Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Frir­sögnin átti að vera: Takk, Gunnar Bragi. Ég er þakk­lát utan­rík­is­ráð­herra okkar Íslend­inga fyrir að for­dæma hrika­legar árásir Ísra­els­manna í Palest­ínu, þar sem svo mörg börn hafa dáið að sumir eru farnir að tala um barna­stríð. Margir utan­rík­is­ráð­herrar þora því ekki og ég er stolt af honum fyrir vik­ið, ég vona bara að hann eigi eftir að gera allt sem í valdi hans stendur til að mót­mæla þessum ódæð­is­verk­um, líka ef sýnt þykir að slit á stjórn­mála­sam­bandi við Ísr­ael þjóni sínum til­gangi.

Ég er líka þakk­lát honum fyrir að for­dæma árás­ina á far­þega­þot­una frá mala­síska flug­fé­lag­inu, þar sem fjöl­mörg börn lét­ust einnig – og líkur benda til að aðskiln­að­ar­sinnar í Úkra­ínu beri ábyrð á og það á vakt Pútíns. Ég, líkt og svo margir aðr­ir, er full van­máttar gagn­vart þessum hræði­legu ofbeld­is­verkum og því er gott að vita til þess að tals­maður þjóð­ar­innar tali máli manns í þeim efn­um. En pistla­höf­undur Kjarn­ans í síð­ustu viku, Hrafn Jóns­son, varð fyrri til að gauka góðu að Gunn­ari Braga í nið­ur­lagi pistils svo ég þurfti að leita ann­arra fanga. Kannski hefði ég átt að skrifa um þessi óskilj­an­legu fjöldamorð en ef satt skal segja skortir mig nóg­sam­lega sterk orð. Það eina sem ég get sagt er að ég skil ekki af hverju þessir menn fremja ekki sjálfs­morð frekar en að myrða börn.

Auglýsing

Úr einu í annað

Í öðrum eins tíð­ar­anda leitar orðið ofbeld­is­menn­ing á mig. Orð sem leiðir hug­ann að því að dóttir manns­ins míns er þessa dag­ana að skipu­leggja Druslu­göng­una ásamt fleir­um.



Það er vænt­an­lega ganga gegn ofbeld­is­menn­ingu, ­hugs­aði ég þegar ég hringdi í Sölku, eins og hún er köll­uð.



Mig lang­aði að fræð­ast um Druslu­göng­una því ég er alin upp við setn­ingar á borð við: Þú ferð ekki svona klædd út nema þú viljir endi­lega láta nauðga þér! Nokkuð sem skýrir kannski áráttu mína til að klæð­ast hólkvíðum lopa­peys­um.



[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/41[/em­bed]

Pist­ill verður að við­tali

Fyrsta spurn­ingin hljóðar skringi­lega: Ég er 41 árs móð­ir, af hverju hef ég aldrei farið í Druslu­göng­una?



SALKA: Druslu­gangan er auð­vitað ný af nál­inni, ekki nema fjög­urra ára gömul og hópur þeirra sem mæta í hana fer sífellt stækk­andi. Fólk verður sífellt með­vit­aðra um mik­il­vægi henn­ar, enda til­heyra þolendur kyn­ferð­is­brota ekki einum þjóð­fé­lags- eða ald­urs­hópi.



Gangan snýst um við­horfs­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu svo skömmin verði ger­and­ans, ekki þol­and­ans. Von­andi verður hún til þess að fleiri hugsi sig tvisvar um áður en þeir spyrja í hverju konan hafi verið þegar henni var nauðgað eða efist um að hægt sé að nauðga strákum – en átján pró­sent þeirra sem leit­uðu til Stíga­móta í fyrra voru karl­menn.

Lopa­peysu­konan í Gonzó­ham

Ef kona myndi spásséra um á bik­iní­streng innan um ­fullar fót­bolta­bullur væru þá ekki tölu­verðar líkur á að það yrði ráð­ist á hana, svipað og ef hún myndi laum­ast inn í tígris­dýra­gryfju?



SALKA: Von­andi myndu konan í bik­iní­strengnum og fót­bolta­bull­urnar bara rabba um fót­bolta. Fót­bolta­á­huga­menn eru, held ég, ekk­ert lík­legri til að nauðga en golfá­huga­menn. Höf­uð­mun­ur­inn á tígris­dýri og nauð­gara er þó að tígris­dýrið sinnir grunn­þörfum sínum meðan nauð­gar­inn sýnir af sér grimmd. Konur eru þess utan ekki mýs og fót­bolta­bullur ekki rán­dýr.



Eru rang­hug­myndir um að nauðgun geti átt sér rétt­læt­an­legar skýr­ingar algeng­ar?



SALKA: Þær gegn­um­sýra sam­fé­lagið og þríf­ast meira að segja í rétt­ar­kerf­inu þar sem dómar í kyn­ferð­is­brota­málum hljóma oft eins og verið sé að rétta yfir þol­and­anum en ekki ger­and­an­um. Í dómum kemur end­ur­tekið fram hvert ástand þol­anda var. Þá vinnur ölvun gegn þol­anda meðan ölv­aður ger­andi er jafn­vel sýkn­aður vegna þess að hann hafði mögu­lega ekki stjórn á gjörðum sín­um.



Sú rang­hug­mynd er líka ráð­andi að þeir sem kæri nauðgun geri það að gamni sínu. Að kæra nauðgun er erfitt ferli sem krefst end­ur­tek­inna skýrslu­taka og óþægi­legra lækn­is­skoð­ana. Margir virð­ast halda að önnur hver mann­eskja sem kæri nauðgun geri það af ann­ar­legum ástæðum en tíðni upp­log­inna saka í þessum málum er 2-9%, jafnhá og í öðrum brota­flokk­um.



Önnur rang­hug­mynd er líka sú að körlum sé ekki ­nauðg­að, sem hefur þau áhrif að karlar leita síður réttar síns þegar þeim er nauðg­að.



Gæti ég, fjöru­tíu og eins árs móð­ir, rit­höf­undur og femínisti, verið með svona rang­hug­mynd­ir?



SALKA: Ég held að allir hafi á ein­hverjum tíma­punkti ­verið með rang­hug­mynd­ir. Það fylgir því að búa í sam­fé­lagi þar sem bíó­mynd­ir, aug­lýs­ingar og orð­ræða lita hugsun okk­ar.



Einu sinni átti ég vin sem reynd­ist vera nauð­gari, og ég man svo vel eftir þegar ég heyrði fyrst út undan mér að hann hefði nauðgað stelpu. Stelpan var ekki vin­kona mín svo fyrsta hugsun mín var: Er það ekki bara eitt­hvað slúð­ur? Er hún ekki bara að ljúga? Því ég von­aði að það væri ekki satt að ég hefði verið svo vit­laus að eiga vin sem væri nauð­gari. Ég skamm­ast mín mikið fyrir að hafa ætlað að sópa því undir teppið því mér fannst málið óþægi­legt, en það er líka mik­il­vægt að við­ur­kenna eigin breysk­leika og takast á við þá. Ég held að í litlu sam­fé­lagi eins og okkar sé mjög algengt að fólk vilji ekki trúa því að ein­hver sem það þekki hafi nauðg­að. En það er ekki á okkar ábyrgð hvað aðrir gera, bara hvað við gerum og hvernig við tökum á því.



Er eitt­hvað til sem heitir að taka ábyrgð á klæðn­aði og útliti sínu til að það verði ekki ráð­ist á mann?



SALKA: Oft þegar fólki er ráð­lagt að klæða sig og hegða sér ein­hvern veg­inn á djamm­inu er það gert af góð­vild. En um leið og fólk lætur ótt­ann við yfir­vof­andi ofbeldi ráða er það á villi­göt­um. Höldum við virki­lega að mann­eskja sé örugg­ari í síð­kjól en skokki? Við þurfum líka að upp­ræta mýt­una um ókunn­uga nauð­gar­ann í húsa­sund­inu. Í flestum til­fellum er ger­and­inn ein­hver sem þol­and­inn þekkir en ekki fnæsandi naut sem ræðst fyr­ir­vara­laust á þig. Ger­and­inn þarf að sleppa því að nauðga en ekki þol­and­inn að klæða sig bet­ur.



Hafa ein­hverjir gagn­rýnt Druslu­göng­una?



SALKA: Margir fara í vörn þegar kyn­ferð­is­brota­mál ber á góma. Gangan er alþjóð­leg og byrj­aði í Kanada þegar lög­reglu­maður lét þau ummæli falla að stelpur ættu að forð­ast að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki láta nauðga sér. Í fram­haldi af því héldu femínistar þar í landi fyrstu Slutwalk-­göng­una og klæddu sig eins og druslur til að und­ir­strika að klæðn­aður þeirra byði ekki upp á ofbeldi. Gangan hefur stundum verið gagn­rýnd á þeim for­sendum að hún sé athygl­is­sýki í stelpum sem langi að vera berar að ofan en það er alls ekki mark­mið göng­unn­ar. Fólk má mæta bert að ofan, í búrkum eða snjó­galla í göng­una. Það sam­ein­ast um að nauðgun er aldrei rétt­læt­an­leg.



Raunar er algengt að þolendur til­kynni ekki nauðgun út af sjálfs­á­sök­un. Skömm og sjálfs­á­sökun er algeng­asta ástæða þess að þolendur kæra ekki, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Stíga­mót­um. Druslu­gangan er vett­vangur fyrir aðstand­endur þolenda að sýna þeim stuðn­ing og fyrir þolendur að skila skömminni þangað sem hún á heima.



Geta yfir­völd lært eitt­hvað af boð­skapi Druslu­göng­unn­ar?



SALKA: Það er mik­il­vægt að breyta rétt­ar­kerf­inu í kyn­ferð­is­brota­mál­um, nú er það mein­gall­að. 70% nauðg­un­ar­kæra eru felldar niður áður en þær kom­ast fyrir dóm. Í 13% mál­anna er svo sak­fellt. Dóm­arar fella niður meiri­hluta ákæra vegna ófull­nægj­andi sönn­ung­ar­gagna, telja þá áverka þolenda vera af sökum langvar­andi og harka­legs kyn­lífs – en það er nefnt í meiri­hluta skýr­inga á niðu­fell­ingu ákæra. Þol­andi þarf helst að sýna mynd­bands­upp­töku og skrif­lega játn­ingu ger­and­ans og því leggja margir þolendur ekki í að kæra. Ég skora á yfir­völd að breyta þessu nið­ur­brjót­andi kerfi.



Ég tek undir þessi loka­orð dóttur manns­ins míns, þakk­lát henni fyrir að upp­lýsa fólk eins og mig – og þig. Þakk­lát fólki sem stuðlar að betri heimi þegar ofbeldið virð­ist ætla að tröll­ríða öllu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None