Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Við erum klárari en þið, borgið!

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Des­em­ber er mán­uður friðar og kær­leika. Hann er líka sá mán­uður sem fjár­mála­geir­inn gerir vana­lega vel við sjálfan sig.

Nú er staðan á Íslandi fremur skökk og skrýt­in. Fjár­mála­kerfið hrundi nán­ast í heild sinni og ríkið þurfti að end­ur­reisa það með handafli. Þess utan þurfti að múra upp fjár­magns­höft til að koma í veg fyrir að fár­veiki gjald­mið­ill­inn okkar dræp­ist alveg. Honum er haldið á lífi með inn­gripum í æð.

Þrátt fyrir að fjár­mála­kerfið hafi verið end­ur­reist með því að taka eignir úr þrota­búum fall­inna banka og færa þær með handafli yfir á nýjar kenni­töl­ur, Þrátt fyrir að íslenska ríkið þyrfti að dæla vel á annað hund­rað millj­arða króna inn í end­ur­reistu bankana, þrátt fyrir að nýju kenni­tölur þeirra séu reknar með rík­is­á­byrgð á inn­stæð­um, þrátt fyrir að stóru nýju bank­arnir hafi fengið sam­eig­in­lega 90 pró­sent plús mark­aðs­hlut­deild í vöggu­gjöf, þrátt fyrir þorri tekna þeirra komi af því að sýsla með, og hækka virði á, þeim eignum sem fylgdu þeim úr góð­ær­is­bönk­unum og þrátt fyrir að gjald­eyr­is­höftin geri það að verkum að sam­keppni á banka­mark­aði er nán­ast engin þá finnst íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum fullt til­efni til að starfs­menn þeirra fái hærri laun, kaupauka og bónusa.

Auglýsing

Eyði­merk­ur­gangan búin

Starfs­menn í fjár­mála­þjón­ustu, hjá líf­eyr­is­sjóðum og í vátrygg­inga­starf­semi hafa upp­lifað mest ­launa­skrið allra eftir hrun. Laun þeirra hækk­uðu um 11,2 pró­sent í fyrra og vísi­tala launa þeirra hækk­aði sam­tals um 29 pró­sent á árunum 2009 til 2012. Á meðan að restin af sam­fé­lag­inu var hvött til þess af stjórn­völdum að sýna sam­taka­mátt og sætta sig við hnign­andi lífs­kjör hækk­uðu laun þessa hópa um tæpan þriðj­ung.

Það er svo­lítið eins og árið 2013 hafi loks verið árið sem fjár­mála­geir­inn taldi sig hafa gætt kurt­eis­is­legrar hóf­semi nægi­lega lengi. Hann var búinn með sína eyði­merk­ur­göngu venju­legra kjara. Nú var tím­inn til að slá í.

Rík­is­banki gefur völdum hópi verð­mæti

Þetta byrj­aði allt með því þegar starfs­menn Lands­bank­ans fengu gef­ins 4,7 millj­arða króna hlut í bank­anum síð­asta sum­ar. Sú gjöf var sam­þykkt af fyrri rík­is­stjórn sem kenndi sig við vinstri. Henni fannst í fínu lagi að semja um að tveggja pró­senta hlutur í rík­is­bank­anum rynni í vasa rík­is­starfs­manna í stað sam­eig­in­legra sjóða. Lands­bank­inn er nefni­lega, án nokk­urs vafa, rík­is­banki. Fyrir utan þann hlut sem starfs­mönnum var gefin á ríkið rest­ina af hlutafé hans. Af mörgu gölnu sem átt hefur sér stað á Íslandi eft­ir­hrunsár­anna hlýtur þessi gjöf að vera ein sú allra galn­asta.

Á sama tíma hefur Lands­bank­inn tekið til hliðar tæp­lega 50 millj­ónir króna til að „leið­rétta“ laun for­stjóra síns aft­ur­virkt. Hvað veldur því að hann eigi skilið að fá meira borgað en til dæmis for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, sem er jafn mik­ill rík­is­for­stjóri og hinn? Hvers vegna eru ekki öll laun starfs­manna í Lands­bank­anum eftir BHM-­taxta og hækkuð í nákvæmum takti við kjara­samn­inga? Hefði Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, staðið sig betur með þrjár millj­ónir króna á mán­uði en með eina? Ef já, hvernig og af hverju?

End­ur­koma kaupauka­kerfa

Skömmu síðar kom fram að Íslands­banki hefði inn­leitt kaupauka­kerfi sem nái þó aðeins til fram­kvæmda­stjórnar bank­ans. Arion banki hefur líka hlaðið í slíka inn­leið­ingu sem nær til um hund­rað starfs­manna. Kaupauk­arnir geta numið 25 pró­sentum af árs­laun­um. Fyrir skemmstu kom svo  í ljós að Arion banki hafði gefið öllum starfs­mönnum sínum 125 þús­und krónur í bón­us­greiðslu fyrir jól­in. Til við­bótar fengu þeir 30 þús­und króna gjafa­kort sem gildir í öllum versl­unum og gjafa­körfu sem metin er á nokkra tugi þús­unda króna. Þetta var gert í til­efni þess að bank­inn var val­inn besti banki á Íslandi af erlendu tíma­riti sem heitir The Banker.  Þess ber reyndar að geta að fjár­málafag­tíma­ritið Euromo­ney valdi Íslands­banka besta banka lands­ins í júlí síð­ast­liðn­um. Flýti­leit á net­inu fann engin erlend verð­laun sem Lands­bank­inn hefur fengið fyrir að vera besti banki á Íslandi. Slík eru þó ekki úti­lok­uð.

Sjóvá sem mátti ekki fara á haus­inn

Rétt fyrir jól var loks greint frá því að enn eitt fjár­mála­fyr­ir­tæk­ið, trygg­inga­fé­lagið Sjó­vá, hafi ákveðið að gera vel við starfs­fólk sitt vegna góðs árang­urs á árinu. Sjóvá ákvað að greiða öllum starfs­mönnum sínum 400 þús­und krón­ur, sem eru rétt tæp með­al­mán­að­ar­laun á Íslandi, í jóla­bón­us. Vegna þessa er rétt að rifja aðeins upp sögu Sjó­vá. Fyrrum eig­endur trygg­inga­fé­lags­ins greiddu sér út 19,4 millj­arða króna í arð á árunum 2006 til 2008 vegna þess að Sjóvá var í svo ofsa­lega góðum rekstri.

Síðar kom reyndar í ljós að það var rugl og uppi­staðan í efna­hags­reikn­ingnum voru áhættu­sækin exó­tísk fjár­fest­inga­verk­efni sem bók­færð voru á marg­földu raun­virði. Þegar ljóst var að Sjóvá myndi fara á hlið­ina án inn­grips sagði Fjár­mála­eft­ir­litið við þáver­andi fjár­mála­ráð­herra að það yrði hræði­legt ef trygg­inga­fé­lag færi á höf­uð­ið. Hann ákvað að grípa inn í og ríkið lagði 11,6 millj­arða króna í Sjó­vá­-hít­ina. Eign­ar­hlut­ur­inn sem ríkið fékk fyrir þetta var síðar seldur með fjög­urra millj­arða króna tapi á árunum 2011 til 2012.

Í frétt RÚV um bón­us­greiðslur Sjóvá sagði mark­aðs- og kynn­ing­ar­stjóri Sjóvá að félagið hefði ráðið Íslands­banka, áður stærsta kröfu­hafa Sjóvá einn stærsta eig­enda félags­ins, til þess að vinna að skrán­ingu Sjóvá á mark­að. Þessi vinna hafi verið svo mikil að ákveðið hefði verið að umb­una öllum starfs­mönnum félags­ins vegna þessa.

Kerfið er til fyrir sig sjálft, og fólkið sem því til­heyrir

Íslenskt fjár­mála­kerfi er ekki í neinni inn­byrð­is­sam­keppni. Við­skipta­banka­hlut­inn snýst um hefð­bundin lán til heim­ila og þar er vaxta­mun­ur­inn ekki sjá­an­lega mik­ill. Fjár­fest­inga­banka­starf­semin snýst síðan aðal­lega um það að koma fyr­ir­tækjum sem lentu í fangi bank­anna í sölu­með­ferð eða skrá þau á markað og tryggja að bank­arnir sjálfir fái að sjá um þá fram­kvæmd. Þá geta þeir rukkað þókn­ana­tekjur sem sýna bæt­ingu á und­ir­liggj­andi rekstri, og rétt­lætir þar af leið­andi kaupauka og/eða bónusa.

Það er heldur ekki í neinni alþjóð­legri sam­keppni um starfs­fólk, líkt og oft er haldið fram. Í fyrsta lagi er engin sér­stök eft­ir­spurn eftir íslenskum banka­snill­ingum eftir að síð­asta kyn­slóð þeirra tap­aði nokkur þús­und millj­örðum króna af pen­ingum erlendra banka og fjár­festa í 2007-út­rásinni. Í öðru lagi borga íslensku fjár­mála­fyr­ir­tæk­in, líkt og önnur innan hafta, starfs­fólki sínu í krón­um. Krónu­launin geta aldrei keppt við laun í eðli­legum gjald­miðl­um. Í þriðja lagi eru íslensku bank­arnir ein­fald­lega ekki þátt­tak­endur á alþjóð­legum banka­mark­aði.

Maður fær stundum á til­finn­ing­una að þeir sem starfa í fjár­mála­geir­anum hafi fundið glufu sem gerir þeim kleift að vinna þægi­lega inni­vinnu í upp­hit­uðum rýmum með miklu hærri laun en allir hin­ir. Að þetta sé mjög klárt fólk sem finn­ist betra að vera ekki að hafa neitt of mikið fyrir hlut­unum án þess að það komi í veg fyrir að þau lifi meira þæg­inda­lífi en flestir sam­borg­arar þeirra. Þess vegna er búið til kerfi þar sem þetta fólk fær óeðli­lega borgað fyrir að stunda umsýslu með pen­inga. Kerfi sem er fyrst og síð­ast til fyrir sig sjálft og fólkið sem innan þess starfar. Klára fólkið sem á skilið að hafa það betra en hin­ir. Og annað slag­ið, þegar þessi tál­sýn hryn­ur, þá borgum við hin til að reisa hana aftur við.

Gleði­lega hátíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None