Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr

Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.

Auglýsing
Sogufelag-Oraefahjordin.JPG

Þegar farið er um öræfi Aust­ur­lands á góð­viðr­is­degi má stundum líta stórar hjarðir tign­ar­legra hrein­dýra fara um og er þá viss­ara að fara var­lega – hrein­dýr eru stygg og greina hið smæsta hljóð og eru snögg að forða sér ef þau verða vör við nær­veru manna. Best að hafa vind­inn í fangið vilji menn virða þessi tígu­legu dýr fyrir sér í þeirra heima­vist, fara hljóð­lega og not­ast við góða aðdrátt­ar­linsu vilji menn fanga augna­blik­ið.

Hrein­dýrin íslensku vekja virð­ingu og aðdá­un, og sumir vilja njóta þess að virða þau fyrir sér í sínu eig­in­lega umhverfi, öræfum Aust­ur­lands, þar sem þau hafa þegar öðl­ast þegn­rétt þrátt fyrir mun styttri búsetu í land­inu en við mann­fólk­ið; hjá öðrum kviknar veiði­eðlið og eru hrein­dýra­veiðar vin­sælt sport orð­ið, þótt upp­haf­lega hafi hrein­dýrin verið flutt til lands­ins til að verða hluti af lífs­við­ur­væri manns­ins. Það má undrun sæta að hrein­dýrin skuli hafa öðl­ast svo sterkar rætur í þjóð­arsál­inni miðað við hversu stutt þau hafa átt heima á Íslandi – og alls ekki sjálf­gefið að þau myndu lifa af óblíð nátt­úru­öfl, vetr­ar­hörku, kulda og gróð­ur­leysi.

Sitt­hvað hefur verið ritað og gefið út um hrein­dýr á Íslandi þótt flest sé það tak­markað og komið nokkuð á ald­ur. Skylt er að nefna þátt Helga Val­týs­sonar í því sam­bandi, en hann er að lík­indum sá höf­undur íslenskur sem mest hefur skrifað um hrein­dýr á Íslandi, en greinar hans og bækur telja amk. fimmtán titla og ber þar hæst bók­ina Á hrein­dýra­slóð­um, sem kom út 1945 og er ekki ein­asta grein­ar­góð lýs­ing á hrein­dýrum á öræfum Aust­ur­lands heldur einnig sann­kall­aður óður til gjör­vallrar nátt­úr­unn­ar; má hér geta þess að rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son vekur í nýút­kominni bók sinni, Um tím­ann og vatn­ið, sér­staka athygli á ást og virð­ingu Helga til nátt­úr­unnar og telur þessar til­finn­ingar und­ir­stöðu far­sælla sam­skipta manns og nátt­úru. Það má til sanns vegar færa; það fer ekki á milli mála að hrein­dýrin kalla á lotn­ingu ekki ein­asta fyrir sjálfum sér sem teg­und heldur einnig fyrir allan þann heim öræfa, heiða og fjalla sem er þeirra.

Að öðru leyti sýn­ist á heim­ilda­skrá að meiri­hluti heim­ilda sé nokkuð við ald­ur, þótt þar megi einnig finna áhuga­verðar und­an­tekn­ingar og má kannski vekja þar sér­staka athygli á fróð­legri og skemmti­legri bók Guðna Ein­ars­sonar sem út kom 2014: Hrein­dýra­skytt­ur. Líf­legar og fræð­andi frá­sagnir af hrein­dýra­veið­um.

En hvað um það; nú hefur Sögu­fé­lag heldur betur bætt úr og gefið út mikið og veg­legt rit, ríku­lega mynd­skreytt og vandað að frá­gangi og útliti, sem vel má kalla heild­ar­rit um sögu hrein­dýra á Íslandi frá upp­hafi til vorra daga. Heið­ur­inn öðrum fremur af þessu afreki á höf­und­ur­inn, Unnur Birna Karls­dótt­ir, for­stöðu­maður Rann­sókna­set­urs Háskóla Íslands á Aust­ur­landi; hún er doktor í sagn­fræði og hefur ritað fræði­greinar um sam­band manna og nátt­úru á Íslandi og er Öræfa­hjörðin stærsta verk hennar á því sviði. Hún hefur sem vænta má notið aðstoðar ótal sér­fræð­inga og áhuga­manna um hrein­dýr og vist­kerfi þeirra og skulu þar hel­stir taldir rit­stjóri bók­ar­inn­ar, Kristín Svava Tóm­as­dótt­ir, og útgáfu­stjór­inn Bryn­hildur Ingv­ars­dóttir en auk þeirra hafa komið að útgáf­unni hönn­uð­ir, ljós­mynd­ar­ar, safna­fólk og sagna­menn sem allir hafa stuðlað að því að Öræfa­hjörðin er eins vel úr garði gerð og kostur er. Bókin ber að öllu leyti með sér að vera hin eigu­leg­asta.

Bók­inni er skipt í sex hluta og er frá því greint í inn­gangi sem hér seg­ir: Fyrsti hlut­inn er almennur inn­gangur um hrein­dýr og lífs­hætti þeirra og þátt manns­ins í sögu þeirra, stuttur en fróð­leg­ur.

Í öðrum hluta víkur sög­unni til Íslands og greint er frá inn­flutn­ingi hrein­dýra til lands­ins á átj­ándu öld og hvaða hug­myndir þar réðu ferð og hverjar við­tökur hrein­dýrin fengu í upp­hafi hér á landi. Það er athygl­is­vert að það er að frum­kvæði danskra yfir­valda að inn­flutn­ingur hrein­dýra á sér stað og er ætlun þeirra að draga úr áhrifum harð­inda hér á landi og auka fjöl­breytni og bæta afkomu­mögu­leika í land­bún­aði.

Auglýsing
Þriðji hluti bók­ar­innar tekur til við­horfa til hrein­dýra á nítj­ándu öld; þá virð­ast yfir­völd hverfa frá hug­myndum um að hrein­dýra­bú­skapur sé til fram­fara, veiði­skapur hefst og skoð­anir ger­ast ærið skiptar um hvort hrein­dýr séu til gagns eða ógagns.

Í fjórða hluta er komið inn á fyrri helm­ing tutt­ug­ustu aldar en þá er eins og lög­gjaf­inn hrökkvi upp af blundi og sjái að ekki hafi allt orðið sem skyldi í sam­búð lands­manna við þessa inn­fluttu fer­fætlinga og reynt er að rétta stefn­una með laga­setn­ingu og reglu­gerð­um. Þá spratt einnig upp líf­leg umræða um til­vist hrein­dýra hér á landi og er henni gerð skil í þessum kafla, eins og umræðan um nýt­ingu hrein­dýra og útbreiðslu þeirra, en þarna voru menn að átta sig á því að býsna lítið var í raun vitað um hrein­dýr­in, eðli þeirra og nátt­úru og sáu að brýnt væri að bæta úr því þekk­ing­ar­leysi. Nið­ur­staða þeirrar umræðu var að hafið var eft­ir­lit með hrein­dýra­hjörðum og gætt að vel­ferð þeirra í rík­ari mæli en áður hafði ver­ið.

Í fimmta hluta er greint frá þróun mála á seinni hluta tutt­ug­ustu aldar og greint frá því hvernig skipu­lagi er komið á hrein­dýra­veið­ar.

Nið­ur­lag sög­unnar er svo rakið í sjötta hlut­anum og lýkur þeim hluta með kafla þar sem horft er yfir sögu­sviðið og nið­ur­stöður dregnar sam­an.

Þegar farið er yfir svo vítt svið og efn­is­tökin jafn víð­feðm og hér má sjá, nýt­ist almennum les­anda lest­ur­inn ef til vill best í smá­skömmtum og er vel og smekk­lega tekið til­lit til þess í upp­setn­ingu og frá­gangi bók­ar­inn­ar. Hér úir og grúir af fróð­legum og oft bráð­skemmti­legum frá­sögnum í inn­skot­sköflum þar sem er ýmist að finna bein­harða sagn­fræði sem hefði að lík­indum farið verr um í meg­in­máli eða frá­sagnir veiði­manna eða til­vitn­anir í skáld­skap, enda hafa hrein­dýrin víða komið við í sam­búð manns og nátt­úru. Þessir inn­skot­skaflar auka gildi bók­ar­innar og gera hana að skemmti­legum félaga á frí­stund­um, svo ekki sé minnst á hversu nota­legt það getur verið að gæða sér á einum og einum kafla undir svefn­inn.

Efn­is­tök Unnar Birnu ein­kenn­ast af því að hún er sagn­fræð­ingur og þarf engan að undra. Hitt er athygl­is­vert að tök hennar eru einnig þver­fag­leg. Þannig fær les­andi að kynn­ast líf­fræði og vist­fræði hrein­dýra og þegar kemur að hinum mann­lega þætti og sam­skiptum dýra og manna er ekki komið að tómum kof­anum og má jafn­vel líta svo á að frá­sögnin verði mann­fræði­leg öðrum þræði. Unnur Birna hefur víða leitað fanga meðal bænda á Aust­ur­landi sem lengi hafa lifað í návígi við hrein­dýrin sem og veiði­manna; öll sú frá­sögn ein­kenn­ist af virð­ingu fyrir sam­skiptum manns og nátt­úru og Unnur Birna hikar ekki við að lyfta fram hags­munum nátt­úru og vist­kerfis og skyldi kannski engan undra.Unnur Birna Karlsdóttir.

Veiði­menn og bændur geta yfir­leitt sjálfir komið fyrir sig orði, nátt­úru og vist­kerfi veitir ekki af hverjum þeim tals­manni sem vekur athygli á þeirra hags­mun­um.

Bókin veitir þar með mik­il­vægan og verð­mætan fræði­legan skiln­ing á umræðu sem er ærið áber­andi í okkar nútíma og varðar fyrst og fremst spurn­ing­una sem ein­fald­lega snýst um hvort nýta eigi nátt­úru í þágu manns eða vernda í þágu ferða­þjón­ustu og fram­tíð­ar. Unnur Birna fjallar um þetta í lokakafla bók­ar­innar þar sem hún horfir yfir sviðið og lítur til fram­tíð­ar. Þar bendir hún á hið athygl­is­verða, að mest­öll umræða um til­vist hrein­dýra á Íslandi hefur tekið mið af þörfum sauð­fjár­bú­skapar og hafa þar hrein­dýrin lotið í lægra haldi; þá hafi það alveg frá upp­hafi verið slegið útaf borð­inu að Íslend­ingar skyldu ger­ast hrein­dýra­bændur – hirð­ingja­bú­skapur var aldrei og hefur aldrei verið tal­inn henta íslenskri sam­fé­lags­gerð eða íslenskum búskap­ar­háttum og athygl­is­vert að þetta við­horf skuli ekki hafa verið gagn­rýnt fyrr en nú á síð­ustu árum, að farið er að ræða af alvöru mögu­leika á hrein­dýra­bú­skap þar sem nýta mætti afurðir hrein­dýra á mun fjöl­breytt­ari hátt en nú er. Verður vissu­lega fróð­legt að fylgj­ast með fram­haldi þeirrar umræðu, ekki síst í ljósi þeirrar þekk­ingar sem finna má í bók Unnar Birn­u. 

Þá má geta þess að Unnur Birna hefur í nýlegri grein í Rit­inu, tíma­riti Hug­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands, gert enn betur grein fyrir ást­inni á öræfum í merk­ing­unni hrifn­ing af nátt­úru mið­há­lendis Íslands og ber þar saman skrif tveggja nátt­úru­unn­enda, fyrr­nefnds Helga Val­týs­sonar og Guð­mundar Páls Ólafs­sonar og hvernig við­horf þeirra ein­kenn­ast af per­sónu­legu sjón­ar­horni, markast af áhrifum af vest­rænni nátt­úru­sýn þar sem lögð er áhersla á gildi villtrar nátt­úru og mik­il­vægi þess að hún sé vernd­uð, ekki aðeins sjálfs sín vegna, en ekki síður manns­ins. Í þessu ljósi er fram­lag Unnar Birnu til umræðu í sam­tíma um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs ekki síður mik­il­væg; Öræfa­hjörðin er í því ljósi nauð­syn­leg lesn­ing. Þá má einnig minna áhuga­sama á aðra bók Unnar Birnu þar sem hún fjallar einnig um við­horf manns til nátt­úru en útfrá eilítið öðru sjón­ar­horni – það er bókin Þar sem foss­arnir falla, sem út kom fyrir sléttum tíu árum og tekur einnig á tví­bentu sam­bandi Íslend­inga við nátt­úru lands­ins.

Eina mein­lega villu fann ég við lestur Öræfa­hjarð­ar­inn­ar. Á bls. 129 er vitnað í Hákon Aðal­steins­son frá Vað­brekku í Hrafn­kels­dal, þekktan hrein­dýra­veiði­leið­sögu­mann og í því sam­bandi greint frá þeirri skemmti­legu stað­reynd að systir hans hafi verið fyrsta konan sem felldi hrein­dýr á Íslandi. Hún er hér nefnd Sig­ríð­ur, en það er nafn eig­in­konu Aðal­steins, eldri bróður Hákon­ar, en í sömu andrá er einnig vitnað til þeirra. Hið rétta er að systir Hákonar er Sig­rún, ávallt kölluð Sída, og hún er fyrsta konan sem skaut hrein­dýr á Íslandi; er því hér með haldið til haga í þeirri von að þetta atriði verði leið­rétt í næstu útgáfu Öræfa­hjarð­ar­inn­ar.

Bók: Öræfa­hjörð­in. Saga hrein­dýra á Ísland­i. 

Útgef­andi: Sögu­fé­lagið 2019.

Höf­und­ur: Unnur Birna Karls­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk