðrir að hann sé svartur í framan vegna sóts úr skor­steinum sem hann fær þegar hann og jóli gefa gjaf­ir. Hann gefur ein­ungis þægum börnum gjaf­ir. Óþekk börn flengir hann með kústi eða setur í poka og fer með til Spán­ar. Það þykir því einkar jóla­legt að setja upp black­face í Hollandi þó að það sé tabú víð­ast hvar ann­ars stað­ar.

jol8

2. Aust­ur­ríkiKrampus er nokk­urs konar Grýla Aust­ur­rík­is­manna. Nema hann er miklu hræði­legri og hann er alls ekki dauður eins og Grýla. Hann er með þykkan feld, hófa, horn og er eins og djöf­ull eða ófreskja í fram­an. Hann hræðir börn með því að klingja bjöllum og keðjum og gefur óþekkum börnum við­ar­spýtu í skó­inn. Sagt er að hann ræni verstu börn­un­um,  drekki þeim, étur þau  eða fer með þau beina leið niður í hel­víti. Þann 5. des­em­ber  er haldin sér­stök hátíð fyrir hann, Krampusn­acht, sem minnir meira á hrekkja­vök­una en jól­in.

jol9

1. Ka­ta­lóníaJóla­drumbur­inn Tio de Nadal er kata­lónskur sið­ur. Fólk tekur venju­legan tré­drumb og málar á hann and­lit. Frá 8. des­em­ber og fram að jólum þarf að gefa honum að borða á hverjum degi og breiða yfir hann teppi svo honum verði ekki kalt. Á jóla­dag er drumbur­inn tek­inn og settur hálfur í eld­stæði, þar sem honum er skipað að kúka. Þetta er gert með því að lemja hann með prikum og syngja lög um drumbinn. Drumbur­inn kúkar svo ýmsum góð­gætum eins og sæl­gæti, hnetum og fíkj­um. Það sein­asta sem hann kúkar er svo síld og lauk­ur.

Eitt af lög­unum um drumbinn:

Caga tió,                                 kúk­aðu drumbur

caga tor­ró,                              kúk­aðu núggati,

avella­nes i mató,                    hesli­hnetum og mató-osti

si no cagues bé                      ef þú kúkar ekki vel

et daré un cop de bastó.        þá lem ég þig með priki

caga tió!                                  kúk­aðu drumbur!

 jol10

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None