Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Vill Jeremy Lowe vinsamlegast standa upp?

Intelligence.jpg
Auglýsing

Það er klass­ískt ferm­inga­veislurifr­ildi að takast á um hver sé valda­mesti maður lands­ins. Sumum finnst blasa við að rík­is­stjórn­ar­leið­tog­arnir tveir hljóti að eiga þann titil skuld­laust. Aðrir benda á að for­seti lands­ins hafi búið til emb­ætti sem tróni yfir öðr­um. Ein­hverjir benda á að rit­stjór­inn í Hádeg­is­móum hljóti að hafa meiri áhrif en allir aðrir þar sem form­legir valda­menn hoppi þegar hann segir þeim að hoppa.

almennt_20_03_2014

Allir þessir aðilar eru þó í þeirri stöðu að vald þeirra er bundið ákveðnum tak­mörk­un­um. Rík­is­stjórn stýrir ramma sam­fé­lags­ins en er oft ráða­laus gagn­vart því sem ger­ist innan hans. Ólafur Ragnar er bund­inn því að fólk geri sér ekki grein fyrir að völd hans eru ekki form­leg heldur sjálf­tekin og að hann hefur til að mynda ekk­ert umboð til að reka sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu. Davíð treystir á að ráða­menn og almenn­ingur sé enn skít­hræddur við hann og þori ekki öðru en að hlýða hinu reiða vald­boði hans.

Auglýsing

Þrátt fyrir dig­ur­bark­legt tal um kylf­ur, gul­rætur og allskyns önnur bar­efli og græn­meti þá er lík­lega engin þess­ara aðila þess megn­ugur að valda þessum titli. Sá sem er valda­mesti maður á Íslandi er kaf­bátur sem lætur svo lítið fyrir sér fara á opin­berum vett­vangi að það er ekki einu sinni hægt að myndagúggla mann­inn. Hann heitir Jer­emy Clem­ent Lowe, er tæp­lega fer­tugur Breti, og stýrir stærsta kröfu­hafa Íslands, írska skúffu­fyr­ir­tæk­inu Burlington Loan Mana­gement.

„Herra Ísland“

Lowe er kall­aður „Herra Ísland“ í kröfu­hafa­iðn­að­in­um, sem sam­anstendur ann­ars vegar af útlend­ingum sem fara með hags­muni kröfu­hafa fall­inna banka og hins vegar af íslenskum þjón­ustu­iðn­aði lög­manna, banka­manna, end­ur­skoð­enda og almanna­tengslagúrúa sem mok­græða á því að þjón­usta útlend­ing­ana. Ástæða þess að Lowe fékk þetta við­ur­nefni er ekki vegna þess að hann hafi unnið feg­urða­sam­keppni eða krafta­karla­mót. Það er vegna þess að hann virð­ist vera alstaðar á land­inu. Ísland var líka fyrsta verk­efnið sem Lowe réðst í fyrir sjóð­inn eftir að hann réð sig þangað í kringum hrun­ið. Hann hafði áður starfað lengi hjá end­ur­skoð­un­arris­anum KPMG.

Burlington-­sjóð­ur­inn er fjár­magn­aður af Dav­id­son Kempner European Partners í London, sem er dótt­ur­fé­lag banda­ríska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Dav­id­son Kempner, þrett­ánda stærsta vog­un­ar­sjóðs Banda­ríkj­anna. Sjóðir fyr­ir­tæk­is­ins eru með um 70 pró­sent af lands­fram­leiðslu Íslands í stýr­ingu. Burlington er langstærsti kröfu­hafi þrota­bús Glitn­is, á meðal stærstu kröfu­hafa í bú Kaup­þings, á umtals­verðar kröfur í bú Lands­bank­ans, er á meðal eig­enda Straums fjár­fest­inga­banka, á stóran eign­ar­hlut, bæði beint og óbeint, í Klakka (áður Exista) sem á fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lýs­ingu og stóran hlut í trygg­ing­aris­anum VÍS, hefur verið að kaupa hluti í Bakka­vör af miklum móð og keypti 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar skömmu fyrir síð­ustu ára­mót.

Var­lega áætlað er ljóst að virði eigna Burlington á Íslandi, sem Lowe stýr­ir, er að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­arðar króna. Það er því ljóst að áhrif Lowe á það hvernig kröfu­hafar munu takast á við til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um afnám hafta verða tölu­verð. Hann situr til dæmis í sex manna nefnd sem falið var að mynda nýja stjórn Glitnis ef hug­myndir um nauða­samn­ing bank­ans gengu eftir og kröfu­hafar tækju hann yfir. Hann er þar eini full­trúi sér­staks vog­un­ar­sjóðs.

Einn með heild­ar­mynd­ina

Kröfu­haf­arnir sem reyna nú sitt besta að hámarka arð sinn af íslensku ves­eni eru að mestu frekar sam­stilltur hóp­ur. Fámennur hópur erlenda lög­manna og ráð­gjafa fara með flest þeirra mál í sam­ein­ingu. Lowe sker sig út úr þeim hópi. Hann er mun virk­ari þátt­tak­andi í því sem sjóð­ur­inn hans er að gera hér­lendis og fjár­fest­ingar hans eru mun víð­tæk­ari en ann­arra. Lowe passar sig líka á því að dreifa verk­efnum á milli inn­lendra aðila. Hann not­ast við þjón­ustu að minnsta kosti þriggja fjár­mála­fyr­ir­tækja og nokk­urra mis­mun­andi lög­mann­stofna. Lowe er heldur ekki með íslenska ráð­gjafa á hverju snæri eins og sumir kröfu­haf­ar. Þessi taktík gerir það að verkum að eng­inn hefur heild­ar­mynd af því sem Lowe og Burlington eru að gera hér á Íslandi nema hann sjálf­ur.

Gold­man Sachs í skugg­anum

Lowe hefur verið á land­inu und­an­far­ið. Með í för hafa verið ráð­gjafar frá fjár­fest­inga­bankaris­anum Gold­man Sachs, sem er sagður vera mjög mik­ill áhrifa­valdur á þá taktík sem banda­rískir áhættu­fjár­festar hafa leikið hér­lendis eftir hrun. Ástæða þess að hóp­ur­inn er hér­lendis var meðal ann­ars fundur tveggja full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeirra Bene­dikts Gísla­sonar og Tómasar Brynj­ólfs­son­ar, með full­trúum kröfu­hafa á Hótel Nor­dica síð­ast­lið­inn mánu­dag. Þar kynntu menn­irnir tveir stöðu­mat stjórn­valda en leyfðu hvorki spurn­ingar né mættu með full­trúa Seðla­bank­ans með á fund­inn. Þetta fór mjög illa í hákarl­anna sem sátu fund­inn. Þeir sögðu stöðu­matið hafa byggt á gömlum upp­lýs­ingum sem þegar höfðu legið fyrir og fund­ur­inn hafi því verið vita­gagns­laus.

Það er ljóst af sam­tölum við fólk innan „kröfu­hafa­iðn­að­ar­ins“ að Lowe situr ekki með hendur í skauti. Eftir að síð­asta gjald­eyr­is­út­boði Seðla­bank­ans lauk án þess að nokkru til­boði hafi verið tekið fóru af stað kenn­ingar um að kröfu­hafar hefðu rottað sig saman um að stöðva útboðin á meðan að nauða­samn­ingar föllnu bank­anna væru ófrá­gengn­ir. Fund­ur­inn á mánu­dag hafi verið sem olía á pirr­ingseld kröfu­haf­anna.

Vanda­málið við sam­sær­is­kenn­ing­una er sú að eig­endur kvikra krónu­eigna, sem hægt er að losa í gegnum útboð­in, eru ekki sami hópur og á kröfur á bank­ana. Þvert á móti er sá ógagn­sæi hópur sem á þessar kviku krónu­eignir talin mjög fámennur og að hluta til sam­an­settur af Íslend­ing­um. Ómögu­legt virð­ist hins vegar að nálg­ast upp­lýs­ingar um hverjir þeir séu, þótt óstað­festar ábend­ingar séu sann­ar­lega marg­ar.

Stattu upp Jer­emy Lowe

Sá eini sem er sagður kannski vera með hags­muni í báðum hóp­um, í kröfu­hafa­hópi bank­anna og á meðal eig­enda kviku krón­anna, er títt­nefndur Jer­emy Lowe. Þar sem hann sigli alltaf undir rad­arn­um, dreifi kröftum starf­semi sinnar á svo marga þjón­ustu­að­ila og forð­ist sviðs­ljósið eins og heitan eld­inn er hins vegar ómögu­legt að stað­festa slíkt.

Ég hef ítrekað reynt að ná tali af Jer­emy Lowe á und­an­förnum árum, bæði eftir form­legum og óform­legum leið­um, án árang­urs. Sem blaða­manni finnst mér eðli­legt að maður sem hefur jafn mikil áhrif á hvernig sam­fé­lagið sem ég bý í verður í fram­tíð­inni stingi höfð­inu upp úr sand­inum og sýni á spil­in. Innan fjár­mála­geirans er slík krafa talin fjar­stæðu­kennd. Það  kemur engum við hvernig menn græða pen­ing. Þegar áhrif þess ágóða, sem er þegar orð­inn stjarn­fræði­leg­ur, munu vera jafn stór­tæk og raun ber vitni þá get ég ekki verið sam­mála. Eng­inn einn erlendur aðili á jafn stóra eign­ar­hluti í íslenskum þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, á jafn mikið af kröfum á íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki og á jafn mikið undir við afnám hafta og Burlington Loan Mana­gement. Þess vegna er full­kom­lega eðli­legt að gera kröfu um að Jer­emy Lowe, valda­mesti maður lands­ins, standi upp og geri grein fyrir sjálfum sér, stefnu sinni og sínum verkum. Þeirri ósk er hér með komið á fram­færi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None