Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Virðulegi gagnrýnandi, ég fésaði á mig

audur-jons.jpg
Auglýsing
... En því miður ... Þessi orð hljóma eins og eitur í eyrum rit­höf­undar sem hlustar á gagn­rýn­anda fjalla um verk sem hann hefur lagt allt sitt í árum sam­an. Það er búið að kynna verk­ið, jafn­vel gauka hrósi að höf­undi fyrir að takast á við frum­legar hug­mynd­ir, en svo kemur högg­ið:

 


... En því miður fip­ast höf­undi þegar ...


 


Þar með rænir gagn­rýn­and­inn jól­unum af höf­undi að hætti Trölla. Pynt­ingin hefst þegar gagn­rýn­and­inn telur upp hin ýmsu atriði sem höf­undur hefði hugs­an­lega getað gert betur til að áhuga­verður efni­viður hefði fengið að njóta sín í góðu verki. Það er að segja að mati þessa til­tekna gagn­rýn­anda því stundum eru gagn­rýnendur ósam­mála, einn hælir því sem öðrum þykir lélegt – og öfugt.


 


Sitt sýn­ist hverjum 


Rit­höf­undur sem ótt­ast gagn­rýnendur verður ekki lang­lífur í starfi. Því við lendum öll í þessu, við sem skrif­um. Að sitja við útvarps­tæk­ið, sjón­varps­tækið eða tölvu­skjá­inn og verða vitni að, ásamt þús­undum ann­arra, hvernig gagn­rýn­and­inn malar um allt sem við hefðum getað gert öðru­vísi.


 


Arn­aldur Ind­riða­son hefur lent í þessu, líka Hall­dór Lax­ness, Sjón og Zadie Smith. Já, talandi um Zadie, ég hef sjaldan séð eins ísmeygi­lega slæman dóm og þann sem ég rakst á í Guar­dian um bók­ina hennar NW – sem fjöl­margir aðrir gagn­rýnendur höfðu keppst við að lofa sem meist­ara­verk. Stundum er meira að segja hressandi að lesa vonda gagn­rýni þegar ótelj­andi gagn­rýnendur hafa alhæft að höf­und­ur­inn sé end­ur­fæddur Dic­kens í kven­manns­líki. Sama þótt maður finni til með höf­undi, enda tölu­vert fleiri sem lesa Guar­dian en horfa á Kilj­una. Ónefnd íslensk skáld­kona á aldur við Zadie fékk reyndar stór­góðan dóm í Guar­dian fyrir nýlega skáld­sögu sem fékk á sínum tíma vondan dóm í Tíma­riti Máls og menn­ing­ar. Sitt sýn­ist hverjum og það verður maður að hafa í huga þegar rit­dómar eru ann­ars veg­ar. Það er jú frjáls umræða sem blív­ur.


 


Þegar ég hugsa út í það þá held ég reyndar að ég hafi aldrei gefið út bók sem hefur ekki bæði fengið lof og last. Alveg sama hversu vel bókin gengur þá er alltaf ein­hver ein­hvers staðar sem getur fundið eitt­hvað að henni. Stundum er bók hampað á Íslandi en ekki í öðru landi eða stjörnum hlaðin í Dan­mörku eða Þýska­landi en síður á Íslandi. Á hinu fjöl­menna þýsku­mæl­andi svæði eru dómar raunar oft afar ólíkir í ólíkum mál­gögn­um. Ég hef líka heyrt að oft gangi illa að mark­aðs­setja bækur sem ganga vel í suð­ur­-­Evr­ópu norðar í álf­unni og öfugt.


 


Frelsi fylgir ábyrgð 


Við höfum ólíkar hug­myndir um til­brigðin við upp­skrift­ina að HINNI RÉTT SKRIF­UÐU SKÁLD­SÖGU. Þess utan verða rit­höf­undar líka að fá að vera mis­tæk­ir. Aðeins þannig geta þeir fiktað, leitað og prófað nýja hluti. Allt þetta sem skriftir ganga út á. Á móti kemur að gagn­rýnendur verða líka að fá að skrifa allt sem þeir vilja skrifa. Þeir verða meira að segja að hafa leyfi til að vera mis­tækir, jafn­vel þó að störf þeirra geti bitnað á lífs­við­ur­væri höf­und­ar­ins. Að sama skapi þurfa þeir að umgang­ast frelsið af ábyrgð.


 


Ég var til dæmis ósátt um árið þegar höf­und­ur, sem ég hafði fengið spurnir af að hefði kvartað undan því að það væri of mikið mokað undir rass­inn á mér hjá for­lag­inu sem við gáfum út hjá, var skyndi­lega mættur í einn áhrifa­mesta fjöl­miðil lands­ins til að dæma bók eftir mig. Mestu visku­brunnar breyt­ast í Fram­sókn í fram­boði í jóla­bóka­flóð­inu (ég sjálf þar með tal­in).


 


Höf­undar tuða yfir athygl­inni sem vin­irnir fá, enda stendur allt og fellur með gengi bókanna. Ári seinna er fram­boðs­ruglið gleymt og grafið og hver getur neitað auka­pen­ingum fyrir jólin þegar það vantar gagn­rýn­anda úr höf­unda­stétt.  Ég hefði vel getað verið þessi gagn­rýn­andi og hver veit nema ég hafi verið það, á einn hátt eða ann­an, því það er óþægi­lega auð­velt að rugla saman hags­munum í fámenn­inu á Íslandi.


 


Gagn­rýnenda­skól­inn 


Auð­vitað er potið í gagn­rýnendum sárt, á þann hátt að eitt augna­blik langar mann til að deyja af blygð­un. Síðan rofar til og höf­und­ur­inn (alla­vega ég) íhugar hvað sé hæft í orðum gagn­rýn­and­ans. Stundum hefur gagn­rýn­and­inn bent á veiga­mikil atriði sem hefði rétti­lega mátt taka til íhug­unar og má læra af en stundum er hann ein­ungis að varpa upp mögu­leikum sem höf­undur og yfir­les­arar hans ræddu ítar­lega á ein­hverjum tíma­punkti þannig að höf­und­ur­inn ákvað að fara þessa leið því sú sem gagn­rýn­and­inn hefði viljað fara var við nán­ari umhugsun ekki rétt, í ljósi lög­mála verks­ins.


 


Mér finnst ég hafa lært ýmis­legt af gagn­rýnendum í gegnum árin, rétt eins og yfir­lesur­um. Senni­lega af því að ég var óskóla­gengin þegar ég byrj­aði að gefa út skáld­sög­ur, þá var ekki hægt að mennta sig í skap­andi skrif­um, eini skól­inn var djúpa laug­in: Að gefa út bók og fá gagn­rýnendur yfir sig, eins og gráð­ugt hrafna­ger.


 


Mér finnst gaman að lesa bóka­dóma, bæði um bæk­urnar mínar og bækur ann­arra höf­unda, og þá les ég bæði dóma í íslenskum og útlenskum fjöl­miðl­um. Og ég held raun­ar, án þess að hafa vís­inda­lega könnun í hönd­un­um, að dómar í sumum útlenskum fjöl­miðlum séu oft bæði kald­rana­legri og skáld­legri en tíðkast á Íslandi. Gagn­rýnend­urnir hafa víða frelsi til að ... hvað á maður að segja, leyfa per­sónu­leika sínum að fljóta inn í dóm­inn með alls­konar hálærðum fimmaura­brönd­ur­um, spek­úla­sjónum og skáld­legum fim­leik­um. Og það er gaman að því. Svo lengi sem maður er að lesa um ein­hvern annan en sjálfan sig eða þá að dóm­ur­inn sé jákvæður í öllum sínum skáld­skap.


 


Það sem ég vildi sagt hafa 


Fyrir nokkrum dögum síðan stóð ég mig að því að vera í hópi höf­unda sem köll­uðu bóka­dóm­ara í Víð­sjá ýmsum barna­legum upp­nefnum vegna tveggja dóma um bækur sem ein­hverjum okkar þóttu hljóma óþarf­lega nastí. Okkur sárn­aði fyrir hönd vina okk­ar, kannski eins og Sig­mundi Davíð sárnar fyrir hönd Hönnu Birnu en kannski líka af því að við spegl­uðum okkur í þeim.


 


Í fram­boðs­slag jóla­bóka­flóðs­ins er sárasjald­gæft að höf­undur hendi sér í eld­lín­una til að verja aðra en sjálfan sig og sína bók. En að þessu sinni fannst ýmsum það m.a. vera van­hugsað upp­á­tæki hjá reyndum gagn­rýn­anda að blanda sam­bandi, eða rétt­ara sagt nýlegum sam­bands­slit­um, tveggja höf­unda í litlu Reykja­vík inn í dóm um bók ann­ars þeirra. Þessi til­tekni gagn­rýn­andi er jú hámennt­aður mað­ur, einn af fáum gagn­rýnendum á Íslandi sem hefur fyrir því að krydda dómana sína með skemmti­lega skáld­legum til­þrif­um, svo okkur fannst sumum að hann ætti að vita bet­ur. Svo má auð­vitað deila um rétt­mæti þess að blanda einka­lífi höf­undar á þennan hátt inn í gagn­rýni. Mat fólks á því er ólíkt.


 


Gagn­rýnendur snúa bökum sam­an, í kunn­ug­legum söng um frelsi gagn­rýn­and­ans, þegar þeir eru gagn­rýnd­ir. Og auð­vitað eiga þeir að hafa frelsi til að skrifa allt sem þá lyst­ir, en eins og áður sagði þá fylgir frels­inu ábyrgð. Helj­ar­innar ábyrgð í svona fámennu sam­fé­lagi eins og því íslenska þar sem allir þekkja alla og hags­muna­tengslin liggja víða.


 


Þegar ég eyði Jak­obi Bjarn­ari 


Það er auð­velt að söngla gamlan söng um að höf­undar verði að þola gagn­rýni, en ég veit ekki betur en að höf­undar á Íslandi þoli hana býsna vel. Ann­ars væru flestir bara hættir að skrifa því það verður alltaf töff að fá vondan dóm, sama þótt fræð­ing­arnir segi að þeir hafi almennt mild­ast með árun­um. Sam­fé­lagið hefur jú mild­ast að svo mörgu leyti, við erum til dæmis hætt að senda ómálga börn í sveit og aflífa dýr með því að skjóta þau. Og rit­dóm­arar eru hættir að fjarg­viðr­ast yfir meintu til­bera­smjöri en nota þá kannski ísmeygi­legra orða­lag.  Höf­undar vita að það er eins og að dansa í kvik­syndi að deila við dóm­ar­ann sem hefur alltaf síð­asta orð­ið, var­inn prinsippum og hefð­um.


 


Að þessu mæltu vil ég þó nota þennan ágæta vett­vang til að biðja umræddan rit­dóm­ara afsök­un­ar. Því ég átti að vita bet­ur, miklu bet­ur, en að kenna hann við sadóma­sókískar til­hneig­ingar á spjall­vef á Face­book – sem ég álp­að­ist reyndar eina ferð­ina enn til að finn­ast vera álíka prí­vat og eld­hús­krók­ur­inn fyrir nokkrum árum þar sem fólk býsnað­ist grá­glettið yfir upp­hróp­unum Kollu Berg­þórs (sú hefur nú aldeilis fengið hressi­legar gusur við hin ýmsu eld­hús­borð rit­höf­unda lands­ins þó að flestum þyki vænt um hana) eða ung­lingum að skrifa um bækur á dag­blöð­un­um, öllu því sem eng­inn fékk nokkru sinni að vita um því stundum er svo nauð­syn­legt að pústa og peppa í þessum jólaslag. En næst þegar ég pústa og peppa og hrauna yfir gagn­rýnendur í góðra vina hópi ætla ég halda mig við eld­hús­krók­inn. Eða að minnsta kosti eyða Jak­obi Bjarn­ari Grét­ars­syni af vina­list­anum á Face­book svo að væl í nokkrum vinum á síð­kvöldi verði ekki að algildum sann­leika í fjöl­miðlum lands­ins dag­inn eftir (tek þó fram að mér finnst gaman að rabba við Jakob Bjarnar á förnum veg­i).


 


Og þá sjálf afsök­un­ar­beiðnin 


Ég gerði mig seka um að hjóla í mann­inn en ekki mál­efn­ið. Nokkuð sem ég hef sjálf ítrekað ásakað stjórn­mála­menn fyrir að gera, einmitt hér í Kjarn­an­um, og það í hæðn­is­tón. Fram­sókn­ar­mað­ur­inn braust fram í mér með þessum afleið­ing­um. Núna langar mig að finna Ang­elu Merkel í mér, diplómat­íska, dula en fylgna sér, og segja: Ég biðst afsök­un­ar, virðu­legi rit­dóm­ari í Víð­sjá, ég fés­aði á mig á Face­book og það ekki í fyrsta sinn.


 


Já, og gleði­leg jóla­bóka­flóð, rit­höf­und­ar, rit­dóm­arar og þið öll sem nennið að lesa bæk­ur. Og ríf­ast um þær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None