Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.

18oENGILINN_356.JPG
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Eng­ill­inn. Leik­sýn­ing byggð á verkum Þor­valdar Þor­steins­sonar

Höf­und­ur: Þor­valdur Þor­steins­son

Leik­stjórn, hand­rit og leik­mynd: Finnur Arnar Arn­ar­son

Drama­t­úrg: Gréta Kristín Ómars­dóttir

Bún­ing­ar: Þór­unn María Jóns­dóttir

Lýs­ing: Ólafur Ágúst Stef­áns­son

Tón­list: Pétur Ben og Elvar Geir Sæv­ars­son

Hljóð­mynd: Krist­ján Sig­mundur Ein­ars­son og Elvar Geir Sæv­ars­son

Leik­ar­ar: Arn­dís Hrönn Egils­dótt­ir, Atli Rafn Sig­urð­ar­son, Baldur Trausti Hreins­son, Egg­ert Þor­leifs­son, Guð­rún S. Gísla­dótt­ir, Ilmur Krist­jáns­dóttir

Þor­valdur Þor­steins­son (1960-2013) var aug­ljós­lega óvenju­lega fjöl­hæfur lista­maður sem lagði gjörva hönd á margt á stuttri ævi. Hann féll frá rúm­lega fimm­tugur og hafði þá þegar náð að halda yfir 40 einka­sýn­ingar sem mynd­list­ar­maður og taka þátt í tugum alþjóð­legra mynd­list­ar­við­burða og hlaut á þeim ferli við­ur­kenn­ingar og alþjóð­leg verð­laun fyrir fram­lag sitt til sam­tíma­mynd­list­ar. En hann var ekki síður afkasta­mik­ill rit­höf­undur og skrif­aði fjölda leik­verka fyrir svið, en þar munu þekkt­ust vera Skila­boða­skjóð­an, sem frum­flutt var 1993 og sett upp aftur 2007 auk þess sem áhuga­fé­lög hafa tekið Skjóð­una til með­ferð­ar, Leitin að jól­unum sem er árviss við­burður í Þjóð­leik­hús­inu fyrir jól og And Björk, Of Course sem frum­flutt var 2002 hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur; en að auki skrif­aði Þor­valdur fyrir sjón­varp og hljóð­varp, m.a. örleik­rit og eins varð hann þekktur fyrir Vasa­leik­rit sín, sem flutt voru viku­lega í Rík­is­út­varp­inu vet­ur­inn 1991-92. Hann eftir sig fjölda leik­verka í fullri lengd auk hand­rita fyrir bæði sjón­varp og útvarp.

Auglýsing
Það er úr þessum arfi sem mynd­list­ar­mað­ur­inn og leik­mynda­hönn­uð­ur­inn Finnur Arnar Arn­ar­son hefur sett saman sýn­ingu til að heiðra minn­ingu Þor­valdar og vekja athygli á þeim arfi sem hann lætur eftir sig. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnur Arnar tekur að sér að semja hand­rit og leik­stýra í leik­húsi en hann er þó á heima­velli enda þekktur og marg­róm­aður hönn­uður leik­mynda. Skemmst frá að segja tekst þessi frumraun hans í hand­rits­gerð og leik­stjórn ákaf­lega vel og full ástæða til að hvetja hann til frek­ari dáða á þeim vett­vangi. Það er líka ákveðin áskorun fyrir leik­hús lands­ins að sækja inn­spýt­ingu og inn­blástur úr öðrum áttum en ein­göngu eigin ranni eða eigin hópi – í besta falli verður árang­ur­inn eins og hér er, því Eng­ill­inn er áleit­ið, ferskt, áhrifa­mikið leik­hús, það er hríf­andi og – það sem kannski mestu skiptir – barma­fullt af trú á líf­ið.

Finnur Arnar raðar saman brotum úr höf­und­ar­verki Þor­valdar og hirðir ekki um línu­lega eða rök­ræna frá­sögn. Það er vaðið úr einu í annað á ákaf­lega absúrd máta – sem er full­kom­lega í stíl við leik- og mynd­verk Þor­vald­ar; hann er öðrum þræði full­trúi absúr­dism­ans og má greina áhrif frá til dæmis Ionesco í sam­tölum per­sóna hans. En Þor­valdur fer eigin leiðir og þar sem absúr­distar milli­stríðs­ára Evr­ópu sátu fastir og komust ekki úr von­leysi sínu yfir til­vist manns­ins er Þor­valdur fremur að henda góð­lát­legt og elsku­legt gaman að því hvernig við mann­fólkið erum njörvuð í félags­leg hlut­verk okkar – hann skoðar sér­stak­lega og beinir spjótum að hvernig bún­ingar fara með fólk – reykka­f­ar­ar, lög­regla, flug­freyja eru „bún­ing­ar“ sem koma fyrir í verkum hans – en hann er ekki síður hug­fang­inn af „ósýni­legu bún­ing­un­um“ og hvernig við reynum stöðugt að öðl­ast sess í sam­fé­lagi manna í að því er virð­ist inni­halds­lausum, jafn­vel merk­ing­ar­lausum sam­ræð­um.Úr Englinum. Mynd: Þjóðleikhúsið

En í öllum slíkum sam­ræðum felst ákveð­inn ótti við að heyra hvergi til, eiga hvergi heima, og það er kannski umfram allt sá ótti sem er við­fangs­efni Þor­vald­ar. Og hann tekur á þessum sammann­lega ótta af næmni og vænt­um­þykju og það er eins og í öllum hans sam­ræðum megi finna und­ir­liggj­andi stað­hæf­ingu: Ekki gef­ast upp, það er von, allt mun verða betra og þol­an­legra, bara ef mað­ur­inn þolir við, gefst ekki upp. Það er jákvæður boð­skap­ur, fram settur af þeirri hóg­værð sem absúr­dis­minn, fárán­leik­inn, á satt að segja til á sínum bestu stund­um.

Þessi hug­ljúfi boð­skapur er fram bor­inn í hinum mis­mun­andi atriðum sýn­ing­ar­innar sem tengj­ast vel saman í leik­mynd, lýs­ingu og tón­list og hljóð­mynd allri. Og ekki síður leik! Það er langt síðan sást jafn vel slíp­aður sam­leikur og hér er og þarf ekki að fara mörgum orðum um frammi­stöðu leik­hóps­ins – hér er valin kona og val­inn maður í hverju rúmi og það er ein­fald­lega unun að því að horfa á hversu leik­gleðin og kátínan ræður ríkj­um, leikstíll­inn frjáls­legur í sam­ræmi við efnið en allt vel agað og njörvað niður í heims­mynd Þor­valdar – og ekki verður betur séð en leik­hóp­ur­inn, allur sem einn, sam­sami sig þeirri heims­mynd og finni sig vel heima í henni. Enda verður ekki annað túlkað af efn­inu en Þor­valdur hafi verið húman­isti og mann­vinur af besta tagi og um leið ákaf­lega góður húmoristi með næmt auga fyrir hjá­kát­legum atvikum til­ver­unn­ar. Öllu þessu kemur leik­hóp­ur­inn til skila í frá­bærum sam­leik.

Það má vekja sér­staka athygli á því að allir þeir mun­ir, sem finna má á svið­inu og heyra til leik­mynd og leik­munum eru til sölu – áhorf­endur geta keypt þá að lok­inni sýn­ingu og fengið þá afhenta að sýn­ing­ar­tíma­bili loknu. Þá er ekki síður gaman að því að í hléi er köku­basar – valið kven­fé­lag mætir með heima­bakað og það er sömu­leiðis til sölu ef áhorf­endur vilja taka með sér köku heim til að maula meðan sýn­ingin melt­ist og sest í sál­ina. Þessir gjörn­ingar – og reyndar fleiri – vísa til verka Þor­valdar jafnt í leik­list­inni sem í mynd­list­inni og verða því hluti af því „homma­ge“ til Þor­valdar sem Eng­ill­inn er og er vel við hæfi.

Sem fyrr segir lést Þor­valdur Þor­steins­son langt fyrir aldur fram, rétt rúm­lega fimm­tugur að aldri. Textar hans bera með sér að hann hefði örugg­lega náð mun lengra og þroskast sem leik­skáld og lista­mað­ur, hefði honum enst aldur til. Að því leyti til er arfur hans ófull­burða og við munum aldrei fá að sjá hvaða hæðum list hans hefði hugs­an­lega getað náð. Megi það verða okkur áskorun að hefja fána hans á loft í bar­átt­unni óend­an­legu fyrir betra lífi og skemmti­legra! Þá er til ein­hvers unn­ið!

Eng­ill­inn er með því besta sem sjá má á fjölum leik­hús­anna um þessar mundir – ekki missa af þess­ari frá­bæru og fal­legu sýn­ingu!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk