Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Frábærar ræður sem höfðu áhrif

1658.jpg
Auglýsing

Listin að geta talað fyrir framan fólk liggur ekki fyrir öllum. Margir kunna og geta en lang flestir hafa einfaldlega ekki hæfileika í það. Svo eru aðeins örfáir sem búa yfir sérsakri ræðusnilli og fá tækifæri á lífsleiðinni að flytja ræðu sem virkilega hefur áhrif á áheyrendur. Kjarninn tók saman fimm frábærar ræður sem höfðu áhrif. Flestar eru fluttar við sérstök tilefni þar sem spennan er mikil, jafnvel barátta upp á líf og dauða í algleymingi.

5. Spencer jarl minnist systur sinnar Díönnu


http://www.youtube.com/watch?v=NOtDI_coe2g

Ræða Spencers jarls við útför systur sinnar Díönnu prinsessu af Wales árið 1997 var sjónvarpað um allan heim. Spencer notar þung orð og stór lýsingarorð þegar hann lýsir því hvernig hann telur gulu pressuna í Bretlandi hafa átt þátt í dauða systur sinnar.

Eftirminnilegast úr ræðunni: „It is a point to remember that of all the ironies about Diana, perhaps the greatest was this - a girl given the name of the ancient goddess of hunting was, in the end, the most hunted person of the modern age.“

4. Hvað getur þú gert fyrir landið þitt?


http://www.youtube.com/watch?v=xE0iPY7XGBo

Auglýsing

John F. Kennedy er án efa einn vinsælasti forseti Bandaríkjanna á 20. öld. Kennedy sór embættiseið í janúar árið 1961 og flutti í tilefni af því nokkuð langa ræðu sem átti stóran þátt í því að breyta meðvitund Bandaríkjamanna um þjóðerni sitt og skyldur sínar gagnvart landinu. Kaldastríðið var í algleymingi og baráttan við kommúnismann átti eftir að harðna enn frekar og ná hámarki í Kúbudeildunni einu og hálfu ári síðar.

Eftirminnilegast úr ræðunni: „My fellow Americans: ask not what your country can do for you — ask what you can do for your country.“

3. Rífið niður vegginn


http://www.youtube.com/watch?v=YtYdjbpBk6A

Ronald Reagan var síðasti forseti Bandaríkjanna til að berjast gegn hugmyndafræði Sovétríkjanna í Kalda stríðinu. Mikail Gorbachev var þá aðaliritari Kommúnistaflokksins og hafði þegar sett fram umbótatillögur á stöðnuðum samfélögum Sovétríkjanna. Ræða Reagans í Berlín 1987 var, strax eftir að hún var flutt, ekkert sérstaklega merkileg ein og sér. En eftir að Berlínarmúrinn féll í nóvember tveimur árum síðar hefur ræðan orðið eftirminnileg fyrir baráttuna gegn kommúnismanum. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að Reagan hafi rekið smiðshöggið með frægustu orðum ræðunnar. Þýska dagblaðið Bild vill enn fremur meina að ræðan hafi breytt heiminum.

Eftirminnilegast úr ræðunni: „Mr. Gorbachev, tear down this wall!“

2. Churchill biður um stuðning Bandaríkjanna


http://www.youtube.com/watch?v=R95rjk_nEI8

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í seinni Heimstyrjöldinni, ávarpaði sameinað Bandaríkjaþing í desember 1941 til að afla stuðnings við hernað bandamanna í Evrópu gegn Nasistum og öxulveldunum. Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseti, hafði þremur vikum áður hafið þáttöku Bandaríkjanna í stríðinu. Churchill biðlaði til þingsins um að vera „vopnabúr lýðræðisins“ og fullyrti að öxulveldin myndu ekki stöðva neinstaðar til ná sínu fram. Þjóðverjar höfðu þá yfirhöndina í stríðinu en þátttaka Bandaríkjanna gerði mikið fyrir baráttu bandamanna og stuðlaði að lokum að fullnaðarsigri 1945.

Eftirminnilegast úr ræðunni: „Now we are masters of our own fate.“

1. Ákveðið að fara til Tunglsins


http://www.youtube.com/watch?v=ouRbkBAOGEw

Tunglkapphlaupið og þau áhrif sem það hefur haft á mannkynssöguna og samfélag manna í dag verða seint mæld enda höfum við engan samanburð, nema kannski það samfélag sem var fyrir árið 1969, þegar Neil Armstrong steig fyrstur á yfirborð Tunglsins. Tækniframfarirnar sem þessu fylgdu vor svo gríðarlegar og nánast er hægt að fullyrða að þessum texta væri ekki dreift yfir internetið ef ekki hefði verið fyrir ræðu John F. Kennedy á fótboltavelli í Texas 1962.

Þegar Kennedy komst til valda árið 1961 var það útbreiddur skilningur Bandaríkjamanna að Sovétríkin hefðu tekið fram úr þeim í geimkapphlaupinu. Nokkrum mánuðum áður en Kennedy flutti ræðuna í Texas hafði honum tekist að sannfæra Bandaríkjaþing um að veita NASA fé svo hægt væri að fara til Tunglsins. Forsetinn geirnelgdi þessa hugmynd í þjóðina í Texas 1962.

Þegar JFK var skotinn til bana í Dallas rúmu ári síðar var ekki aftur snúið. Þess vegna er þessi ræða svona merkileg.

Eftirminnilegast úr ræðunni: „We choose to go to the moon. We choose to go to the moon in this decade and do the other things, not because they are easy, but because they are hard, because that goal will serve to organize and measure the best of our energies and skills, because that challenge is one that we are willing to accept, one we are unwilling to postpone, and one which we intend to win, and the others, too.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiTopp 5
None