Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Frábærar ræður sem höfðu áhrif

1658.jpg
Auglýsing

Listin að geta talað fyrir framan fólk liggur ekki fyrir öll­um. Margir kunna og geta en lang flestir hafa ein­fald­lega ekki hæfi­leika í það. Svo eru aðeins örfáir sem búa yfir sér­sakri ræðu­snilli og fá tæki­færi á lífs­leið­inni að flytja ræðu sem virki­lega hefur áhrif á áheyr­end­ur. Kjarn­inn tók saman fimm frá­bærar ræður sem höfðu áhrif. Flestar eru fluttar við sér­stök til­efni þar sem spennan er mik­il, jafn­vel bar­átta upp á líf og dauða í algleym­ingi.

5. Spencer jarl minn­ist systur sinnar Díönnuhtt­p://www.youtu­be.com/watch?v=NOt­DI_coe2g

Ræða Spencers jarls við útför systur sinnar Díönnu prinsessu af Wales árið 1997 var sjón­varpað um allan heim. Spencer notar þung orð og stór lýs­ing­ar­orð þegar hann lýsir því hvernig hann telur gulu press­una í Bret­landi hafa átt þátt í dauða systur sinn­ar.

Eft­ir­minni­leg­ast úr ræð­unn­i: „It is a point to rem­em­ber that of all the iron­ies about Diana, per­haps the greatest was this - a girl given the name of the anci­ent godd­ess of hunt­ing was, in the end, the most hunted per­son of the modern age.“

Auglýsing

4. Hvað getur þú gert fyrir landið þitt?htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=x­E0iPY7XGBo

John F. Kenn­edy er án efa einn vin­sæl­asti for­seti Banda­ríkj­anna á 20. öld. Kenn­edy sór emb­ætt­is­eið í jan­úar árið 1961 og flutti í til­efni af því nokkuð langa ræðu sem átti stóran þátt í því að breyta með­vit­und ­Banda­ríkja­manna um þjóð­erni sitt og skyldur sínar gagn­vart land­inu. Kalda­stríðið var í algleym­ingi og bar­áttan við komm­ún­ismann átti eftir að harðna enn frekar og ná hámarki í Kúbu­deild­unni einu og hálfu ári síð­ar.

Eft­ir­minni­leg­ast úr ræð­unn­i: „My fellow Amer­icans: ask not what your country can do for you — ask what you can do for your country.“

3. Ríf­ið ­niður vegg­innhtt­p://www.youtu­be.com/watch?v=YtYdjbp­Bk6A

Ron­ald Reagan var síð­asti for­seti Banda­ríkj­anna til að berj­ast gegn hug­mynda­fræði Sov­ét­ríkj­anna í Kalda stríð­inu. Mikail Gor­bachev var þá aðali­rit­ari Komm­ún­ista­flokks­ins og hafði þegar sett fram umbóta­til­lögur á stöðn­uðum sam­fé­lögum Sov­ét­ríkj­anna. Ræða Reag­ans í Berlín 1987 var, strax eftir að hún var flutt, ekk­ert sér­stak­lega merki­leg ein og sér. En eftir að Berlín­ar­múr­inn féll í nóv­em­ber tveimur árum síðar hefur ræðan orðið eft­ir­minni­leg fyrir bar­átt­una gegn komm­ún­ism­an­um. Sumir ganga jafn­vel svo langt að segja að Reagan hafi rekið smiðs­höggið með fræg­ustu orðum ræð­unn­ar. Þýska dag­blaðið Bild vill enn fremur meina að ræðan hafi breytt heim­in­um.

Eft­ir­minni­leg­ast úr ræð­unn­i: „Mr. Gor­bachev, tear down this wall!“

2. Churchill biður um stuðn­ing Banda­ríkj­annahtt­p://www.youtu­be.com/watch?v=R95rjk_­nEI8

Win­ston Churchill, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands í seinni Heim­styrj­öld­inni, ávarp­aði sam­einað Banda­ríkja­þing í des­em­ber 1941 til að afla stuðn­ings við hernað banda­manna í Evr­ópu gegn Nas­istum og öxul­veld­un­um. Frank­lin D. Roos­evelt, Banda­ríkja­for­seti, hafði þremur vikum áður hafið þát­töku Banda­ríkj­anna í stríð­inu. Churchill biðl­aði til þings­ins um að vera „vopna­búr lýð­ræð­is­ins“ og full­yrti að öxul­veldin myndu ekki stöðva nein­staðar til ná sínu fram. Þjóð­verjar höfðu þá yfir­hönd­ina í stríð­inu en þátt­taka Banda­ríkj­anna gerði mikið fyrir bar­áttu banda­manna og stuðl­aði að lokum að fulln­að­ar­sigri 1945.

Eft­ir­minni­leg­ast úr ræð­unni: „Now we are masters of our own fate.“

1. Ákveðið að fara til Tungls­inshtt­p://www.youtu­be.com/watch?v=o­uR­bk­BA­OGEw

Tungl­kapp­hlaupið og þau áhrif sem það hefur haft á mann­kyns­sög­una og sam­fé­lag manna í dag verða seint mæld enda höfum við engan sam­an­burð, nema kannski það sam­fé­lag sem var fyrir árið 1969, þegar Neil Arm­strong steig fyrstur á yfir­borð Tungls­ins. Tækni­fram­far­irnar sem þessu fylgdu vor svo gríð­ar­legar og nán­ast er hægt að full­yrða að þessum texta væri ekki dreift yfir inter­netið ef ekki hefði verið fyrir ræðu John F. Kenn­edy á fót­bolta­velli í Texas 1962.

Þegar Kenn­edy komst til valda árið 1961 var það útbreiddur skiln­ingur Banda­ríkja­manna að Sov­ét­ríkin hefðu tekið fram úr þeim í geim­kapp­hlaup­inu. Nokkrum mán­uðum áður en Kenn­edy flutti ræð­una í Texas hafði honum tek­ist að sann­færa Banda­ríkja­þing um að veita NASA fé svo hægt væri að fara til Tungls­ins. For­set­inn geirn­elgdi þessa hug­mynd í þjóð­ina í Texas 1962.

Þegar JFK var skot­inn til bana í Dallas rúmu ári síðar var ekki aftur snú­ið. Þess vegna er þessi ræða svona merki­leg.

Eft­ir­minni­leg­ast úr ræð­unni: „We choose to go to the moon. We choose to go to the moon in this decade and do the other things, not because they are easy, but because they are hard, because that goal will serve to org­an­ize and mea­sure the best of our energies and skills, because that chal­lenge is one that we are will­ing to accept, one we are unwill­ing to post­po­ne, and one which we intend to win, and the others, too.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiTopp 5
None