Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika

Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.

Auðbjörg Reynisdóttir
Auglýsing

Auðbjörg Reynisdóttir er hjúkrunarfræðingur sem hefur aflað sér þekkingar á öryggi sjúklinga víða um heim. Hún segir að alvarleg atviki í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi hafi markað djúp spor í reynslubanka hennar eins og hún fer yfir í bókinni Stærri en banvæn mistök, sem hún safnar nú fyrir á Karolinafund.

„Í bókinni fer ég yfir rannsókn Embættis landlæknis á fjórum málum innan fjölskyldunnar, þó sérstaklega andlát sonar míns. Auk þess nefnir ég nokkur önnur mál sem hafa verið í opinberri umræðu og farið í gegnum stjórnsýsluna eða dómstóla. Þetta er allt fólk sem ég þekki persónulega. Að vera hjúkrunarfræðingur í þessari stöðu gefur efninu einstakt næmni og sérstaka innsýn sem setur mark sitt á efnistökin,“ segir hún.

Sonur Auðbjargar lést eftir mistök og kærði hún málið til landlæknis sem staðfesti það, en viðbrögðum spítalans er einnig lýst í bókinni.

Auglýsing

„Mér svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika og er knúin áfram að þeirri hugmynd að rétta hlut þeirra og vera hjálparhönd fyrir þá sem vilja það. Það er skylda mín sem hjúkrunarfræðingur og þjóðfélagsþegn.“

Mynd: AðsendHún lýsir því í bókinni hvernig henni tókst að vinna sig út úr áfallinu. Hún segir að sú leið hafi verið grýtt en lærdómsrík og hjálpi það ef til vill mörgum sem eru að ganga í gegnum óbærilega tíma. Á því ferðalagi hafi hún leitað í stuðning víða og lesið sig til um viðbrögð og úrvinnslu alvarlegra atvika. Sú þekking sem safnast hefur í sarpinn fyllir bókina og vefsíðuna öðrum til hjálpar, að sögn Auðbjargar. Með stuðning við verkefnið verður bókin gefin út sem rafbók til að byrja með. Vefsíðan audbjorg.com mun halda áfram og byrjað er að undirbúa frekara fræðsluefni til lengri tíma. Bókin nýtist enn fremur sem kennslubók í öryggis sjúklinga í heilbrigðisvísindum. Eldri sonur hennar, Sindri Gautur er vefstjóri síðunnar.

Hvar og hvenær kviknaði hugmyndin að bókinni?

„Á tveggja mánaða ferðalagi til Afríku árið 2016, með stofnendum ABC barnaskólans í Bobo Dioulasso í Burkina Faso, las ég bók um alvarleg atvik í Bandaríkjunum. Það kveikti hugmyndina að skrifa mín eigin sögu. Við skriftirnar, lestur sjúkraskrár, lestur bóka og að sækja ráðstefnur um málefni bættist fróðleikur og viska sem stækkaði verkefnið meira en svo að það komist allt fyrir í bók.

Titill bókarinnar „Stærri en banvæn mistök“ vísar í skilaboðin og niðurstöðu mínar eftir þessa vegferð. Þau felast í viðhorfi mínu í dag um að engin breyting verður á öryggi sjúklinga eða öryggismenningunni eins og það er oft kallað fyrr en sjúklingar og starfsmenn geta horfst í augu við þessi alvarlegu atvik, viðurkennt þau og verið sammála um að takast á við þau með auðmýkt og samvinnu. Þetta eru oft það alvarleg slys að þau rústa lífi fjölskyldunnar en það er hægt að halda áfram, læra og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“

Auðbjörg Reynisdóttir Mynd: AðsendAuðbjörg segir að enginn vilji lenda í þessu né verða valdur af því að slíkt gerist. Samvinna sé lykillinn að framförum. Söfnunin gefi því öllum tækifæri á að vera með, styðja það að breytingar verði öllum til góðs. „Ef lesandi býr yfir reynslu og heilræðum til annarra þá er velkomið að hafa samband og finna flöt á að koma þeirri reynslu á framfæri á vefsíðunni.“

Markmið Auðbjargar er að efla sjúklinga og starfsmenn til að taka stöðu sína, bæta samskipti og þar með bylta öryggismenningunni. Gera þeim kleift að efla sig í eigin öryggi. „Það er ekki nóg að fagfólk geri það einhliða. Sjúklingar þurfa að leggja sitt af mörkum. Fagfólk verður að hlusta og heyra það sem sjúklingar upplifa þegar alvarleg atvik verða. Þau verða að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lífið. Það er svo mikilvægt að rödd sjúklinga heyrist en til þess þarf mikinn kjark, bæði að tjá sig og að hlusta á erfiðar sögur. Í Noregi fjalla fjölmiðlar gjarnan um svona mál bæði út frá geranda og þolanda, ég tek dæmi um slíkt enda er það besta leiðin til að almenningur geti skilið hvað er þarna á ferðinni,“ segir hún.

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk