Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.

öxin
Auglýsing

Land­náms­set­ur: Öxin. Sögu­st­und með Magn­úsi Ólafs­syni

Góðar sögur heilla. Góðir sagna­menn hrífa. Það er kunn­ari stað­reynd en frá þurfi að segja og það er sömu­leiðis alþekkt að Land­náms­setur hefur verið öðrum stofn­unum ötulla við að rækta góðan sagna­arf; þar hafa sagna­menn og konur átt sama­stað fyrir sig og áheyr­endur sína allt frá upp­hafi þess – nægir að nefna Bene­dikt Erlings­son og Egils sögu, Bryn­hildi Guð­jóns­dóttur og Brák, Þór Tulín­íus og Þor­geir Ljós­vetn­inga­goða, Einar Kára­son með ýmsar sög­ur, KK – og nú síð­ast Magnús Ólafs­son, fyrrum bónda á Sveins­stöðum í Vatns­dal, sem segir sögu úr sinni sveit, sög­una af síð­ustu aftök­unni á Íslandi.

Góðar sög­ur, já, þær eru til dæmis sagðar af öllu því sem er fyrst – fyrsti land­náms­mað­ur­inn, fyrsta konan í geimnum – eða því sem er síð­ast – síð­asti ábú­and­inn í dalnum eða, eins og hér um ræð­ir, síð­ustu aftök­unni á Íslandi, þegar þau voru tekin af lífi, Frið­rik Sig­urðs­son frá Kalda­dal og Agnes Magn­ús­dótt­ir, fyrir morðin á Natan Ket­ils­syni og Pétri Jóns­syni.

Ef leitað er á náðir leit­ar­vélar google og leitað að „síð­ustu aftök­unn­i“, „the last execution“, þá fer vélin víða og skilar marg­vís­legri leit­ar­nið­ur­stöðu. Það er aug­ljóst að „síð­ustu aftök­urn­ar“, hvar sem er í heimi, vekja for­vitni og það að von­um.

Auglýsing

Það þarf ekki að koma á óvart að „síð­asta aftak­an“, hvar í heimi sem hún kann að hafa átt sér stað, á sér stað á mörkum tveggja tíma – þeirra myrku tíma þegar aftökur voru nán­ast dag­legt brauð og not­aðar jafnt í refsi- sem for­varn­ar­skyni og þeirrar bjart­ari fram­tíðar þegar aftökur voru taldar ómann­úð­legar sem refs­ing og önnur sýn á mann­inn var að ryðja sér rúms. Slík mörk tveggja tíma eru ávallt spenn­andi; sagn­fræð­ingar leita skýr­inga á því hvað olli hug­ar­fars­breyt­ing­unni og nið­ur­stöður þeirra segja okkur efa­lítið eitt­hvað um okkar eigin tíma, því mörk tveggja tíma eru ávallt og alls stað­ar, og sagna­menn og -konur gera sér mat úr sög­unum og geta gjarnan í eyð­urnar þar sem sagn­fræð­ing­arnir fálma í myrkri og mega ekki, fræði­ag­ans vegna, spá í það sem ekki er skjal­fest eða sannað á annan ótví­ræðan hátt.

Síð­asta aftakan á Íslandi er engin und­an­tekn­ing. Allt frá því að síð­asti blóð­drop­inn storkn­aði á aftöku­staðnum hefur aftakan sú verið milli tanna á fólki og um hana hafa síðar verið skrif­aðar skáld­sög­ur, gerðir þætt­ir, fram­leiddar kvik­mynd­ir, skrifuð leik­rit, fræði­rit og ljóð. Það munar um minna til að við­halda slíkum atburði í minn­ing­unni. Ein­hver kynni að telja, að með því væri efnið tæmt, en því fer víðs fjarri. Góð saga verður aldrei of oft sögð, og sagan af síð­ustu aftök­unni á Íslandi hefur að geyma ýmsa þá efn­is­þætti sem móta góða sögu og kitla áhuga almenn­ings: ást, afbrýði, for­smán, kyn­hvöt, hat­ur, ágirnd, mis­rétti, kúg­un, vald­beit­ingu, ofbeldi ...

Og er þá fátt eitt nefnt.

Það ku vera í und­ir­bún­ingi kvik­mynd í Hollywood með aðkomu frægra og svo er um þessar mundir þekktur sögu­maður íslenskur, fyrr­nefndur Magnús Ólafs­son, að flytja sína sögu um síð­ustu aftök­una í Land­náms­setr­inu í Borg­ar­nesi.

Hann hóf frum­flutn­ing sögu sinnar sunnu­dag­inn 12. jan­úar sl., á slag­inu 14.00, en þá voru liðin nákvæm­lega 190 ár síðan böð­ull­inn Guð­mundur Ket­ils­son sveifl­aði öxi sinni og hjó höf­uðin af þeim Frið­rik og Agn­esi á aftöku­staðnum að Sveins­stöðum í Vatns­dal.

Aftakan átti sér stað 12. jan­úar árið 1830 og það var ekki laust við að áheyr­endur Magn­úsar fyndu til þessa sögu­lega and­ar­taks! Allt í einu var sem 190 ár hyrfu og áheyr­endur á Sögu­lofti Land­náms­set­urs væru hrifnir aftur í tím­ann, heill­aðir af kynn­gi­mögn­uðum sagna­krafti Magn­ús­ar. Það var sem við værum kom­inn í hóp hinna 150 bænda sem Björn Blön­dal sýslu­maður skip­aði að vera vitni að aftök­unni með orð­un­um: „Eng­inn má undan líta!“

Magnús Ólafs­son er full­trúi íslenskrar sagna­menn­ingar eins og hún ger­ist best. Lyk­il­orðið í hans sagna­list – eins og gildir raunar um íslenska sagna­list per se – er hug­takið „stað­reynd“. Honum er í mun að leggja fram hverja stað­reynd eins og hann þekkir best – sagan skal, hvað sem öðru líður vera trú­verð­ug, hún á að geta verið sann­ferð­ug, hún á að geta hafa gerst.

Íslensk sagna­mennska hefur ávallt haft þetta að leið­ar­ljósi, jafn­vel þegar hún virð­ist vera sem fjar­stæðu­kennd­ust – þegar að er gáð, er það á stundum ekki nema örlít­il, vel dulin breyt­ing á sjón­ar­horni, sem gerir að verkum að trú­verð­ug­leik­inn helst og þar með galdur sög­unnar og dugar að vísa til hinnar frægu sögu um Djákn­ann á Myrká því til sönn­un­ar. Meira að segja verður það til að stað­festa trú­verð­ug­leik­ann þegar Magn­úsi virð­ist líkt og óvart mis­minna um atvik og leið­réttir sig – það verður til að sann­færa áheyrand­ann enn betur um að hér segir frá sögu­maður sem vill, líkt og Ari fróði orð­aði það forð­um, „hafa það sem sann­ara reynisk“. Það er ekki hægt að skjóta sterk­ari rótum í sagna­hefð­inni!

Hjá Magn­úsi verður þetta nán­ast eins og leik­ur: hann er fæddur og upp­al­inn þar sem aftakan fór fram og hann leggur nán­ast ævi sína undir þegar hann kveðst hafa velt þess­ari sögu fyrir sér frá barns­aldri og drukkið í sig allt sem aðrir sagna­menn, sagn­fræð­ingar og sér­fræð­ingar hafa haft um málið að segja. Hann var barn að aldri þegar faðir hans og afi áttu þátt í því að grafa upp lík­ams­leifar Agn­esar og Frið­riks þar sem þau höfðu verið husluð á aftöku­staðnum og koma þeim í vígða mold. Hann hefur á seinni árum gerst leið­sögu­maður ferða­langa sem hafa viljað dýpka skiln­ing sinn á þeim atburðum sem þarna áttu sér stað fyrir tæpum tvö hund­ruð árum og vitna um skelfi­legan harm­leik. Þá er farið á hest­baki um Vatns­dal og Vatns­nes, skoðuð bæj­ar­stæði og aðstæð­ur, atvikum lýst og af þeim lýs­ingum dregnar álykt­anir um hvaða hvatir kunna hafa leynst að baki gjörðum sögu­per­sóna.

Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að Magnús Ólafs­son er hallur undir þá sögu, sem Hannah Kent segir í ágætri skáld­sögu sinni, Náð­ar­stund, sem út kom 2015 og vakti mikla athygli ekki síst vegna til­urð­ar­sögu sjálfrar bók­ar­innar og nálgun Hönnuh á sögu­efn­inu, en hún var skiptinemi á Sauð­ár­króki og heyrði þá sög­una af síð­ustu aftök­unni á Íslandi. Magnús er hallur undir nið­ur­stöður Hönnuh, en þau má lesa í eft­ir­mála hennar að Náð­ar­stund, þar sem hún að síð­ustu greinir frá því að þeim ara­grúa rita sem segja frá Agn­esi og Frið­rik og vekur athygli á því að þótt þeim beri oft ekki sam­an, haldi þau þó gjarnan á lofti þeirri mynd að Agnes hafi verið „ómennsk norn sem ól á morð­u­m“. Hannah Kent kveðst hafa skrifað sína sögu til að leiða fram margræð­ari mynd af Agn­esi.

Undan því skyldi eng­inn líta – það er sú sögu­lega skylda sem hvílir á herðum okkar sem eigum þessa sögu að arfi. Þess vegna er fengur að sögu­st­und Magn­úsar Ólafs­sonar á Sögu­loft­inu í Land­náms­setr­inu í Borg­ar­nesi. „Öx­in“ er sagna­mennska eins og hún ger­ist sönn­ust og best og eng­inn skyldi láta hana fram­hjá sér fara.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk