Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Búdapest

DSCF3258-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Þessi dagur var nú algerlega tíðindalaus myndi ég segja. Ég vaknaði sirka 14.00 og þá var sándtékk í nánd. Þá reyndar voru bæði Halli og Þrábi í bænum en komu með hraði. Við tékkum venjulega miklu seinna en þetta en sökum þess að tvö aukabönd spiluðu í dag þurfti að flýta öllu. Það gekk svo bara að venju og lítið að frétta, fyrir utan lyktina. Ég veit ekki hvað er falið undir þessu sviði en það eru sennilega lík. Mörg lík. Og þau eru á versta tíma rotnunar. Andskotans óþefur og stækja. En þetta gekk svo auðvitað bara.

Ég sem sagt fór ekki neitt í dag. Þeir fóru fjórir í bæinn eftir tékk, Halli, Jón, Flexi og Þrábi, en við urðum eftir í slakanum. Ég held að ég hafi nú ekki gert neitt af viti. Við bara biðum. Lókalböndin byrjuðu reyndar mjög snemma og ég tékkaði aðeins á þeim. Þau voru svo sem ekkert frábær. Fyrra bandið gladdi okkur hinsvegar alla en þá fyrir þær sakir að flokkurinn er nefndur Kylfingar. Það er ógeðslega fyndið. Við höfðum ekki í okkur að segja þeim íslenska merkingu orðsins og svo kom reyndar í ljós að þeir eru taumlausir Skálmaldar-aðdáendur. Fínir krakkar aldeilis. Klukkan hálf8 skunduðum við svo bara á svið og gerðum stykkin okkar. Og þau voru bæði stór og falleg. Við vorum hér í þriðja skipti á þessum stað og það leyndi sér alls ekki. Fullur salur af fólki sem var komið til að skemmta sér og gerði það frá fyrstu sekúndu. Pyttur, hnefar, hár og bros. Við biðjum ekki um meira. Við lentum í kómískum tæknivandræðum. Gítarinn hans Baldurs hljómaði svolítið eins og geimskip í fyrstu lögunum. Hann náði svo að tækla vesenið þegar hann komst að því að græjan hans hafði vanstillst lítið eitt og ofan á hans hefðbunda sánd lagðist effekt sem framleiðandinn hefur kallað Ping Pong. Ógáfulega súpa það. Það hafði þó ekkert að segja og giggið var frábært frá upphafi til enda.

Auglýsing

Metall! Metall!

Ég hitti svo alveg fjölda fólks. Heimafólk er skemmtilegt og vill spjalla. Margir höfðu séð okkur áður og nokkrir voru í bolum frá þeim tónleikum. Myndatökur í hámarki, áritanir hægri og vinstri og handabönd að rokkarasið. Skemmtilegt en svolítið lýjandi.

Ég tók til í dótinu mínu áðan. Ég á sirka passlegt magn af hreinum fötum til að lifa túrinn af utan þess að ég er enn og aftur sokkalaus. Ég sit til dæmis í rútunni núna og finn slepjulegan svitann nuddast innan í Converse-skóna. Ég veit ekki hvernig þetta stenst allt saman. Ég skipti vissulega um sokka daglega en ég trúi því ekki að þeir eigi allir að vera búnir. Ætli ég komi ekki heim á sunnudaginn og uppgötvi eitthvað leynihólf með hreinum sokkum. Eða bara eitthvað. Þetta meikar ekkert sens.

Klukkan er 00.44 og sumir okkar í rútu. Nú dílum við við reglulegt vandamál, við erum svangir. Þessi dagur féll einhvernveginn þannig að við erum allir glorhungraðir og það er þrúgandi ástand þegar magarnir eru svona stórir og skapið jafnvel enn stærra. Við maulum súkkulaði, drekkum bjór og blótum. Það verður áhugavert að sjá hvar þetta endar. Mér skilst að brottför sé ekki fyrr en klukkan átta því það ku stutt yfir til Bratislava hvar við spilum á morgun. Slóvakía. Þangað hef ég aldrei komið svo þar get ég krossað við.

Klósettin hér voru með svona stalli. Ég lenti í því í dag að kúka mjög heilbrigðum kúk. Svona stereótýpískum dólgi sem hangir fallega saman og lítur vel út. Lítur vel út segi ég því ég gat svo sannarlega virt hann fyrir mér þegar ég var staðinn upp. Afköstin voru reyndar svo óskapleg að ég þurfti að standa upp á meðan ég var að skila af mér því ég náði snertingu áður en allt hafði skilað sér. Frjálsíþróttalærin komu sér nú aldeilis vel þá og svo fann ég hann svona velta út á hlið og strjúkast við vinstri kinnina. Þetta er nú bara kjánalegt, og mikið verra. Kannski hefur fólk hér ekki jafn góðan meltingarveg og ég sem alinn var upp á ýsu og slátri, en ef svo er vorkenni ég þeim öllum. Svona þegar ég velti þessu fyrir mér gæti þetta skýrt ólyktina undan sviðinu. Heimafólk velur sér sennilega aðra staði en stallaklósettið til að kúka á.

Það styttist. Þrjú gigg eftir. Heimferð á sunnudaginn ef veðurvættir lofa en nú hefur enn einu veðrinu verði spáð. Ég fer örugglega að gráta ef fluginu verður frestað. Og núna? Ég veit það ekki. Við verðum víst öll hér á planinu þar til í fyrramálið. Sjáum til hvort einhver er í stuði. Og á jafnvel mat.

Meistaralegt dagins: Kylfingar.

Sköll dagsins: Hungur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None