Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Bratislava

DSCF3903-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Ég fór bara að sofa gær. Eða nei svo sem ekki, en ég fór í koju. Þegar ég var búinn að horfa á fyrri bíó­mynd­ina þurfti ég ægi­lega að pissa. Klukkan var orðin þónokkuð margt og allir komnir í ró. Ég stökk í skóna og hlass­aði mér út á brók­inni. Ég komst ekki langt en kastaði af mér þarna undir grind­verk­inu. Að kom­ast svo að því að ég hefði læst mig úti var ekki góð til­finn­ing. Ég var alls ekk­ert tign­ar­legur þegar ég bank­aði á dyrnar á óreim­uðum Con­ver­se, Onyx-­bol og skítugri brók úr H&M. Litli bróðir var sem betur fer ekki sof­andi, eða þá laust, og not­aði björg­un­ar­leið­ang­ur­inn til að fara sjálfur út að pissa. Ég horfði aðeins meira og sofn­aði svo.

Ég man óljóst eftir ósléttum vegi en ann­ars svaf ég vel, og það fram að hádegi. Þá var ég vak­inn af Robert því við vorum komn­ir. Auð­vitað skiptir það venju­lega engu og við sofum fram­eftir enda þótt rúta komi á leið­ar­enda, en hér í Brat­islava er ekki hægt að leggja rút­unum nærri tón­leika­staðn­um. Ræs, aftur í Con­ver­se, rusla dót­inu inn á stað­inn, taka tón­leikagall­ann með sér og horfa svo á eftir rút­unni út í tómið. Og allt þetta með stírur í aug­um.

Auglýsing

Hér var ekk­ert spenn­andi að vera, það er að segja á tón­leika­staðnum sjálf­um. Tón­leika­sal­ur­inn var svo sem ekki slæmur en öll aðstaða var til stakrar ófyr­ir­mynd­ar. Við sáum það strax og afréðum að labba niður í bæ. Svilar höfðu þá reyndar látið sig hverfa þegar en við hinir fimm fikruðum okkur nið­ur­eft­ir. Það tók kannski gott korter á fæti í gegnum grá­mann. Já, þetta þykir mér frekar voða­leg borg. Alls­konar óskilj­an­leg mann­virki og skítug og sam­setn­ingar sem eru ljót­ar. Þetta skán­aði þó hell­ing þegar við náðum alla leið og hinn litli mið­bær er alveg sæmi­lega krútt­leg­ur. Við ultum inn á mexíkóskan veit­inga­stað. Þar komumst við á net sem sagði okkur að hann fengi væg­ast sagt slæma dóma á Trip Advis­or. En þá vorum við búnir að panta bjór­inn. Fokkitt, við pönt­uðum okkur rif, og sumir eitt­hvað ann­að. Mexíkósk rif með salsa. Pínu fyndin blanda en á end­anum voru allir hæstá­nægðir með mat­inn. Og þá var dag­ur­inn kom­inn af stað. Við röltum aðeins þarna um, skoð­uðum helstu torg og ána. Dóná, er það ekki? Nei nú verð ég að lesa mér til, þessi van­þekk­ing mín er orðin skammar- og átak­an­leg. Svo auð­vitað stytt­ist bara í sánd­tékk og við rétt náðum einum Irish Cof­fee í kuld­anum áður en við röltum til baka.

Sánd­tékkið var alls ekk­ert á réttum tíma. Rúss­arnir taka óskap­legan tíma í að koma sér fyrir og slógu senni­lega öll met í dag. Þetta hávaða­brask þeirra hvern ein­asta dag er farið að fara í taug­arnar á öllum og þau voru aðeins látin heyra það í dag. Gít­arsarg í klukku­tíma er ekki sánd­tékk. Það er ein­hverfa. Við afgreiddum okkar svo bara í snatri undir styrkri hand­leiðslu Flexa. Svo kom matur í svona dökk­gulum frauð­box­um. Það eru nú umbúðir sem drepa alla löngun til nær­ing­ar, en þetta slapp svo sem fyrir horn. Og svo var gigg.

Og....fá sér! Og....fá sér­!

Við höfum aldrei spilað hér áður og því voru áhorf­endur svo­lítið opin­mynnt­ir. Þetta var alveg týpískt bar­áttugigg, við þurftu að byrja á því að sann­færa alla um að nú væri gaman og svo um að lífið væri frá­bært. Og það gerðum við vel, og senni­lega sjaldan bet­ur. Við fengum alla með okk­ur. Þetta var alveg brjálað og Baldur vildi meina að við hefðum varla spilað betur á túrn­um. Það er svona. Þrátt fyrir sex vikur af því sama, slark og voða, mis­jafna daga og þá heim­þrá sem nú er alls­ráð­andi skilum við alltaf giggum sem er betra en giggið í gær. Það er alveg magnað og ótrú­legt og gerir Skálmöld þessi virði að taka þátt. Aldrei slaka á!

Ég gat ekki verið þarna í hinu agn­arsmáa bak­her­bergi og braust gegnum fólkið til að kom­ast út. Þá strax stað­fest­ist það sem ég hafði fengið á til­finn­ing­una í dag. Hér er kúlt­úr­inn agressíf­ur. Að mér veitt­ist fólk úr öllum átt­um, ekki endi­lega til í að tala tungu­mál sem ég skildi en þeim mun meira sitt eig­ið. Það er svo sem gott og bless­að, maður hittir á alls­konar tungu­mála­hindr­anir í þessu braski. En hér voru margir yfir­þyrm­andi og frek­ir. Sem dæmi er þetta í fyrsta skipti á okkar túr­sögu sem ég man eftir að því að hafa fengið skegg­kippi. Mitt síða skegg vekur oft athygli og sumir koma við án þess að fá form­legt leyfi. Gott og bless­að. En hér tog­aði fólk. Og fleiri en einn og fleiri en tveir. Það fór ekk­ert mjög vel í mig. Ég hefði senni­lega átt að rífa í hárið á þeim á móti.

Þegar Arkona klár­uðu tókum við stutt mingl við fólk og auð­vitað voru lang­flestir afsakap­lega almenni­legir og skemmti­leg­ir. En á þessu örl­aði, svona dólgs­hætti sem ég man eftir af íslenskum sveita­böllum örlí næntís. En já, slökum á pirr­ingn­um, hér voru lang­flestir fal­leg­ir, vit­an­lega. Meðan Elu­veitie spil­uðu sett­umst við á hlið­ar­pöbb á tón­leika­staðnum og drukkum alveg ein­stak­lega ódýran bjór, og ljóm­andi góð­an. Robert og Flex höfðu stungið af á kaffi­hús eftir okkar gigg en sam­ein­uð­ust okkur þarna. Og svo var foos­ball. Í stuttu mál sigr­uðu svilar okkur bræður þrjú eitt. En það var fyrra ránd. Seinna rándið sigr­aði Robert alla hina með öllum stig­unum gegn blautum manna­skít. Ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona góður í þessu. Hann á víst ein­hverja for­tíð sem hjálp­aði til við þetta, en fyrr má nú vera. Hann hló að okkur öll­um.

Eftir að Elu kláraði fengum við pizzur að borða. Mjög kær­kom­ið. Svo rusl­uðum við græj­unum okkar gegnum fólkið og út í bíl­inn sem Robert var þá nýbú­inn að sækja. Þá tók sami slag­ur­inn við, synda gegnum ókurt­eist og ofurölvi mann­haf sem meig utan í rút­una okkar og var með fyll­er­í­is­leið­indi. Ég var orð­inn svo pirr­aður eftir þetta allt að ég flúði inn í rútu og beint upp í koj­una mína. Og þar er ég núna. Við erum nýlagðir af stað og klukkan er 1.33. Við spilum í Aust­ur­ríki á og morgun og hinn og það eru tvö síð­ustu giggin á túrn­um. Á morgun er það Vín. Þangað eru skitnir 80 kíló­metr­ar. Við erum samt stopp akkúrat núna svo kannski að ég hoppi fram úr, út, og pissi. Þeir eru að spila Kana þarna frammi. Æi, ég senni­lega held bara fýl­unni áfram og fer að sofa. Eða ekki.

Meist­ara­legt dags­ins: Frá­bært gigg.

Sköll dags­ins: Skegg­tos.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None