Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Esch-Sur-Alzette

DSCF4302-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Lúx­em­búrg já. Hingað hef ég aldrei kom­ið. Og á ekk­ert eftir að líða þannig endi­lega þegar við förum héð­an. Bíla­stæði, það var það sem ég sá. Rúmt og gott bíla­stæði sko, en ekk­ert sem svarar fyrir heila þjóð. En hér er allt gott. Fólkið er gott, mat­ur­inn frá­bært, sturtur um allt, sviðið stórt og fram­úr­skar­andi gott, tækni- og annað starfs­fólk ekki bara starfi sínu vaxið heldur líka stór­skemmti­legt og sófar um allt. Sófar! Ég sit í góðum sófa með pláss í kringum mig og það hef ég ekki gert í gríð­ar­lega margar vik­ur. Litlu hlut­irn­ir. Æi já.

Ég krass­aði í gær. Ég fór bara í koj­una og reyndi að horfa á bíó­mynd en end­aði á ein­hverjum Top Gear Special um Bond-bíl­ana. Sem ég var búinn að sjá áður og allt. Yfir­leitt hef ég algert óþol fyrir sjón­varps­efni sem ég hef séð áður en þetta var sirka áreytið sem ég réð við. Og svo and­að­ist ég frá fjögur til fjög­ur. En ég var líka mjög til í þetta þegar ég vakn­aði.

Auglýsing

Núna er klukkan 23.16 og ég sit í sófa hér bak­sviðs. Sóóófa. Hér eru allir mínir upp­á­halds­menn hjá mér og við erum að drekka rauð­vín sem

Bibbi er hér við lyklaborðið, umkringdur helstu nauðsynjum. Bibbi er hér við lykla­borð­ið, umkringdur helstu nauð­synj­u­m.

Ant­on, hljóð­maður og far­ar­stjóri Rúss­anna, var að hella í alls­konar glös handa okk­ur. Ég hef alltaf haft góða til­finn­ingu fyrir þessum góð­lega hobbita, bros­andi gegnum skeggið með hár niður á mjó­bak. En síð­ustu daga hefur hann alger­lega brilla­er­að. Mig grunar að hann finni teng­ingu gegnum Flexa sem hefur jú ekki túrað með okkur áður. Þeir eru báðir hljóð­menn og hafa aðstoðað hvorn annan gegnum þetta allt sam­an. Elu­veitie eru í sirka miðju sett­inu sínu og við erum í slak­an­um. Við fórum aðeins fram áðan og hittum meðal ann­ars íslenskan flug­virkja sem sagð­ist heita Bjarki ef ég man rétt. Hann er búinn að búa hér um kring síðan 2005. Afskap­lega þægi­lega skemmti­legur mað­ur.

Það er ró yfir okk­ur. Svo sem alveg hlátur við og við og allir í stuði en við erum alveg í fjórum sóf­um. Giggið gekk ljóm­andi vel og við spil­uðum vel í góðu sándi en þetta var svo­lítið stíft allt sam­an. Þetta er bara svona, ég kíkti inn í sal til Elu­veitie og þar er stemn­ingin svip­uð. Auð­vitað aðeins fleiri en samt ekki allur munur á. Þetta er áfram erfitt, spila fyrir fólk sem hreyfir sig ekki, en við slökum hvergi á svo mikið er víst. Já, þetta er allt saman satt en víst gömul tugga.

Rúmir tíu dagar eftir og nú erum við þreytt­ir. Ég ætla ekk­ert að fela það, ég væri til í að fara heim á eft­ir. En það er vit­an­lega ekki um það að ræða. Ég veit ekki hvar maður væri í kúrf­unni ef sam­ferða­menn­irnir væru ekki svona miklir afar­höfð­ing­ar. Rúmur mán­uður kom­inn, táfýla, hrot­ur, rifr­ildi, alls­konar brölt, þynn­ka, fyll­erí, burður á þungum hlutum dag eftir dag og allir dagar eins og grá­ir. Þetta er upp­skrift að óskap­legum leið­indum og jafn­vel illindum ef svo ber und­ir. Við erum allir risa­stórir karakt­erar sem láta finna fyrir sér, höfum ógur­legar sér­viskur og getum allir verið óþol­andi. En þetta geng­ur. Ein­hvern­veg­inn gengur þetta og nú sitjum við í hnapp og segjum sög­ur, hlæj­um, gönt­um­st, segjum brand­ara á kostnað hvers ann­ars og öllum finnst gam­an. Þetta er Deb­en­hams, þetta er Skálmöld. Þetta er nákvæm­lega það sem heldur þessu bandi gang­andi. Við skulum alltaf tækla hlut­ina þegar þeir koma upp, vanda­málin eru aldrei stærri en fólkið og þegar dagur kemur að kveldi er þetta létt. Og gam­an. Rúmum mán­uði seinna, og reyndar rúmum fimm árum ef því er að skipta. Við þurfum allir að fórna ýmsu fyrir Skálmöld en það gerum við glaðir og með fólkið okkar okkur til stuðn­ings. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag. Elu­veitie voru að klára og við ætlum fram að tala við fólk­ið. Rútan leggur af stað klukkan 2 og Flexi var að stinga upp á Kana. Það líst mér vel á. Á morgun spilum við í Lud­wigs­burg í Þýska­landi. Ég veit ekk­ert hversu langt er þangað en miðað við þessa tíma­setn­ingu verður það sjálf­sagt svo­lít­ill spotti. Sjáum til hvað ger­ist næst.

Meist­ara­legt dags­ins: Sóf­ar.

Sköll dags­ins: Nei.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None