Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Salzburg

DSCF3827-1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 5.34 og ég er rauð­víns­full­ur. Ég ligg í koj­unni minni í síð­asta skipti á þessum túr og bíð þess að rútan leggi í hann. Áætluð brott­för er klukkan sex.

Þetta var síð­asti dag­ur­inn á túrn­um. Við erum búnir að vera á flakki síðan í lok októ­ber og mér líður eins og ég hafi verið á Leifs­stöð í öðrum líf­tíma. Þetta hefur verið lengsti túr Skálmaldar frá upp­hafi, sá við­burða­rík­asti og sá sem hefur tekið mest á. Ég er senni­lega jafn glaður yfir því að nú séum við á heim­leið og yfir því hversu stór­kost­leg sig­ur­gangan hefur ver­ið. Þetta er jafn­framt síð­asta blogg­færsan sem ég geri og ég játa að því er ég feg­inn. Yfir­leitt hefur verið fremur auð­velt að berja sirka þús­und orð niður eftir hvern dag en þetta tekur í. Von­andi get ég lesið yfir þetta í ell­inni og glað­st, en ég sé ekki fyrir mér að ég bloggi meira í nán­ustu fram­tíð. Ef ég fer ekki með rangt mál voru þetta 38 tón­leikar sem ætti að þýða að ég hafi sett niður tæp­lega 40.000 orð. Ég ætti mögu­lega að hætta þessum afsök­unum og skrifa eitt­hvað af þessum sögum sem ég er með í höfðinu niður á blað.

Auglýsing

Ég rumskaði klukkan ell­efu og þá með dúndr­andi höf­uð­verk. Sá var alger­lega sjálf­skap­aður því ég sofn­aði allt annað en alls­gáð­ur. Ég keyrði mig þá niður í kodd­ann og náði að hvíla mig til tvö við alls­konar mis­gáfu­legar draum­far­ir. Þá hopp­aði ég niður úr koj­unni, tók mið á tón­leika­stað­inn og reyndi að finna kló­sett. Það gekk ekki betur en svo að ég end­aði með að læsa mig inni á ein­hverjum lyft­u­gangi og þurfti að banka mjög svo sneypu­legur á dyrnar til að kom­ast til baka. Ég upp­skar svo­lítið af glottum frá sam­ferða­mönnum mín­um. Ég piss­aði þó sem betur fer ekki á mig.

DSCF3855 copy Bibbi sést hér, að huga að inter­net­inu í sím­an­um. Já eða skrifa sms.

Slurkur af strák­unum hafði farið niður í bæ. Við hinir söfn­uð­umst saman á tón­leika­staðn­um, í ein­hverju bak­ver­elsi sem var ekki upp á marga fiska. Mann­skap­ur­inn safn­að­ist svo saman og við áttum sánd­tékk. Það var svo sem venju­legt nema hvað við þurftum að gera ráð fyrir öllum hinum sveit­unum sem spil­uðu með okkur í dag. Jábbs, 13 banda festi­val skyldi það vera. Reyndar var spilað á tveimur sviðum og því ekki með þrjú bönd á undan okkur á stóra svið­inu, en það þýddi engu að síður að við þurftum að gera ráð fyrir þeim sem á undan komu. Lítið mál svo sem og við kláruðum okkar eins og venju­lega.

Eftir tékk röltum við allir rak­leiðis niður í bæ, Skálmöld­in, Flex og Robert. Við átt­menn­ingar fundum okkur ind­verskan mat­sölu­stað þar sem við áttum alveg sér­lega nota­lega stund og fengum gríð­ar­lega góðan mat. Við höfðum jafn­vel tíma eftir að til að fara á kaffi­hús, sviðs­tím­inn á okkur var óvenju síð­bú­inn vegna allra lókal­band­anna, klukkan 20.40. Við röltum svo bara upp­eftir og gerðum okkur klára.

Það var hugur í okkur fyrir þetta gigg. Allir ger­sam­lega frá­vita af lang­þreytu og heim­þrá en sem fyrr alger­lega stað­ráðnir í að skilja sviðið eftir í ljósum log­um. Og það gerðum við. Svo sann­ar-­fokk­ing-­lega. Ég ætla að láta vera að fara út í smá­at­riðin en aust­ur­rískur mos­hpyttur er eitt­hvað sem ég hef ekki séð fyrr. Þetta var full­kom­lega frá­bær enda­hnútur á frá­bært ferða­lag.

Við kvöddum krakk­ana snemma því hinar rút­urnar tvær yfir­gáfu stað­inn strax eftir gigg. Sum­staðar voru tár á hvarmi, en við­skiln­að­ur­inn við Rúss­ana var vissu­lega erf­ið­ari en við Elu­veitie. Þau hittum við jú aftur í febr­úar fyrir tveggja vikna túr­inn sem framundan er. Þetta eru allt saman gull­fal­legir krakkar og svona við kveðju­stund­ina losn­aði um alls­konar hömlur sem voru fyrir okkur allan túr­inn. Mig grunar að það verði stór­kost­lega gaman að hitta þau aftur eftir nokkrar vik­ur.

Og svo fóru þau öll og við einir eftir á plan­inu. Nei, reyndar ekki. Ant­on, hljóð­maður og umboðs­maður Arkona býr í Prag. Rútan okkar er leigð þaðan og þaðan er Robert. Hann fær því að fljóta með okk­ur. Okkar stopp er München hvaðan við tökum flugið heim. Anton og Robert halda svo áfram til Prag. Við vöktum mis­lengi en við Anton lang­lengst. Hann er núna hrjót­andi í koj­unni gengt mér, koj­unni sem hefur verið laus allan túr­inn. Vinir mínir og félagar sofa allt í kringum mig en Robert er vakn­að­ur. Tjaldið er dregið fyrir koju­opið mitt en ég heyri að hann er að mala sér kaffi. Síð­asti spott­inn er framund­an, kannski 200 kíló­metrar og þaðan tökum við flug­ið. Jebbs, þetta er búið.

Þetta hafa verið ótrú­legar vik­ur. Álagið hefur aldrei verið meira en sigr­arnir heldur aldrei stærri. Ég játa á mig alveg stór­kost­lega þreytu og ég veit að sam­ferð­ar­menn mínir eru alger­lega sam­mála. Eftir rétta 10 tíma ætla ég í sturtu heima hjá mér og eftir það kviknakinn í sófann minn. Og þar ætla ég að vera í eins og viku. Ég reyndar lýg því því að strax á mánu­dags­morgun ætla ég að rífa mig upp á rass­inum og fara í són­ar. Eða kannski öllu heldur með Agn­esi í són­ar. Bjór­bumban á mér myndi nú svo sem örugg­lega þola són­ar, en þetta verður örugg­lega meira gaman svona.

Þetta ferða­lag breytti lífi mínu, svo ein­falt er það. Draum­ur­inn stækkar hratt, og raunar miklu hraðar en ég hefði nokkurn tím­ann þorað að vona. Skálmöld er ótrú­legt fyr­ir­bæri sem knúið er áfram af stór­kost­legri stað­festu þessa hóps sem hér hrýtur kringum mig. Hér fórna menn hlutum fyrir þessar sakir og eng­inn efast. Ef allt saman klár­ast á morgun veit ég að ég hef í það minnsta minn­ingar til að hlýja mér við í ell­inni.

Það er við hæfi að rútan keyri nú af stað í síð­asta sinn þar sem ég lýk færsl­unni. Ég næ að leggja mig í rúma tvo tíma áður en við svo trillum dót­inu okkar inn á flug­stöð­ina. Heima bíður mín frí, jól á Húsa­vík hjá mömmu minni og auð­vitað ótta­blandin gleði með ólétt­unni.

Þetta eru mín síð­ustu orð frá Evr­ópu-túr Skálmaldar 2014. Takk öll þið sem nenntuð að lesa þetta rant mitt og þola allar heims­ins til­finn­ing­ar. Meist­ara­snill­ing­unum á Kjarn­anum flyt ég mínar bestu þakkir, kveðjur og óskir um allt sem gott er, því þeir hafa gert okkur litla bróður lífið óskap­lega mikið auð­veld­ara með umsýslu á þessum færslum okk­ar. Takk.

Ég ætla að leggja mig. Ég á það skil­ið.

SR

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None