Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ekki hætta, enn skal ort!

ThorarinnEldjarn2012cJPV-a.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Þór­ar­inn Eld­járnFugla­þrugl og naflakrafl
(Með Sig­rúnu Eld­járn)

FuglathruglÞað gleður þennan áfergju­les­ara ljóð­skálds­ins Þór­ar­ins Eld­járns alltaf þegar það rennur upp fyrir honum að hann er þrátt fyrir allt ekki þrjú skáld heldur eitt. Það verður ákaf­lega skýrt þegar hann lætur sér ekki nægja að senda frá sér eina bók, heldur sýnir á sér tvær hliðar í einu. Sem reyn­ist svo ein.

Auglýsing

Ó- og lítt­bundnu ljóð­in, hátt­bundnu kvæðin og barna­vís­urnar eru þegar að er gáð sama marki brennd­ar.

Hvert er þá það mark?

Hvað skal segja? Nákvæmni. Hóf­stilltur húmor. En kannski fyrst og síð­ast við­horf hins leit­andi og fróða sæl­kera til tungu­máls­ins. Skoðun á mögu­leikum ein­stakra orða. Oft leit að földum mögu­leikum eða notk­un­ar­kost­um. Þór­ar­inn er skáld orð­nautn­ar­inn­ar.

Hann fer oft þá leið að taka hvers­dags­legt fyr­ir­bæri - ýmist i raun­heimum eða mál­heim­um. Tuggur og klisjur - og skoða þær með tækjum ljóð­skálds­ins. Sýður þær niður – kveður þær nið­ur.

Og mikið er gaman þegar frum­leg hugsun og snjöll mynd rúm­ast í full­kominni fer­skeytlu. Þannig lagað gerir eng­inn betur en Þór­ar­inn:

Bruna hratt með barða­hví

bílar svartan dreg­il.

Kókett Esjan kíkir í

Kolla­fjarð­ar­spegil

(Tautar og raul­ar)

og

Rjúpan fer í fötin senn,

fína hvíta dress­ið.

Bráðum koma byssu­menn,

byrjar jólastress­ið.

(Fugla­þrugl og naflaskrafl)

Nýju bæk­urnar tvær eru ortar á þessum heima­velli skálds­ins. Fugla­þrugl og naflakrafl, að minn­nsta kosti sú sjö­unda í röð hinna vin­sælu barna­ljóða­bóka Þór­ar­ins og Sig­rúnar systur hans. Kannski er ein­hver þreyta farin að segja til sín í þessum yrk­ing­um, alla­vega þykir mér hún ekki rísa í sömu hæðir og það besta sem áður hefur birst. Of mörg ljóðin ein­kenni­lega enda­slepp, t.d. ljóðið um sjó­ræn­ingj­ann sem á tvennt af öllu sem til stétt­ar­innar heyrir (páfa­gauk­um. krókum og staur­fót­um) en ekk­ert skip. Af hverju ekki?

Önnur eru snjöll á þennan sér­-þór­ar­inska hátt (þó mögu­lega gangi brös­ug­lega að útskýra snilld­ina fyrir mark­hópn­um). Hér er afi að kenna börn­unum að stauta með gamla lag­inu:

Hann er bráðum búið spil

en býsna seigur enn:

Með ban­prjóns­að­ferð býr hann til

bók­stafs­trú­ar­menn.

Tautar og raular - full­orð­ins­bókin - skipt­ist síðan í fjóra hluta: Einn lítt- eða óbund­inn, annan með vísum í mis­-stífu sam­bandi við hefð­ina, prósa­ljóð og þýð­ing­ar.

Allt er þar gott, sumt ágætt og ein­staka leiftur af snilld. Prósa­ljóðin vekja hjá þessum les­anda ljúf hug­renn­inga­tengsl við sund­ur­gerð­arsmá­sagna­safnið Marg­saga. Aðeins þýð­ing­ar­hlut­inn gefur til­finn­ingu fyrir því að verið sé að tína samaan og sópa upp. Aðal­lega vegna söng­texta sem þar eru og njóta sín ekk­ert endi­lega mjög vel í lestri, hvorki Þökk sé þessu lífi né hin und­urfagra Haust­vísa Tove Jans­son.

Á hinn bóg­inn er ekki hægt annað en að kíma og kæt­ast yfir sokka­ljóði Garri­son Keill­or:

...

Rann­sóknir stað­festa sjálfsleit hvers sokks,

að sæki þeir flestir í ein­veru loks.

Í sumum er beiskja eftir sam­band við fót,

sumir í klaustri þrá mein­anna bót.

Í sumum er ólg­andi athafna­þrá

en öðrum þeim finnst bara traðkað sér á. ...

Í frumortu hlut­unum eru yrk­is­efnin af ýmsu tagi. Smá heimsósómi, örlítil mæða og slatti af sjálfs­háði. Allt mat­reitt að hætti húss­ins. Eins og við fasta­gest­irnir viljum hafa það. Hvað sem tautar og raul­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None