Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ekki hætta, enn skal ort!

ThorarinnEldjarn2012cJPV-a.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Þór­ar­inn Eld­járnFugla­þrugl og naflakrafl
(Með Sig­rúnu Eld­járn)

FuglathruglÞað gleður þennan áfergju­les­ara ljóð­skálds­ins Þór­ar­ins Eld­járns alltaf þegar það rennur upp fyrir honum að hann er þrátt fyrir allt ekki þrjú skáld heldur eitt. Það verður ákaf­lega skýrt þegar hann lætur sér ekki nægja að senda frá sér eina bók, heldur sýnir á sér tvær hliðar í einu. Sem reyn­ist svo ein.

Auglýsing

Ó- og lítt­bundnu ljóð­in, hátt­bundnu kvæðin og barna­vís­urnar eru þegar að er gáð sama marki brennd­ar.

Hvert er þá það mark?

Hvað skal segja? Nákvæmni. Hóf­stilltur húmor. En kannski fyrst og síð­ast við­horf hins leit­andi og fróða sæl­kera til tungu­máls­ins. Skoðun á mögu­leikum ein­stakra orða. Oft leit að földum mögu­leikum eða notk­un­ar­kost­um. Þór­ar­inn er skáld orð­nautn­ar­inn­ar.

Hann fer oft þá leið að taka hvers­dags­legt fyr­ir­bæri - ýmist i raun­heimum eða mál­heim­um. Tuggur og klisjur - og skoða þær með tækjum ljóð­skálds­ins. Sýður þær niður – kveður þær nið­ur.

Og mikið er gaman þegar frum­leg hugsun og snjöll mynd rúm­ast í full­kominni fer­skeytlu. Þannig lagað gerir eng­inn betur en Þór­ar­inn:

Bruna hratt með barða­hví

bílar svartan dreg­il.

Kókett Esjan kíkir í

Kolla­fjarð­ar­spegil

(Tautar og raul­ar)

og

Rjúpan fer í fötin senn,

fína hvíta dress­ið.

Bráðum koma byssu­menn,

byrjar jólastress­ið.

(Fugla­þrugl og naflaskrafl)

Nýju bæk­urnar tvær eru ortar á þessum heima­velli skálds­ins. Fugla­þrugl og naflakrafl, að minn­nsta kosti sú sjö­unda í röð hinna vin­sælu barna­ljóða­bóka Þór­ar­ins og Sig­rúnar systur hans. Kannski er ein­hver þreyta farin að segja til sín í þessum yrk­ing­um, alla­vega þykir mér hún ekki rísa í sömu hæðir og það besta sem áður hefur birst. Of mörg ljóðin ein­kenni­lega enda­slepp, t.d. ljóðið um sjó­ræn­ingj­ann sem á tvennt af öllu sem til stétt­ar­innar heyrir (páfa­gauk­um. krókum og staur­fót­um) en ekk­ert skip. Af hverju ekki?

Önnur eru snjöll á þennan sér­-þór­ar­inska hátt (þó mögu­lega gangi brös­ug­lega að útskýra snilld­ina fyrir mark­hópn­um). Hér er afi að kenna börn­unum að stauta með gamla lag­inu:

Hann er bráðum búið spil

en býsna seigur enn:

Með ban­prjóns­að­ferð býr hann til

bók­stafs­trú­ar­menn.

Tautar og raular - full­orð­ins­bókin - skipt­ist síðan í fjóra hluta: Einn lítt- eða óbund­inn, annan með vísum í mis­-stífu sam­bandi við hefð­ina, prósa­ljóð og þýð­ing­ar.

Allt er þar gott, sumt ágætt og ein­staka leiftur af snilld. Prósa­ljóðin vekja hjá þessum les­anda ljúf hug­renn­inga­tengsl við sund­ur­gerð­arsmá­sagna­safnið Marg­saga. Aðeins þýð­ing­ar­hlut­inn gefur til­finn­ingu fyrir því að verið sé að tína samaan og sópa upp. Aðal­lega vegna söng­texta sem þar eru og njóta sín ekk­ert endi­lega mjög vel í lestri, hvorki Þökk sé þessu lífi né hin und­urfagra Haust­vísa Tove Jans­son.

Á hinn bóg­inn er ekki hægt annað en að kíma og kæt­ast yfir sokka­ljóði Garri­son Keill­or:

...

Rann­sóknir stað­festa sjálfsleit hvers sokks,

að sæki þeir flestir í ein­veru loks.

Í sumum er beiskja eftir sam­band við fót,

sumir í klaustri þrá mein­anna bót.

Í sumum er ólg­andi athafna­þrá

en öðrum þeim finnst bara traðkað sér á. ...

Í frumortu hlut­unum eru yrk­is­efnin af ýmsu tagi. Smá heimsósómi, örlítil mæða og slatti af sjálfs­háði. Allt mat­reitt að hætti húss­ins. Eins og við fasta­gest­irnir viljum hafa það. Hvað sem tautar og raul­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None