Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Vill Jeremy Lowe vinsamlegast standa upp?

Intelligence.jpg
Auglýsing

Það er klass­ískt ferm­inga­veislurifr­ildi að takast á um hver sé valda­mesti maður lands­ins. Sumum finnst blasa við að rík­is­stjórn­ar­leið­tog­arnir tveir hljóti að eiga þann titil skuld­laust. Aðrir benda á að for­seti lands­ins hafi búið til emb­ætti sem tróni yfir öðr­um. Ein­hverjir benda á að rit­stjór­inn í Hádeg­is­móum hljóti að hafa meiri áhrif en allir aðrir þar sem form­legir valda­menn hoppi þegar hann segir þeim að hoppa.

almennt_20_03_2014

Allir þessir aðilar eru þó í þeirri stöðu að vald þeirra er bundið ákveðnum tak­mörk­un­um. Rík­is­stjórn stýrir ramma sam­fé­lags­ins en er oft ráða­laus gagn­vart því sem ger­ist innan hans. Ólafur Ragnar er bund­inn því að fólk geri sér ekki grein fyrir að völd hans eru ekki form­leg heldur sjálf­tekin og að hann hefur til að mynda ekk­ert umboð til að reka sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu. Davíð treystir á að ráða­menn og almenn­ingur sé enn skít­hræddur við hann og þori ekki öðru en að hlýða hinu reiða vald­boði hans.

Auglýsing

Þrátt fyrir dig­ur­bark­legt tal um kylf­ur, gul­rætur og allskyns önnur bar­efli og græn­meti þá er lík­lega engin þess­ara aðila þess megn­ugur að valda þessum titli. Sá sem er valda­mesti maður á Íslandi er kaf­bátur sem lætur svo lítið fyrir sér fara á opin­berum vett­vangi að það er ekki einu sinni hægt að myndagúggla mann­inn. Hann heitir Jer­emy Clem­ent Lowe, er tæp­lega fer­tugur Breti, og stýrir stærsta kröfu­hafa Íslands, írska skúffu­fyr­ir­tæk­inu Burlington Loan Mana­gement.

„Herra Ísland“

Lowe er kall­aður „Herra Ísland“ í kröfu­hafa­iðn­að­in­um, sem sam­anstendur ann­ars vegar af útlend­ingum sem fara með hags­muni kröfu­hafa fall­inna banka og hins vegar af íslenskum þjón­ustu­iðn­aði lög­manna, banka­manna, end­ur­skoð­enda og almanna­tengslagúrúa sem mok­græða á því að þjón­usta útlend­ing­ana. Ástæða þess að Lowe fékk þetta við­ur­nefni er ekki vegna þess að hann hafi unnið feg­urða­sam­keppni eða krafta­karla­mót. Það er vegna þess að hann virð­ist vera alstaðar á land­inu. Ísland var líka fyrsta verk­efnið sem Lowe réðst í fyrir sjóð­inn eftir að hann réð sig þangað í kringum hrun­ið. Hann hafði áður starfað lengi hjá end­ur­skoð­un­arris­anum KPMG.

Burlington-­sjóð­ur­inn er fjár­magn­aður af Dav­id­son Kempner European Partners í London, sem er dótt­ur­fé­lag banda­ríska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Dav­id­son Kempner, þrett­ánda stærsta vog­un­ar­sjóðs Banda­ríkj­anna. Sjóðir fyr­ir­tæk­is­ins eru með um 70 pró­sent af lands­fram­leiðslu Íslands í stýr­ingu. Burlington er langstærsti kröfu­hafi þrota­bús Glitn­is, á meðal stærstu kröfu­hafa í bú Kaup­þings, á umtals­verðar kröfur í bú Lands­bank­ans, er á meðal eig­enda Straums fjár­fest­inga­banka, á stóran eign­ar­hlut, bæði beint og óbeint, í Klakka (áður Exista) sem á fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lýs­ingu og stóran hlut í trygg­ing­aris­anum VÍS, hefur verið að kaupa hluti í Bakka­vör af miklum móð og keypti 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar skömmu fyrir síð­ustu ára­mót.

Var­lega áætlað er ljóst að virði eigna Burlington á Íslandi, sem Lowe stýr­ir, er að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­arðar króna. Það er því ljóst að áhrif Lowe á það hvernig kröfu­hafar munu takast á við til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um afnám hafta verða tölu­verð. Hann situr til dæmis í sex manna nefnd sem falið var að mynda nýja stjórn Glitnis ef hug­myndir um nauða­samn­ing bank­ans gengu eftir og kröfu­hafar tækju hann yfir. Hann er þar eini full­trúi sér­staks vog­un­ar­sjóðs.

Einn með heild­ar­mynd­ina

Kröfu­haf­arnir sem reyna nú sitt besta að hámarka arð sinn af íslensku ves­eni eru að mestu frekar sam­stilltur hóp­ur. Fámennur hópur erlenda lög­manna og ráð­gjafa fara með flest þeirra mál í sam­ein­ingu. Lowe sker sig út úr þeim hópi. Hann er mun virk­ari þátt­tak­andi í því sem sjóð­ur­inn hans er að gera hér­lendis og fjár­fest­ingar hans eru mun víð­tæk­ari en ann­arra. Lowe passar sig líka á því að dreifa verk­efnum á milli inn­lendra aðila. Hann not­ast við þjón­ustu að minnsta kosti þriggja fjár­mála­fyr­ir­tækja og nokk­urra mis­mun­andi lög­mann­stofna. Lowe er heldur ekki með íslenska ráð­gjafa á hverju snæri eins og sumir kröfu­haf­ar. Þessi taktík gerir það að verkum að eng­inn hefur heild­ar­mynd af því sem Lowe og Burlington eru að gera hér á Íslandi nema hann sjálf­ur.

Gold­man Sachs í skugg­anum

Lowe hefur verið á land­inu und­an­far­ið. Með í för hafa verið ráð­gjafar frá fjár­fest­inga­bankaris­anum Gold­man Sachs, sem er sagður vera mjög mik­ill áhrifa­valdur á þá taktík sem banda­rískir áhættu­fjár­festar hafa leikið hér­lendis eftir hrun. Ástæða þess að hóp­ur­inn er hér­lendis var meðal ann­ars fundur tveggja full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeirra Bene­dikts Gísla­sonar og Tómasar Brynj­ólfs­son­ar, með full­trúum kröfu­hafa á Hótel Nor­dica síð­ast­lið­inn mánu­dag. Þar kynntu menn­irnir tveir stöðu­mat stjórn­valda en leyfðu hvorki spurn­ingar né mættu með full­trúa Seðla­bank­ans með á fund­inn. Þetta fór mjög illa í hákarl­anna sem sátu fund­inn. Þeir sögðu stöðu­matið hafa byggt á gömlum upp­lýs­ingum sem þegar höfðu legið fyrir og fund­ur­inn hafi því verið vita­gagns­laus.

Það er ljóst af sam­tölum við fólk innan „kröfu­hafa­iðn­að­ar­ins“ að Lowe situr ekki með hendur í skauti. Eftir að síð­asta gjald­eyr­is­út­boði Seðla­bank­ans lauk án þess að nokkru til­boði hafi verið tekið fóru af stað kenn­ingar um að kröfu­hafar hefðu rottað sig saman um að stöðva útboðin á meðan að nauða­samn­ingar föllnu bank­anna væru ófrá­gengn­ir. Fund­ur­inn á mánu­dag hafi verið sem olía á pirr­ingseld kröfu­haf­anna.

Vanda­málið við sam­sær­is­kenn­ing­una er sú að eig­endur kvikra krónu­eigna, sem hægt er að losa í gegnum útboð­in, eru ekki sami hópur og á kröfur á bank­ana. Þvert á móti er sá ógagn­sæi hópur sem á þessar kviku krónu­eignir talin mjög fámennur og að hluta til sam­an­settur af Íslend­ing­um. Ómögu­legt virð­ist hins vegar að nálg­ast upp­lýs­ingar um hverjir þeir séu, þótt óstað­festar ábend­ingar séu sann­ar­lega marg­ar.

Stattu upp Jer­emy Lowe

Sá eini sem er sagður kannski vera með hags­muni í báðum hóp­um, í kröfu­hafa­hópi bank­anna og á meðal eig­enda kviku krón­anna, er títt­nefndur Jer­emy Lowe. Þar sem hann sigli alltaf undir rad­arn­um, dreifi kröftum starf­semi sinnar á svo marga þjón­ustu­að­ila og forð­ist sviðs­ljósið eins og heitan eld­inn er hins vegar ómögu­legt að stað­festa slíkt.

Ég hef ítrekað reynt að ná tali af Jer­emy Lowe á und­an­förnum árum, bæði eftir form­legum og óform­legum leið­um, án árang­urs. Sem blaða­manni finnst mér eðli­legt að maður sem hefur jafn mikil áhrif á hvernig sam­fé­lagið sem ég bý í verður í fram­tíð­inni stingi höfð­inu upp úr sand­inum og sýni á spil­in. Innan fjár­mála­geirans er slík krafa talin fjar­stæðu­kennd. Það  kemur engum við hvernig menn græða pen­ing. Þegar áhrif þess ágóða, sem er þegar orð­inn stjarn­fræði­leg­ur, munu vera jafn stór­tæk og raun ber vitni þá get ég ekki verið sam­mála. Eng­inn einn erlendur aðili á jafn stóra eign­ar­hluti í íslenskum þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, á jafn mikið af kröfum á íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki og á jafn mikið undir við afnám hafta og Burlington Loan Mana­gement. Þess vegna er full­kom­lega eðli­legt að gera kröfu um að Jer­emy Lowe, valda­mesti maður lands­ins, standi upp og geri grein fyrir sjálfum sér, stefnu sinni og sínum verkum. Þeirri ósk er hér með komið á fram­færi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None